Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1634 documents in progress, 3417 done, 40 left)
Kaupmálabréf Jóns Árnasonar og Þuríðar Finnsdóttur. Í Flatey á Breiðafirði, júlí 1616. Útdráttur.
Einar Halldórsson lofar stjúpföður sínum, séra Högna Jónssyni, að greiða honum skuldir þær sem taldar eru upp í bréfinu. Eigi hann ekki til lausafé skal Högni eignast eitt hundrað af fasteignum Einars. Á Seljalandi undir Eyjafjöllum 7. nóvember 1616.
Torfi Einarsson selur Gísla Hákonarsyni lögmanni jörðina Meðalfell í Kjós og fær í staðinn Kirkjuból í Stöðvarfirði, Hreimsstaði í Útmannasveit og ótilgreinda þriðju jörð í Austfjörðum sem Gísli mun útvega síðar. Á Klofa í Landi, 23. júní 1617.
Páll Jónsson fær Steinunni Jónsdóttur, systur sinni, Ljótsstaði fyrir Saurhól.
Haraldur Ketilsson selur séra Einari Sigurðssyni átta hundraða part í Raufarbergi í Hornafirði.
Narfi Jónsson kærir fyrir Jóni lögmanni Sigmundssyni, að sira Jón Eiríksson hafi gripið og tekið fyrir sér með fullu ofríki jörðina Dynjandi í Grunnavík, og biður lögmann ásjár.
Séra Gísli Oddsson og Jón Þorsteinsson endurnýja þann kaupgjörning að Gísli seldi Aldísi dóttir Jóns fimmtán hundruð í Hlíð í Grafningi. Gísli setur þann skilmála að verði jörðin föl aftur eigi hann eða erfingjar hans fyrstu kaup þar á, á sama verði og hann seldi hana. Á Holti undir Eyjafjöllum, 30. mars 1627. Útdráttur.
Vitnisburður Ingveldar Jónsdóttur um jörðina Áslaugsstaði. Skrifað á Hofi í Vopnafirði 17. apríl 1596.
Sjöttardómur um skuldir landsmanna við Hannes Reck og Hannes Elmenhorst.
Dómur um Núpsdalstungu.
Dómur sex presta útnefndur af séra Ögmundi Andréssyni, prófasti og almennilegum dómara milli Jökulsár á Breiðársandi og Breiðdalsár, um kæru séra Sveins Jónssonar í Heydölum til Ólafs Guðmundssonar um landskyldartöku af jörðu hans Raufarbergi í Einholtsþingum.
Magnús Ólafsson selur herra Oddi Einarssyni fimm hundraða part í Laugarvatni í Árnessýslu er Magnús átti með bróður sínum, Alexíusi Ólafssyni. Í Skálholti, 24. maí 1627.
Samantekt Árna Magnússonar upp úr þremur skinnbréfum um kaup Sæmundar Árnasonar á jörðunum Botni í Mjóafirði, Hólum í Dýrafirði og Haukabergi á Barðaströnd af hjónunum Sigfúsi Torfasyni og Jófríði Ormsdóttur.
Vitnisburður Jóns Guðmundssonar um landamerki á milli Eyrar og Arnarnúps í Dýrafirði. Ritað í Hjarðar[dal] í Dýrafirði 1. maí 1596.
Vitnisburður séra Jóns Þórðarsonar um að Guðmundur Illugason heitinn hefði lýst fyrir sér árið 1617 að hann hefði gefið syni sínum Illuga jörðina Sveinungsvík á Sléttu í Svalbarðskirkjusókn. Í Miklagarði í Eyjafirði, 26. september 1628.