Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1190 documents in progress, 1505 done, 40 left)
Afrit af jarðakaupabréfi dags. 10. nóvember 1631 þar sem Nikulás Einarsson selur Magnúsi bónda Björnssyni jörðina Reykjahlíð við Mývatn en fær í staðinn Héðinshöfða á Tjörnesi og Finnsstaði í Eiðakirkjusókn. Afritið er dagsett 7. mars 1708.
Jón Þórðarson og kona hans Margrét Jónsdóttir selja Magnúsi Jónssyni, herra Eggerti Magnússyni til handa, jörðina Raknadal fyrir lausafé. Einnig lofar Magnús að allur hugmóður og sakferli sem hafði farið milli Jóns og Eggerts skyldi kvitt og niðurslegið.
Björn Þorleifsson gefur og uppleggur, í umboði Páls Jónssonar, Pétri Jónssyni og Jóni syni hans, ef Páll vill það samþykkja, alla þá peninga og arf sem Pétur tók þar þá við og hafði áður upp borið, en enga aðra, eftir síra Jón Jónsson föður sinn, en Birni þótti fallið hafa Páli Jónssyni til erfða eftir greindan síra Jón Jónsson bróður sinn, og geldur Pétri þrjá tigi hundraða í arflausn.
Vigfús hirðstjóri Erlendsson veitir Þorsteini Finnbogasyni sýslu á milli Vargjár og Úlfdalafjalla.
Ormur lögmaður Sturluson úrskurðar Meyjarhól eign séra Sigurðar Jónssonar.
Vitnisburður séra Kolbeins Auðunarsonar um að Grund í Eyjafirði eigi allan reka fyrir Hallbjarnarstöðum nema álnar kefli og hálfan Sandhólareka á móti við Munkaþverárklaustur.
Gottskálk Magnússon kaupir af hjónunum Árna Gíslasyni og Kristínu Einarsdóttur tíu hundruð í jörðinni Kimbastöðum fyrir lausafé.
Vottuð afrit tveggja bréfa:
1. Magnús Kortsson afsalar Brynjólfi Sveinssyni biskupi til skuldalausnar erfingjum Magnúsar heitins Þorsteinssonar föður konu sinnar eftir dómi sýslumannsins Gísla Magnússonar Efra-Lækjardal í Refasveit í Húnavatnssýslu (2. júlí 1662)
2. Kvittun fyrir greiðslu vegna téðs gjörnings (11. júlí 1662).
Dómur tveggja presta og fjögurra leikmanna út nefndr af síra Ólafi Gilssyni, prófasti og almennilegum dómara milli Gilsfjarðar og Hrútafjarðarár, um ákærur Ólafs prests til Jóns Dagstyggssonar fyrir það, að hann hefði sundrað samvistum Einars heitins Bjarnarsonar og Þórkötlu Arnadóttur, og lagt heiptugar hendur á Jón Dagstyggsson bróður sinn.
Vitnisburður Grímólfs Arngrímssonar um ágreining milli jarðanna Hóls í Svartárdal og jarðanna Hvamms og Kúastaða fyrir austan ána sem verið hafi í manna minnum.
Hans biskup í Björgvin lýsir því að Björn Þorleifsson hafi þjónað sér sem trúr dandisveinn þann tíma sem hann hefir verið í sinni þjónustu, tekur hann í vernd sína og heilagrar kirkju og gefur honum meðmæli til allra góðra manna, einkanlega til fógeta konungs og umboðsmanna.
Vitnisburðarbréf Jóns Hallssonar um sel í Heilagsdal við Grænavatn og um þrætu Kolbeins Arngrímssonar og Þorsteins Finnbogasonar.
Testamentisbréf Magnúsar prests Einarssonar.
Sölvi Árnason, með samþykki konu sinnar Þórunnar Björnsdóttur, selur Einari Magnússyni tíu hundruð í Stóru-Reykjum í Flókadal fyrir lausafé.
Sveinn Þorgilsson gefr Steinuni Jónsdóttur, konu sinni, kvitt
það tilkall, sem kann og hans börn höfðu til Suðreyrar í
Súgandafirði, en Steinunn gefr Haldóri Hákonarsyni jörðina,
og lýsir Haldór eigu sinni á henni og eignarumboði á öllum peningum,
er á Suðreyri standa, að fráteknum skuldum annara manna
Tveir vitnisburðir um jarðeignir Jóns Finnbogasonar og systra hans, skrifaðar af tveimur mismunandi höndum á eitt blað.
Jón ábóti í Þykkvabæ og sex menn aðrir votta um fjórðungsgjöf og löggjafir Lofts bónda Guttormssonar til Sumarliða sonar hans.
Gottskálk biskup á Hólum skipar síra Sigmundi Guðmundssyni þing um allan Öxarfjörð um næstu 12 mánuði og það lengur sem hann gerir ekki aðra skipun á.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. XXIV, 20, sem er tylftardómur, útnefndur á Öxarárþingi af Hrafni lögmanni Brandssyni, um vígsmál Gísla Filippussonar, er hafði slegið í hel Björn Vilhjálmsson.
Einar Þorleifsson selur Eiríki Loftssyni jöðina Auðbrekku í Hörgárdal, með skógi í Skógajörðu fyrir handan Hörgá, fyrir jarðirnar Skarð í Langadal, Ytra-Gil, Harastaði og Bakka. Enn fremur selur Eiríkur Einari Ysta-Gil í Langadal fyrir Steinsstaði í Öxnadal, og samþykkir Guðný Þorleifsdóttir kona Eiríks kaupin.
Alþingisbréf til konungs um lögmannskosningu.
Bréf af Alþingi til Friðriks konungs hins fyrsta um lögmannskosningu Þorleifs Pálssonar og Ara Jónssonar.
1. DI III, nr. 383: Bjarni Ásgrímsson selur Benedikt Brynjólfssyni jarðirnar Syðri-Látur og Kaðalstaði og alla Grundarreka samkvæmt viðfestri rekaskrá
2. Vitnisburður frá 1580.
3. Aftan á skjalinu: DI III, nr. 385: Skrá um Grundarreka, sem Bjarni Ásgrímsson seldi Benedikt Brynjólfssyni.
Hans Dana og Norðmanna konungr gefur Vigfúsi Erlendssyni landsvistarbréf fyrir handarafhögg á Halli Brandssyni.
Oddur leppur Þórðarson handleggur að afgreiða Jóni Ásgeirssyni alla þá peninga sem Kristín sonardóttir hans hafði erft eftir Guðna föður sinni og Þorbjörgu móður sína.
Dómur og úrskurðr hins norska ríkisráðs, að Þorleifr Björnsson skuli halda eignum þeim undir lög og dóm, er Bjarni
Þórarinsson og hans fylgiarar höfðu gripið, en fyrrum hafði átt Guðmundr Arason.
Texti XXVI, 27 hefst eftir fyrstu greinarskil prentuðu útgáfunnar í DI VI, 360. Þar fyrir framan er inngangur sem er í öðru transskripti bréfins LXV, 12. Niðurlag transskriptsins sjálfs í XXVI, 27 er ekki prentað í DI VI, 360.
Vitnisburður um nokkur líkindi til samræðis milli Bjarna Óttarssonar og Valgerðar Guðmundardóttir.
Tylftardómur útnefndr af Hrafni lögmanni Brandssyni um
það, hver vera skyldi umboðsmaðr Orms Bjarnasonar.
Pétur biskup Nikulásson staðfestir bréf Orms biskups frá 7. okt. 1346, þar sem hann fær Þingeyraklaustri jarðirnar Hjaltabakka og að Klifum (Dipl. Isl. II, Nr. 519).
Uppskrift fimm bréfa með vottun um að Pétur Sigfússon og Þorlákur Ögmundarson hafa séð bréfin og lesið yfir. Frumrit bréfanna eru ekki varðveitt. (1504)
Ormur lögmaður Sturluson staðfestir Skálavíkrdóm 30. júní
1542 (sjá Dipl. Isl. XI. nr. 139).
Vitnisburður tveggja manna um dóma sem Erlendur Einarsson segir að kveðnir hafi verið upp yfir Teiti bónda Þorleifssyni á Alþingi.
Dómur sex manna útnefndur af Birni Guðnasyni sýslumanni milli Geirhóls og Langaness um tíundarhald Einars Sveinssonar í þrenna tólfmánuði, og dæma þar allt fé hans ótíundað fallið undir kóng og biskup.
Vitnisburður um sátt Eggerts Hannessonar og Árna Gíslasonar.
Jón Ólafsson lýsir því að hann hafi verið viðstaddur á Espihóli í Eyjafirði á hvítasunnu 1553 þegar Jón Oddsson festi Hallóttu Magnúsdóttur sér til eiginkonu með samþykki Einars heitins Brynjólfssonar, sem þá var hennar giftingarmaður (lögráðamaður).
Sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LIX, 31.
Jón Egilsson selur Magnúsi Björnssyni lögmanni jarðir konu sinnar Sigríðar Jónsdóttur, Grænavatn og Kálfarströnd við Mývatn. Í staðinn fær Jón Strjúg og Syðsta-Gil í Langadal.
Vitnisburðarbréf að Finnbogi lögmaður Jónsson las upp og lét lesa bréf og skilríki um Grund í Eyjafirði og lagði upp lög og dóm
fyrir jörðina og alla peninga fasta og lausa, sem hann reiknaði sér (til arfs) fallið hafa eftir Guðríði dóttur sína.
Dómur sex manna, útnefndur af Snæbirni Gíslasyni konungs umboðsmanni milli Gilsfjarðar og Langaness,
um ágreining þýskra og Eyjólfs Gíslasonar út af skipi og peningum sem rak á hans lóð, og Eyjólfur hafði
að sér tekið, sbr. AM Dipl. Isl. Fasc. XLIV,13 (DI VIII, nr. 547).
Jón Brynjólfsson selur Sigurði Magnússyni jörðina Hamar á Hjarðarnesi fyrir lausafé.
Page 54 of 149