Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Vitnisburður granna Sæmundar Árnasonar að hann hafi lýst fyrir þeim lögmálum er hann hefur lagt í fimm jarðir á Vestfjörðum: Hvilftar í Önundarfirði, Hrauns í Dýrafirði, Steinólfstaða og Mærðareyri í Veiðileysufirði og Bjarnarstaða í Ísafirði. Gert og skrifað á Hóli í Bolungarvík 17. júní 1597.
Dómur um ágreining vegna jarðarinnar Efra-Háls í Kjós á milli Vigfúsar Jónssonar á eina hönd og Páls Böðvarssonar og Margrétar Aradóttur á aðra. Vigfús kvaðst hafa keypt jörðina fyrir 13 árum af Páli og Margréti og bar hann fram landamerkjabréf og ítakabréf til stuðnings kröfu sinnar. Var jörðin dæmd fullkomin eign Vigfúsar. Á leiðarþingi á Sandatorfu 18. júlí 1590, bréfið skrifað degi síðar á Hvítárvöllum.
Þorvaldur Ólafsson lofar konu sinni, Halldóru Jónsdóttur, að gefa engum manni sínar löggjafir nema með hennar samþykki. Auðbrekku í Hörgárdal, 9. apríl 1635.
Einar Þórðarson selur Erlendi Þorvarðssyni tíu hundruð í Ási í Melasveit. Á Belgsholti í Melasveit, 22. september 1630.
Þorleifur Bjarnason og kona hans Elín Benediktsdóttir selja Pétri Pálssyni jarðirnar Gillastaði, Hornstaði og Leiðólfsstaði í Laxárdalssveit og fá í staðinn Víðidalsá, Vatnshorn og Þyrilsvelli í Steingrímsfirði. Í Búðardal, 26. júlí 1617.
Þrjú bréf um jörðina Jörfa í Haukadal.
Agnes Jónsdóttir arfleiðir Ólöfu Hallsdóttur.
Eggert Jónsson vitnar að hann hafi selt bróður sínum Magnúsi Jónssyni tvö hundruð í jörðinni Höllustöðum á Reykjanesi og fengið fyrir fulla greiðslu. Að Haga á Barðströnd, 9. apríl 1642; bréfið skrifað á sama stað 23. janúar 1648.
Jón Bjarnason gefur Halldór Ólafsson kvittan um peninga vegna jarðarinnar Neðstalands í Öxnadal. Á Möðruvöllum í Hörgárdal, 20. apríl 1629.
Kaupmálabréf Björns Magnússonar og Sigríðar Daðadóttur. Án upphafs.
Um jörðina (Efra-)Langholt í Ytrahrepp.
Afskrift af stóru, átta bréfa, transkriptabréfi um jörðina Dynjanda í Staðarkirkjusókn í Grunnavík.
Kaupbréf fyrir Hofi í Vatnsdal, Vatnsenda og Hálsum í Skorradal.
Eiríkur Björnsson gefur syni sínum Torfa Eiríkssyni fimmtán hundruð í Þykkvabæ og fimm hundruð í Fossi (Urriðafossi). Á Stokkseyri á Eyrabakka, 26. desember 1610.
Vitnisburður um kaupskap á milli Jóns Jónssonar lögmanns og Benedikts Halldórssonar að Jón fékk Benedikt jörðina Gillastaði í Laxárdal. Á Þingeyrum 29. desember 1583, bréfið skrifað á sama stað 2. maí 1584.
Bjarni Oddsson fær syni sínum Pétri Bjarnasyni eldri jarðirnar Torfastaði og Teig, báðar í Vopnafirði, til réttra arfaskipta. Móðir Péturs og systkini samþykkja gjörninginn. Að Bustarfelli, 18. ágúst 1657.
Brandur Jónsson gefur séra Birni Gíslasyni kúgildi sér til ævinlegs framfæris.
Gunnar Þorláksson og Þorlákur Skúlason biskup endurnýja próventugjörning sinn en Gunnar færir biskupinum Valadal sér til ævarandi framfærslu. Á Hólum í Hjaltadal, 28. janúar 1634.