Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1339 documents in progress, 2036 done, 40 left)
Dómr sex presta, útnefndr at Jóni biskupi á Hólum, um ákæru síra Ólafs GuSmundssonar til síra Björns Jónssonar, að
síra Björn héldi fyrir sér jörðunni hálfum Reykjum í Miðfirði.
Vitnisburður um atför Jóns Sigmundssonar og hans fylgjara
í Grenivík á heimili Magnúsar Þorkelssonar, er þeir brutu
þar bæjarhús og særðu Kristinu Eyjólfsdóttur, konu Magnúsar,
svo að hún var blóðug.
Ísleifur Þorbergsson yngri selur Jóni Björnssyni Mýrarkot á Tjörnesi í Húsavíkursókn lausafé.
Bréf Þórðar Auðunarsonar og tveggja annara manna, um
lögmannskaup það, er Björn Þorleifsson hirðstjóri galt
Brandi lögmanni Jónssyni.
Afrit tveggja bréfa um tíundamál.
Transskript á dómsbréfi um kærur Hannesar Eggertssonar til Ögmundar biskups í Skálholti að biskup héldi fyrir sér og Guðrúnu Björnsdóttur konu sinni fjórum jörðum, Vatnsfirði, Aðalvík, Hvammi og Ásgarði og dæma þeir meðal annars Vatnsfjörð fullkomna eign Skálholtskirkju.
Frumbréfið er Bisk. Skalh. Fasc. XIV, 4 en transskr í Skalh. fasc XIV, 5 og 8 auk AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII, 27.
Fullnaðarfærslur á nöfnum sem tengjast bréfinu, önnur en transskiptavotta, er að finna í færslunni við AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII, 27.
Vitnisburðr, að Björn Guðnason hafi svarið þann eið á Alþingi 30. Júní fyrir Finnboga lögmanni, að Björn hafi þá eigi vitað annað sannara, er hann lýsti sig lögarfa eptir Solveigu Björnsdóttur, en að hann væri hennar lögarfi.
Afrit af tylftardómi klerka útnefndum af Gottskálk biskupi á Hólum um hjónaband Ingilbrikts Jónssonar og Höllu Vilhjálmsdóttur, dags. 12. maí 1517.
Kaupbréf þeirra Kolbeins Oddasonar og Snorra Arnasonar
um jarðirnar Syðrivík og Skjallteinsstaði i Vopnafirði og
Hallgeirsstaði og Fremribrekkur á Langanesi.
Guðmundur Bjarnason gefur og greiðir Ara Magnússyni selhúsastöðu í Tungudal í Króksfirði.
Dómur sex manna útnefndur af Jóni Hallssyni konungs umboðsmanni í Rangárþingi um ákærur
síra Jóns Einarssonar til Eiríks Torfasonar og bræðra hans í umboði Þórunnar Einarsdóttur
systur sinnar um þá peninga, er átt hafði Jón Torfason heitinn og honum voru til erfða
fallnir eftir barn sitt skilgetið.
Reikningur Djúpadalskirkju i Eyjafirði.
Skiptabréf eftir Gissur Þorláksson.
Péte Loptsson fær Árna Pétrssyni, syni sínum, til eignar
jörðina Akreyjar á Breiðafirði fyrir fjörutíu hundruð, en Árni
skal í móti svara kirkjunni í Dal í Eyjafirði fjörutíu hundruðum
i reikningskap, og Pétr hafa Akreyjar svo leingi er hann lifir.
Kaupmáli á brúðkaupsdegi Sveins Jónssonar og Halldóru Einarsdóttur. Innsigli fyrir setja Helgi ábóti á Þingeyrum,
Þormóður Arason, Skúli Guðmundsson, Hallur Styrkárson og Jón Guðmundsson.
Kaupmálabréf Þorsteins Guðmundssonar og Þórunnar Jónsdóttur á Grund.
Fyrri hluti skjalsins er efni kaupmálans.
Seinni hluti þess er vitnisburður um hann.
Ari Jónsson gefur Sæmund Árnason kvittan og ákærlausan um þá peninga er Sæmundur átti Ara að gjalda fyrir part í Eyri. Á Hóli í Bolungarvík, 23. maí 1599.
Björn Þorleifsson selr Jóni presti Eirikssyni jarðirnar Heydal og Skálavík í Mjóafirði og kvittar hann um andvirðið.
Vitnisburðarbréf um landamerki Gnúps og Alviðru í
Dýrafirði.
Vitnisburður tveggja klerka um að þeir hafi heyrt erkibiskupinn í Niðarósi lýsa því að
bréf það sem hann, ásamt ráði Þrándheimsdómkirkju, hefði út gefið og sent Ögmundi biskupi til
lögsagnar yfir Hólabiskupsdæmi, skyldi vera fullmektugt og hann þar með fullmektugar biskup
og eigi fullt fyrir sitt ómak.
Dómur á Spjaldhaga í Eyjafirði 2. maí 1600 um peninga Solveigar Þorsteinsdóttur er hún hafði gefið í próventu til Hallgríms heitins Nikulássonar. Á viðfestu blaði var upptalning Einar Ólafssonar á peningum þeim sem Hallgrímur hafði fengið afhent vegna Solveigar og eiður Einars.
Kaupbréf Jóns bónda Ólafssonar að Guðmundi Guðmundssyni og Sigríði Jónsdóttur, konu hans, fyrir því, er þau ætti
eða mætti eiga í Hjarðardölunum báðum í Dýrafirði.
Séra Gamli (Gamalíel) Hallgrímsson gefur vitnisburð og útskýringu vegna hórdómsbrots er sonur hans Þorkell var getinn utan hjónabands, en með vitnisburði sínum vill Gamli þagga niður vondar tungur sem leggja hneykingu til Þorkels vegna framferðis foreldra hans. Á Grenjaðarstöðum 20. febrúar 1601.
Teitur Eiríksson og kona hans Katrín Pétursdóttir selja Ólafi Jónssyni jarðirnar Hornstaði í Laxárdal og Steinadal í Kollafirði.
Vitnisburðarbréf um lofan Björns Þorleifssonar við þá mága sína Eyjólf Gíslason, Grím Jónsson og Guðmund Andrésson, er heimtu að honum föðurarf kvenna sinna, svo og við Kristínu systur sína, er og heimti föðurarf sinn.
Dómur á Gaulverjabæ í Flóa um ákæru vegna Grímslækjar í Hjallakirkjusókn.
Claus van der Marvisen, hiröstjóri og höfuðsmann yfir alt
Island, gefr sinum góðum vin Didrek van Minnen umboð
það, er hann hafði af konungi yfir íslandi, „bífalar“ honum
klaustrið i Viðey með öllum tekjum, svo og garðinn á
Bessastöðum, og veitir honum „kongsins sýslu Gullbringuna".
Kaupmáli Jóns Þórðarsonar og Ingveldar Jónsdóttur.
Vitnisburður um að Helgi Steinmóðsson gefi Steinmóði Jörundssyni, syni Jörundar Steinmóðssonar, hálfa
jörðina Steinanes í Arnarfirði.
Ættleiðing Finnboga Einnrssonar á börnum sínum, Einari
Þorgrími, Jóni, Ingibjörgu og Oddnýju.
Vigdís Halldórsdóttir selur dóttur sinni Agnesi Torfadóttur jörðina Brekku í Dýrafirði. Í kirkjunni í Hrauni í Dýrafirði 8. janúar 1598; bréfið skrifað á Kirkjubóli í Önundarfirði 25. febrúar 1600.
Vitnisburður Þórðar Ögmundssonar og Jóns Pálssonar um að Efri-Hvítidalur ætti engjar innan tiltekinna landamerkja og að Guðmundur heitinn Jónsson hefði aldrei gert tilkall til þeirra. Líklega falsbréf.
Festingar og kaupmálabréf síra Þorleifs Björnssonar og
Ragnhildar Jónsdóttur.
Vitnisburður tveggja manna um að Þorleifur bóndi Bjarnarson hafi sýnt og lesið fyrir þeim Guðmundi Árnasyni og Jón Snorrasyni bréf um kaup Þorleifs á átta hundruðum í jörðinni Hallsstöðum af Torfa Ólafssyni, og annað bréf um próventu sem Torfi hafði gefið Þorleifi.
Page 5 of 149