Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1190 documents in progress, 1505 done, 40 left)
Einar lögmaður Gilsson úrskurðar Þingeyraklaustri alla veiði í Hófsós.
Margrét Ólafsdóttir (Loftssonar) gefur Jón Ólafsson bróður sinn kvittan um allan föðurarf sinn og umboð allra sinna peninga.
Ólafur biskup Hjaltason gerir um ágreining Nikulásar Þorsteinssonar og síra Halldórs Benediktssonar um reikningsskap Munkaþverárklausturs og kirkju.
Höfundur bréftextans nefnir sig ekki en mun vera séra Jón Loftsson. Í bréfinu fullyrðir hann að börn sín og Sigríðar heitinnar Grímsdóttur séu skilgetin og að Þernuvík í Ögurþingum sé þeirra eiginlegur móðurarfur. Í lokin er uppkast að lögfestu (með „N.“ og „N.N.“ í stað jarðar- og mannanafna).
Séra Þorkell Guðbjartsson og þrír leikmeun votta, að Finnbogi Jónsson hafi með upplagi og samþykki Margrótar Höskuldsdóttur konu sinnar fyrir tveim árum (1440) gefið Halli syni sínum hálfa jörðina Nes í Höfðahverfi, og ennfremur jörðina Byrgi í Kelduhverfi.
Vitnisburður fjögurra manna að Jón Ólafsson og Hallfríður Þórðardóttir kona hans meðkenndust að þau hefðu fengið Gísla Filippussyni Botn í Patreksfirði fyrir ævinlegt framfæri og próventu hjá honum og Ingibjörgu Eyjólfsdóttur konu hans, og ef sú jörð gengi af þá jörðina Hvalsker í Patreksfirði og part í Dufansdal.
Brandur Ormsson selur, með samþykki konu sinnar Hallóttu Þorleifsdóttur, Gunnari Gíslasyni hálfa Silfrastaði í Skagafirði og Borgargerði. Í staðinn skal Gunnar taka son Brands og Hallóttu, Tómas, og ala upp og manna og gjalda honum síðan andvirði jarðanna ávaxtarlaust þegar hann er af ómagaaldri. Í lok bréfsins er þó greint frá því að Gunnar gangi ekki framar að þessu kaupi en að Jón lögmaður keypti að honum sömu jarðir með sama skilmála.
Vitnisburður Teits Magnússonar handfestur Halldóri Hákonarsyni um erfðaskipti á Hjarðardal hinum ytri í Önundarfirði milli barna Magnúsar Hallssonar.
Vitnisburður Jóns Jónssonar um laxveiðirétt Laugarnesskirkju í Elliðaám.
Björn Magnússon selur bróður sínum og mágkonu, Eyjólfi Magnússyni og Sigríði Pálsdóttur, jörðina Hlíð í Kollafirði með ýmsum skilyrðum og fær í staðinn jörðina Sveinseyri í Tálknafirði.
Erlendur prestur Þórðarson selur konu sinni Guðfinnu Arnfinnsdóttur Víðidalsá.
Sjá færslu við XXXV, 1.
Vitnisburður Einars Ólafssonar um landamerki Hofsstaða við Mývatn.
Böðvar Finnsson selur Magnúsi Þorkelssyni Dálkstaði á Svalbarðsströnd fyrir Þverá í Svarfaðardal með þeim atkvæðum er bréfið greinir.
Ari Jónsson selur sira Birni bróður sínum fyrir „mögulegt verð“ jarðirnar Kjallaksstaði og Ormsstaði, er Ormr Sturluson hafði selt honum.
Dómur presta dæmir gild öll kaup og skipti er Jón biskup Arason hafði haft, hvort heldur vegna Hólakirkju eða sín.
Árni Einarsson fær Höskuldi Runólfssyni til fullrar eignar jörðina Grísará í Eyjafirði og kvittar fyrir andvirðið.
Ari Guðmundsson gefur Oddfríði dóttur sinni til kaups við Halldór Jónsson hálfan Valþjófsdal fyrir sextigi hundraða, en seldi honum hálfan og tekur fyrir jörðina Álfadal og á Vífilsmýrum; gerir hann þetta með samþykki Guðmundar sonar síns, og kvittar Halldór fyrir andvirðinu.
Elín Jónsdóttir sver fyrir alla menn, utan bónda sinn, Magnús Jónsson.
Vitnisburður Páls Jónssonar um sátt Jóns Magnússonar hins eldri og Þorsteins Ormssonar, sem gerð var á Bæ á Rauðasandi 1602.
Grímur Þorvaldsson selur Þorvaldi Helgasyni jörðina Stóru-Sandvík en fær í staðinn Eyði-Sandvík og Litlu-Sandvík.
Virðing á húsabót í Tungu í Fljótum og þremur hjáleigum.
Falsbréf ritað á uppskafning. Jón prestur Broddason kvittar Kolla bónda Magnússyni fyrir að hafa goldið hálfa Skálá með tilgreindum hlunnindum í próventu Ingibjargar Þorláksdóttur húsfreyju sinnar.
Vitnisburðarbréf um viðtal þeirra bræðra Þorleifs og Einars Björnssonar um „þann gamla reikningsskap, sem greindr Einar var skyldugr síns föður vegna vorum náðuga herra konunginn í Noregi“.
Þorsteinn Brandsson selur Guðmundi Magnússyni jörðina Skarð í Fnjóskadal, með tilgreindum skógi, fyrir jarðirnar Hamar og Hól í Laxárdal, Tungu í Bárðardal og Þernusker í Höfðahverfi.
Þorvarður Guðmundsson gefur, með leyfi bræðra sinna, síra Þórðar og Ívars Guðmundssona, ásamt konu sinni, Guðlaugu Tómasdóttur, Sigurði Finnbogasyni og Margrétu Þorvarðsdóttur konu hans jörðina Egilsstaði í Fljótsdalshéraði í próventu sína.
Bréf Björns Þorleifssonar þar sem hann fyrirbýður tollver í Bolungarvík.
Vitnisburðarbréf þriggja manna um það, hver bréf Þorleifr Björnsson hafði með sér til Danmerkr, og bauð „fram á kongsins náðir og ríkisins ráð i Noregi á Öxarárþingi á Íslandi“, svo og í „kanceleri".
Þorleifur Björnsson selur bróður Guðmundi Geirmundssyni jörðina Böðvarshóla í Vesturhópi Þingeyraklaustri til fullrar eignar, og kvittar um andvirðið.
Skúli bóndi Einarsson meðkennist að hafa selt séra Brynjólfi Árnasyni átta hundruð og 40 álnir með í jörðinni Hóli í Svartárdal fyrir lausafé og kvittar hann fyrir andvirðinu.
Kristján konungur hinn annar kvittar Vigfús hirðstjóra Erlendsson fyrir þriggja ára afgjaldi á Íslandi.
Sr. Þorleifur Björnsson afhendir Árna Gíslasyni jörðina Borg í Króksfirði gegn því að Árni taki að sér bréf um arf Bjarnar Þorleifssonar, föður Þorleifs, og komi þeim fyrir konunginn.
Vitnisburður Geirmundar prests Jónssonar, að Ormur lögmaður Sturluson hafi hegðað sér vel í öllu og boðið sig til að gjöra hverjum manni rétt á þingum og í samkundum, með meiru.
Reikningur um lausnargjald 28 íslenskra kvenna og 22 danskra, norskra og íslenskra karlmanna sem keyptir voru í Alsír á árunum 1635–1636.
Nikulás prestur Kálfsson kvittar Illuga Björgólfsson fyrir afhending á kirkjufjám á Hofi á Skagaströnd.
Sendibréf Jóns Erlingssonar til Björns bónda Guðnasonar, um mál þeirra frændanna Björns Þorleifssonar og Björns Guðnasonar.
Vitnisburður Óla Bjarnasonar um Dálksstaði á Svalbarðsströnd.
Vitnisburður Margrétar Guttormsdóttur um landamerki Dragháls í Svínadal.
Tveir menn votta að Einar prestur Hafliðason hafi selt Sveinbirni Hrafnssyni jörðina Sauðadalsá á Vatnsnesi með þeim landa merkjum, er þeir skýra frá; svo telja þeir og landamerki Bergstaða og Stapa á Vatnsnesi.