Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1178 documents in progress, 1497 done, 40 left)
Haukur bóndi Einarsson selur Birni bónda Þorleifssyni jarðirnar Hvassafell í Norðrárdal, Grjót í Þverárhlíð og Háfafell í Dölum fyrir það, sem Björn bóndi átti í Tungufelli í Hreppum, Jörðina Minni-Brú í Grímsnesi og enn tuttugu hundraða jörð.
Jón prestur Gamlason selur Þorkeli presti Guðbjartssyni jarðirnar Strönd við Mývatn, Bæ og Bjarnastaði í Bárðardal og kvittar hann fyrir andvirði þeirra. Svo og kvittar hann Þorkel fyrir andvirði jarðarinnar Breiðumýrar er hann hafði selt honum.
Tylftardómur útnefndur af Jóni Sigmundssyni lögmanni eftir konungsboði, um aðtöku Vatnsfjarðar og annarra óðala fyrir Birni Guðnasyni, og hverju þeir séu sekir, sem ekki vilja konungsbréf halda. Frumritað transskript af AM Apogr. 3881.
Sigmundur prestr Steinþórsson kvittar Ólaf Filippusson um allan hugmóð, orð eða atvik í þann tíð, er Smiður Jónsson í hel sló Ásgrím Sigmundsson i kirkjugarðinum í Víðidalstungu (1483), og gefur hann Ólafi einga sök þar á, því að hann var þar í eingri atvist.
Vitnisburður tveggja manna að þeir hafi afhent þá sömu peninga í Björgvin í Noregi, sem Vigfús bóndi Erlendsson sendi fram unga herra Kristjáni konungi sem voru 20 hálfstykki klæðis og 80 Rínargyllini.
Vitnisburður þriggja manna um upplestur á skiptabréfi frá Þorsteinsstöðum sem fram fór á Sauðafellsþingi um sumarið 1590.
Halldór Sveinsson handleggur Þorkatli Einarssyni þann part úr jörðunni Fremra-Hjarðardal í Dýrafirði er Páll bróðir hans handlagði honum, og þar til málnytukúgildi og hundrað ófrítt, gegn hálfu átta hundraði í jörðunni Tungumúla á Barðaströnd.
Einar Hálfdánarson selur Pétri bónda Loptssyni hálfa jörðina Ytradal í Eyjafirði og hálft Kambfell fyrir alls fjóra tigi hundraða og jörðina Geldingsá á Svalbarðsströnd með þeirri grein, er bréfið hermir.
Guðmundur Andrésson gefur og geldur Þorbirni Jónssyni frænda sinum jarðirnar Kaldbak og Kleifar í Kallaðarnesskirkjusókn, að tilgreindum rekum, og lofa þeir hvor öðrum styrk og hjástöðu að halda peningum sínum. ATH AM nr. bréfsins hefur misritast í DI. Þar stendur XXXIII, 17 í stað XXXIV, 17.
Halldóra Guðbrandsdóttir selur Guðmundi Hákonarsyni og konu hans Halldóru Aradóttur Silfrastaði í Blönduhlíð fyrir Ósland í Óslandshlíð og tíu hundruð í Bjarnargili í Fljótum, með skilyrðum.
Björn Jónsson kvittar Finn Jónsson, bróður sinn, um andvirði jarðarinnar Hjalla í Þorskafirði.
Ormur Sturluson lögmaður staðfestir dóm Eggerts Hannessonar um Ólaf Gunnarsson (sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LI, 9).
Kæi fan Ánifell hirðstjóri veitir Birni Guðnasyni sýslu milli Geirhólms og Langaness (DI VII:644).
Skiptabréf eftir Björn Þorleifsson hinn ríka.
Transskiptið er í DI V, nr. 456. Efni transskiberaða bréfsins er í DI V, nr. 403: Styr Snorrason leggr Þórði Erlingssyni, dóttursyni sínum, til leyfis að hafa sjálfr eignarumboð á peningum sínum og annara systkina sinna, til þess, er hann er tvítugr eða giptr.
Þórólfur Brandsson og Guðrún Bjarnardóttir kona hans selja Kristínu Björnsdóttur í löglegu umboði Þorleifs Árnasonar bónda hennar jörðina Flatatungu í Skagafirði með gögnum og gæðum, en Kristín gefur í móti Syðri-Bægisá og skilur sér fyrstri kaup á þegar hún verði föl.
Vigfús Erlendsson lögmaður úrskurðar með lögréttumanna ráði Svein Jónsson kvittan um vígsmál eftir Högna Bjarnarson heitinn.
Kaupmálabréf Vigfúsar Ívarssonar og húsfrú Guðríðar Ingimundsdóttur.
Steingrímur Steinmóðsson gefur Birni bónda Magnússyni 15 hundruð sér til ævinlegrar framfærslu á Hofi.
Gjafabréf Lopts Guttormssonar til sona sinna og Kristínar Oddsdóttur, Orms, Skúla og Sumarliða, þar sem hann gefur hverjum þeirra þrjú hundruð hundraða í löndum og lausafé og skipar fyrir um ómagavist á höfuðbólum sínum.
Vitnisburðarbréf nokkurra helstu bænda fyrir sunnan land, til konungsins, um hirðstjórn og lögmennsku Vigfúsar Erlendssonar, og lýsa þeir yfir, að þeir vilji hafa hann að hirðstjóra eftir heitorðum Gamla sáttmála.
Jón Snorrason prestur selur Magnúsi Áskelssyni tíu hundruð í Raufarfelli ytra undir Eyjafjöllum (í Miðbæliskirkjusókn) fyrir þau tíu hundruð sem hann hafði gefið Guðríði dóttur sinni þá er hann gifti hana Magnúsi, en Magnús gaf séra Jóni hálfa jörðina Vesturholt undir Útfjöllunum (í Holtskirkjusókn). Árni Snæbjarnarson, prestur og officialis Skálholtskirkju í millum Hvítár í Borgarfirði og Helkunduheiðar (Hallgilsstaðaheiði), Snorri Helgason prestur, Þorleifur Sigurðsson og Gunnar Hrollaugsson votta. Gjörningurinn átti sér stað í Hafnarfirði 15. júlí 1489 en bréfið er ritað á sama stað 17. júlí sama ár.
Kaupmálabréf Eyjólfs Böðvarssonar og Guðrúnar Þorkelsdóttur, prests Guðbjartssonar.
Afrit af eignaskrá Guðmundar ríka Arasonar. Vantar framan á.
Sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LIX, 13.
Þorvaldur Helgason selur Halldóri presti Tyrfingssyni, með samþykki og upplagi Valgerðar Ljótsdóttur konu sinnar, hálfa jörðina Hvammsdal í Saurbæ fyrir lausafé með þeim greinum er bréfið hermir.
Guðbrandur Þorláksson biskup og Halldóra dóttir hans selja Ara Magnússyni Fell á Fellsströnd og Prestbakka í Hrútafirði fyrir Silfrastaði í Skagafirði með ýmsum skilyrðum á báða bóga.
Fimm menn afrita jarðakaupabréf Odds bónda Kolbeinssonar og Stefáns Snorrasonar. Oddur kaupir jörðina Syðri-Vík og Stefán lætur í staðinn jörðina Hrærekslæk og lausafé. Fjórir menn hafa vottað frumbréfið.
Einar ábóti á Munkaþverá selur Árna bónda Höskuldssyni tuttugu hundruð í jörðunni Vík á Seltjarnarnesi (Reykjavík) og skilur af sér kirkjufyrnd, fyrir Tyrfingsstaði í Skagafirði.
Skúli Loptsson selur Sigmundi Einarssyni jörðina Silfrastaði í Skagafirði fyrir Álfgeirsvelli, Gegnishól og Yzta-Gil í Langadal.
parchment and paper
Illugi Jónsson selur séra Brynjólfi Árnasyni jörðina Hól í Svartárdal fyrir lausafé, með því skilorði að séra Brynjólfur heldur peningunum þar til Illugi er orðinn 20 ára gamall.