Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Þjóðskjalasafn Íslands, Reykjavík: 721 documents
(9 documents in progress, 0 done, 712 left)
Finnbogi Jónsson lögmaður fær Gottskálki Nikulássyni Hólabiskupi til fullrar eignar jarðirnar Ásgeirsár og Lækjamót í Víðidal með þriðjungi af þeim peningum, sem stóðu með jörðunum, þá er Narfi Sigurðsson og Sigurður Narfason luktu Finnboga þær, - gegn tilkalli og eignarorði biskups til Lögmannshlíðar í Kræklingahlíð.
Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup úrskurðar samkvæmt dómi háðum í sama stað og dag Höskuldi Runólfssyni að lúka árlega fjögur hundruð fríðvirð síðan Björn Eyjólfsson tók fyrst að sér jörðina Kelduland og svo síðan Höskuldur tók við henni og Höskuldi þess utan mörk í stefnufall.
Tveggja tylfta dómur, útnefndur á Öxarárþingi af lögmönnum báðum, Erlendi Þorvarðssyni og Ara Jónssyni, með ráði og samþykki beggja biskupanna og fógetans Diðriks van Mynden af Brjámsstöðum (Bramstad), um að rétt Noregs lög og svarinn sáttmáli haldist kóngs vegna og kirkju, um að Píningsdómur (1490) haldist, um að sáttmáli Norðmanna konungs og Englakonungs frá fyrra ári um verslun á Íslandi haldist, um þá er fara út af landinu með buldur og óróa, um duggara sigling, um að heilög trú og guðs lög haldist og um hafnargjald til konungs.
Vitnisburðarbréf um það, með hverjum landamerkjum séra Þorkell Guðbjartsson hefði selt heilagri Hólakirkju jörðina á Sandi í Aðaldal.
Jón Sigmundsson bóndi selur Jóni Þórðarsyni jörðina Skarðsdal í Siglufirði og kvittar hann um andvirði jarðarinnar.
1) Vottorð tveggja manna, að Þórður Þorsteinsson bóndi með samþykki Sólveigar Runólfsdóttur konu sinnar fengi Gunnlaugi Guðmundssyni til eignar þá jarðarparta, sem Sólveig stóð til að erfa eftir Herdísi Þorgeirsdóttur móður sína, konu Gunnlaugs; átti Þórður að fá Kúskerpi í Skagafirði, en Gunnlaugur jarðir í Hornafirði. 2) Alþingissamþykkt um vinnufólk og fiskimenn.
Ólafur Ingimundarson prestur vottar, að hann hafi krafið Árna Höskuldsson í umboði Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups eftir prestastefnu dómi kirkjugóssanna í Núpufelli, en Árni hefði enga peninga lagt fram.
Vitnisburður Helga Magnússonar, 76 ára að aldri, um landamerki Syðri-Bægisár og Neðstalands í Öxnadal. Segist hafa verið 17 ár í sínu ungdæmi í þessum Dalahreppi [svo] og hafi í allt verið þar 43 ár og aldrei hafi hann heyrt nein tvímæli á því leika að Neðstaland ætti alla landeign út í Reiðhól sem stendur á milli Syðri-Bægisár og Neðstalands og svo sjónhending í fjall upp. Það var enginn ágreiningur uppi um þetta fyrr en Arnes Helgason sem hélt Bægisá vildi eigna henni land lengra suður en hann vann þar ekkert á. Loks segist hann hafa heyrt að þrír steinar hafi fundist undan Reiðhól til forna er áreið var gerð á landið.
Guðmundur Jónsson gefur "sjúkur í líkama, en heill að samvisku" heilagri Hólakirkju og Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi jörðina Þorbjargarstaði í Laxárdal, en "hér í mót bað hann biskupinn fyrir guðs skuld að taka að sér tvo sonu sína og láta læra annan til prests, en hjálpa öðrum til manns".
Dómur útnefndur af séra Jóni Broddasyni, officialis fyrir norðan land og ráðsmanni á Hólum, um ákæru hans til Jóns Þórðarsonar, að hann hefði drepið hest fyrir Hólastað.
Sveinn Þorfinnsson fær Gottskálki Nikulássyni Hólabiskupi til fullrar eignar jörðina Ystagil í Langadal með þeim ítökum, er bréfið greinir, en biskup lofar að kenna Jóni syni Sveins til prests, og fær honum til halds staðinn í Vestuhópshólum þar til Jón sonur hans vígist þangað, og skal Sveinn ekki annað af staðnum gjalda en biskupsgisting og útlausn, þegar biskup fer í yfirreið sína.
Þorgrímur Sölvason kvittar Ólaf Ormsson fyrir 20 hundruðum, er han átti hjá honum upp í jörðina á neðri Mýrum í Höskuldsstaðaþingum.
Gottskálk Nikulásson Hólabiskup gefur séra Hálfdani Narfasyni umboð til að lögfesta hálfa jörðina Lögmannshlíð í Kræklingahlíð, og leggur erkibiskupsdóm með hans capiulo og alls ríkisins ráðs í Noregi fyrir norðan fjall fyrir greinda jörð.
Vigdís Jónsdóttir selur Páli Þórólfssyni þann hluta í jörðunni Björgum í Kinn, er hún hafði erft eftir Björn Jónsson bróður sinn.
Benedikt Sæmundsson selur Ögmundi Andréssyni presti með samþykki Sigríðar Hallsdóttur konu sinnar 15 hundraða part í Borgarhöfn í Hornafirði, er hann erfði eftir Sigríði Jónsdóttur móður sína.
Gottskálk Gottskálksson selur Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi jörðina Efstaland í Öxnadal, er Gottskálk Keneksson Hólabiskup hafði gefið honum, og þar með tíu kúgildi, og kvittar hann Ólaf biskup fyrir andvirðinu, nema 15 hundruðum, sem eftir stóðu.
Þorvarður Guðmundsson gefur, með leyfi bræðra sinna séra Þórðar og Ívars Guðmundssona, Sigurði Finnbogasyni og Margrétu Þorvarðsdóttur konu hans jörðina Egilsstaði í Fljótsdalshéraði í próventu sína.
Þorsteinn Þorleifsson bóndi fær Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi og Hóladómkirkju til eignar jarðrinar Presthvamm í Grenjaðarstaðarþingum og Tungu á Tjörnesi til fullrar eignar, og lausafé að auki, en biskup kvittar Þorstein um fjársektir þær, er á hann höfðu verið dæmdar.
Jón Hallvarðsson, Ásgautur Jónsson og Medía Sigurðardóttir móðir hans gefa Jóni Sigmundssyni til eignar og sóknar alla þá peninga fasta og lausa, sem Sigurður Geirmundsson hefði gefið Medíu dóttur sinni og Ásgauti dóttursyni sínum.
Fjórir menn votta, að Þorleifur Björnsson hafi 2. janúar 1477 selt Sveini Guðmundssyni jörðina á Kryddhóli í Skagafirði fyrir Ásgrímsstaði í Hegranesi og þar til lausafé.
Bréf um landamerki Ytra-Hóls í Kaupangssveit og Grafar.
1) Pétur Pálsson ábóti á Munkaþverá og Magnús Jónsson prestur selja, í umboði Jóns Arasonar Hólabiksups, Ögmundi Pálssyni Skálholtsbiskupi jarðinar Æðey, Unaðsdal, Sandeyri og fimm jarðir í Veiðileysi fyrir jarðinar Mársstaði og Skútir, en fyrir hálfa Akra, hálfa Sjávarborg og Kimbastaði, er Ögmundur biskup fær Jóni biskupi, skal Jón biskup fá honum aðrar jarðir, er þeim um semur, með fleira því, sem bréfið hermir. 30. apríl 1533. 2) Vottfest uppskrift tveggja manna, 20. júní 1553. 3) Vottfest uppskrift fjögurra manna, 16. júní 1565. 4. Liðsbónarbréf, óársett brot.
Illugi Björgólfsson vottar, að hann hafi vitað, að Reynistaðarklaustur hafi óátalið um hálfan fimmta tug ára eða lengur tekið landskyldir af Hofi á Skagaströnd.
Vitnisburður um viðtal Eiríks Einarssonar prests og Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups um sakir þær, er biskup taldi til hans.
Arngrímur Jónsson og Stígur Björnsson prestar ásamt Jóni Einarssyni og Jóni Jónssyni gera kunnugt að hafa séð og yfirlesið jarðareikning Hóladómkirkju sem gerður var eftir andlát Jóns Arasonar Hólabiskups. Þar kemur fram að hann hafi fengið Hóladómkirkju jarðir fyrir þær sem hann hafði burtselt og lógað. Umræddar jarðir eru: Mannskapshóll 60 hndr., Ytra Vatn 30 hndr., hálft Ytra Vallholt 20 hndr., Þórisstaðir 50 hndr., Guðrúnarstaðir 60 hndr., Núpur 50 hndr., Harastaðir 40 hndr., Tungufell 40 hndr., í Eyvindarstaðir 50 hndr., Saurar 10 hndr., Veisa 40 hndr., hálfur Stafn 10 hndr., Stóridalur 40 hndr., Síða 10 hndr.
Fjórir menn votta, að Jón Þorvaldsson hafi greitt Halldóru Broddadóttur, Brandi Brandssyni og Ingimundi Sighvatssyni fullt verð fyrir Laugaland í Fljótum, og að hlutaðeigendur hafi kannast við það.
Hallur Ásgrímsson fær Ólafi Rögvaldssyni Hólabiskupi og heilagri Hólakirkju til ævinlegrar eignar jörðina Steðja í Hörgárdal og lausafé að auk upp í sakir við biskupinn bæði fyrir kirknarán og barnshvarf.
Helgi Ketilsson kvittar Jón Þorvaldsson prest um andviði jarðarinnar Ytri-Valla í Miðfirði.
Klerkar fyrir norðan lands kjósa Ólaf Rögnvaldsson prest til Hólabiskups.
Ólafur Jónsson fær Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi til fullrar eignar jörðina Þverá í Svarfaðardal fyrir jörðina Svartárdal í Dölum.
Narfi Benediktsson selur séra Einari Benediktssyni hálfa jörðina Grindur á Höfðaströnd gegn kennslu og uppfæðslu á Benedikt Narfasyni syni hans, með fleira skilorði, er bréfið greinir.
Testamentisbréf Þorsteins Eyjólfssonar lögmanns.
Magnús Jónsson bóndi selur Einari Eiríkssyni jörðina Teig í Hrafnagilsþingum með tilteknum kvöðum og ítökum, en Einar leggur í móti jörðina Kálfskinn í Árskógsþingum.
1) Tveggja tylfta dómur, útnefndur af Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi á prestastefnu, um kæru biskups til Árna Höskuldssonar, að hann hefði eigi haldið Eyrarlandsdóm frá 7. júní 1479 (DI VI, nr. 202) um kirkjugóssin í Núpufelli og á Hnappstöðum. 9. júní 1488. 2) Transskriftarbréf fjögurra manna. 2. ágúst 1488.
Vitnisburður, að Þorkell Erlendsson meðkenndist, að hann hefði fyrir mörgum árum selt Þorvarði Helgasyni príor á Skriðu jörðina Seljamýri í Loðmundarfirði, og kvittar hann nú fyrir andvirðinu.
Kvittun fyrir andvirðis Smyrlabergs.
Barbara abbadís á Stað í Reyninesi selur Ólafi Grímssyni bónda jörðina Brúarland hálft í Deildardal fyrir Syðra-Vatn í Tungusveit.
Þorleifur Pálsson lögmaður staðfestir Vatnsfjarðardóm frá 3. maí 154, sbr. DI XI, nr. 265, sbr. nr. 268).
Sigurður Jónsson prestur og prófastur í Skagafirði, tekur fullan bókareið af Einari Magnússyni um skóg þann, er kallaður hefur verið Maríuhrís, í Ássjörðu í Hörgárdal milli Auðbrekkuskógs og Vindheimaskógs, og sver Einar, að hann hafi aldrei heyrt annað en Möðruvallaklaustur ætti skóginn.
Jón Eiríksson skalli Hólabiskup úrskurðar Risamýri í Blönduhlíð stöðuga eign Hólakirkju í Hjaltadal.
Bréf Sigurðar Narfasonar um útlúkning Ásgeirsáa og Lækjamóts og fjögurra jarða (Krossnes, Melar, Norðfjörður og Seljanes) á Ströndum til Finnboga Jónssonar lögmanns og Teits Þorleifssonar.
Fjórir menn votta um samræður Vigfúsar Ívarssonar við Guðríði Ingimundardóttur konu sína 9. ágúst 1429 um peninga þá, er Guðrún Sæmundardóttir ætti í hans garð.
Samningur þeirra Ögmundar Pálssonar Skálholtsbiskups og Jóns Arasonar Hólabiskups um útlúkningar Jóns biskups til Mýrakirkju í Dýrafirði, kennimannahald þar og fleira.
Sigurður Ívarsson selur séra Jóni Þorvaldssyni tíu hundruð í jörðunni Mánaskál í Laxárdal fyrir tíu hundruð í lausafé.
Vitnisburður Jóns Jónssonar og Þorkels Blængssonar um jörðina Brúarland í Deildardal.
Ólafur Filippusson og Einar sonur hans selja Gottskálki Nikulássyni Hólabiskupi jarðirnar Hrafnabjörg, Ljótshóla, Snæringsstaði, Geithamra, Mosfell, Þremi tvenna og skóg í Blöndugili, sem allt hafði átt Solveig Björnsdóttir, en biskup geldur í mót jarðirnar Arnarstapa á Vatnsnesi, Hvol í Vesturhópi, Galtarnes í Víðidal og Vatnsenda í Vesturhópi.
Sigurður Þorláksson prestur og Kolli Magnússon lofa Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi að gera upp á sinn eigin kostnað kirkjuna í Ási í Hegranesi svo góða sem hún áður var, nema biskup skyldi leggja til sex hundruð, og taka þeir jörðina á leigu um þrjú ár.
Steingrímur Ísleifsson selur Einari Ísleifssyni bróður sínum, ábóta á Munkaþverá, propiciatorium (oblátuaskja?) með silfur forgyllt, er vegur vart fjórar merkur, klaustrinu til eignar, fyrir tíu málnytukúgildi og fimm geldfjárkúgildi, tvítuga voð, tvær stikur klæðis og tvo klyppinga á ári meðan fimm hundruð sé ólukt af skuldinni.
Þorsteinn Jónsson selur Gottskálki Kenekssyni Hólabiskupi 20 hundruð í jörðunni Ási í Vatnsdal fyrir jörðina Brandsstaði í Blöndudal og sex kúgildi, en af því biskup lét burt jörð, er Hólakirkja átti, fékk biskupinn Hólakirkju 20 hundruð upp í greinda jörð Ás í Vatnsdal.
Tvennar tylftir klerka fyrir norðan land rita Einari Benediktssyni ábóta á Munkaþverá og Nikulási Þormóðssyni príor á Möðruvöllum og öllum prestum fyrir norðan Öxnadalsheiði og lýsa því, að þeir hafi samþykkt Jón Arason prest ráðsmann Hólastaðar og officialis Hólakirkju til næstu prestastefnu, en Jón prestur hafi því ekki játað, nema það væri og með þeirra samþykki.
Page 4 of 15








































