Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Ólafi Magnússyni og konu hans Sólrúnu Sigurðardóttur alla Hróaldsstaði í Selárdal og fær í staðinn Fell í Vopnafirði. Að Refstöðum í Vopnafirði, 17. ágúst 1651. Útdráttur.
Jón Árnason gefur séra Eiríki Ketilssyni alla hálfa jörðina Eiða sér og konu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur, til ævinlegrar framfærslu. Í Vallanesi á Völlum, 27. júlí 1640.
Eggert Hannesson samþykkir að greiða Grími Jónssyni bætur eftir drápið á syni Gríms, Jóni, er Jón sonur Eggerts og Ólafur Jónsson báru ábyrgð á. Á Öxarárþingi, 30. júní 1571.
Gunnar Bjarnarson fær Þorbirni syni sínum 40 hundraða í Harastöðum, en það er öll jörðin, fyrir kostnað, sem Þorbjörn heflr haft fyrir honum og ómögum hans og til framfæris honum og þeim framvegis.
Vitnisburður um að Halldór Þorvaldsson hafi selt Sæmundi Árnasyni jörð og peninga er móðir hans átti í garð fyrrnefnds Sæmundar.
Vitnisburður Jóns Jónssonar um kaupmála og fleira sem gert var í brúðkaupi Ólafs heitins Þorsteinssonar og Guðrúnar heitinnar Gunnlaugsdóttur í Grímstungu í Vatnsdal. Séra Þorsteinn Ólafsson meðtekur vitnisburð Jóns í viðurvist tveggja votta á Tindum á Ásum 28. maí 1599.
Oddur Snjólfsson vitnar um landamerki Guðlugstaða í Blönduhlíð. - Þar með fylgjandi vitnisburður Þórarins Ottarssonar, Eiríks Magnússonar og Gríms Magnússonar, að Oddur Snjólfsson hafi gefið svolátan vitnisburð.
Séra Þorsteinn Ásmundsson selur bróður sínum séra Þorbergi Fjósatungu í Fnjóskadal og fær í staðin Hraun í Unudal. Á Hólum í Hjaltadal, 13. október 1633.
Magnús Björnsson lögmaður og sex menn aðrir ákvarða landamerki sem skilja að jarðirnar Vatnshorn og Leikskála í Haukadal, en eigendur jarðanna, Bjarni Pétursson og Eggert Hannesson, deildu um landspláss á milli þeirra. Bréf sem Eggert Hannesson lagði fram sem dagsett var 28. maí 1438 dæmdi Magnús að væri falsbréf af ýmsum sökum og skar það í sundur.
Arnbjörn Þorgrímsson og kona hans Halla Eiríksdóttir selja Bjarna Sigurðssyni jörðina Brekkur í Árverjahrepp og Efstabakkaengi og fá í staðinn jörðina Húsa í Holtamannahrepp. Á Brekkum, 16. nóvember 1617.
Erfðaskipti eftir Gísla Þórðarson. Á Bolavöllum undir Botnsheiði, 2. júlí 1621; bréfið skrifað að Innra-Hólmi degi síðar.
Kolbeinn Jónsson lofar Jóni Þorlákssyni að hann skyldi aldrei áklaga né ásókn gefa Jóni um það sem hann þóttist eiga að honum, og gefur hann Jón kvittan. Á Akureyri í Eyjafirði, 10. ágúst 1600.
Um arfaskipti á milli bræðranna Árna lögmanns, séra Sigurðar og Eiríks Oddsona vegna þeirra systur Margrétar heitinnar Oddsdóttur. Í Öndverðarnesi, 4. júní 1656.
Hannes Björnsson gefur Birni Þorleifssyni jörðina Eyri í Bitru.
Kaupbréf fyrir Æsustöðum í Eyjafirði (sbr. bréf 26. nóvbr. 1568).
Page 54 of 149
















































