Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1178 documents in progress, 1497 done, 40 left)
Lýsing á lögmála lögðum á Látra á Ströndum. (Texti á innsiglisþvengjum).
Þorleifur Magnússon gefur Magnúsi Jónssyni, bróðursyni sínum, umboð yfir jörðum og kúgildum í Tálknafirði í þrjú ár.
Vitnisburður að Halldór Sigmundsson hefði gefið Sumarliða syni sínum jörðina Meiragarð í Dýrafirði til æfinlegrar eignar.
Sjá apógr. 5006.
Gyða Jónsdóttir fær Þorsteini presti Gruðmundssyni jörðina Þverá í Vestrárdal til fullrar eignar, eptir því sem hún varð eigandi í féskiptum eptir Gunnlaug bónda sinn, og gerir hún það með samþykki og upplagi barna sinna, en skilr sér framfæri hjá Þorsteini presti.
parchment and paper
Vitnisburður Jóns Jónssonar um landamerki jarðarinnar Hamars í Laxárdal.
Guðrún Magnúsdóttir selur Herluf Daa í umboði konungs 50 hundruð í Reykjavík á Seltjarnarnesi fyrir jarðirnar Laugarvatn í Grímsnesi, Bakka á Kjalarnesi og Kirkjufell í Kjós.
Vitnisburðarbréf um fé það er Jón Narfason lýsti að hann hafði í umboði Margrétar Vigfúsdóttur afhent Bjarna Marteinssyni vegna Ragnhildar Þorvarðsdóttur konu hans og dóttur Margrétar.
Valgerður Gizurardóttir samþykkir sölu Árna Guttormssonar bónda síns á jörðinni í Kvígindisfelli í Tálknafirði til séra Bjarna Sigurðssonar, svo framt sem séra Bjarni héldi allan skilmála við Árna.
Kvittunarbréf fyrir andvirði Hvallátra. Þorleifur Árnason kvittar séra Jón Snorrason fyrir andvirði Hvallátrs vestr í Ví
Jón Einarsson gefur Þorsteini presti Jónssyni í próventu með sér þrjátíu hundruð er Þorsteinn skuldaði fyrir hálfa jörðina í Sólheimum.
Vitnisburður um heilskyggni Jóns Jónssonar, sem kenndur er Steinkuson.
Þorgils Finnbogason fær Finnboga Jónssyni fjórðung í jörðinni Dritvík í Sauðaneskirkjusókn og alla þá hvalrekaparta sem Þorgils á um allt Langanes millum Fossár og Steins í Lambanesi.
Maqnús Benediktsson fær Þorleifl Björnssyni til fullrar eignar þá peninga, jörð og kúgildi til eptirkæru, sem Torfi Arason lofaði Magnúsi fyrir jörðina Ingveldarstaði á Reykjaströnd.
Dómur tólf manna útnefndur af Hrafni lögmanni Guðmundssyni genginn að Þorkelshóli í Víðidal um mál þeirra Jóns Jónssonar og Arnbjarnar Einarssonar; kærði Jón til Arnbjarnar dómrof, að hann hefði leyfislaust búið að eignarjörð sinni Söndum í Miðfirði í tíu ár og hefði einnig leyfislaust byggt jarðir sínar hálfar Aðalból, Bessastaði, Oddstaði og Bálkastaði.
Sex menn í dóm nefndir af Jóni Björnssyni, kóngs umboðsmanni í Húnavatnsþingi, dæma Árna Einarssyni og Guðmundi Gíslasyni til eignar svo mikið í jörðunum Finnstungu og Brekku í Blöndudal og Gautsdal á Laxárdal sem svaraði því sem þeir höfðu misst þegar jörðin Marðarnúpur í Vatnsdal var dæmd af þeim en í hendur Helgu Jónsdóttur og hennar meðarfa á Bólstaðarhlíðarþingi haustið áður, en móðurfaðir þeirra Árna og Guðmundar, Brandur Ólafsson, hafði keypt Marðarnúp af Teiti Þorleifssyni fyrir áðurgreinda jarðarparta.
Vitnisburður séra Páls Brandssonar að séra Jón heitinn Brandsson, bróðir hans, hefði sagt sér að hann vildi ekki meðkennast að hafa selt Jóni lögmanni jörðina Garð í Ólafsfirði, né að hann hefði gefið Jóni lögmanni lagaumboð upp á Hall Magnússon eða Gunnlaug Ormsson, skyldmenni sín.
Helgi Gíslason selur Jóni Erlingssyni jörðina Deildará á Skálmarnesi fyrir tuttugu hundruð í lausafé.
Loftur Tjörvason og Þóra Nikulásdóttir kona hans selja Birni Einarssyni jörðina Fót í Seyðisfirði og handleggja aleigu sína í hans vernd og umboð.
Jón ábóti í Þykkvabæ og sex menn aðrir votta um fjórðungsgjöf og löggjafir Lofts bónda Guttormssonar til Sumarliða sonar hans.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LVI, 16.
Skipti á Skipaskaga vestan fram á milli Árna Oddssonar lögmanns og Þórarins Illugasonar. Landamerkjum lýst.
Úrskurður Jóns lögmanns Sigmundssonar eftir konungs boði milli Björns Guðnasonar og Björns Þorleifssonar um það hver skyldi eiga góss og garða, lausafé og fasteignir, er fallin voru eftir Þorleif Björnsson, Einar Björnsson og Solveigu Björnsdóttur.
Erlingur Gíslason lýsir því að hann hafi tekið eiðfestan vitnisburð af Jóni Brandssyni um það að skipsherra Gerst Melen (Maulen) hafi fengið Eyjólfi Gíslasyni til frjáls forræðis og æfinlegrar eignar „það sama kaupskip og skipabrot öll er komið var á hans reka“.
Sáttarbréf Stepháns biskups í Skálholti og Björns Guðnasonar um garðinn Vatnsfjörð (DI VII:612).
Bréf fjögra manna um viðtal þeirra Finnboga Jónssonar og Guðmundar Húnrauðssonar um eignarheimild þeirra fyrir Jörðunni Eystri-Görðum í Kelduhverfi, og að Finnbogi lýsti Jörðina sína eign og óheimilaði Guðmundi hana.
Tylftardómur út nefndur og samþykktur af Jóni Sigmundssyni lögmanni um kærur Björns Guðnasonar til Jóns Jónssonar Þorlákssonar og Solveigar Björnsdóttur, út af framfærslutöku Jóns við Jón heitinn Þórðarson er misfórst, um skatthald, um heimferð Jóns til Eyrar í Seyðisfirði og burtrekstur á málnytupeningi þaðan og aðrar óspektir. Jón Jónsson er dæmdur réttfangaður og réttgripinn hvar sem hann náist utan griðastaða.
Vitnisburður um landamerki Hafsstaða á Skagaströnd.
Sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LVIII, 5.
Prófentugjörningur Árna bónda Bárðarsonar og Arngríms ábóta Brandssonar á Þingeyrum.
Vitnisburður Jón Bjarnarsonar um landamerki á milli Hóla og Hamars í Laxárdal.