Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1621 documents in progress, 3394 done, 40 left)
Ari Jónsson gefur Björn bónda Benediktsson kvittan um fulla peningagreiðslu fyrir jörðina Ytra-Samtún í Kræklingahlíð. Á Espihóli í Eyjafirði 17. september 1600; bréfið skrifað á Stóra-Hamri 16. júní 1601.
Gunnlaugur prestur Arngrímsson selur síra Birni Jónssyni tíu hundruð í jörðunni Forsæludal í Vatnsdal fyrir tiu hundruð i lausafé.
Vitnisburður Þorsteins Helgasonar um að Árni Þorsteinsson hafi selt jörðina Þverá sér og sínum til hjálpræðis.
Lauritz Kruus till Suenstup” höfuðsmaður, afsalar Guðbrandi biskupi “paa Kronens och Domkirckens wegne – en aff Domkirckens Jorder” Ásgeirsá í Víðdal fyrir 60# með 3# landskuld, en biskup lét aftur “til Kronen ich Domkircken” Hvamm í Fljótum með Höfn og Bakka, með sama dýrleika og landskuld. Hólum daginn eftir Bartholomei 1589. Vottar Gunnar Gíslason “Mester Hans Seuerinsson, sera Jon Kragsson, sere Bernne Gamlesson” og tveir aðrir.
Brynjólfur biskup Sveinsson ánafnar séra Jósef Loftssyni jörðina Gröf í Lundarreykjadal, hálfa Hafþórsstaði í Norðurárdal og Tunguengi í Norðurárdal og fær í staðinn jörðina Skáney í Reykholtsreykjadal. Í Skálholti, 18. janúar 1644.
Húsaskiptabréf á milli séra Teits Halldórssonar og Bjarna Björnssonar um kirkjujörðina Hlíð.
Vitnisburður tveggja manna um það, að Finnbogi Jónsson lýsti því, að Björn Snæbjarnarson hefði handsalað sér fyrstum kaup á hálfri jörðunni Héðinshöfða fyrir það andvirði er hann mætti kjósa og bréfið greinir.
Gunnlaugr Ásgrimsson selur síra Birni Jónssyni tuttugu hundruð íjörðunni Torfustöðum í Miðfirði fyrir hálfa Barka staði í Svartárdal, en kaup þessi höfðu þeir fyrir sex árum.
Byggingarbréf Hans Chr. Raufns handa Oddi Svarthöfðasyni fyrir hálfum Gjábakka í Vestmannaeyjum. „Ex Chorenhaul Schanze“ 8. febrúar 1696.
Guðbrandur Þorláksson biskup gefur dóttur sinni Halldóru ellefu hundruð í jörðinni Skálá í Sléttahlíð í staðinn fyrir jörðina Miðmó í Fljótum, sem Guðbrandur hefur í burt selt. Á Hólum í Hjaltadal, 9. nóvember 1621.
Tvö samhljóða afrit af bréfi Henriks Bielkes höfuðsmanns um að hann seldi og afhenti Eyjólfi Jónssyni jarðir í Borgarfirði og hafi fengið fulla borgun fyrir. Kaupmannahöfn, 28. júní 1676.
Jón lögmaður Sigmundsson úrskurðar Narfa bónda Jónssyni til eignar jarðirnar Svarfhól í Álptafirði og Dynjandi í Grunnavík.
Haraldur Ketilsson selur séra Einari Sigurðssyni átta hundraða part í Raufarbergi í Hornafirði.