Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1634 documents in progress, 3417 done, 40 left)
Sjö bréf um hlunnindi og ítök Vatnsfjarðarkirkju sem rituð voru á transskriftarbréf á skinni sem lá meðal Skálholtsskjala. Texti bréfanna er ekki afritaður hér, eingöngu vitnisburðurinn um transskriftina sem gerð var í Skálholti 19. apríl 1605.
Þóra Jónsdóttir selur Finni Jónssyni tíu hundruð í Skógum í Þorskafirði en fær í staðinn sex hundruð í Brekku í Gunnarsholtskirkjusókn og lausafé. Einnig gefa þau hvort annað kvitt um þau skipti og peningareikning sem Finnur og fráfallinn eiginmaður Þóru, séra Snæbjörn Torfason, höfðu gert sín á milli. Í Flatey á Breiðafirði, 29. ágúst 1607; bréfið skrifað á sama stað 29. apríl 1608.
Dómur um það mál sem sira Björn Thómasson beiddist dóms á, hvort hann mætti halda níu kúgildum, sem Þorsteinn bóndi
Guðmundsson hefði goldið sér í þá peninga sem hann gaf Ólöfu dóttur sinni til giftingar, en þeir Björnsynir, Jón og Magnús töldu kúgildin fé Þórunnar Jónsdóttur en ekki Þorsteins og eru dómsmenn því samþykkir og dæma þeim kúgildin.
Afrit af afgreiðslubréfi þar sem Vigdísi Halldórsdóttur er gert að afhenda Birni Magnússyni fyrir hönd Daða Bjarnarsonar 24 hundruð í Lambadal innri í samræmi við alþingisdóm sem Björn Magnússon las upp í umboði Daða (sjá Alþingisbækur Íslands IV: 45-46). Meðaldalur, 15. október 1607.
Guðmundur Ketilsson selur séra Oddi Þorkelssyni hálfa jörðina Ytri-Hlíð í Vesturárdal fyrir lausafé.
Dómur á Mýrum í Dýrafirði um Stærri-Garð í Dýrafirði.
Séra Þorleifur Jónsson kvittar upp á að hafa fengið greiðslu fyrir Reykhóla á Reykjanesi frá Páli bónda Jónssyni.
Vitnisburður Bessa Hrólfssonar og Benedikts Ísleifssonar að þeir hafi verið viðstaddir þá Þórður heitinn Halldórsson seldi séra Jóni Gottskálkssyni Brúnastaði í kirkjunni í Hvammi í Laxárdal „um árið“. Vitnisburðurinn var skrifaður með eigin hendi séra Jóns 16. apríl 1614.
Þuríður Einarsdóttir fær í framfærslu sína síra Birni Jóns-
syni til eignar jörðina Bergstaði í Miðfirði, með þeim grein-
um, er bréfið hermir.
Page 49 of 149
















































