Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1339 documents in progress, 2036 done, 40 left)
Dómur sjö klerka og sjö leikmanna útnefndur af Jóni biskupi Arasyni, „er þá hafði kongsins umboð í Vöðluþingi“,
um ákœru Jóns Magnússonar til Gísla prests Guðmundsson
ar vegna Kristínar Eyjólfsdóttur móður sinnar um aðtöku
Gísla prests á arfi eptir Finn heitinn Þorvaldsson systurson
Kristínar.
Dómur á Sauðanesi, 26. september 1620, um deilu Bjarna Jónssonar og séra Jóns Magnússonar um hálfa jörðina Hallgilstaði á Langanesi. Jörðin dæmd eign Bjarna.
Alþingisdómur vegna jarðarinnar Helluvaðs við Mývatn.
Guðbrandur Oddson gefur herra Odd Einarsson kvittun og ákærulausan fyrir andvirði Böðvarsdals. Á Refsstöðum í Vopnafirði, 1. ágúst 1607.
Þóra Jónsdóttir selur Finni Jónssyni tíu hundruð í Skógum í Þorskafirði en fær í staðinn sex hundruð í Brekku í Gunnarsholtskirkjusókn og lausafé. Einnig gefa þau hvort annað kvitt um þau skipti og peningareikning sem Finnur og fráfallinn eiginmaður Þóru, séra Snæbjörn Torfason, höfðu gert sín á milli. Í Flatey á Breiðafirði, 29. ágúst 1607; bréfið skrifað á sama stað 29. apríl 1608.
Kaupmálabréf Kristínar Oddsdóttur og Lofts Skaftasonar. Í Skálholti, 14. júní 1607, bréfið skrifað á sama stað 28. mars 1613.
Guðbrandur Þorláksson biskup gefur dóttur sinni Halldóru ellefu hundruð í jörðinni Skálá í Sléttahlíð í staðinn fyrir jörðina Miðmó í Fljótum, sem Guðbrandur hefur í burt selt. Á Hólum í Hjaltadal, 9. nóvember 1621.
Alþíngisdómur sex presta (Björn Gíslason vc) og sex leikmanna, útnefndur af lögmönnum báðum og biskupum báðum, um ákærur Heinreks Gerkens Hannessonar Til Guðbrands biskups: a, að hann eignaði Víðdalstúngu kirkjureka á Illugastöðum, Þíngeyra klausturs jörð; b, að hann héldi hálft Spákonufell undir dómkirjuna, sem hann taldi H Gerkens taldi klaustrinu. Dæma þeir klaustrinu tekana þartil biskup sýni eignarrétt kirkju sinnar, en hið síðara atriði dæma þeir til næsta alþingis, þareð biskup kvað sér þá ákæru óvænta. Dómurinn fór fram 1. dag Julii 1572, en dómsbréfið skrifað við Hafnarfjörð þrem dögum síðar.
Steindór Gíslason og Guðrún Einarsdóttir kona hans leggja jörðina Brekku í Skagafirði í veð fyrir 100 ríkisdala lán frá Magnúsi Björnssyni. Á Innra-Hólmi á Akranesi, 8. júlí 1618; transskriftarbréfið skrifað á Möðruvöllum í Eyjafirði 13. febrúar 1622.
Framburður og umkvörtun Einars Guðbrandssonar í Brattahúsi yfir Pétri Vibe og Hans Chr. Ravn út af hrakníngum af einni jörð á aðra.
Fjórir menn votta að hafa heyrt vitnisburð Einars Guðbrandssonar, sem borinn var fram fyrir Árna Magnússyni. Þrír menn votta enn fremur að Einar segi satt frá.
Bréf Arngríms Jónssonar, umsjónarmanns Hólastiftis, um ágreiningshólma milli Staðarbakka og Reykja. Úrskurðar Arngrímur Reykjamönnum í vil.
Vitnisburður Kolbeins Auðunarsonar og Teits Magnússonar presta að á sunnudaginn næstan eftir páskaviku í Reykjahlíð við Mývatn MDXL og ii (1542) festi Jón Skúlason Ingebiörgu Sigurðardóttur sier til eigennkvinnu med samþykki móður hennar Margrétar Þorvarðsdóttur og bróður hennar Ísleifs Sigurðssonar og Þorsteins bónda Finnbogasonar. (úr AM 479).
Festingabbréf Jóns Skúlasonar og Ingibjargar Sigurðardóttur.
Ögmundur biskup í Skálholti fær og aftur leggur Birni Þorleifssyni bónda þá peninga sem
honum höfðu til erfða fallið eftir Jón dan föðurbróður sinn. Gerningsvottar voru
Jón Eireksson, Ólfur Guðmundsson bóndi og Jón Björnsson.
Vitnisburður um ágreining vegna landamerkja á milli Býjaskers og Sandgerðis. Sandgerði, 15. september 1590.
Jón Jónsson „sem kallaður er afi“ geldur og afhendir Árna Gíslasyni hálfa Litlu-Þúfu í Miklaholtshrepp í andvirði jarðarinnar Grímsstaða í Álftártungukirkjusókn. Á Fáskrúðarbakkaþingi, 10. maí 1619.
Dómur sex klerka, út nefndur á prestastefnu af Helga ábóta á Þingeyrum, um festing þá,
er Jón Hallgrímsson hafði fest Helenu Þórarinsdóttur. Þórarinn Jónsson í umboði Tómasar, sonar
Jóns og Helenu, bar fram vitni og bréf með innsiglum Egils Grímssonar og Einars Þórðarsonar
um að hjúskapurinn væri löglegur og var svo dæmt.
Sjá einnig AM Dipl. Isl. Fasc. XLV, 4.
Um jörðina (Efra-)Langholt í Ytrahrepp.
Vitnisburðr um viðreign þeirra Eyjólfs Gíslasonar og Jóns Tumassonar, „er kallaðr er biskup“, í viðurvist Magnúsar biskups í staðarhúsinu í Grindavík.
Vottun á greiðslum fyrir jarðir.
Bréf á dönsku frá Hans Christophersen til Otte Bielke um að hann hafi meðtekið bréf frá Birni Magnússyni, sýslumanni í Húnavatnsþingi, um embættismál, og sent það frá sér aftur.
Jón Jónsson og Oddný Bjarnadóttir selja Ara Magnússyni jörðina Æðey og fá í staðinn jörðina Tungu og lausafé. Í Vigur, 7. apríl 1608; bréfið skrifað í sama stað degi síðar.
Samningr Þoriáks Þorsteinssonar og Sigríðar húsfreyju Þorsteinsdóttur um jörðina Dal í Eyjafirði og annan arf eptir
Árna heitinn Einarsson, bónda Sigríðar.
Vitnisburður, að Björn GuSnason hafi birt, téð og upplesið í borgarstofunni í Thorning í eystra Jótlandi í Danmörk
fyrir Kristjáni konungi lögmannsdóm frá 1. Júlí 1499 (DI. VII, 446) og Iögmanns úr kurð frá 25. Jan. 1509 (DI. VIII,
226) um arf eptir Þorleif og Einar Björnssonu, og skipar konungr þann dóm og úrskurð inn aptur í landið undir
lögsögu Jóns lögmanns Sigmundssonar.
Bjarni Sigurðsson selur herra Oddi Einarssyni tíu hundruð í Strönd í Landeyjum, hálft Fjall í Ölvesi og eyðijörðina Fossnes í Arnarbæliskirkjusókn og fær í staðinn 25 hundruð í Syðri-Hömrum í Holtum, auk 12 dala. Í Skálholti, 30. maí 1621. Útdráttur.
Kaupbréf um jarðirnar Dynjanda, Hóla, Hof, Holt og Hvalsker.
Séra Jón Sigurðsson selur Jóni Magnússyni hálfa jörðina Eyri í Seyðisfirði og fær í staðinn jarðirnar Fót í Eyrarkirkjusókn, Heydal í Mjóafirði og Suðureyri í Súgandafirði. Á Eyri, 21. ágúst 1619.
Sæmundur Árnason lýsir lögmála sínum í jörðina Meiribakka í Skálavík. Á Hóli í Bolungarvík, 21. febrúar 1619.
Styrr Snorrason selur Einari Bessasyni jörðina Vatnahverfi í Höskuldstaða þingum með öllum gögnum og gæðum fyrir lausafé.
Dómur sex manna út nefndur af Birni Guðnasyni konungs umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness
um erfð eftir Kristínu Sumarliðadóttur, milli Gríms Jónssonar bónda, systursonar Kristínar, og Ara Andrésssonar bónda .
Sæmundur Árnason lýsir lögmála þeim yfir jarðir á Vestfjörðum sem honum hafði til erfða fallið eftir föður sinn Árna Gíslason.
Einar Bjöbnsson fær Solveigu Björnsdóttur systur sinni
jörðina Dyn(j)anda í Grunnavík til fullrar eignar, og kvittar Solveigu um andvirðið. (Falsbréf).
Narfi Jónsson kærir fyrir Jóni lögmanni Sigmundssyni, að
sira Jón Eiríksson hafi gripið og tekið fyrir sér með fullu
ofríki jörðina Dynjandi í Grunnavík, og biður lögmann ásjár.
Björg Ásmundsdóttir selur séra Þorbergi Ásmundssyni bróður sínum hálfa Hrafnsstaði í Bárðardal. Á Fjósatungu í Fnjóskadal, 25. maí 1619. Útdráttur.
Jón Gunnlaugsson selur Gísla Hákonarsyni lögmanni jarðirnar Tjörfastaði í Landmannahrepp, hálft Kópsvatn (Kóksvatn) í Ytra-Hrepp og hálfa Brennu í Lundarreykjardal og fær í staðinn Hellur á Landi. Í Bræðratungu, 15. október 1619.
Hallbjörg Pálsdóttir selur Steindóri Ormssyni Kálfadal í Kollafirði. Í Neðra-Gufudal, síðast í ágúst 1620. Útdráttur.
Um reikningsskap Möðruvallakirkju í Eyjafirði
Erlendur lögmaðr Þorvarðsson selr síra Birni Jónssyni jarðirnar Vík og Hól í Sæmundarhlíð og tuttugu nundruð í Víkum á Skaga, fyrir Vilmundarstaði í Borgarfirði og ánefnt
lausafé.
Guðrún Sæmundsdóttir, með ráði og vilja foreldra sinna, sver eið fyrir alla menn fyrir kirkjudyrunum á Hóli í Bolungarvík, 2. september 1620.
Eyjólfur Árnason selur séra Einari Sigurðssyni jörðina alla Hjartarstaði í Eiðamannaþinghá og fær í staðinn Raufarberg í Hornafirði.
Pétur Bjarnason eldri selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi jörðin Gröf í Vopnafirði. Á Ásbrandsstöðum, 6. ágúst 1669. Transskriftarbréfið gert í Skálholti 25. október sama ár.
Page 42 of 149