Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1621 documents in progress, 3394 done, 40 left)
Bjarni Sigurðsson selur herra Oddi Einarssyni tíu hundruð í Strönd í Landeyjum, hálft Fjall í Ölvesi og eyðijörðina Fossnes í Arnarbæliskirkjusókn og fær í staðinn 25 hundruð í Syðri-Hömrum í Holtum, auk 12 dala. Í Skálholti, 30. maí 1621. Útdráttur.
Alþingisdómur um jarðirnar Engey og Laugarnes.
Eyrný Ólafsdóttir fær Sighvati Asgrímssyni jörðina að Bjargastöðum í Miðfirði til eignar, með tilgreindum ummerkjum.
Lauritz Kruus till Suenstup” höfuðsmaður, afsalar Guðbrandi biskupi “paa Kronens och Domkirckens wegne – en aff
Domkirckens Jorder” Ásgeirsá í Víðdal fyrir 60# með 3# landskuld, en biskup lét aftur “til Kronen ich Domkircken” Hvamm í Fljótum með Höfn og Bakka, með sama dýrleika og landskuld. Hólum daginn eftir Bartholomei 1589. Vottar Gunnar Gíslason “Mester Hans Seuerinsson, sera Jon Kragsson, sere Bernne Gamlesson” og tveir aðrir.
Seðill með minnispunktum Árna Magnússonar þar sem hann segir frá transskriftarbréfi sem hann hafi átt sem innihélt sjö skjöl um Arndísarstaði í Bárðardal frá árunum 1571–1578. Transskriftarbréfið var ritað 1595.
Dómur um ákæru vegna jarðarinnar Bjarnarstaða í Selvogi. Á Öxarárþingi, 30. júní 1602.
Guðmundur Vigfússon selur herra Oddi Einarssyni jörðina Hæl í Flókadal og fær í staðinn fimm hundruð í Möðruvöllum í Kjós og tíu hundruð í Syðri-Fossum í Andakíl. Á Mósestöðum (Mófellsstöðum) í Skorradal, 7. maí 1621.
Örstutt samantekt Árna Magnússonar um brúðkaup Þorbergs Hrólfssonar og Halldóra Sigurðardóttur sem fram fór á Reynistað haustið 1603. Guðný Jónsdóttir, móðir Halldóru, og Jón bróðir hennar gifta hana, en faðir hennar, Sigurður Jónsson, var þá látinn. Með uppteiknuðu litlu ættartré brúðhjónanna.
Page 43 of 149














































