Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1178 documents in progress, 1497 done, 40 left)
Jón Sigmundsson lögmaður staðfestir skilríki og dóm um landeign Bólstaðar í Steingrímsfirði
eftir vitnisburð frá Guðmundi Loftssyni.
Samþykktarbréf á Alþingi um Vigfús Erlendsson og lögmennsku hans og lögmannsdæmi (DI VIII:667).
Jón Þórðarson selur Birni bónda Þorleifssyni jörðina Norðtungu í Borgarfirði fyrir sextíu hundruð og geldur Björn í mót jörðina Skuggabjörg í Deildardal fyrir tuttugu hundruð og fjörutíu hundruð í vel virðu góssi.
Þorleifur Björnsson selur bróður Guðmundi Geirmundssyni jörðina Böðvarshóla í Vesturhópi Þingeyraklaustri til fullrar eignar, og kvittar um andvirðið.
Bannfæringarbréf Jóns biskups á Hólum yfir Daða Guðmundssyni i Snóksdal.
Jón Gíslason gefur Þorleif Magnússon kvittan um þau 18 hundruð sem séra Magnús Magnússon heitinn hafði lofað að gjalda honum fyrir hálfa jörðina Meðalheim á Ásum.
Vitnisburðir Ámunda Jónssonar og Jóns Höskuldssonar um landamerki milli Núps og Vestasta-Skála undir Eyjafjöllum.
Vitnisburður um reka fyrir Gnýstaðalandi á Vatnsnesi.
Dómur útnefndur af Einari Oddssyni, konungs umboðsmanni í Húnavatnsþingi, um það hvort Einar skyldi með lögum halda þeim umboðum, sem Gottskálk Þorvaldsson og Illugi Þorsteinsson vegna Þóru Þorvaldsdóttur höfðu fengið honum á arfi Guðrúnar Jónsdóttur eftir foreldra sína.
Vitnisburðarbréf um bókareiðslýsingu Teits Magnússonar fyrir Haldóri Þorgeirssyni, kongs umboðsmanni milli Hítarár
og Skraumu, um drukknan Ara bónda Guðmundssonar og peningamál Guðmundar Arasonar.
Vitnisburðarbréf um það að Ingvildur Helgadóttir hafi skilið sér aðra jörð jafngóða eða þá peninga, sem henni líkaði
að taka, móti jörðinni Hvítárbakka í Borgarfirði, er hún fékk Einari Björnssyni og Sigurður Daðason varð vitni að.
Solveig Þorleifsdóttir selur Gottskálki biskupi á Hólum jörðina Núpdalstungu í Núpsdal fyrir gangandi fé og lausafé.
Finnbogi Jónsson lögmaður samþykkir og staðfestir áfestan dóm um Torfa Finnbogason (þ.e. AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVI, 11).
Finnur Jónsson kaupir Hjalla í Þorskafirði af Birni Jónssyni, bróður sínum.
Vitnisburður um sátt Eggerts Hannessonar og Árna Gíslasonar.
Samningur þeirra Péturs Loptssonar bónda og Guðmundar Andréssonar að Loptur gjaldi Guðmundi 40 hundruði
hundraða fyrir þá skuld, er Sigríður Þorsteinsdóttir heitin hafði átt undir Lopti Ormssyni heitnum, en móðir Guðmundar
hafði gefið honum sókn á skuldinni og Steinunn Gunnarsdóttir húsfreyja, móðir Péturs, kannaðist
við, að skuldin væri sönn.
Gottskálk Keniksson biskup á Hólum selur Ásgrími Þorkelssyni jörð Hólastaðar er heitir Haganes við Mývatn fyrir Steinnýjarstaði á Skagaströnd.
Þorsteinn lögmaðr Ólafsson staðfestir alþingisdóm frá 29. Júní
1423 (Nr. 368) um Skarð á Landi, að það skuli vera erfðaeign
Guðrúnar Sæmundardóttur.
Kaupmálabréf og gifting Sigurðar Oddsonar yngri og Þórunnar Jónsdóttur. Í Skálholti 7. júlí 1616; bréfið skrifað á sama stað 18. janúar 1617.
Vottaður vitnisburður um að Gunnlaugur Ormsson lofaði að selja Jóni Jónssyni fyrstum manna jarðirnar hálfa Silfrastaði, Egilsá og Þorbrandsstaði, ef hann seldi og að tilgreindu verði.
Samþykki Guðbrands Þorlákssonar biskups á dóminum í LX, 17.
Dómur, útnefndur af Einari Snorrasyni officialis heilagrar Skálholtskirkju milli Botnsár og Gilsfjarðar,
um ákærur síra Einars til Magnúsar Björnssonar fyrir það að hann vildi ekki greiða „halft porcio“
Jöfrakirkju í Haukadal þann tíma, sem honum bar fyrir að svara, né gjalda Þorleifi Gamalíelssyni
ásauðarkúgildi og hross er Bjarni Árnason heitinn sagðist hafa goldið greindum Magnúsi syni sínum
með hálfri hálfkirkjunni á Jöfra, svo og hefði Magnús ekki viljað á landamerki ganga né
til þeirra segja.
Bréfið er transskript og fyrir neðan það er skrifaður vitnisburður og meðkenning síra Ólafs Brandssonar,
Björns Guðmundssonar og Björns Ólafssonar.
Sendibréf frá Guðbrandi Þorlákssyni til sonar hans Páls Guðbrandssonar á Þingeyrum, um ýmisleg erindi.
Vitnisburður Jóns Magnússonar um landareign Grundar í Eyjafirði.
Lofunarbréf Björns Guðnasonar við Stephán biskup um öll málaferli þeirra og misgreiningar.
Síðustu línur bréfsins eru með annarri hendi þar sem taldir eru upp vottar að gjörningnum en þeir eru: Narfi ábóti,
bróðir Ögmundur í Viðey, Vigfús Erlendsson lögmaður, síra Einar Snorrason, og séra Helgi Jónsson.
Nokkrar afskriftir eru til af þessu bréfi, sjá DI VIII:632.
Goðsvin biskup í Skálholti selur Skúla bónda Loptssyni jarðirnar Smyrlahvol og Giljaland í Haukadal fyrir jörðina hálfa á Bálkastöðum í Hrútafirði og tíu kúgildi að auk.
Erlendur Gunnlaugsson selur Bjarna Ólasyni og konu hans Margréti Ólafsdóttur jörðina Öxará í Ljósavatnskirkjusókn.
Um gerninginn sjá AM Dipl. Isl. Fasc. VII, 4a
Ólafur Hjaltason Hólabiskup (superintendent), Vigfús Þorsteinsson umboðsmaður í Þingeyjaþingi, Einar Sigurðsson prestur og Sveinn Bárðarson prestur transskribera bréfið á Ási í Kelduhverfi 1563. Með fjórum innsiglum þrykktum í pappírinn.
Kaupmálabréf Jóns Gunnlaugssonar og Þóru Ketilsdóttur.
Vitnisburður Gunnfríðar Jónsdóttur að hún hafi heyrt Magnús heitinn Jónsson lýsa því að hann gæfi Elínu dóttur sinni jörðina Ballará í staðinn fyrir jörðina Þóroddsstaði.
Vitnisburður Brands forgilssonar og tveggja manna annarra að Þingeyraklaustur hafi átt og haldið alla fiskveiði í «Víðudalsá»
fyrir Syðri-Borg að helmingi við Þorkelshólsmenn frá Ingimundarhóli og ofan til Melrakkadalsáróss meir en þrjátiu ár átölulaust.
Hákon Bjarnason selur Bjarna Sigurðssyni Ísólfsstaði á Tjörnesi fyrir Hlíð í Grafningi.
Guðrún Þorleifsdóttir gerir skipti meðal barna sinna, með samþykki séra Magnúsar Magnússonar, bæði á föðurarfi þeirra og og peningum öðrum sem hún vildi þeim gefa og gjalda.
Bróðir Asbjörn Vigfússon og sex menn aðrir votta, að þeir hafi verið til nefndir af bróður Jóni Hallfreðarsyni officialis heilagrar Hólakirkju að meta staðinn og kirkjuna á Mel í Miðfirði.
Haukur bóndi Einarsson selur Birni bónda Þorleifssyni jarðirnar
Hvassafell í Norðrárdal, Grjót í Þverárhlíð og Háfafell í Dölum fyrir það, sem Björn bóndi átti í Tungufelli í Hreppum,
Jörðina Minni-Brú í Grímsnesi og enn tuttugu hundraða jörð.
Jón prestur Gamlason selur Þorkeli presti Guðbjartssyni jarðirnar Strönd við Mývatn, Bæ og Bjarnastaði í Bárðardal og kvittar hann fyrir andvirði þeirra. Svo og kvittar hann Þorkel fyrir andvirði jarðarinnar Breiðumýrar er hann hafði selt honum.
Page 47 of 149