Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1190 documents in progress, 1505 done, 40 left)
Guðbrandur Þorláksson biskup og Halldóra dóttir hans selja Ara Magnússyni Fell á Fellsströnd og Prestbakka í Hrútafirði fyrir Silfrastaði í Skagafirði með ýmsum skilyrðum á báða bóga.
Gottskálk Magnússon kaupir af hjónunum Árna Gíslasyni og Kristínu Einarsdóttur tíu hundruð í jörðinni Kimbastöðum fyrir lausafé.
Vitnisburður um að Hannes Björnsson hafi selt Erlendi presti Þórðarsyni Víðidalsá í Steingrímsfirði og kvittað fyrir andvirðið.
Magnús Björnsson kaupir Reykjahlíð við Mývatn af Nikulási Einarssyni sem fær í staðinn fyrir Héðinshöfða á Tjörnesi og Finnsstaði í Eiðakirkjusókn.
Gísli Magnússon selur syni sínum Birni Gíslasyni Skutulsey fyrir Mýrum og 18 hundruð í Laxárholti með sex kúgildum fyrir 450 ríksdali er Björn skyldi gjalda Hans Nanssyni, borgara í Kaupmannahöfn, en það var skuld eftir Þorleif Gíslason bróður hans andaðan.
Vitnisburður Eyjólfs Jónssonar um landamerki milli Núps og Vestasta-Skála undir Eyjafjöllum.
Þórður Jónsson selur systursyni sínum Þórði Árnasyni sextán hundruð í jörðinni Reyðarfelli í Borgarfirði og tekur undir sjálfum sér fimm hundruð er hann hafði haldið í þrettán ár af móðurarfi Þórðar Árnasonar og þrjú hundruð í ábata en setur engin söl á hinum helmingi jarðarverðsins af því að Ásta systir hans hafði orðið fyrir fjárskakka í fornum arfaskiptum við sig og bræður sína.
Kaupmálabréf Magnúsar Magnússonar og Sigríðar Jónsdóttur, Ásgeirssonar.
Ingibjörg Snæbjarnardóttir gefur Finnboga Jónssyni nýtt umboð og kvittar fyrir um liðið.
Björn Magnússon selur bróður sínum og mágkonu, Eyjólfi Magnússyni og Sigríði Pálsdóttur, jörðina Hlíð í Kollafirði með ýmsum skilyrðum og fær í staðinn jörðina Sveinseyri í Tálknafirði.
Sáttmáli og kaup milli Magnúsar Sæmundssonar af einni hálfu og Björns Sveinssonar, Guðnýjar Pálsdóttur, eiginkonu Björns, og Páls Ormssonar af annari hálfu, viðvíkjandi eignarrétt hálfum Heiðarbæ í Steingrímsfirði og hálfum Hafnarhólma.
Ólafur prestur Tumason lofar Jóni Sveinssyni fyrstum kaupi á Eyri í Bitru, ef Björn bóndi þorleifsson lofi og samþykki það.
Páll Ámundason selur Þorsteini Þórðarsyni part í jörðinni Skriðnafelli á Barðaströnd fyrir 30 ríkisdali in specie.
Sex menn, útnefndir af Þórði Guðmundssyni, kóngs umboðsmanni í Þverárþingi, dæma Guðrúnu dóttur Þorsteins heitins Torfasonar alla jörðina Hersey (Hjörsey) fyrir Mýrum eftir gjöf föður hennar, en ónýta klögun Ara Ormssonar, sem eigna vildi Hersey Sigríði eiginkonu sinni og elstu dóttur Þorsteins heitins.
Loptur Guttormsson og þrír menn aðrir transskríbera testamentisbréf Haldórs prests Loptssonar.
Viðurvistarbréf sex manna um gjörning þeirra Jóns Jónssonar lögmanns og Gunnars Gíslasonar bónda um að allur ágreiningur milli þeirra skyldi niður falla, sem sprottinn var af sölu Gunnars á hálfum Silfrastöðum og Borgargerði til Jóns lögmanns. Skyldu þær jarðir nú vera eign Jóns með sama móti sem Gunnar keypti þær af Brandi.
Tylftardómur útnefndur af Eyjólfi lögmanni Einarssyni um kæru Erlends bónds Erlendssonar til Eiríks Jónssonar um hald á jörðinni Lágafelli í Eystri-Landeyjum.
Vitnisburður Steins Sigurðssonar um landamerki milli Hóls og Hamars í Laxárdal.
Kaupmalabref Þorvarðs lögmanns Erlendssonar og Kristinar Gottskalkssdóttur.
Skúli bóndi Loptsson selr Tómasi Dorsteinssyni jörðina Vakrstaði í Halladal fyrir hálft átjánda hundrað og fimtán alnir í Hóii í Svartárdal, silfrkross, er vo mörk, átta stikur klæðis og þar til kúgildi.
Tylftardómur útnefndur af Eggert Hannessyni kongs umboðsmanni í Þorskafjarðarþingi, um áverka Ólafs Gunnarssonar við Brynjólf Sigurðsson.
Jón ábóti á Þingeyrum selur, með samþykki fjögurra conventubræðra Þórði Þórðarsyni jörðina í Króki undir Brekku a tráskildum reka, fyrir jörðina Langamýri í Svínavatnsþingum.
Magnúsi Björnssyni dæmdur reki fyrir Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi.
Jón Egilsson selur Magnúsi Björnssyni lögmanni jarðir konu sinnar Sigríðar Jónsdóttur, Grænavatn og Kálfarströnd við Mývatn. Í staðinn fær Jón Strjúg og Syðsta-Gil í Langadal.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur Sigurði Árnasyni Neðra-Skarð í Leirársveit og Ás í Melasveit fyrir Hvalnes í Lóni og hálfa Þórisstaði í Ölfusi.
Afrit af jarðakaupabréfi dags. 10. nóvember 1631 þar sem Nikulás Einarsson selur Magnúsi bónda Björnssyni jörðina Reykjahlíð við Mývatn en fær í staðinn Héðinshöfða á Tjörnesi og Finnsstaði í Eiðakirkjusókn. Afritið er dagsett 7. mars 1708.
Jón Þórðarson og kona hans Margrét Jónsdóttir selja Magnúsi Jónssyni, herra Eggerti Magnússyni til handa, jörðina Raknadal fyrir lausafé. Einnig lofar Magnús að allur hugmóður og sakferli sem hafði farið milli Jóns og Eggerts skyldi kvitt og niðurslegið.
Björn Þorleifsson gefur og uppleggur, í umboði Páls Jónssonar, Pétri Jónssyni og Jóni syni hans, ef Páll vill það samþykkja, alla þá peninga og arf sem Pétur tók þar þá við og hafði áður upp borið, en enga aðra, eftir síra Jón Jónsson föður sinn, en Birni þótti fallið hafa Páli Jónssyni til erfða eftir greindan síra Jón Jónsson bróður sinn, og geldur Pétri þrjá tigi hundraða í arflausn.
Vigfús hirðstjóri Erlendsson veitir Þorsteini Finnbogasyni sýslu á milli Vargjár og Úlfdalafjalla.
Ormur lögmaður Sturluson úrskurðar Meyjarhól eign séra Sigurðar Jónssonar.
Vitnisburður sex manna að þeir hafi heyrt Ara Magnússon lýsa því að hann og börn hans ættu forkaupsrétt á Silfrastöðum af Halldóru Guðbrandsdóttur eftir hennar dag, ef hún ætti ekki erfingja eftir, fyrir 90 hundraða í fasteign í Skagafirði eða Húnavatnsþingi.
Vitnisburður séra Kolbeins Auðunarsonar um að Grund í Eyjafirði eigi allan reka fyrir Hallbjarnarstöðum nema álnar kefli og hálfan Sandhólareka á móti við Munkaþverárklaustur.
Vottuð afrit tveggja bréfa: 1. Magnús Kortsson afsalar Brynjólfi Sveinssyni biskupi til skuldalausnar erfingjum Magnúsar heitins Þorsteinssonar föður konu sinnar eftir dómi sýslumannsins Gísla Magnússonar Efra-Lækjardal í Refasveit í Húnavatnssýslu (2. júlí 1662) 2. Kvittun fyrir greiðslu vegna téðs gjörnings (11. júlí 1662).
Dómur tólf manna útnefndur af Hrafni lögmanni Guðmundssyni genginn að Þorkelshóli í Víðidal um mál þeirra Jóns Jónssonar og Arnbjarnar Einarssonar; kærði Jón til Arnbjarnar dómrof, að hann hefði leyfislaust búið að eignarjörð sinni Söndum í Miðfirði í tíu ár og hefði einnig leyfislaust byggt jarðir sínar hálfar Aðalból, Bessastaði, Oddstaði og Bálkastaði.
Dómur tveggja presta og fjögurra leikmanna út nefndr af síra Ólafi Gilssyni, prófasti og almennilegum dómara milli Gilsfjarðar og Hrútafjarðarár, um ákærur Ólafs prests til Jóns Dagstyggssonar fyrir það, að hann hefði sundrað samvistum Einars heitins Bjarnarsonar og Þórkötlu Arnadóttur, og lagt heiptugar hendur á Jón Dagstyggsson bróður sinn.
Samþykktarbréf á Alþingi um Vigfús Erlendsson og lögmennsku hans og lögmannsdæmi (DI VIII:667).
Vitnisburður Grímólfs Arngrímssonar um ágreining milli jarðanna Hóls í Svartárdal og jarðanna Hvamms og Kúastaða fyrir austan ána sem verið hafi í manna minnum.