Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1339 documents in progress, 2036 done, 40 left)
Ögmundb biskup í Skálholti selur Eiríki bónda Torfasyni til fullrar eignar jörðina Gröf í Averjahrepp, fimtán hundruð að dýrleika, með fimm kúgildum, fyrir jörðina Grafarbákka í Hrunamannahrepp, en Grafarbakka, sem metinn var þrjátigi hundruð að dýrleika af sex skynsömum mönnum, geldr biskup síra Jóni Héðinssyni í ráðsmannskaup um þrjú ár fyrir dómkirkjuna í Skálholti.
Afrit af bréfi þar sem tólf klerkar nyrðra samþykkja séra Jón Arason ráðsmann og umboðsmann heilagrar Hólakirkju í öllum efnum milli Ábæjar og Úlfsdalsfjalla.
Samningur Orms Snorrasonar og Sigríðar Torfadóttur þar sem hún gefur Ormi fullt umboð til að kæra eftir móðurarfi hennar og öðrum hennar peningum, hvar sem hittast kynni og við hverja sem væri að skipta.
Vitnisburður um prófentu þá, er Þorbjörn Gunnarsson gaf Ivari Brandssyni.
Afrit af afgreiðslubréfi þar sem Vigdísi Halldórsdóttur er gert að afhenda Birni Magnússyni fyrir hönd Daða Bjarnarsonar 24 hundruð í Lambadal innri í samræmi við alþingisdóm sem Björn Magnússon las upp í umboði Daða (sjá Alþingisbækur Íslands IV: 45-46). Meðaldalur, 15. október 1607.
Transkript skiptabréfs á eignum Þorleifs Grímssonar og Gríms sonar hans.
Skipti eftir Þorleif Grímsson.
parchment
Dómr sex presta, útnefndr at Jóni biskupi á Hólum, um ákæru síra Ólafs GuSmundssonar til síra Björns Jónssonar, að síra Björn héldi fyrir sér jörðunni hálfum Reykjum í Miðfirði.
Dómur tólf klerka, útnefndur af Ögmundi biskupi í Skálholti um kærur hans til síra Jóns Arasonar og er Jón fundinn sekur í öllum liðum.
Landvistarbréf út gefið af Kristjáni konungi öðrum til handa Ólafi Ormssyni er orðið hafði að skaða (vegið hafði) Skúla Þormóðsson.
Gizur Einarsson fullmektugan formann og superintendentem yfir þá alla, Skálholts dómkirkju og stikti
Tylftardómur útnefndur af Ögmundi biksupi í Skálholti og Erlendi Þorvarðssyni lögmanni sunnan og austan á Íslandi um ágreining milli Hannesar Eggertssonar og Týls Péturssonar um hirðstjórn yfir landinu og dæma þeir hirðstjórabréf það, er Hannes hafði af konungi haft, myndugt.
Gísli Björnsson og kona hans Þórunn Hannesdóttir leggja Hannesi Björnssyni aftur garðinn Snóksdal sem Hannes hafði gefið Þórunni dóttur sinni til réttra arfaskipta; einnig fengu þau honum Hamraenda og Skörð í Sauðafellskirkjusókn. Á móti fékk Hannes þeim Hrafnabjörg, Hamar, Fremri-Vífilsdal og Gunnarsstaði í Snóksdalskirkjusókn, auk Krossness á Ströndum.
Jarðaskiptabréf síra Sigurðar Jónssonar a Grenjaðarstöðum og Þorsteins bónda Finnbogasonar á Syðri-Brekkum á Langanesi með lausafé fyrir Haga í Hvömmum.
Torfi Jónsson selr Eiríki Böðvarssyni jörðina Hillur á Galmaströnd fyrir lausafé og kvittar um andvirðið, en Agnes Jónsdóttir kona Torfa samþykkir söluna.
Ögmundur biskup gerir jarðaskipti við Hólmfríði Erlendsdóttur þannig að hún fær til fullrar eignar jörðina Eyvindarmúla í Fljótshlíð en í móti fær hann jörðina alla Sandgerði er liggur á Rosthvalanesi [svo]. Vottar að bréfinu voru séra Snorri Hjálmsson og Freysteinn Grímsson.
Ungt, ónákvæmt afrit af bréfi Gauta Ívarssonar erkibiskups í Niðarósi til manna í Hólabiskupsdæmi, að allir þeir er vörslur hafi á hálfkirkjum séu skyldir að gera biskupi reikningsskap af þeim, en Ólafur Rögnvaldsson Hólabiskup hafði kært málið fyrir erkibiskupi.
Vigfús bóndi Þorsteinsson selur Margréti Þorvarðsdóttur jörðina Mýnes í Eiðaþingum fyrir jörðina Hjartastaði.
Tylftardómur útnefndur af Jóni Þorgeirssyni, kongs umboðsmanni í Hegranessþingi, um kæru Jóns til Sigurðar Magnússonar, að hann hafi verið í styrk og aðför til Hóls áSkaga með Þorsteini Bessasyni, þá er Þórálfur heitinn Guðmundsson var í hel sleginn.
Páll Bjarnarson selur Ara Magnússyni jörðina alla Arnardal hinn neðra.
parchment
Dómur sex manna, út nefndr af Ólafi bónda Guðmundssyni kongs umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness, um kæru Guðrúnar Björnsdóttur til Fúsa Brúmannssonar um hvaltöku og uppskurð fyrir Selvogum.
Finnbogi Einarsson prestur fær Gísla syni sínum til fullrar eignar jörðina Fjósatungu í Fnjóskadal og áskilur sér fyrstum kaup á henni vilji Gísli selja hana.
Vitnisburður um að Jón Arason biskup selur Magnúsi Björnssyni jörðina Nautabú í Mælifellskirkjusókn fyrir jarðirnar Róðugrund í Flugumýrarkirkjusókn og Ásgrímsstaði í Borgarkirkjusókn.
Afhendingarbréf fyrir Eyrarlandi.
Bréf Ögmundar biskups í Skálholti til allrar alþýðu manna í Skálholtsbiskupsdæmi móti þeim hinum nýja sið, og hótar hann þeim, er honum fram halda, forboði undir banns áfelli, en býðr hinum aflausn, er snúast vilja til betrunar.
Jarðaskipti með þeim hjónum Eiriki Snjólfssyni og Þuríði Þorleifsdóttur og Halldóru, dóttur þeirra.
Björn prestr Jónsson og Steinunn Jónsdóttir arfleiða og ættleiða börn sín Jón, Magnús og Ragneiði, með samþykki afa barnanna, Jóns biskups Arasonar og Jóns bónda Magnússonar.
Sáttargerð Magnúsar biskups í Skálholti og Einars Björnssonar, bæði um víg Bjarna Þórarinssonar vegna Einars sjálfs og svo vegna Þorleifs bróður hans.
Vitnisburður um að Jón Arason biskup seldi síra Pétri Pálssyni jörðina Ytri-Lauga í Reykjadal sem í staðinn gaf jörðina Syðri-Ey á Skagaströnd.
Bréf að síra Hallvarðr Bjarnason hafi geflð Marteini Þorvarðssyni og Sigríði konu hans hálfa jörðina Villinganes í Goðdalakirkjusókn.
Vitnisburður Jóns Kristófórussonar um jörðina Eyri í Önundarfirði.
Guðlaug Árnadóttir gefur dóttursyni sínum, Jóni Björnssyni, jörðina Teigargerði í Reyðarfirði. Að Eyvindará, 16. júlí 1600.
Kolbeinn Jónsson lofar Jóni Þorlákssyni að hann skyldi aldrei áklaga né ásókn gefa Jóni um það sem hann þóttist eiga að honum, og gefur hann Jón kvittan. Á Akureyri í Eyjafirði, 10. ágúst 1600.
Ögmundr biskup i Skálholti fær Fúsa bónda Brunmannssyni og Ólöfu Björnsdóttur konu hans til eignar jarðirnar Kirkjuból í Dýrafirði, Dynjandi, Borg, Skjaldfönn og Rauðstaði í Arnarfirði fyrir 24 hundruð í Valþjófsdal og 20 hundruð í Hjarðardal í önundarfirði, svo og hálfa Alviðru i Dýrafirði, og það, sem jarðir þær, er biskup fær, eru ódýrari, gefr hann kvitt sökum þess, að þau hjón Fúsi og Ólöf hafi jafnan verið sér og dómkirkjunni til styrks og hjálpar, gagns og góða, og lofi svo að vera framvegis.
Vidisse af Kalmanstugudómi sem er dómur sex klerka og sex leikmanna, útnefndur af Ögmundi biskupi í Skálholti, um spjöll á kirkjunni í Kalmanstungu, skort og fordjörfun á bókum hennar og skrúða og um reikningsskap kirkjunnar fornan og nýjan. Frumritið er í Bisk. Skalh. Fasc. VIII,16.
Kaupmálabréf Björns Þorvaldssonar og Herdísar Gísladóttur.
Bjarni Vigfússon fær Ögmundi biskupi í Skálholti til fullrar eignar alla jörðina Hamar í Borgarhrepp og lofar að Selja biskupi fyrstum aðrar jarðir sínar og týi, en Bjarni skal í mót kvittr um sakferli sín og fornan reikningskap Borgarkirkju, er honum bar til að svara; er síra Freysteinn Grímsson við kaupið fyrir hönd biskups.
Dómur sex manna útnefndur af Jóni Hallssyni konungs umboðsmanni í Rangárþingi um ákærur síra Jóns Einarssonar til Eiríks Torfasonar og bræðra hans í umboði Þórunnar Einarsdóttur systur sinnar um þá peninga, er átt hafði Jón Torfason heitinn og honum voru til erfða fallnir eftir barn sitt skilgetið.