Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1339 documents in progress, 2036 done, 40 left)
Bjarni Sveinsson gefur sonum sínum Sumarliða og Bergþóri hvorum 15 hundruð í jörðinni Jörfa í Haukadal. Að Kvennabrekku í Miðdölum, 25. maí 1620; bréfið skrifað á sama stað 17. maí 1621.
Einar Bjöbnsson fær Solveigu Björnsdóttur systur sinni
jörðina Dyn(j)anda í Grunnavík til fullrar eignar, og kvittar Solveigu um andvirðið. (Falsbréf).
Útdráttur úr kaupbréfi þar sem Jón Vigfússon selur Hákoni Árnasyni jörðina Stóra-Dal undir Eyjafjöllum og fær í staðinn Dyrhóla í Mýrdal, Galtalæk á Landi og hálfa Miðey í Eystri-Landeyjum. Landamerkjum lýst.
Jón Jónsson og Oddný Bjarnadóttir selja Ara Magnússyni jörðina Æðey og fá í staðinn jörðina Tungu og lausafé. Í Vigur, 7. apríl 1608; bréfið skrifað í sama stað degi síðar.
Vitnisburður, að Bjarni Þórarinsson hefði fengið Vigfúsi
Guðmundssyni til fullrar eignar Hnífsdal hinn neðra í Skutulsfirði.
Dómur á Sauðanesi, 26. september 1620, um deilu Bjarna Jónssonar og séra Jóns Magnússonar um hálfa jörðina Hallgilstaði á Langanesi. Jörðin dæmd eign Bjarna.
Vitnisburður tveggja manna um gjöf Lopts Ormssonar til
Jóns Jónssonar, er kallaðr var Murtason, á jörðunni „Svarbóli“ í Álptafirði, og skyldi gjöfin snúast í fjórðungsgjöf eða
tíundargjöf.
Björn Guðmundsson, í umboði bræðranna Bergþórs og Sumarliða Bjarnasona, lýsir fyrir lögmönnunum á Öxarárþingi lögmála sem bræðurnir hafa lýst í hlut hvor annars í jörðinni Jörfa í Haukadal.
Bræðurnir Bergþór og Sumarliði Bjarnarsynir lýsa lögmála í hlut hvor annars í jörðinni Jörfa í Haukadal. Að Kvennabrekku í Miðdölum, 25. maí 1620; bréfið skrifað á sama stað 17. maí 1621.
Björn Sveinsson selur bróður sínum, séra Jóni Sveinssyni, hálfan Botn í Súgandafirði og fær í staðinn hálfan Hafnarhólm á Selströnd. Á Holti í Önundarfirði, 23. febrúar 1620. Útdráttur.
Bjarni Sigurðsson selur herra Oddi Einarssyni tíu hundruð í Strönd í Landeyjum, hálft Fjall í Ölvesi og eyðijörðina Fossnes í Arnarbæliskirkjusókn og fær í staðinn 25 hundruð í Syðri-Hömrum í Holtum, auk 12 dala. Í Skálholti, 30. maí 1621. Útdráttur.
Narfi Jónsson kærir fyrir Jóni lögmanni Sigmundssyni, að
sira Jón Eiríksson hafi gripið og tekið fyrir sér með fullu
ofríki jörðina Dynjandi í Grunnavík, og biður lögmann ásjár.
Magnús Gissurson festir sér Þórkötlu Snæbjarnardóttur með samþykki móður hennar Þóru Jónsdóttur og bróður hennar séra Torfa Snæbjarnarsonar. Á Kirkjubóli í Langadal, 19. september 1621. Útdráttur.
Vitnisburður um samtal þeirra Jóns Sigmuudssonar og Gottskálks biskups, að Jón hefði engu bætt fyrir þau tvö eigin börn sin, er hann hefði sjálfur látið farga,—látið drekkja
öðru í Gljúfrá, en hinu í soðkatli. (Falsbréf, eitt af
morðbréfunum).
Vitnisburður um prófentu þá, er Þorbjörn Gunnarsson hafði gefið Ivari Brandssyni.
Vitnisburður Þorsteins Vigfússonar um landamerki Baldursheima við Mývatn. Á Skútustöðum við Mývatn, 22. febrúar 1646.
Klögun Odds Svarthöfðasonar til Árna Magnússonar vegna framferðis umboðsmannsins Hans Christiansson Rafn, sem meðal annars rak hann af jörðinni Dölum þar sem hann hafði búið síðan 1685.
Bréf Hans Danakonungs, að Björn Guðnason og samarfar hans megi erfa og skipta með sér öllum arfi eptir Einar
heitinn Björnsson gegn lúkningu réttra skulda bæði við konung og aðra.
Dómur sex presta útnefndur af séra Ögmundi Andréssyni, prófasti og almennilegum dómara milli Jökulsár á Breiðársandi og Breiðdalsár, um kæru séra Sveins Jónssonar í Heydölum til Ólafs Guðmundssonar um landskyldartöku af jörðu hans Raufarbergi í Einholtsþingum.
Próventusamningur þeirra Vermundar ábóta á Helgafelli og Árna Helgasonar, og gefur Árni með sér til klaustursins jarðirnar Látur í Aðalvík og Höfða í Grunnavík og tólf kúgildi.
Samningur og sáttargerð þeirra Árna Skálholtsbiskups, Lofts bónda Guttormssonar og Halls Ólafssonar, og kvittaði Loftur Hall um meðferð á peningum Ingibjargar Pálsdóttur konu sinnar, er hann hafði haft umboð á þeim, en Árni biskup lauk fyrir Hall hundrað hundraða, og var þar í jörðin Staðarhóll.
Guðbrandur Þorláksson biskup gefur dóttur sinni Halldóru ellefu hundruð í jörðinni Skálá í Sléttahlíð í staðinn fyrir jörðina Miðmó í Fljótum, sem Guðbrandur hefur í burt selt. Á Hólum í Hjaltadal, 9. nóvember 1621.
Guðbrandur Þorláksson biskup setur jarðirnar Miðmó í Fljótum og 20 hundruð í Bjarnargili í veð fyrir 300 dala lán frá dóttur sinni Halldóru. Á Hólum í Hjaltadal, 16. júní 1621.
Jón lögmaður Sigmundsson úrskurðar Narfa bónda Jónssyni
til eignar jarðirnar Svarfhól í Álptafirði og Dynjandi í
Grunnavík.
Þorleifur Pétursson og kona hans Guðrún Hallsdóttir selja Guðbrandi Þorlákssyni biskupi jörðina Skálá í Sléttahlíð og fá í staðinn Miðmó í Flókadal og lausafé. Á Skálá, 21. ágúst 1621; bréfið skrifað á Hólum í Hjaltadal 21. apríl 1623.
Vitnisburður Einars Oddssonar um gjöf Lopts heitins Ormssonar til Jóns Jónssonar á jörðunni „Svarbóli“ í Álptafirði.
Daði Gíslason selur séra Þorláki Bjarnasyni jörðina Hrafnabjörg í Hörðudal og fær í staðinn Haga og Þorgeirshól í Staðarsveit, Ánastaði í Hraunhrepp og Kolviðarnes í Eyjahrepp. Á Helgafelli, 25. október 1648.
Skiptabréf eptir Þórð Helgason á Staðarfelli.
Transskriftarbréf með tveimur vitnisburðum um landamerki Stóra-Dals. Skrifað í Skálholti 15. febrúar 1614.
Magnús Björnsson lögmaður og sex menn aðrir ákvarða landamerki sem skilja að jarðirnar Vatnshorn og Leikskála í Haukadal, en eigendur jarðanna, Bjarni Pétursson og Eggert Hannesson, deildu um landspláss á milli þeirra. Bréf sem Eggert Hannesson lagði fram sem dagsett var 28. maí 1438 dæmdi Magnús að væri falsbréf af ýmsum sökum og skar það í sundur.
Kaupmáli Marteins Einarssonar og Sesselju Oddsdóttur, gerður á Hólmum í Reyðarfirði, 4. september 1597.
Kaupmálabréf Péturs Pálssonar og Þorbjargar Bjarnadóttur, gert 9. október 1597, ritað 14. mars 1598.
Vitnisburður um að Halldór Þorvaldsson hafi selt Sæmundi Árnasyni jörð og peninga er móðir hans átti í garð fyrrnefnds Sæmundar.
Alþingisdómur um jörðina Laugaból.
Alþingisdómur um gildi 3.
Staðfesting Helgu Aradóttur á 3
Kaupmálabréf Björns Benediktssonar og Elínar Pálsdóttur
Heitbréf Eyfirðinga frá 1477
Page 43 of 149