Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1339 documents in progress, 2036 done, 40 left)
Vitnisburður Jóns Björnssonar um lambarekstur og lambatolla í Miðfirði.
Tveir menn votta, að Oddr Þórðarson (leppur) hafi erft eptir föður sinn (Þórð Flosason) og Erlend bróður sinn jarðirnar Ós, Klungrbrekku, Langadal hinn litla, Vörðufell og Bílduhvol og alla hólma fyrir Skógarströnd íyrir innan Strauma, og hafi verið kölluð Kongslönd, og hafi Oddr haldið þessum eignum til deyjanda dags.
Sex manna dómur dæmir jörðina Stóra-Garð í Dýrafirði eign erfingja Þorsteins Torfasonar.
Vitnisburður þriggja manna, að Sigríður Árnadóttir sór þess fullan bókareið fyrir Oddi Ásmundssyni lögmanni að hún hefði engum selt né gefið hálfa Stokkseyri nema Jóni Ólafssyni, og ekki gefið Árna Sæmundssyni, syni sínum, fimmtán hundruð í þeim helmingi jarðarinnar og engum fjörufar fengið í greindum jarðarparti.
Kolbeinn Benediktsson geldur Þingeyraklaustri jðrð að Hurðarbaki á Kólkumýrum fyrir sextán hundruð, er Gunnsteinn ábóti fékk honum.
Vottorð fjögurra manna, að Jón Nikulásson hafi lýst eigö sinni á nokkrum ánefndum jörðum í ísafjarðarsýslu og fyrirboðið hverjum manni hald á þeim eða nökkur skipti á þær láta ganga, þá féskipti var gert eptir Kristínu Björnsdóttur.
Halldór Sveinsson selr Þórkatli Einarssyni Hjarðardal enn femra í Dýrafirði hálfau »milli Skolladalsár og Hjarðardalslækjar«, og kvittar fyrir andvirðið.
Vitnisburður sex manna um að Björn Guðnason hafi staðið síra Grími Þorsteinssyni officialis Skálholtskirkju í Vestfjörðum, reikningsskap Vatnsfjarðarkirkju upp á 120 vetur en eftir reikninginn staðinn hafi Stephán biskup í Skálholti tekið af honum stað þenna löglaust og með ofríki, sett Björn og fólk hans í bann og út af heilögu sakramenti svo að Björn varð að lofa að ganga frá garðinum.
Kaupmáli Björns Magnússonar og Helgu Guðmundardóttur.
Barbara abbadís á Stað í Keyninesi selr Ólafi bónda Grímssyni jörðina Brúarland bálft í Deildardal fyrir Syðra-Vatn í Tungusveit.
Þrír menn votta að Runólfur Sturluson hafi tveimur árum fyrr selt Magnúsi syni sínum jörðina Laugaland fyrir sextíu hundruð og hafi Magnús á móti lagt jörðina á Kamphóli í Hörgárdal fyrir þrjátíu hundruð og hitt í lausafé.
Vitnisburðarbréf um samtal þeirra Einars Oddssonar og Björns Guðnasonar bónda um grip á eignum Einars er hann bar á Björn, en Björn þóttist hafa heimildir Einars fyrir.
Sáttabréf um ágreining sprottinn af kaupi á Fremra-Núpi í Víðidal. Sætt séra Jóns Matthíassonar, séra Snjólfs Jónssonar og Árna Gíslasonar um ágreining af kaupi Fremra-Núps í Núpsdal.
Tylftardómur útnefndur af Finnboga Jónssyni, umboðsmanni konungs í Þingeyjarþingi, um vopnaviðskipti þeirra Hrafns Brandssonar og Magnúsar Þorkelssonar.
Erlendur bóndi Erlendsson selr Hafri Ólafssyni jörðina Hrossatungu í Landeyjum fyrir tuttugu og fimm hundruð í lausafé.
Séra Guðmundur Jónsson selur í umboði séra Steinmóðar Þorsteinssonar Hákoni bónda í Hvammi í Eyjafirði jörðina Varðgjá.
Jóni Sigmundssyni handfest jörðin á Vindheimum. Vitnisburðr tveggja manna um landamerki Vindheima á Þelamörk.
Helmingaskipti á Geitabergi á milli Gísla Þórðarsonar og Guðmundar Jónssonar. Gert af Þórði Guðmundssyni lögmanni og fimm mönnum öðrum.
Vitnisburðarbréf um fé það er Jón Narfason lýsti að hann hafði í umboði Margrétar Vigfúsdóttur afhent Bjarna Marteinssyni vegna Ragnhildar Þorvarðsdóttur konu hans og dóttur Margrétar.
Þorleifur Magnússon lögfestir í umboði Jóns Þórðarsonar hálft annað hundrað í jörðinni Auðnum á Barðaströnd, sem var tilgjafareign Þórunnar Ólafsdóttur, konu Jóns, eftir fyrri mann hennar, Ívar Jónsson heitinn.
Helmingur annars eintaks þessa bréfs sem er AM dipl isl fasc VI, 1: Dómur tólf manna um Dalsskóg í Eyjafirði milli Bjarnar Einarssonar og Magnúsar Hafliðasonar.
Kristján konungur annar skipar Vigfús Erlendsson lögmann sunnan og austan á Íslandi.
Próventusamningur Loðins Skeggjasonar og frú Ingibjargar abbadísar á Reynistað, þar sem Loðinn leggur á borð með sér, meðal annars, jörðina Heiði í Gönguskörðum (DI III:496). Afskrift frá 1609 af skjali frá 1394. Önnur afskrift er í AM Ap. 5670 og eftir henni er bréfið prentað í Fornbréfasafninu.
Jón ábóti á Þingeyrum tekur með samþykki konventubræðra Helga Þorvaldsson og Guðrúnu Ólafsdóttur konu hans til próvantu á á staðinn á Þingeyrum, en þau gáfu í próventu með sér jörðina í Kirkjubæ í Norðurárdal í Hörskuldsstaðaþingum.
Þorleifur Magnússon gefur Magnúsi Jónssyni, bróðursyni sínum, umboð yfir jörðum og kúgildum í Tálknafirði í þrjú ár.
Skiptabréf eftir Ólöfu Loftsdóttur milli Þorleifs og Einars Björnssona.
Þjóðólfur Þorvaldsson kvittar Jón Bergsson fyrir andvirði Neðstabæjar í Norðurárdal í Höskuldstaðaþingum.
Björn Einarsson selur Halldóri presti Loptssyni hálfa jörðina á Grund í Eyjafirði.
Guðrún Magnúsdóttir selur Herluf Daa í umboði konungs 50 hundruð í Reykjavík á Seltjarnarnesi fyrir jarðirnar Laugarvatn í Grímsnesi, Bakka á Kjalarnesi og Kirkjufell í Kjós.
Samningr Gunnsteins ábóta á Þingeyrum og Þorsteins Böðvarsonar út af kröfu, er Þorsteinn hóf til nokkurs hluta úr Giljá og Beinakeldu.
Sendibréf frá Páli Jónssyni á Staðarhóli til Guðbrands biskups.
Jón skalli Eiríksson biskup á Hólum staðfestir bréf Orms biskups frá 9. Marts 1353 um Giljá (Sjá DI III, nr. 31).
Vitnisburður Jóns Pálssonar um eignarmenn að Krossi og Skjallandafossi, og um vör og verstöð á Skjallandafoss.
Vitnisburður Einars Ólafssonar um landamerki Hofsstaða við Mývatn.
Kaupmálabréf Einars Oddssonar og Ásu Egilsdóttur.
Árni Einarsson fær Höskuldi Runólfssyni til fullrar eignar jörðina Grísará í Eyjafirði og kvittar fyrir andvirðið.