Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1628 documents in progress, 3411 done, 40 left)
Handsal og gjörningur á Þingvöllum um að Steindór Gíslason selji Ara Magnússyni þau fimmtíu hundruð í fastaeign sem undir honum stóðu af Óslands andvirði.
Transkriptabréf. Andrés biskup í Ósló, Mattís Hvörv prófastur við Maríukirkjuna í Ósló, Hans Mule höfuðsmaður á Akrhúsi, Eirikur Eiriksson lögmaður í Ósló og Bent Heringsson lögmaður undir Agðasíðu lýsa þvi, að Ögmundur ábóti í Viðey og biskupsefni í Skálholti hafi lagt fyrir þá bæði páfabréf og konungsbréf um, að löglegt skyldi hjónaband Þorleifs Björnssonar og Ingvildar Helgadóttur, þótt þau væri fjórmenningar að frændsemi, og börn þeirra skilgetin og arfgeng, og staðfesta þeir og samþykkja öll þessi bréf.
Meðkenning séra Halls Hallvarðssonar að hann hafi selt herra Oddi Einarssyni jörðina Ljósaland í Vopnafirði árið 1603 og staðfest kaupgjörninginn um sumarið 1604.
Einar Sigurðsson gefur syni sínum Sigurði Einarssyni jarðarveð sem hann á í Skála á Strönd í Berufjarðarkirkjusókn. Í Eydölum, 17. ágúst 1610.
Daði Daðason selur Birni Pálssyni jörðina Æsustaði í Eyjafirði og fær í staðinn jörðina Gröf á Höfðaströnd. Að Grund í Eyjafirði, 14. mars 1643.
Björn Pálsson og kona hans Elín Pálsdóttir selja Bjarna Sigurðssyni 25 hundruð í jörðinni Skarfanesi á Landi. Á Skarði á Landi, 15. september 1643. Útdráttur.
Eiríkur Erlendsson selur Bjarna Sigurðssyni fimm hundruð í jörðu sem Bjarni átti að gjalda Eiríki vegna lögmannsins Árna Oddssonar, fyrir fimm hundruð í Húsagarði, skv. kaupbréfi þeirra Bjarna og Árna. Á Hlíðarenda í Fljótshlíð, 23. október 1643. Útdráttur.
Kæra Páls Jónssonar til Orms Sturlusonar og Þorbjargar Þorleifsdóttur um hald á Möðruvöllum og á kúgildum.
Þuríður Einarsdóttir fær í framfærslu sína síra Birni Jóns- syni til eignar jörðina Bergstaði í Miðfirði, með þeim grein- um, er bréfið hermir.
Sveinn Árnason selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi sex hundruð í Kirnastöðum í Hvammsveit fyrir tólf hundruð í lausafé. Að Efra-Hrepp í Skorradal, 7. september 1649. Útdráttur.
Hannes Bjarnarson selur Sæmundi Árnasyni jörðina á Múla á Langadalsströnd en fær í staðinn Marðareyri og hálfa Steinólfstaði í Veiðileysufirði. Á Hóli í Bolungarvík, 20. febrúar 1605; bréfið skrifað sex dögum síðar.
Reikningskapur nokkurra eigna kirkjunnar í Bólstaðahlíð “in prima visitatione (Guðbrands biskups) ecclesiarum occidentalium.
Vitnisburðir um að Jóhanna Einarsdóttir hafi lofað að selja Árna Oddsyni fyrstum þá fastaeign er Einar heitinn Þormóðsson hafði henni gefið í sína löggjöf.
Vitnisburður um að Jón Gíslason hafi afgreitt Halldóri Þórðarsyni tíu hundruð í Meðalheimi í Hjaltabakkakirkjusókn til heimanfylgju dóttur sinnar Guðrúnar. Gjörningurinn átti sér stað í Þykkvaskógi í Miðdölum 9. september (líklega 1581) en vitnisburðurinn er dagsettur í Hjarðarholti í Laxárdal 17. desember 1581.
Úrskurður Óla Svarthöfðasonar officialis Skálholtskirkju um hvalreka Vatnsfjarðarkirkju á almenningum.