Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1339 documents in progress, 2036 done, 40 left)
Teitur Þórðarson stefnir Hannesi Einarssyni og Pétri Jónssyni fyrir að hafa ólöglega flutt ómagann Margréti heitna Ormsdóttur á heimili sitt eftir að dómur var genginn um heimilisfesti ómagans. Teitur krefst af þeim alls kostnaðar við uppihald ómagans.
Dómsbréf um eignarrétt á Auðnum á Barðaströnd.
Einar Markússon og kona hans Gró selja Jóni Erlingssyni og konu hans Ingibjörgu sex hundruð í jörðunni Arnardal hinum neðra í Skutilsfirði fyrir tólf hundruð í ganganda fé og lausafé, og lýsir Einar landamerkjum.
Afsalsbréf Þorsteins Þórðarsonar á þrem hundruðum í Skriðnafelli á Barðaströnd með einu kúgildi til Guðrúnar Eggertsdóttur.
Vitnisburður um loforð fyrir lögmála í jörðunni Geirseyri við Patreksfjörð.
Vitnisburður fimm manna um að sr. Narfi Böðvarsson prófastur hefði tekið fullan bókareið af annars vegar Guðrúnu Egilsdóttur og Magnúsi Ólafssyni og hins vegar Halldóri Hákonarsyni og Guðmundi Auðunarsyni um það að Neðri-Hlíð í Bolungarvík ætti tolllaust skip.
Ormur Snorrason selur Ólafi Skeggjasyni allt land á Syðri-Völlum í Miðfirði fyrir lausafé.
Eiríku Bárðarson selur Gunnsteini ábóta að Þingeyrum með samþykki konventubræðra bálfa jörð hvora Sauðanes og Syðri-Knjúka fyrir lausafé og áskildi sér borð á staðnum tveggja fardaga í milli.
Dómur sex presta útnefndir af séra Marteini Þjóðólfssyni um skuldaskipti séra Þorsteins Jónssonar á Grenjaðarstað og séra Bjarna Þorgrímssonar.
Vottorð Sigfúsar Torfasonar um að hann lofi að selja Þórði Jónssyni jörðina Meðaldal.
Vitnisburður Björns Bjarnasonar um viðurvist er það samtal fór fram sem rætt er um í LX, 19.
Gjafabréf fyrir 10 hundr. í Stóru-Reykjum í Flókadal.
Minnisblöð Stefáns biskups (reikningar).
Prentað í þremur nr. í DI VII:
1. (329) Reikningur um nokkrar fjárheimtur Skálholtsstaðar vestra.
2. (330) Skrá um þær kirkjur er Páll bóndi Jónsson á Skarði og Jón bóndi danr Björnsson áttu að svara fyrir gagnvart
Stepháni biskupi, svo og nokkur annar reikningskapur.
3. (594) Vaðmálareikningur Skálholtsstaðar.
Kaupmáli Hrólfs Bjarnasonar og Ingibjargar Bjarnadóttur.
Vitnisburður Gunnfríðar Jónsdóttur að hún hafi heyrt Magnús heitinn Jónsson lýsa því að hann gæfi Elínu dóttur sinni jörðina Ballará í staðinn fyrir jörðina Þóroddsstaði.
Guðrún Þorleifsdóttir gerir skipti meðal barna sinna, með samþykki séra Magnúsar Magnússonar, bæði á föðurarfi þeirra og og peningum öðrum sem hún vildi þeim gefa og gjalda.
Kaupmálabréf Jóns Gunnlaugssonar og Þóru Ketilsdóttur.
Jón Gíslason gefur Þorleif Magnússon kvittan um þau 18 hundruð sem séra Magnús Magnússon heitinn hafði lofað að gjalda honum fyrir hálfa jörðina Meðalheim á Ásum.
Jón ábóti í Þykkvabæ, síra Þorkell Guðbjartsson og fjórir menn aðrir meta stað og kirkju á Grenjaðarstöðum eftir tilnefning Jóns prests Pálssonar.
Vitnisburður um reka fyrir Gnýstaðalandi á Vatnsnesi.
Dómur útnefndur af Einari Oddssyni, konungs umboðsmanni í Húnavatnsþingi, um það hvort Einar skyldi með lögum halda þeim umboðum, sem Gottskálk Þorvaldsson og Illugi Þorsteinsson vegna Þóru Þorvaldsdóttur höfðu fengið honum á arfi Guðrúnar Jónsdóttur eftir foreldra sína.
Bannfæringarbréf Jóns biskups á Hólum yfir Daða Guðmundssyni i Snóksdal.
Þórarinn Skálholtsbiskup staðfestir úrskurð séra Snorra kyngis officialis (um ærgjald úr Æðey til Vatnsfjarðarkirkju), sem og máldaga kirkjunnar.
Vitnisburðarbréf um það að Ingvildur Helgadóttir hafi skilið sér aðra jörð jafngóða eða þá peninga, sem henni líkaði
að taka, móti jörðinni Hvítárbakka í Borgarfirði, er hún fékk Einari Björnssyni og Sigurður Daðason varð vitni að.
Finnbogi Jónsson lögmaður samþykkir og staðfestir áfestan dóm um Torfa Finnbogason (þ.e. AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVI, 11).
Solveig Þorleifsdóttir selur Gottskálki biskupi á Hólum jörðina Núpdalstungu í Núpsdal fyrir gangandi fé og lausafé.
Einar Hálfdánarson selur Pétri bónda Loptssyni hálfa jörðina Ytradal í Eyjafirði og hálft Kambfell fyrir alls fjóra tigi
hundraða og jörðina Geldingsá á Svalbarðsströnd með þeirri grein, er bréfið hermir.
Finnur Jónsson kaupir Hjalla í Þorskafirði af Birni Jónssyni, bróður sínum.
Vitnisburður um sátt Eggerts Hannessonar og Árna Gíslasonar.
Gottskálk Keniksson biskup á Hólum selur Ásgrími Þorkelssyni jörð Hólastaðar er heitir Haganes við Mývatn fyrir Steinnýjarstaði á Skagaströnd.
Vitnisburðarbréf um viðtal þeirra Björns Þorleifssonar
og Jóns dans Björnssonar um Reykhóla, og um
yfirgang Jóns á Reykhólum (DI VII:653).
Guðlaug Finnbogadóttir selur Sturlu Þórðarsyni bónda sínum jarðirnar Ingvildarstaði, Reyki
og Daðastaði á Reykjaströnd við Skagafjörð fyrir hálft Staðarfell á Meðalfellsströnd með fleiri atriðum (DI VII:617).
Kæi fan Ánifell hirðstjóri veitir Birni Guðnasyni sýslu milli Geirhólms og Langaness (DI VII:644).
Jón Sigmundsson lögmaður staðfestir skilríki og dóm um landeign Bólstaðar í Steingrímsfirði
eftir vitnisburð frá Guðmundi Loftssyni.
Kaupmálabréf og gifting Sigurðar Oddsonar yngri og Þórunnar Jónsdóttur. Í Skálholti 7. júlí 1616; bréfið skrifað á sama stað 18. janúar 1617.
Vottaður vitnisburður um að Gunnlaugur Ormsson lofaði að selja Jóni Jónssyni fyrstum manna jarðirnar hálfa Silfrastaði, Egilsá og Þorbrandsstaði, ef hann seldi og að tilgreindu verði.
Page 54 of 149