Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1178 documents in progress, 1497 done, 40 left)
Prófentugjörningur Árna bónda Bárðarsonar og Arngríms ábóta Brandssonar á Þingeyrum.
Ormur biskup Ásláksson úrtekur alla kennimanns skylld á Giljá, eignarjörð Þingeyraklausturs.
Jón Jónsson lögmaður afhendir Gunnlaugi Ormssyni jarðirnar Leyning, Ystu-Vík, Villingadal og hálfan Jökul í Eyjafirði á móti hálfum Silfrastöðum, Egilsá og Þorbrandsstöðum. Gunnlaugur lýsir Jón kvittan.
Transskript á AM Dipl. Isl. Fasc. XLIII,14 og
AM Dipl. Isl. Fasc. XLIII,15 ásamt
vitnisburði og vottun þeirra Páls Jónssonar, Hafliða Skúlasonar, Jóns Guðmundssonar,
Eyvindar Guðmundssonar og Þorsteins Ketilssonar sem setja sín innsigli fyrir (DI VIII:604).
Vitnisburðarbréf um samtal þeirra Einars Oddssonar og Björns Guðnasonar bónda um grip á eignum Einars er hann bar á Björn,
en Björn þóttist hafa heimildir Einars fyrir.
Helmingalagsbréf Magnúsar Þorkelssonar og Kristínar Eyjólfsdóttur.
Kaupmáli Björns Magnússonar og Helgu Guðmundardóttur.
Dómsbréf um eignarrétt á jörðinni Nesi í Eyjafirði. Hallur Magnússon áklagar séra Björn Gíslason um jörðina Nes í Eyjafirði. Dómsmenn komast að því að bréf sem séra Björn nýtir til að sýna fram á eignarhald sitt séu ómerk enda kannist meintir vottar þeirra ekki við að hafa staðfest gjörninginn.
Afrit af bréfi fjögurra manna sem votta að Oddur Ásmundsson fékk Torfa Arasyni hirðstjóra part úr Þorleiksstöðum í Skagafirði fyrir það að hann útvegaði Oddi lögmannsbréf frá konguni. Guðlaug Finnbogadóttir eiginkona Odds samþykkir gjörninginn.
Peningaskiptabréf þeirra Björns Guðnasonar og Kristínar Sumarliðadóttur
eftir Jón (dan) Björnsson, eiginmann hennar, andaðan. Lögðu þau
alla peninga fasta og lausa, kvika og dauða, fríða og ófríða til helminga. Tristram Búason og Björn Ólafsson votta einnig
handaband Kristínar og Björns um samninginn (DI VIII:217).
Ormur Sturluson lögmaður staðfestir dóm Eggerts Hannessonar um Ólaf Gunnarsson (sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LI, 9).
Þórunn Jónsdóttir selur Magnúsi Björnssyni bróðursyni sínum Veturliðastaði í Fnjóskadal fyrir 30 hundruð; vildi hún að Jón sonur Magnúsar yrði eigandi að jörðinni. Einnig kvittar Þórunn Magnús um þau þrjú hundruð sem hann átti henni að gjalda fyrir Hallbjarnarstaðareka á Tjörnesi og færir hún honum umboð fyrir öllum Grundarrekum á Tjörnesi.
Sendibréf Kristínar Guðnadóttur til Jóns Asgeirssonar bónda síns.
Sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LVIII, 5.
Dómur um klögun Þórðar Þorleifssonar er hann veitti Magnúsi Björnssyni að hann héldi fyrir sér jörðunum Torfufelli og Villingadal sem faðir sinn og bróðir hefðu sér gefið til kvonarmundar. Jarðirnar dæmdar Þórði og Magnúsi gert að greiða Þórði slíka peninga sem hann hefur haft af þessum jörðum.
Vitnisburðarbréf um fé það er Jón Narfason lýsti að hann hafði í umboði Margrétar Vigfúsdóttur afhent Bjarna Marteinssyni vegna Ragnhildar Þorvarðsdóttur konu hans og dóttur Margrétar.
Transkript tveggja bréfa. Hið fyrra er hið sama og AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVIX, 23.
Seinna bréfið er ekki til í frumriti og er vitnisburður Guðmundar prests Ólafssonar um Kirkjubólsskóg í Skutilsfirði. Guðmundur
seldi Tómasi Jónssyni jörðina Tungu að fráskildum skógarparti Kirkjubóls (DI VIII, nr 166).
Konráð Sigurðarson og Grímur Ólafsson votta að þeir hafa „séð og yfirlesið svo látandi tvö bréf
með hangandi innsiglum orð fyrir orð sem hér fyrir ofan skrifað stendur“. Þeir festa sín innsigli við bréfið árið 1597.
Jón Einarsson selur Örnólfi Einarssyni jörðina Breiðadal hinn fremra í Önundarfirði fyrir 14 hundruð í lausafé og kvittar Örnólf um andvirðið.
Vitnisburður Konráðs Sigurðssonar um viðurvist þá er það samtal fór fram sem rætt er um í LX, 19.
Alþingisdómur tólf manna, útnefndur af Baltasar hirðstjóra, um mál Þorláks Vigfússonar og Jóns Ófeigssonar, fyrir hönd konu sinnar Guðrúnar Sæmundardóttur, um jörðina í Skarði í Landmannahreppi. Var jörðin dæmd Guðrúnu.
Þorsteinn Þorleifsson selur, með samþykki Halldóru Hallsdóttur konu sinnar, Einari bróður sínum
jörðina Tannanes í Önundarfirði fyrir lausafé.
Samningur þeirra Jóns Sigmundssonar og Runólfs Höskuldssonar um Ásskóg, er Jón eignaði jörðunni Vindheimum á Þelamörk.
Óheilt stefnubréf skorið í strimla. Jón prestur Jónsson stefnir manni til Miðdals þriðjudaginn næsta fyrir Pétursmessu og Páls (sem er 29. júní) til að svara til saka fyrir Stefáni biskupi í Skálholti.
Dómur sex manna útnefndur af Einari bónda Dálkssyni um erfðamál milli séra Einars Þorvarðssonar og Guðrúnar nokkurrar.
Guðrún Magnúsdóttir selur Herluf Daa í umboði konungs 50 hundruð í Reykjavík á Seltjarnarnesi fyrir jarðirnar Laugarvatn í Grímsnesi, Bakka á Kjalarnesi og Kirkjufell í Kjós.
Einar Eiríksson fær Gunnsteini ábóta og klaustrinu á Þingeyrum jörðina að Akri á Kólkumýrum til fullrar eignar og kvittar fyrir andvirði hennar.
Kristján konungur annar skipar Vigfús Erlendsson lögmann sunnan og austan á Íslandi.
Jóhann Kruko selur Ögmundi biskupi í Skálholti þær jarðir og þá peninga sem
Björn Þorleifsson seldi og fékk Hans Kruko, bróður Jóhanns, til fullrar eignar,
sóknar og sekta fyrir 600 mörk í öllum flytjanda eyri, með þeim sölum er bréfið greinir.
Stefán biskup í Skálholti afleysir Björn Þorleifsson og Ingibjörgu Pálsdóttur um allt það sem þau hafa brotleg
orðið hér við guð og menn og dispensar með þeim um hjónaband þeirra og fastnar Björn Ingibjörgu á nýjaleik.
Bréf að síra Grímur Þorsteinsson hafi unnið eið um að hann hafi verið viðstaddur þegar Halldór
Sumarliðason gaf Sumarliða syni sínum jörðina Meiragarð í Dýrafirði til æfinlegrar eignar.
Guðmundur Jónsson selur bróður sínum Sveini hálft fjórða hundrað og fimm aura betur í jörðinni Kirkjubóli í Skutulsfirði í Eyrarkirkjusókn fyrir lausafé, og gefur hvor annan kvittan um öll skipti.
Dómur útnefndur af Finnboga Jónssyni að Bessi Þorláksson sé ferjandi og flytjandi fram til Noregs á kóngsins náðir, þar hann hafði fullu bætt og sátt gert við Magnús Hallsson um víg Halls Magnússonar, sonar hans, er Bessi hafði að ófyrirsynju slegið í hel slegið.
Vitnisburður Brands forgilssonar og tveggja manna annarra að Þingeyraklaustur hafi átt og haldið alla fiskveiði í «Víðudalsá»
fyrir Syðri-Borg að helmingi við Þorkelshólsmenn frá Ingimundarhóli og ofan til Melrakkadalsáróss meir en þrjátiu ár átölulaust.
Samningur þeirra Péturs Loptssonar bónda og Guðmundar Andréssonar að Loptur gjaldi Guðmundi 40 hundruði
hundraða fyrir þá skuld, er Sigríður Þorsteinsdóttir heitin hafði átt undir Lopti Ormssyni heitnum, en móðir Guðmundar
hafði gefið honum sókn á skuldinni og Steinunn Gunnarsdóttir húsfreyja, móðir Péturs, kannaðist
við, að skuldin væri sönn.
Ólafur Haldórsson lofar að selja Maguúsi Þorkelssyni jörðina Dálksstaði á Svalbarðsströnd, ef hún geingi af með
lögum, en Magnús heitir honum aptr Þverá í Svarfaðardal.
Kaupmálabréf Þorvarðs Loftssonar og Margrétar Vigfúsdóttur.
Vitnisburður Erlendar Magnússonar og Jóns Andréssonar um að Bjarni Jónsson hafi fest sér Guðrúnu Ólafsdóttir til löglegrar eiginkonu.
Vitnisburðarbréfið var skrifað á Grenjaðarstað 1503 en brúðkaupið var á Sauðanesi á Langanesi 1489.
DI VII, nr. 321 er transskiptabréfið, DI VI, nr. 250 er transskíberaða bréfið. Efni þess er:
GunnarJónsson fær Ingveldi Helgadóttur jörðina Auðunarstaði í Víðidal til meðferðar, og skyldi hún standa fyrir peningum þeim, er Kristín Þorsteinsdóttir átti undir Lopti Ormssyni, og hafði feingið Ingveldi til fullrar eignar, en Bólstaðarhlíð fær hann Ingveldi til fullrar eignar, svo framt sú jörð yrði eign Stepháns Loptssonar, dóttursonar Gunnars.
Þórður Sigurðsson og Ingibjörg Halldórsdóttir kona hans gefa Halldóri Hákonarsyni alla þá tiltölu og eign, hvort það er meira eða minna, er þau þóttust eiga í Kirkjubóli í Valþjóðfdal, til æfinlegrar eignar.
Einar Ketilsson fær Jóni biskupi Vilhjálmssyni jörðina Stafshól
í Hofsþingum er hann og Auðun bróðir hans erfðu eptir Helgu
Þorfinnsdóttur frændkonu sína.
Page 51 of 149