Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Ágrip af vitnisburði um það, að Jón Sigmundsson (Brandssonar lögmanns, Jónssonar) hafi fest sér til eiginkonu Sigríði Þórisdóttur.
Dómur sex manna útnefndur af Jóni Hallssyni konungs umboðsmanni í Rangárþingi um ákærur síra Jóns Einarssonar til Eiríks Torfasonar og bræðra hans í umboði Þórunnar Einarsdóttur systur sinnar um þá peninga, er átt hafði Jón Torfason heitinn og honum voru til erfða fallnir eftir barn sitt skilgetið.
Dómur í Viðvík í Viðvíkursveit um ákæru Guðmundar Einarssonar skólameistara, í umboði herra Guðbrands Þorlákssonar, til séra Jón Gottskálkssonar vegna Brúnastaða í Mælifellskirkjusókn. Kveðinn 14. janúar 1601; bréfið skrifað 10. febrúar sama ár.
Vitnisburður Einars Oddssonar um viðreign Jóns Sigmundssonar og hans manna af einni álfu, en Filippussona af annari, í kirkjugarðinum í Víðidalstungu (1483).
Vitnisburður Magnúsar Sveinssonar um stefnu Magnúsar Jónssonar til séra Þorleifs Björnssonar vegna Reykjahóla á Reykjanesi.
Pétur Pálsson lýsir fyrir grönnum sínum landsmála (lögmála) á Garpsdal í Gilsfirði, er Jón Halldórsson og kona hans Guðný Eyjólfsdóttir hafa honum lofað að selja fyrstum manna.
Vottun á greiðslum fyrir jarðir.
Samantekt Árna Magnússonar um sölu Þormóðs Torfasonar á jörðinni Dalsmynni í Norðurárdal til séra Þorkels Arngrímssonar, sem fram fór í Görðum á Álftanesi árið 1671.
Eggert lögmaður Hannesson úrskurðar, að Jón Grímsson megi réttilega að sér taka Dynjandi í Grunnavík, svo framt sem hann hefði lof og leyfi erfingja Narfa Jónssonar.
Bjarni Jónsson lýsir landamerkjum og beit meðal jarðanna Kirkjubóls, Kroppstaða og Efstabóls. Í Hjarðardal við Dýrafjörð, 9. apríl 1610.
Guðmundur Ketilsson selur séra Oddi Þorkelssyni hálfa jörðina Ytri-Hlíð í Vesturárdal fyrir lausafé.