Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1339 documents in progress, 2036 done, 40 left)
Ari Guðmundsson selur Magnúsi Björnssyni hálfan Djúpadal og Selland fyrir Stóru- og Litlu-Brekku á Höfðaströnd.
Vitnisburður um landamerki Hóls í Svartárdal. Meðkenning Jóns Finnbogasonar að hann hafi í leyfi séra Gísla Brynjólfssonar haft brúkun vestur yfir Svartá í Hólsjörð og goldið fyrir 20 álna leigu á ári.
Þorvarður Loftsson selur Gunnsteini Jónssyni jörðina í Leyningi í Eyjafirði fyrir jörðina í Vogum við Mývötn.
Tylftardómur útnefndur af Landbjarti Bárðarsyni, sem þá hafði sýslu fyrir norðan Bjarggnúp í umboði Björns Guðnasonar, um ágreining um Almenning og eignareka þar í Skáladal, en hval hafði rekið þar fyrir skömmu.
Skinnrolla með tveimur bréfum: Efst: Ákærur Þorbjarnar Flóventssonar til Björns Árnasonar. (DI VII, nr. 224) Neðar: Skrá um peningaskipti Björns Guðnasonar og Guðna föður hans. (DI VII, nr. 223)
Tylftardómur, er dæmir gilda konungsveiting á Munkaþverárklaustri til handa Ormi lögmanni Sturlusyni.
Sæmundr Jónsson selr Sigmundi Guðmundssyni alla jörðina Brú í Jökulsdal fyrir hálft þrettánda hundrað í Ytri-Sólheimum í Mýdal og þar með sök og sókn a Sólheimum í hendr Pétri Arasyni.
Vinstri helmingur dómsbréfs klerka um barsmíð Jóns Sigmundssonar á tilgreindum klerki. Dómr klerka útnefndr á prestastefnu af Gottskalki biskupi á Hólum um barsmíð Jóns Sigmundssonar á Ólafi presti Guðmundssyni (Beggu-Láfa), og dæma þeir Jón í bann og kunnan og sannan að mörgum falsbréfum.
Ari Andrésson bóndi gefur Ormi Guðmundssyn (bróðursyni sínum) með samþykki, jáyrði og upplagi Þórdísar Gísladóttur konu sinnar og Guðmundar Andréssonar, jarðirnar Kamb, Kjós, Reykjafjörð, Naustvíkur, Kesvog og Ávík, allar fyrir sextigi hundraða, liggjandi á Ströndum, og þar með tuttugu málnytukúgildi, og skyldi Ormur taka að sér jarðirnar, þegar hann væri leystur úr föðurgarði.
Þorleifur Magnússon gefur Magnúsi Jónssyni, bróðursyni sínum, umboð yfir jörðum og kúgildum í Tálknafirði í þrjú ár.
Guðrún Magnúsdóttir selur Herluf Daa í umboði konungs 50 hundruð í Reykjavík á Seltjarnarnesi fyrir jarðirnar Laugarvatn í Grímsnesi, Bakka á Kjalarnesi og Kirkjufell í Kjós.
Kaupmáli Björns Magnússonar og Helgu Guðmundardóttur.
Gunnar Gíslason selur Jóni Jónssyni lögmanni hálfa Silfrastaði og Borgargerði í Skagafirði með sama skilmála og Brandur Ormsson og kona hans Hallótta Þorleifsdóttir hefðu þær áður selt Gunnari (sbr. AM Dipl. Isl. Fasc. LXVIII, 27).
Vitnisburður um heilskyggni Jóns Jónssonar, sem kenndur er Steinkuson.
Jón Snorrason prestur selur Magnúsi Áskelssyni tíu hundruð í Raufarfelli ytra undir Eyjafjöllum (í Miðbæliskirkjusókn) fyrir þau tíu hundruð sem hann hafði gefið Guðríði dóttur sinni þá er hann gifti hana Magnúsi, en Magnús gaf séra Jóni hálfa jörðina Vesturholt undir Útfjöllunum (í Holtskirkjusókn). Árni Snæbjarnarson, prestur og officialis Skálholtskirkju í millum Hvítár í Borgarfirði og Helkunduheiðar (Hallgilsstaðaheiði), Snorri Helgason prestur, Þorleifur Sigurðsson og Gunnar Hrollaugsson votta. Gjörningurinn átti sér stað í Hafnarfirði 15. júlí 1489 en bréfið er ritað á sama stað 17. júlí sama ár.
Magnús Gíslason selur undan sér og sínum dótturbörnum, börnum Jórunnar Magnúsdóttur og Odds heitins Sveinssonar átta hundruð í jörðinni Skálmholtshrauni á Skeiðum fyrir lausafé.
Álitsgerð sex manna um þrætulandsspotta sem Hvamms- og Kúastaðamenn hafa eignað sér í Hólsjörðu í Svartárdal.
Guðmundur Hálfdanarson kvittar Finnboga Jónsson um þau fimm jarðar hundruð er hann hafði selt Finnboga.
Sigurður Hákonarson gefur bróður sinn Guðmund kvittan um verð jarðanna Götu og Eymu í Selvogi, og tilgreinir þá peninga sem Jón Egilsson í umboði Guðmundar færir honum.
Jón Ólafsson prestur selur Eyjólfi Gíslasyni bónda jörðina Skjallandafoss á Barðaströnd og kvittar hann um andvirði hennar (DI VIII:677). Bréf sama efnis og AM Dipl. Isl. Fasc. XLIV,5 en skrifað degi síðar. Sjá skráningarfærslu AM Dipl. Isl. Fasc. XLIV, 5.
Vitnisburður fjögurra manna að Ormur Einarsson hefði sagt að Solveig Þorleifsdóttir hefði sýnt sér innsigli þau er hún hefði tekið af sr. Halli Jónssyni í kirkjunni í Flatatungu og að Ólafur Filippusson hefði meðkennt að hafa í sama sinn tekið af sr. Halli liggjandi það bréf er hann hafði og fengið Solveigu.
Þokell prestur Guðbjartsson skipar Magnús Þorkelsson son sinn ráðsmann í Laufási yfir búi sínu og öllum eignum til næstu fardaga.
Skipti á Skipaskaga vestan fram á milli Árna Oddssonar lögmanns og Þórarins Illugasonar. Landamerkjum lýst.
Hústrú Ólöf Loptsdóttir gefr og geldr Jóni Erlingssyni í sín þjónustulaun jörðina Múla í Kollafirði og þar til tuttugu kúgildi.
Jón prestur Eiríksson lýsir því að hann hafi leyst Þorbjörn bónda Jónsson af hórdómsbroti með Guðrúnu Gunnlaugsdóttur, sett honum skriptir, og fullar fésektir upp borið kirkjunnar vegna, og kvittar þau bæði.
Vitnisburður Ólafs Þorleifssonar um að Einar Ólafsson hafi búið á Stóru-Borg og að hann hafi aldrei annað heyrt en að sú jörð hefði verið eign Einars, fengin honum af Gottskálki biskupi fyrir Auðkúlu.
Dómur tólf manna útnefndur af Hrafni lögmanni Guðmundssyni genginn að Þorkelshóli í Víðidal um mál þeirra Jóns Jónssonar og Arnbjarnar Einarssonar; kærði Jón til Arnbjarnar dómrof, að hann hefði leyfislaust búið að eignarjörð sinni Söndum í Miðfirði í tíu ár og hefði einnig leyfislaust byggt jarðir sínar hálfar Aðalból, Bessastaði, Oddstaði og Bálkastaði.
Kvittunarbréf Ara Ormssonar og konu hans Sigríðar Þorsteinsdóttur til Bjarna Oddssonar um andvirði jarðarinnar Víghólsstaða.
Bjarni Oddsson kaupir Víghólsstaði á Skarðsströnd af hjónunum Ara Ormssyni og Sigríði Þorsteinsdóttur fyrir lausafé.
Salómon Einarsson fær hústrú Ólöfu Loftsdóttur fullkomið umboð um næstu þrenna tólf mánuði á öllum þeim peningum er hann átti hjá Einari Oddssyni og Salómon hafði til erfða fallið eftir Sumarliða heitinn Guðmundsson móðurföður sinn og skyldi hún vera þeirra réttur sóknari, en hún skyldi fá Salómoni jörðina Hjarðarholt.
Jón ábóti í Þykkvabæ og sex menn aðrir votta um fjórðungsgjöf og löggjafir Lofts bónda Guttormssonar til Sumarliða sonar hans.
Vitnisburðarbréf um samtal þeirra Einars Oddssonar og Björns Guðnasonar bónda um grip á eignum Einars er hann bar á Björn, en Björn þóttist hafa heimildir Einars fyrir.
Eggert Björnsson gefur Birni Gíslasyni umboð til að selja Þorgrími Árnasyni Tinda í Saurbæ.
Kvittun Björns Sveinssonar fyrir 12 hundruðum í Hafnarhólma frá Magnúsi Sæmundssyni.