Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1339 documents in progress, 2036 done, 40 left)
Sveinbjörn ábóti á Þingeyrum kvittar Jón bónda Eyjólfsson fyrir jörðunum Sauðadalsá og Þremi, er hann hefir afhent ráðsmanni staðarins samkvæmt prófentubréfi sínu (Nr. 410).
Uppkast að Leiðarhólmsskrá. Samþykkt Jóns Sigmundssonar lögmanns og 22 annarra eiðsvara, fóvita og lögréttumanna á milli Hvítár í Borgarfirði og Helkunduheiðar, um að mega neyta eldri réttar gagnvart ofbeldi og ágangi biskupa og klerkavalds.
Ingveldur Helgadóttur ættleiðir dætur sínar Kristínu, Helgu og Guðnýju Þorleifsdætur með samþykki móður sinnar Kristínar Þorsteinsdóttur á Syðri-Ökrum í Blönduhlíð. Vottar eru Árni Einarsson, Einar Árnason, Símon Pálsson, Jón Þorgeirsson, Snorri Þorgeirsson, Magnús Ásgrímsson, Nikulás Jussason, Sigurður Jónsson og Jón Magnússon.
Pétur Pálsson ábóti selur Jón Gunnlaugssyni „reka frá Snartastöðum réttsýni úr bjargi því, sem stendur í utanverðum Brekkuhól og þaðan réttsýni vestur í sjó“, undan sér og Munkaþverárklaustri fyrir fimm hundruð upp í Efrihóla í Núpasveit.
Bréfið hefst á vitnisburði sem gerður er á Héðinshöfða 1547 um lestur bréfsins sem síðan fylgir í transskripti en frumrit
þess er ekki til. Þar segir að Eirekur Ívarsson, Hallur Ketilsson, Hans Runk og Jón Antoníusson votti að Halla Kolbeinsdóttir
selji Finnboga Jónssyni lögmanni sex hundruð í jörðinni Garði við Mývatn fyrir fjögur hundruð í lausafé, með öðrum greinum.
Afhending lögmála í jörðina Látur í Mjóafirði.
Kaup- og landamerkjabréf um Hallgilsstaði í Fnjóskadal,
samhljóða næsta bréfi á undan, nema að dagsetningu.
Lýsing á því er:
Helgi Sigurðsson selr Brynjólfi Magnússyni jörðina Hallgilsstaði í Fnjóskadal
fyrir 37 hundruð í lausafé, og tilgreinir landamerki.
Vitnisburður Magnúsar Snorrasonar og Þórðar Arnbjarnarsonar að bróðir Ólafur Magnússon hafi lýst hinu sama sem áður greinir um Dálksstaði.
Þrjú bréf í einu skjali. Prentuð í DI á fjórum stöðum.
Transskriptabréfið sjálft: Ásgrímr prestr Guðbjartsson og tveir menn aðrir transskríbera þrjú jarðakaupabréf Möðruvallaklaustrs (Íslenzkt fornbréfasafn III:nr.328).
a) Arngeir prestr Jónsson selr Auðuni ráðsmanni á Möðruvöllum fyrir hönd klaustrsins Torfuvík og jörðina á Gunnarstöðum fyrir lausafé, en með því skilyrði að hann eigi forkaupsrétt að hvorutveggja ef klaustrið láti aptr falt. (Íslenzkt fornbréfasafn III:nr.275)
b) Arngeir prestr Jónsson selr klaustrinu á Möðruvöllum jörðina Áland í Þistilfirði fyrir lausafé. (Íslenzkt fornbréfasafn III:nr.278).
c) Arnór prestr Jónsson selr með samþykki klaustrsins á Möðruvöllum séra Arngeiri Jónssyni jörðina Áland í þistilfirði, er hann áðr hafði selt klaustrinu, en klaustrið skilr nú rekana frá (Íslenzkt fornbréfasafn III:nr.299).
Kaupbréf fyrir Kálfaströnd við Mývatn.
Skjalið er í þremur hlutum og vitnin eru:
1) Magnús Jónsson og Jón Tindsson
2) Teitur prestur Magnússon
3) Fúsi (Sigfús) prestur Guðmundsson
Afrit tveggja bréfa sem tengjast Teiti Gunnlaugssyni.
1. Alþingisdómur tólf manna útnefndur af Birni Þorleifssyni hirðstjóra sunnan og austan á Íslandi, að Teitur Gunnlaugsson sé skyldur að hylla Kristján konung hinn fyrsta, en laus við Eirík konung (af Pommern).
2. Kvittunarbréf Björns Þorleifssonar hirðstjóra til Teits Gunnlaugssonar um sakir hans við Kristján konung hinn fyrsta.
Þorsteinn Finnbogason selur Jóni Ásgrímssyni jarðirnar Hvamm á Galmaströnd, Haga á Árskógsströnd og Einarsstaði
í Kræklingahlíð, en Jón leggur á móti Breiðamýri í Reykjadal, Voga og Haganes við Mývatn og þar til Kálfborgará
eða Bjarnastaði í Bárðadal.
Vitnisburður Björns Guðmundssonar um ágreining milli Hóls og Hvamms og Kúastaða.
Þorkell prestur Ólafsson og Ími prestur Magnússon lýsa því að Þorkell hafi gefið Eyjólfi Magnússyni tuttugu hundruð til giftumála en Jón gefið Eyjólfi bróður sínum tíu kúgildi og tíu hundruð í þarflegum munum.
Listi með nöfnum þriggja íslenskra kvenna og tveggja íslenskra karla sem leyst voru frá Biskajum þegar Hendrik Willomsen (Rosenvinge) var á Spáni.
Þorkell prestur Ólafsson og Ími prestur Magnússon lýsa því að þeir hafi lofað að gefa Eyjólfi mókoll Magnússyni hvor um sig tuttugu hundruð til kvonarmundar ef hann kvæntist í þann stað að hann fengi fulla peninga í mót sínum.
Vitnisburðir Ámunda Jónssonar og Jóns Höskuldssonar um landamerki milli Núps og Vestasta-Skála undir Eyjafjöllum.
Kaupmáli séra Magnúsar Magnússonar og Guðrúnar Þorleifsdóttur.
Samningur séra Guðbjarts Eyjólfssonar ráðsmanns á Þingeyrum og Bjarna bónda Kolbeinssonar um rekaskipti með Brekknajörðum á Skaga.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 24.
Samþykktarbréf á Alþingi um Vigfús Erlendsson og lögmennsku hans og lögmannsdæmi (DI VIII:667).
Þorleifur Egilsson lýsir mála Sigríðar Þórarinsdóttur konu sinnar og að hann hafi fastnað hana eftir guðs lögum og heilagra feðra setningum og lýsir öll þau börn sem hann á með henni skilgetin og arfborin.
Jón biskup skalli gefur vegna Hóla og Hvammskirkju með samþykki og ráði séra Einars officialis [Hafliðasonar] Birni bónda Brynjólfssyni kvittan um tilkall hans til reka undir Björgum, enda sór Björn að hann hefði eigi hafið tilkallið til þess að draga eignir undan heilagri kirkju.
Vitnisburður Ljóts Helgasonar prests að Jón biskup Gerreksson hafi, þegar hann var í vísitasíu sinni á Reyhólum (1432), skipað sveinum sínum eftir beiðni Gissurar Runólfssonar að gera Filippusi Sigurðssyni einhverja ólukku, en þegar þess var getið að Filippus væri kominn í kirkju hafi biskup skipað sveinum sínum að taka hann þaðan því að hann skyldi hreinsa kirkjuna á morgun þótt hún væri saurguð í kvöld.
Dómsbréf um kirknagóss og portio Holts í Fljótum.
Helgi Jónsson gefur Steingrím Ísleifsson kvittan fyrir verð Skútustaða við Mývatn.
Kaupmálabréf Þorkels Einarssonar og Ólofar Narfadóttur.
Vitnisburður Guðmundar Jónssonar um ágreining um jarðareign í Svartárdal, milli Hóls annars vegar og Hvamms og Kúastaða hins vegar.
Testamentisbréf Rafns lögmanns Brandssonar.
Grímur Pálsson lofar Halldóri frænda sínum Sigmundssyni tuttugu hundraða jörðu og tíu huudruðum í þarflegum
peningum, ef hans heiðr við liggr.
Böðvar Finnsson selur Magnúsi Þorkelssyni Dálkstaði á Svalbarðsströnd fyrir Þverá í Svarfaðardal með þeim atkvæðum er bréfið greinir.
Kaupmálabréf Erlends lögmanns Þorvarðssonar og Guðrúnar Jónsdóttur.
Kaupmálabréf Ellends Þorvarðssonar og hustrú Guðrúnar Jónsdóttur.
Page 53 of 149