Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1178 documents in progress, 1501 done, 40 left)
Jón Hákonarson selur séra Halldóri Loftssyni hálfa jörðina Grund í Eyjafirði með Holti fyrir tilteknar jarðir.
Vitnisburður Björns Guðmundssonar um ágreining milli Hóls og Hvamms og Kúastaða.
Afrit tveggja bréfa sem tengjast Teiti Gunnlaugssyni. 1. Alþingisdómur tólf manna útnefndur af Birni Þorleifssyni hirðstjóra sunnan og austan á Íslandi, að Teitur Gunnlaugsson sé skyldur að hylla Kristján konung hinn fyrsta, en laus við Eirík konung (af Pommern). 2. Kvittunarbréf Björns Þorleifssonar hirðstjóra til Teits Gunnlaugssonar um sakir hans við Kristján konung hinn fyrsta.
Vitnisburður um hálfkirkjuna í Alviðru í Dýrafirði (Falsbréf)
Listi með nöfnum þriggja íslenskra kvenna og tveggja íslenskra karla sem leyst voru frá Biskajum þegar Hendrik Willomsen (Rosenvinge) var á Spáni.
Þorkell prestur Ólafsson og Ími prestur Magnússon lýsa því að Þorkell hafi gefið Eyjólfi Magnússyni tuttugu hundruð til giftumála en Jón gefið Eyjólfi bróður sínum tíu kúgildi og tíu hundruð í þarflegum munum.
Þorkell prestur Ólafsson og Ími prestur Magnússon lýsa því að þeir hafi lofað að gefa Eyjólfi mókoll Magnússyni hvor um sig tuttugu hundruð til kvonarmundar ef hann kvæntist í þann stað að hann fengi fulla peninga í mót sínum.
Vitnisburður, gerður á Marðarnúpi í Vatnsdal, um kaupmála Þorvarðs Bjarnasonar og Ingibjargar Ormsdóttur. Kaupmálinn sjálfur gerður á Auðkúlustöðum í Svínadal.
Kaupmáli séra Magnúsar Magnússonar og Guðrúnar Þorleifsdóttur.
Samningur séra Guðbjarts Eyjólfssonar ráðsmanns á Þingeyrum og Bjarna bónda Kolbeinssonar um rekaskipti með Brekknajörðum á Skaga.
Tveir menn votta að Þorleifur Magnússon hafi mánudaginn í fardagaviku 1418 handlagt Nikulási Broddasyni alla jörðina Mávahlíð, Holt og Tungu er Nikulási féllu í erfð eftir Svein Marteinsson móðurföður sinn og Jón Þorgilsson föðurföður sinn, og ætti þó Nikulás meira fé í hans garð.
Þorleifur Egilsson lýsir mála Sigríðar Þórarinsdóttur konu sinnar og að hann hafi fastnað hana eftir guðs lögum og heilagra feðra setningum og lýsir öll þau börn sem hann á með henni skilgetin og arfborin.
Stefán biskup í Skálholti lofar söng að bænahúsi því sem Þorbjörn Jónsson hefur látið gera á Ósi í Steingrímsfirði; skal þar vera æfinleg bænhúsaskyld og Þorbjörn leggja þar til ákveðið fé, en biskup veitir öllum réttskriftuðum mönnum níu daga aflát, er sækja þangað heilagar tíðir með góðfýsi eða gera þangað nokkra góða hluti .
Einar Eiríksson fær Gunnsteini ábóta og klaustrinu á Þingeyrum jörðina að Akri á Kólkumýrum til fullrar eignar og kvittar fyrir andvirði hennar.
Vitnisburður Ljóts Helgasonar prests að Jón biskup Gerreksson hafi, þegar hann var í vísitasíu sinni á Reyhólum (1432), skipað sveinum sínum eftir beiðni Gissurar Runólfssonar að gera Filippusi Sigurðssyni einhverja ólukku, en þegar þess var getið að Filippus væri kominn í kirkju hafi biskup skipað sveinum sínum að taka hann þaðan því að hann skyldi hreinsa kirkjuna á morgun þótt hún væri saurguð í kvöld.
Dómur um galdramenn.
Helgi Jónsson gefur Steingrím Ísleifsson kvittan fyrir verð Skútustaða við Mývatn.
Kaupmálabréf Þorkels Einarssonar og Ólofar Narfadóttur.
Vitnisburður Guðmundar Jónssonar um ágreining um jarðareign í Svartárdal, milli Hóls annars vegar og Hvamms og Kúastaða hins vegar.
Testamentisbréf Benedikts Kolbeinssonar.
Vitnisburður síra Jóns Halldórssonar um að jörðin Ós í Strandasýslu eigi hálfan Vatnadal.
Testamentisbréf Rafns lögmanns Brandssonar.
Vitnisburðarbréf um viðtal þeirra Björns Þorleifssonar og Jóns dans Björnssonar um Reykhóla, og um yfirgang Jóns á Reykhólum (DI VII:653).
Jón Jónsson lögmaður afhendir Gunnlaugi Ormssyni jarðirnar Leyning, Ystu-Vík, Villingadal og hálfan Jökul í Eyjafirði á móti hálfum Silfrastöðum, Egilsá og Þorbrandsstöðum. Gunnlaugur lýsir Jón kvittan.
Transskript á AM Dipl. Isl. Fasc. XLIII,14 og AM Dipl. Isl. Fasc. XLIII,15 ásamt vitnisburði og vottun þeirra Páls Jónssonar, Hafliða Skúlasonar, Jóns Guðmundssonar, Eyvindar Guðmundssonar og Þorsteins Ketilssonar sem setja sín innsigli fyrir (DI VIII:604).
Vitnisburður um kaup þeirra Sæmundar Jónssonar og Sigmundar Guðmundssonar um jarðirnar Brú og Sólheima í Mýrdal.
Jón ábóti í Þykkvabæ, síra Þorkell Guðbjartsson og fjórir menn aðrir meta stað og kirkju á Grenjaðarstöðum eftir tilnefning Jóns prests Pálssonar.
Kaupmálabréf Erlends lögmanns Þorvarðssonar og Guðrúnar Jónsdóttur.
Kaupmálabréf Ellends Þorvarðssonar og hustrú Guðrúnar Jónsdóttur.
Grímur Pálsson lofar Halldóri frænda sínum Sigmundssyni tuttugu hundraða jörðu og tíu huudruðum í þarflegum peningum, ef hans heiðr við liggr.
Transskrift af kvittunarbréfi konungs og Otta Stígssonar til Jóns Björnssonar fyrir legorðssök. 1. (DI XI, nr. 333) Kkistján konungr III. kvittar Jón Björnsson af legorði með þeirri konu, er bróðir hans hafði áðr legið með og getið barn við. 2. (DI XI, nr. 395) Otti hirðstjóri Stigsson kvittar Jón Björnsson af öllu sakfelli til konungs fyrir brot hans með þeirri konu, er bróðir hans hafði áðr legið með, en Pétr Einarsson hefir Jóns vegna goldið i hendr hirðstjóra 15 hundruð fiska.
Teitur Þórðarson stefnir Hannesi Einarssyni og Pétri Jónssyni fyrir að hafa ólöglega flutt ómagann Margréti heitna Ormsdóttur á heimili sitt eftir að dómur var genginn um heimilisfesti ómagans. Teitur krefst af þeim alls kostnaðar við uppihald ómagans.
Dómsbréf um eignarrétt á Auðnum á Barðaströnd.
Einar Markússon og kona hans Gró selja Jóni Erlingssyni og konu hans Ingibjörgu sex hundruð í jörðunni Arnardal hinum neðra í Skutilsfirði fyrir tólf hundruð í ganganda fé og lausafé, og lýsir Einar landamerkjum.
Afsalsbréf Þorsteins Þórðarsonar á þrem hundruðum í Skriðnafelli á Barðaströnd með einu kúgildi til Guðrúnar Eggertsdóttur.
parchment and paper
Vitnisburður um loforð fyrir lögmála í jörðunni Geirseyri við Patreksfjörð.
Vitnisburður fimm manna um að sr. Narfi Böðvarsson prófastur hefði tekið fullan bókareið af annars vegar Guðrúnu Egilsdóttur og Magnúsi Ólafssyni og hins vegar Halldóri Hákonarsyni og Guðmundi Auðunarsyni um það að Neðri-Hlíð í Bolungarvík ætti tolllaust skip.
Ormur Snorrason selur Ólafi Skeggjasyni allt land á Syðri-Völlum í Miðfirði fyrir lausafé.
Dómur sex presta útnefndir af séra Marteini Þjóðólfssyni um skuldaskipti séra Þorsteins Jónssonar á Grenjaðarstað og séra Bjarna Þorgrímssonar.
Þrjú bréf í einu skjali. Prentuð í DI á fjórum stöðum. Transskriptabréfið sjálft: Ásgrímr prestr Guðbjartsson og tveir menn aðrir transskríbera þrjú jarðakaupabréf Möðruvallaklaustrs (Íslenzkt fornbréfasafn III:nr.328). a) Arngeir prestr Jónsson selr Auðuni ráðsmanni á Möðruvöllum fyrir hönd klaustrsins Torfuvík og jörðina á Gunnarstöðum fyrir lausafé, en með því skilyrði að hann eigi forkaupsrétt að hvorutveggja ef klaustrið láti aptr falt. (Íslenzkt fornbréfasafn III:nr.275) b) Arngeir prestr Jónsson selr klaustrinu á Möðruvöllum jörðina Áland í Þistilfirði fyrir lausafé. (Íslenzkt fornbréfasafn III:nr.278). c) Arnór prestr Jónsson selr með samþykki klaustrsins á Möðruvöllum séra Arngeiri Jónssyni jörðina Áland í þistilfirði, er hann áðr hafði selt klaustrinu, en klaustrið skilr nú rekana frá (Íslenzkt fornbréfasafn III:nr.299).
Eiríku Bárðarson selur Gunnsteini ábóta að Þingeyrum með samþykki konventubræðra bálfa jörð hvora Sauðanes og Syðri-Knjúka fyrir lausafé og áskildi sér borð á staðnum tveggja fardaga í milli.