Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Hrólfur Bjarnason og sonur hans Bessi Hrólfsson selja herra Guðbrandi Þorlákssyni samtals 30 hundruð í jörðinni Skálá í Fellskirkjusókn. Gert að Hólum í Hjaltadal 3. apríl 1583, bréfið skrifað á sama stað fjórum dögum síðar.
Þormóður Ásmundsson og synir hans, séra Ásmundur, séra Jón, Gísli og Einar, selja Bjarna Sigurðssyni jörðina alla Kjóastaði í Biskupstungu eystri; landamerkjum lýst. Í Bræðratungu, 29. apríl 1607.
Dómur um hver skyld hafa svar og umboð séra Halldórs Benediktssonar að hans sjálfs beiðni. Helgastöðum í Reykjadal, 30. apríl 1582.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 23. Símon Oddsson og kona hans Guðrún Þórðardóttir selja Bjarna Sigurðssyni hálfa jörðina Hlíðarenda í Ölfusi. Á Stokkseyrargerðum á Eyrarbakka, 4. janúar 1607.
Jón Björnsson selur Magnúsi Jónssyni jörðina Auðshaug á Hjarðarnesi og fær í staðinn Hlíð í Þorskafirði. Bæ á Rauðsandi, 24. apríl 1582. Útdráttur.
Gunnar Þorláksson og Þorlákur Skúlason biskup endurnýja próventugjörning sinn en Gunnar færir biskupinum Valadal sér til ævarandi framfærslu. Á Hólum í Hjaltadal, 28. janúar 1634.
Jón ábóti á Þingeyrum selur Egli Grímssyni til fullrar eignar fjóra tigi hundraða í Hofi í Vatnsdal með tilgreindum ítökum fyrir eignarhlutann í Spákonufelli og Árbakka.
Sendibréf frá Sigurði Jónssyni til Björns bónda Benediktssonar um morðbréfamál Guðbrands Þorlákssonar biskups.
Kaupmálabréf Kristínar Oddsdóttur og Lofts Skaftasonar. Í Skálholti, 14. júní 1607, bréfið skrifað á sama stað 28. mars 1613.
Jarðaskiptabréf.
Sáttargerð á milli Bjarna Björnssonar og séra Teits Halldórssonar. Bjarni staðfestir að séra Teitur skuli halda þriðjungi í Brjánslæk. Á Vaðli á Barðaströnd, 28. apríl 1617.
Þóra Jónsdóttir selur Finni Jónssyni tíu hundruð í Skógum í Þorskafirði en fær í staðinn sex hundruð í Brekku í Gunnarsholtskirkjusókn og lausafé. Einnig gefa þau hvort annað kvitt um þau skipti og peningareikning sem Finnur og fráfallinn eiginmaður Þóru, séra Snæbjörn Torfason, höfðu gert sín á milli. Í Flatey á Breiðafirði, 29. ágúst 1607; bréfið skrifað á sama stað 29. apríl 1608.
Rafn Jónsson selur Þorsteini Jónssyni jarðirnar Efra-Núp í Núpsdal með tilgreindum ítökum og landamerkjum, Þverá, Njálstaði, Daðastaði og Barðastaði, en Þorsteinn gefur í móti tuttugu hundraða jörð i Húnavatnsþingi, tíu kúgildi og tíu hundruð í fullum aurum.
Bjarni Einarsson selur Bjarna Jónssyni alla Veðrará hina ytri í Önundarfirði, með samþykki konu sinnar Guðrúnar Þorláksdóttur fyrir Bassastaði og Bólstað á Selströnd.
Kaupmálabréf Orms Loptssonar og Solveigar Þorleifsdóttur.
Kaupmáli og gifting séra Jóns Runólfssonar og Sigríðar Einarsdóttur. Á Hafrafellstungu í Öxarfirði, 31. júlí og 6. september 1618. Útdráttur.
Kaupbréf Ásgríms ábóta á Þingeyrum og Jóns bónda Sigmundssonar um jarðirnar Efranúp í Núpsdal, Melrakkadal í Víðidal og Hrís með tilgreindum ítökum og landamerkjum.
Þorgautur Ólafsson og hans kona Marsibil Jónsdóttir selja Sæmundi Árnasyni jörðina Hraun á Ingjaldssandi og sex hundruð í Stærri-Hattardal í Álftafirði. Þorgautur og Marsibil gefa síðan Sæmundi allt andvirðið sér til ævinlegs framfæris. Í kirkjunni á Sæbóli á Ingjaldssandi, 6. júní 1618. Í lok bréfsins hefur Ari Magnússon ritað með eigin hendi að Sæmundur Árnason hafi lesið bréfið upp á Eyrarþingi 1619.
Bréf sr. Ólafs Péturssonar til Sigurðar Björnssonar lögmanns um að Þórður Magnússon í Vestmannaeyjum skuli skikkaður til að snúa aftur til sinnar ektakvinnu, Guðrúnar Ingjaldsdóttur í Útskálakirkjusókn, sem hefur ekki séð hann í á sjöunda ár, dags. 20. september 1699. Í framhaldi af bréfi sr. Ólafs kemur bréf Sigurðar til Ólafs Árnasonar, sýslumanns í Vestmannaeyjum, um þessa skikkun, dagsett sama dag. Á 2v er utanáskriftin „Bréf hr. lögmannsins uppá Þórð Magnússon“.
Skiptabréf eptir Jón Einarsson á Geitaskarði.
Vitnisburður um frillulífi.
Guðbrandur Oddson selur herra Oddi Einarssyni sex hundruð í Böðvarsdal í Refsstaðakirkjusókn. Á Refsstöðum, 1. ágúst 1607.
Dómur tólf manna útnefndur á alþingi af Finnboga lögmanni Jónssyni um stefnu þá, er Brúmmann Thomasson í umboði Jóns bónda Björnssonar, vegna Kristínar Sumarliðadóttur, konu Jóns, stefndi Ara Andréssyni um hald á þeim peningum, sem Guðmundr Arason, föðurfaðir Ara, tók fyrir Þorgerði Ólafsdóttur.
Vitnisburður um reka kirkjunnar á Mýrum í Dýrafirði.
Ættleiðing Finnboga Einnrssonar á börnum sínum, Einari Þorgrími, Jóni, Ingibjörgu og Oddnýju.
Meðkenning Níels Regelsens kaupmanns að hann hafi látið Helga Jónsson frá Búðarhóli í Austur-Landeyjum fá hjalla til eignar gegn því að hann árlega þóknist dálítið veturlegumanni sínum.
Frumtransskript og transskript prentað á tveimur stöðum í DI en bæði eftir sama apografinu, þ.e. nr. 413.
Örstutt samantekt Árna Magnússonar um brúðkaup Þorbergs Hrólfssonar og Halldóra Sigurðardóttur sem fram fór á Reynistað haustið 1603. Guðný Jónsdóttir, móðir Halldóru, og Jón bróðir hennar gifta hana, en faðir hennar, Sigurður Jónsson, var þá látinn. Með uppteiknuðu litlu ættartré brúðhjónanna.
Afrit af bréfi þar sem sagt er frá deilum um þyngd fisks sem gerðu það að verkum að allar vigtir í Vestmannaeyjum voru bornar saman við kóngsins vigt. Þeim sem skiluðu réttri þyngd var skilað en hinar brotnar. Bréfið er dagsett 6. desember 1702 og undirritað af sex mönnum. Á eftir fylgir uppskrift af bréfi Sigurðar Björnssonar lögmanns þar sem hann lýsir þakklæti fyrir áðurskrifað bréf, dags. 20. júlí 1703. Diðrik Jürgen Brandt og Þórður Þórðarson votta að rétt sé eftir frumbréfum skrifað, dags. 6. júní 1704.
Afrit af bréfi um þá skikkun að þeir sem eiga leyfislausa hesta skuli gjalda 24 fiska, helmingur fari til umboðsmannsins Christoffers Jensens og helmingur til fátækra. Skikkunin fór fram 2. nóvember 1703. Þórður Þórðarson og Sigurður Sölmundsson votta að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, dags. 7. júní 1704.
Vigdís Halldórsdóttir selur dóttur sinni Agnesi Torfadóttur jörðina Brekku í Dýrafirði. Í kirkjunni í Hrauni í Dýrafirði 8. janúar 1598; bréfið skrifað á Kirkjubóli í Önundarfirði 25. febrúar 1600.
Alþingisdómur vegna Hrauns í Unadal, 1. júlí 1607. Bréfið skrifað 17. apríl 1610.
Bónarbréf 14 Vestmannaeyinga þar sem undirritaðir biðja Árna Magnússon að rannsaka mælikúta til að sjá hvort allt sé með felldu.
Afrit (brot) af dómi Erlends Þorvarðssonar og Þorleifs Pálssonar, lögmanna, út nefndur af Otta Stígssyni, fógeta og höfuðsmanni yfir allt Ísland, um fiskibáta Hamborgara, verslun útlendinga og fleira. Dómurinn var út gefinn á Öxarárþingi 30. júní 1545.
Einar Oddsson selur Bessa Sighvatssyni Auðólfsstaði í Langa- dal með tilgreindum ítökum og ummorkjum fyrir Sólheima í Sæmundarhlíð með tilteknum landamerkjum.
Útdrættir úr tveimur transskriftarbréfum sem tengjast aðallega Ásgarði og Magnússkógum.
Guðbrandur Oddson gefur herra Odd Einarsson kvittun og ákærulausan fyrir andvirði Böðvarsdals. Á Refsstöðum í Vopnafirði, 1. ágúst 1607.
Hannes Björnsson seldi, með samþykki konu sinnar Guðrúnar Ólafsdóttur, Teiti Björnssyni Hof í Vatnsdal, LXc, fyrir Flatnefsstaði á Vatnsnesi XVIc, Ytri-Velli í Vatnsneshrepp og Melssókn, XXIIIc og Þóroddstaði í Hrútafirði XXIIIc og einn IVc að auki.