Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1339 documents in progress, 2036 done, 40 left)
Uppkast að dómstefnunnu í LXIV, 10. Sjá skráningarfærslu um hana.
Margrét Gamladóttir lýsir því að hún hafi sagt nei þar til að séra Jón Pálsson skyldi eiga nokkurt veð í jörðina Klifshaga, þá er hann seldi Þórði Magnússyni bónda hennar.
Þorleifur Björnsson selur bróður Guðmundi Geirmundssyni jörðina Böðvarshóla í Vesturhópi Þingeyraklaustri til fullrar eignar, og kvittar um andvirðið.
Samningur þeirra Péturs Loptssonar bónda og Guðmundar Andréssonar að Loptur gjaldi Guðmundi 40 hundruði hundraða fyrir þá skuld, er Sigríður Þorsteinsdóttir heitin hafði átt undir Lopti Ormssyni heitnum, en móðir Guðmundar hafði gefið honum sókn á skuldinni og Steinunn Gunnarsdóttir húsfreyja, móðir Péturs, kannaðist við, að skuldin væri sönn.
Magnús Þorkelsson, selur Böðvari Finnssyni og Jóni Þorsteinssyni jörðina Þverá í Svarfaðardal fyrir Dálksstaði á Svalbarðsströnd
Jón Þorbjarnarson selur Böðvari súbdjákn Ögmundarsyni jörðina Hallfríðarstaði í Hörgárdal með tilteknum ítökum og landamerkjum fyrir lausafé (Íslenzkt fornbréfasafn III:503).
Stefán Gunnlaugsson selur Einari Bjarnarsyni alla jörðina Ytra-Dal í Eyjafirði fyrir jarðirnar Stokkahlaðnir og Merkigil í Eyjafirði. Tveir menn votta að rétt sé eftir frumbréfi ritað.
Þorsteinn Einarsson gefur Brandi Halldórssyni með sér í próventu jörðina Skálá í Sléttuhlíð með tilgreindum rekum og að tilskildu ýmsu.
Keistín Þorsteinsdóttir gefr Ingveldi Helgadóttur, dóttur sinni, tíundargjöf úr öllnm sínum peningum, sem hún reiknaði þá, að frádregnum skuldum, hálft fimta hundrað hundraða, og greindi í þá gjöf sérlega jarðirnar Syðra-Dal og Minni-Akra í Skagafirði.
Minnispunktar Árna Magnússonar, fylgiskjal með apógr. 2355. Sjá einnig apógr. 2356.
Vitnisburður tveggja manna um að Kirkjuból í Skutulsfirði eigi skóg í Tungulandi innan tiltekinna landamerkja.
Vitnisburður Brands forgilssonar og tveggja manna annarra að Þingeyraklaustur hafi átt og haldið alla fiskveiði í «Víðudalsá» fyrir Syðri-Borg að helmingi við Þorkelshólsmenn frá Ingimundarhóli og ofan til Melrakkadalsáróss meir en þrjátiu ár átölulaust.
Brot af dómi um umboð á jörðum þeim og kúgildum er Pétri Loftssyni höfðu til erfða fallið eftir Stefán bróður sinn. Þórólfi Ögmundssyni er gert að afhenda Guðina Jónssyni, sem hafði löglegt umboð Péturs, erfðahlutinn eftir Stefán.
Vitnisburður um landamerki milli Holts í Saurbæ og Brunnár. Vitnisburður Hermundar prests Oddssonar um lýsing Jóns kolls Oddssonar um landamerki Holts í Saurbæ og Brunnár.
Ingibjörg Hákonardóttir og Erlingr Jónsson sonr hennar samþykkja þá sölu, er Jón Erlingsson fékk Haldóri Hákonarsyni, bróður Ingibjargar, partinn í Arnardal hinum neðra í Skutilsfirði, með öðru því skilorði, er bréfið greinir.
Jón prestr Bjarnarson, Loptr Guttormsson og sjö menn aðrir votta, að Benedikt Brynjólfsson og Margrét Eiríksdóttir kona hans handlögðu Árna biskupi Ólafssyni alt það góz, er hún erfði eptir systursyni sína, en þeir erfðu með ættleiðingu eptir séra Steinmóð Þorsteinsson föður sinn.
Brandur Ormsson selur, með samþykki konu sinnar Hallóttu Þorleifsdóttur, Gunnari Gíslasyni hálfa Silfrastaði í Skagafirði og Borgargerði. Í staðinn skal Gunnar taka son Brands og Hallóttu, Tómas, og ala upp og manna og gjalda honum síðan andvirði jarðanna ávaxtarlaust þegar hann er af ómagaaldri.
Dómur tólf presta, útnefndur af Sveinbirni Þórðarsyni officialis Hólabiskupsdæmis, um ákæru séra Jóns Broddasonar, ráðsmanns heilagrar Hólakirkju, til Runólfs Þórarinssonar, að hann hefði fullan styrk til veitt og samþykki þegar rænt var í Miklabæ og staðurinn gripinn. Er Runólfur dæmur í bann og gert að greiða séra Jóni það sem hann hafði misst.
Skrá um eignir Vatnsfjarðarkirkju þegar Björn Guðnason tók við 1499 og þegar hann afhenti 1503. Einnig um þá muni sem hann hafði burt og um eignir Kirkjubólskirkju í Langadal.
Dómur sex manna útnefndur af Rafni lögmanni Gudmundssyni um arf eptir Guðrúnu Þorgilsdóttur, og dæma þeir, samkvæmt réttarbót Hákonar konungs frá 23. Júní 1305, þorkel Bergsson og Guðrúnu löglig hjón og börn þeirra skilgetin og eiga að setjast í arfinn.
Vitnisburður um samning þeirra Ara Magnússonar og Guðmundar Hákonarsonar. Fékk Ari Guðmundi 10 hundruð í Bjarnargili í Fljótum fyrir það sem eftir hafði staðið ógreitt af arfahluta Halldóru dóttur hans, konu Guðmundar, hjá Guðbrandi biskupi, og Kristín Guðbrandsdóttir átti. Samþykkti Ari einnig að Halldóra Guðbrandsdóttir mætti selja Halldóru Aradóttur Silfrastaði í Blönduhlíð.
Afhendingarbréf Þorgerðar Magnúsdóttur um hálfan Héðinshöfða á Tjörnesi með tilgreindum húsum og vallarmörkum til Finnboga Jónssonar.
Dómur tólf manna útnefndur af Hrafni lögmanni Guðmundssyni um jörðina Grund í Eyjafirði, hvor þeirra væri réttur eigandi hennar Magnús Jónsson, er hélt jörðina, eða Þorleifur Árnason er kærði til hennar fyrir hönd Kristínar Björnsdóttur konu sinnar og Solveigar Þorsteinsdóttur tengdamóður sinnar.
Lýsing Markúsar prests Árnasonar um greiðslur Björns Þorleifssonar til Guðna Jónssonar fyrir atvist og fylgi að vígi Páls heitins Jónssonar.
Vitnisburður séra Halldórs Jónssonar um eignarrétt á jörðinni Hóli, sem Sæmundur Árnason kvaðst hafa selt konu sinni, Elenu Magnúsdóttur.
Jón Loftsson selur Jóni bónda Björnssyni Þyrisvelli (Þyrilsvelli) í Steingrímsfirði fyrir Laugar í Hvammssveit.
Prófentusamningur Jóns Eyjólfssonar og Helgu Loðinsdóttur hósfreyju hans við Sveinbjörn ábóta og klaustrið á Þingeyrum.
Kieghe van Aneffelde hirðstjóri meðkennir að hann hafi tekið til láns af Stefáni biskupi þrjár lestir skreiðar af þeim peningum sem príor Atzerus Iguari hefur safnað vegna heilagrar Rómakirkju í Skálholtsbiskupsdæmi til forþénanar hins rómverska aflátsins, og lofar að greiða þær skilvíslega umboðsmanni heilagrar Rómakirkju.
Vottorð fimm manna um kaup þeirra Jóns Þorkelssonar og Finnboga Jónssonar á jörðunum Þverá í Laxárdal og Jörfa í Haukadal (sbr. bréf 12. Apr. 1477, Nr. 105)
Testamentisbréf Guðna Oddssonar, þar sem hann gefur ýmsar gjafir fyrir sál Þorbjargar Guðmundardóttur konu sinnar.
Tveir menn votta, að þeir hafi séð kvittunarbréf það, er Ormur Jónsson þá (1497) kongs umboðsmaður milli Hítarár og Skraumu gaf Páli Aronssyni fyrir atvist að vígi Páls heitins Jónssonar (1496), og eins kvittunarbréf Guðna Jónssonar fyrir bótum eptir Pál.
Sr. Hallur Þórarinsson sendir Birni Guðnasyni bréf um Ásgrím frænda sinn.
Transskript af eiði Jóns Sigmundssonar lögmanns unninn fyrir Stepháni Skáloltsbiskupi um bót og betran og hlýðni við heilaga kirkju. Fyrir neðan afritaða eiðinn er texti transskriptsins.