Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1339 documents in progress, 2036 done, 40 left)
Sveinn Brandsson og Þóra þorsteinsdóttir kona hans kvitta
Einar Jdnsson fyrir andvirði jarðarinnar Hvylftar í Önundarfirði.
Ari Guðmundsson gefur Oddfríði dóttur sinni til kaups við Halldór Jónsson hálfan Valþjófsdal fyrir sextigi hundraða, en seldi honum hálfan og tekur fyrir jörðina Álfadal og á Vífilsmýrum; gerir hann þetta með samþykki Guðmundar sonar síns, og kvittar Halldór fyrir andvirðinu.
Falsbréf ritað á uppskafning. Jón prestur Broddason kvittar Kolla bónda Magnússyni fyrir að hafa goldið hálfa Skálá með tilgreindum hlunnindum í próventu Ingibjargar Þorláksdóttur húsfreyju sinnar.
Gunnlaugur Teitsson vitnar að Þórný Bergsdóttir hafi átt hálfa Dálksstaði á Svalbarðsströnd og haft þá til kaups við Stefán Gunnlaugsson bónda sinn en aldrei selt, gefið né goldið burt.
Vitnisburðir Páls Guðnasonar og Eiríks Guðnasonar um landamerki Klofa á Landi.
Vitnisburðarbréf um viðtal þeirra bræðra Þorleifs og Einars Björnssonar um „þann gamla reikningsskap, sem greindr
Einar var skyldugr síns föður vegna vorum náðuga herra
konunginn í Noregi“.
Hrólfur Björnsson selur Egli Grímssyni jörðina Síðu á Skagaströnd, með sölvaíferð í Svansgrundarfjöru gegn beit, fyrir
lausafé.
Eitt bréf af nokkrum vegna sætta Gríms bónda Pálssonar og Þorleifs sonar hans af einni hálfu og af annarri Vigfúsar
Erlendssonar lögmanns og Hólmfríðar systur hans um allan hugmóð, heimsóknir, fjárupptektir og sér í lagi
um réttarbót Hákonar konungs, sem þeim hafði mest á millum borið, þ.e. AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVIII,10 (DI VIII nr. 147).
Þorvaldr vasi Ögmundarson selr Haldóri presti Loptssyni alla hálfa
jörðina í Kritsnesi í Eyjafirði með tilgreindum ítökum og hálfkirkju skyld.
Steinmóður ábóti í Viðey og Jón Narfason votta að Ólöf Loftsdóttir fékk Gerrek gullsmið í Hafnarfirði gull og silfur er skyldi koma upp í jarðir Guðmundar Arasonar er Björn Þorleifsson hafði keypt, og lofaði Gerrek að fá konungi þessa peninga fyrir hönd Björns og Ólafar.
Jón Egilsson selur Magnúsi Björnssyni lögmanni jarðir konu sinnar Sigríðar Jónsdóttur, Grænavatn og Kálfarströnd við Mývatn. Í staðinn fær Jón Strjúg og Syðsta-Gil í Langadal.
Tveir menn votta, að Oddr Þórðarson (leppur) hafi erft eptir
föður sinn (Þórð Flosason) og Erlend bróður sinn jarðirnar
Ós, Klungrbrekku, Langadal hinn litla, Vörðufell og Bílduhvol
og alla hólma fyrir Skógarströnd íyrir innan Strauma, og hafi
verið kölluð Kongslönd, og hafi Oddr haldið þessum eignum
til deyjanda dags.
Grímur prestur Þorsteinsson afleysir Jón murta Narfason og Dýrunni Þórðardóttur af fyrstu barneign þeirra í
fjórmenningsfrændsemi.
Árni Þorsteinsson selr Magnúsi Þorkelssyni svo mörg
hundruð, sem hann átti í jörðunni Grenivík, með samþykki
Þorbjargar Eyjólfsdóttur konu sinnar, fyrir Hæringsstaði í
Svarfaðardal, en Magnús skyldi gefa í milli tíu kúgildi og
tuttugu og sex fjórðunga smjörs.
Jón Ólafsson prestur selur Eyjólfi Gíslasyni bónda jörðina Skjallandafoss á Barðaströnd
og kvittar hann um andvirði hennar.
Séra Gísli Brynjólfsson selur Þorleifi Ólafssyni tólf hundruð í Guðlaugsstöðum í Blöndudal fyrir tíu hundruð í Hóli í Svartárdal.
Sveinn Árnason, í umboði Þorlaugar Einarsdóttur, lögfestir jörðina alla Dragháls í Svínadal og tilgreinir landamerki hennar.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Jóni Daðasyni allt Skógsland austur á millum áa og tvö hundruð í Kjóastöðum.
Dómr klerka út nefndur af Gottskalk biskupi á Hólum, þar sem jörðin Kallaðarnes í Bjarnarfirði er dæmd óbrigðanlega eign
klaustrsins á Þingeyrum, en Jón ábóti Þorvaldsson hafði lukt jörðina Gottskalk biskupi upp í skuld, þegar Jón ábóti
var prestur og officialis Hólakirkju.
Skilmálar fyrir aflausn Björns Guðnasonar.
Kaupmálabréf Þorsteins Magnússonar og Ólafar Árnadóttur.
Vitnisburður Björns Guðmundssonar og Guðmundar Þórðarsonar um að Sæmundur Sigurðsson hafi gert séra Jón Ormsson kvittan um kaup Jóns á jörðunum Vatnadal og Bæ í Súgandafirði, er Sesselja Þórðardóttir, kona Sæmundar, hafði selt Jóni.
Þorsteinn lögmaðr Eyjólfsson úrskurðar löglega ættleiðing þá.
er Einar prestur Þorvarðsson hafði ættleidd börn sín Magnús,
Arngrím og Guðrúnu.
Vitnisburðarbréf um samtal þeirra Einars Oddssonar og Björns Guðnasonar bónda um grip á eignum Einars er hann bar á Björn,
en Björn þóttist hafa heimildir Einars fyrir.
Dómsbréf um geldneytagang í Skorradal.
Skúli bóndi Einarsson meðkennist að hafa selt séra Brynjólfi Árnasyni átta hundruð og 40 álnir með í jörðinni Hóli í Svartárdal fyrir lausafé og kvittar hann fyrir andvirðinu.
Herþrúður Eiríksdóttir gefur Jóni Sigmundssyni allar sínar löggjafir og vingjafir, en selur honum jörðina Klömbur í Vesturhópi með tilgreindum landamerkjum.
Kaupmáli Björns Magnússonar og Helgu Guðmundardóttur.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LV, 21 (Vitnisburður um dýrleika Hofs í Dýrafirði).
Tveir menn transskríbera úrskurð um landamerki Hvamms og Móbergs frá 24. júlí 1379 (Íslenzkt fornbréfasafn III:671). Úrskurður Einars prests Hafliðasonar um landamerki milli Hvamms og Móbergs í Langadal í Húnavatnssýslu (Íslenzkt fornbréfasafn III:339).
Skilgreint sem falsbréf í IO en ekki í DI.
Dómur sex manna útnefndur af Þorsteini Finnbogasyni konungs umboðsmanni í Þingeyjarþingi, er dæmir
fullmektugt í allan máta konungsbréf, er kvitta Bessa Þorláksson af vígi Halls Magnússonar, svo og
dagsbréf Finnboga lögmanns, og Bessa lögráðanda fjár síns (DI VIII:528).
Þrír menn votta að Tómas Jónsson hafi lýst því yfir að hann myndi gjarnan selja Ara Magnússyni hálfan Hnífsdal en hann geti það ekki því að hann hafi áður selt konu sinni jörðina.
Gísli Magnússon selur Birni Magnússyni bróður sínum hálfa Möðruvelli fyrir Eyraland með Kotá. Tilskilur Gísli að Björn skuli kaupa hinn helming Möðruvalla fyrir Ljósavatn og Reykjahlíð þegar Gísli vilji selja.
Séra Erlendur Þórðarson endurnýjar á sóttarsæng löggjafir sínar við konu sína, Guðfinnu Arnfinnsdóttur.
Samningur Jóns biskups skalla og Dálks bónda Einarssonar um landamerki milli Miklabæjar í Blönduhlíð og Reykja í Tungusveit og um veiði í Jökulsá.
Skeggi Oddsson handleggur Þorsteini bónda Eyjólfssyni jörðina Reppisá í Kræklingahlíð með gögnum og gæðum til æfinlegrar eignar upp í skuld til Þorsteins.
Þorsteinn Brandsson selur Guðmundi Magnússyni jörðina Skarð í Fnjóskadal, með tilgreindum skógi, fyrir jarðirnar Hamar og Hól í Laxárdal, Tungu í Bárðardal og Þernusker í Höfðahverfi.
Einar Guðmundsson selur í umboði Guðmuudar prests föður síns Runólfi Sturlusyni jörðina á Laugalandi í Hörgárdali með tilgreindum ískyldum.
Page 51 of 149