Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1190 documents in progress, 1505 done, 40 left)
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 24.
Guðrún Magnúsdóttir selur Herluf Daa í umboði konungs 50 hundruð í Reykjavík á Seltjarnarnesi fyrir jarðirnar Laugarvatn í Grímsnesi, Bakka á Kjalarnesi og Kirkjufell í Kjós.
Vitnisburðarbréf að Finnbogi lögmaður Jónsson las upp og lét lesa bréf og skilríki um Grund í Eyjafirði og lagði upp lög og dóm
fyrir jörðina og alla peninga fasta og lausa, sem hann reiknaði sér (til arfs) fallið hafa eftir Guðríði dóttur sína.
Dómur sex manna, útnefndur af Snæbirni Gíslasyni konungs umboðsmanni milli Gilsfjarðar og Langaness,
um ágreining þýskra og Eyjólfs Gíslasonar út af skipi og peningum sem rak á hans lóð, og Eyjólfur hafði
að sér tekið, sbr. AM Dipl. Isl. Fasc. XLIV,13 (DI VIII, nr. 547).
Jón Brynjólfsson selur Sigurði Magnússyni jörðina Hamar á Hjarðarnesi fyrir lausafé.
Skrá um aflát og syndaaflausnir í Augustinusarklaustrum ásamt útskýringum á eðli og takmörkunum syndaaflausna.
Kaupbréf þeirra Jóns biskups Arasonar og Bjarna Skúlasonar um Skálá i Sléttahlíð, með tilgreindum reka (Falsbréf).
Björn Bjarnason selur Árna Gíslasyni jörðina Jökulkeldu gegn lausafé.
Tveir vitnisburðir um gjöf Lofts Ormssonar á jörðinni Munaðarnes á Ströndum til Staðarhólskirkju í Saurbæ.
Vitnisburðarbréf um fé það er Jón Narfason lýsti að hann hafði í umboði Margrétar Vigfúsdóttur afhent Bjarna Marteinssyni vegna Ragnhildar Þorvarðsdóttur konu hans og dóttur Margrétar.
Gjörningsbréf Þorleifs Björnssonar og Ingveldar Helgadóttur,
og lykr hann henni Svefneyjar og Miðjanes fyrir 90
hundraða í reikningsskap og ábata af hennar peningum,
meðan hann hélt þá, og eigi var eiginorð bundið þeirra á
milli, og í það silfr og þau þing, er hún fékk honum þegar
hann fór af landinu í fyrra sinni og nú; þar með reiknar
hann hvern mála hún hafi átt og eigi í sinn garð
Skrá um reka Þingeyraklausturs. (Vantar aftan á).
Vitnisburður um landamerki Seljalandi, Fitja og Sanda undir Eyjafjöllum.
Transskriftarbréf (4), varðandi líkflutninga, skiptingu lýsistolla og staðfestingar.
Haldók prestr Jónsson og þrír leikmenn vidimera þrjú bréf
um Akra og Krossholtskirkju:
1. Bréf Vermundar ábóta frá 18. Marts 1406, DI, III, Nr. 585.
2. Bréf Jóns Skálholtsbiskups frá 10. Marts 1410. DI, III, Nr. 608.
3. Bréf Stepháns biskups frá 9. Okt. 1502. DI, VII, Nr. 586 .
Transskipt sjö bréfa um jarðamál Þorleifs lögmanns Pálssonar. (Yfirlit bréfanna er í DI XV, nr. 79).
1. Alþingisdómur Erlends lögmanns um Hól i Bolungarvík frá 30. júni 1543. (DI X, nr. 200)
2. Vitnisburður Sveins Jónssonar um Hól 2. sept. 1541. (DI X, nr. 367)
3. Vitnisburður Jóns Þórarinssonar um sama 2. sept 1541. (DI X, nr. 368)
4. Vitnisburður Grims Jónssonar og Svarts Bjarnasonar um sama efni 17. júní 1542. (DI XI, nr. 126)
5. Vitnisburður Ólafs Guðmundssonar um sama 2. sept. 1541. (DI X, nr. 369)
6. Vitnisburður Tómasar Jónssonar um sama 2. sept. 1541. (DI X, nr. 370)
7. Alþingisdómur Þorleifs lögmanns Pálssonar um Skálavíkurjarðir (Skálavíkurdómur) 30. júni 1542. (DI XI, nr. 139)
Jón Björnsson (danr) gefr Erlingi .Jónssyni tuttugn hundruð í þjónustulaun til kvonarmundar og setr honum „Okinsdalinn“ í Arnarfirði „til panta“ fyrir gjöfinni, og þó að hann
þurfi rneiri peninga með, skal hann þó ekki missa góða konu
fyrir fjóratigi hnndraða úr garði Jóns.
Helgi Aronsson selur Guðina Jónssyni hálfa jörðina Hjörsey (Hersey) er liggur fyrir Mýrum í Hraunhrepp fyrir jörðina Skiphyl á Mýrum fyrir sextán hundruð og þar til átta hundruð í lausafé.
Guðmundur Steinsson staðfestir að hann hafi heyrt Magnús Jónsson oft og tíðum lýsa því að Elín Magnúsdóttir, dóttir hans, skyldi eignast jörðina Þóroddsstaði.
Sveinn Bjarnarson gefur Ara Magnússyni lögmála á kotum sínum hálfri Skálavík og Keldu í Vatnsfjarðarþingum. Útdráttur.
Ragnheiðar Eggertsdóttur gerir sátt við séra Magnús Jónsson og fyrirgefur honum þau brigslyrði sem hann hefur haft um hana og hennar fjölskyldu.
Tólf prestar í dóm nefndir af herra Guðbrandi biskupi Þorlákssynir á Flugumýri í Skagafirði á almennilegum prestafundi dæma séra Jón Gottskálksson af öllu prestlegu embætti þar til hann gengur til hlýðni og löglega gerir sína æru klára.
Sex manna dómur dæmir jörðina Stóra-Garð í Dýrafirði eign erfingja Þorsteins Torfasonar.
Testamentisbréf Rafns lögmanns Brandssonar.
Þorgils Ólafsson og Þorgerðr Grímsdóttir kona hans selja Þórði presti Þórðarsyni jörð á Finnsstöðum fyrir lausafé og tilgreina hvalskipti og ítak í Spákonufell gegn ískyldu.
Tveir menn votta, að Oddr Þórðarson (leppur) hafi erft eptir
föður sinn (Þórð Flosason) og Erlend bróður sinn jarðirnar
Ós, Klungrbrekku, Langadal hinn litla, Vörðufell og Bílduhvol
og alla hólma fyrir Skógarströnd íyrir innan Strauma, og hafi
verið kölluð Kongslönd, og hafi Oddr haldið þessum eignum
til deyjanda dags.
Jón biskup skalli úrskurðar þá parta í Hafnarlöndum, er Kolbeinn bóndi Benediktsson gaf klaustrinu á Þingeyrum, æfinliga eign þess.
Árni Guttormsson kvittar séra Bjarna Sigurðsson fyrir allt andvirði jarðarinnar Kvígandisfells í Tálknafirði.
Transskriptarbréf Gunnsteins ábóta á Þinggeyrum og fimm annara af bréfi Jóns biskups skalla um veiði í Laxá frá 3. Júní 1359 (Dipl. Isl. III. Nr. 98).
Samningur Lýtings bónda Húnljótssonar, eiganda Akra, og Gunnsteins abóta á Þingeyrum um að Þingeyrar eigi alla fiskveiði í Húnavatni frá vaði til Brandaness, en Lýtingr frá vaði út á mitt vatn fyrir sínu landi.
Bréf um ágreining Gunnsteins ábóta á fingeyrum og Snorra Steinssonar um ljóshval, sem kom í Hópsós og Böðvar Snorrason Húnakappi og hans kumpánar kölluðust sæft hafa.
Afrit af transskriftarbréfinu AM Dipl. Isl. Fasc. XXI, 20, sem er afrit tveggja dómsbréfa, báðir dómar útnefndir af Erlendi Erlendssyni sýslumanni í Rangárþingi:
1. Dómur um Dals- og Kollabæjarmál Þorleifs Björnssonar, og hafði umboðsmaður Þorleifs stefnt Guðmundi Eiríkssyni um hald á Kollabæ (30. október 1475).
2. Dómur um mál þeirra Þorleifs Björnssonar og Helga Teitssonar um Efra-Dal undir Eyjafjöllum; dæma þeir Helga Dal en Þorleifi aðgang að Kollabæ í Fljótshlíð (23. október 1475).
Jón Finnbogason handsalar Hákoni Árnasyni vitnisburð um landamerki Ísólfsstaða á Tjörnesi.
Magnús Snorrason selr Magnúsi Þorkelssyni jörðina Jarlstaði
í Bárðardal, en Magnús Þorkelsson kvittar nafna sinn um
alla þá peninga, er hann átti að honum, og galt honum
fimm ær með lömbum og fjögur ágildi í geldfé, og eru þeir
þá kvittir hvor við annan.
Vitnisburður að Einar Þórólfsson játaði að hann hefði í umboði Diðriks Pínings tekið
tveim lestum skreiðar af Þorleifi Björnssyni í skuldir Solveigar Þorleifsdóttur til konungs
og fyrir þá skreið hefði Solveig fengið Þorleifi hálfar Akureyjar til fullrar eignar.
Dómur sex manna um ágreining séra Brynjólfs Árnasonar og Einars Helgasonar um landamerki milli Hóls og Hvamms í Svartárdal. Dómurinn er útnefndur af Jóni Einarssyni löglegum umboðsmanni Jóns Jónssonar lögmanns. Þrætan er dæmd til skoðunar Jóns lögmanns á næsta Bólstaðarhlíðarþingi.
Vitnisburður séra Styrkárs Hallssonar um eignarrétt á Gnýstaðareka.
Steinþór Sölvason fær Einari Oddssyni, ineð samþykki Oddfríðar Gísladóttur konu sinnar, til fullrar eignar tuttugu
hundruð í jörðunni Hofi í Vatnsdal, en Einar geldr Steinþóri Fjós í Svartárdal og níu hundruð að auki.
Árni Jónsson á Bjargi i Miðfirði vottar um það, að Sigmundr prestr
Steindórsson hafi kjörið Bergljótu dóttur sína málakonu í garð Guðmundar
Ólafssonar, þegar kaup þeirra tókust, og að Guðmundr hafi sett Bergljótu hálfa Reyki í
Miðfirði í mála hennar.
Page 55 of 149