Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1190 documents in progress, 1505 done, 40 left)
Magnús Snorrason selr Magnúsi Þorkelssyni jörðina Jarlstaði í Bárðardal, en Magnús Þorkelsson kvittar nafna sinn um alla þá peninga, er hann átti að honum, og galt honum fimm ær með lömbum og fjögur ágildi í geldfé, og eru þeir þá kvittir hvor við annan.
Vitnisburður að Einar Þórólfsson játaði að hann hefði í umboði Diðriks Pínings tekið tveim lestum skreiðar af Þorleifi Björnssyni í skuldir Solveigar Þorleifsdóttur til konungs og fyrir þá skreið hefði Solveig fengið Þorleifi hálfar Akureyjar til fullrar eignar.
Dómur sex manna um ágreining séra Brynjólfs Árnasonar og Einars Helgasonar um landamerki milli Hóls og Hvamms í Svartárdal. Dómurinn er útnefndur af Jóni Einarssyni löglegum umboðsmanni Jóns Jónssonar lögmanns. Þrætan er dæmd til skoðunar Jóns lögmanns á næsta Bólstaðarhlíðarþingi.
parchment and paper
Vitnisburður séra Styrkárs Hallssonar um eignarrétt á Gnýstaðareka.
Samningur séra Guðbjarts Eyjólfssonar ráðsmanns á Þingeyrum og Bjarna bónda Kolbeinssonar um rekaskipti með Brekknajörðum á Skaga.
Steinþór Sölvason fær Einari Oddssyni, ineð samþykki Oddfríðar Gísladóttur konu sinnar, til fullrar eignar tuttugu hundruð í jörðunni Hofi í Vatnsdal, en Einar geldr Steinþóri Fjós í Svartárdal og níu hundruð að auki.
Kaupmáli séra Magnúsar Magnússonar og Guðrúnar Þorleifsdóttur.
Árni Jónsson á Bjargi i Miðfirði vottar um það, að Sigmundr prestr Steindórsson hafi kjörið Bergljótu dóttur sína málakonu í garð Guðmundar Ólafssonar, þegar kaup þeirra tókust, og að Guðmundr hafi sett Bergljótu hálfa Reyki í Miðfirði í mála hennar.
Tveir menn transskríbera úrskurð um landamerki Hvamms og Móbergs frá 24. júlí 1379 (Íslenzkt fornbréfasafn III:671). Úrskurður Einars prests Hafliðasonar um landamerki milli Hvamms og Móbergs í Langadal í Húnavatnssýslu (Íslenzkt fornbréfasafn III:339). Skilgreint sem falsbréf í IO en ekki í DI.
Dómsbréf um kirknagóss og portio Holts í Fljótum.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 24.
Þorkell prestur Ólafsson og Ími prestur Magnússon lýsa því að Þorkell hafi gefið Eyjólfi Magnússyni tuttugu hundruð til giftumála en Jón gefið Eyjólfi bróður sínum tíu kúgildi og tíu hundruð í þarflegum munum.
Bjarni Jónsson selur Magnúsi Magnússyni part í Haukabergi á Barðaströnd og fær í staðinn part í Minna-Lambadal í Dýrafirði.
Staðarhólsdómur Þorleifs hirðstjóra Björnssonar um gjafir og skuldir Solveigar heitinnar Þorleifsdóttur.
Arnfinnur Jónsson selur séra Gísla Brynjólfssyni fimm hundruð í jörðinni Hóli í Bergsstaðakirkjusókn, með samþykki eiginkonu sinnar, Kristínar Oddsdóttur. Í staðinn fær Gísli þeim átta hundruð í tilgreindu lausafé.
Torfi bóndi Arason selur Skúla bónda Loptssyni jörðina Hvalsnes á Rosmhvalanesi og Gegnishól í Skagafirði, en Skúli selur Torfa jarðirnar Þykkvaskóg, Miðskóg, Þorólfsstaði, Smyrlahól Giljaland og Heinaberg.
Þorlákur Skúlason Hólabiskup sendir Brynjólfi Sveinssyni Skálholtsbiskupi meðmæli sín um Þorleif Árnason.
Þorbjörg Snæbjarnardóttir kvittar Finnboga Jónsson um alla þá peninga, er hún átti að Finnboga.
Vitnisburður Einars Magnússonar að hann hafi verið á alþingi þegar herra Guðbrandur Þorláksson og Jón Pálmason höfðu klögum saman um jörðina Ósland, hafi þá Jón Pálmason borið fram í dóm bréf með þremur innsiglum, og hafi þau ekki komið saman við innsigli sömu manna undir öðrum bréfum, en einkum vottar hann um innsigli Tuma Þorsteinssonar, segir hann að mönnum hafi fyrir þá sök litist bréfið ónýtt vera.
Guðrún Guðmundardóttir selr Jóni Sigmundssyni hálfa jörðina Hafnarhólm á Selströnd í Steingrímsfirði fyrir lausafé.
Samningur milli Odds Bjarnarsonar og Bjarnar Jónssonar. Bréfið er óheilt og samanstendur af þremur ræmum sem notaðar hafa verið sem innsiglisþvengir.
Jón Pálsson prestur afhendir Jón Finnbogasyni jarðirnar Böggustaði og Brimnes í Svarfaðardal til ævinlegrar eignar fyrir sextíu hundruð en Jón Finnbogason lætur í móti jörðina Reyki í Ólafsfirði fyrir þrjátíu hundruð og þrjátíu hundruð í lausafé, er Jón prestur varð honum skyldugur í sárabætur fyrir Svein Þorkelsson og syni hans Þorkel og Björn og mág hans Gísla Pétursson.
Vitnisburður Jóns Bjarnarsonar um skógarítak Haganess við Mývatn. Einnig um Glúmsstaðahella og veiðar við Sviðinsey.
Keistín Þorsteinsdóttir gefr Ingveldi Helgadóttur, dóttur sinni, tíundargjöf úr öllnm sínum peningum, sem hún reiknaði þá, að frádregnum skuldum, hálft fimta hundrað hundraða, og greindi í þá gjöf sérlega jarðirnar Syðra-Dal og Minni-Akra í Skagafirði.
Torfi og Eyjólfur Jónssynir selja Ara Magnússyni þrjú hundruð hvor í jörðinni Dal í Snæfjallakirkjusókn gegn sex hundruðum til hvors í fríðu, þegar Ara hentaði vel að greiða.
Vitnisburður Bergs Gíslasonar um að Vararstaðahólmi í Laxá tilheyri Ljótsstöðum en ekki Hamri.
Tylftardómur útnefndur af Jóni Sigmundssyni lögmanni norðan og vestan á Íslandi um erfðatilkall Björns Guðnasonar til garðsins Auðkúlu í Húnavatnsþingi og þeirra eigna, sem þar með fylgdu, en þær eignir hafði Ólafur Philipusson tekið upp og er sá gjörningur dæmdur ónýtur og ólöglegur.
Helmingarfélagskaupmáli Jóns Alexíussonar og Bergljótar Jónsdóttur.
Bréf Kristjáns konungs hins fyrsta urn útlenda vetrarlegumenn á Íslandi og um skuldir við kirkjurnar. Texti transskriptsins neðst í bréfinu er prentaður í DI VI, nr. 436.
Afrit af þremur bréfum Kristján konungs þriðja til Daða bónda Guðmundssonar og Péturs bónda Einarssonar um að þeir sé Lauritz Múla hjálplegir að fanga Jón Arason, auk annars efnis.
Sjöttardómur, kvaddur af Oddi lögmanni Gottskálkssyni, dæmir þeim bræðrum, Ásgrími og Hálfdani Einarssonum, 60 hundruð í Stóruborg í Vesturhópi, með því að faðir þeirra, Einar Ólafsson hafði áður fengið jörðina í skiptum fyrir Þorkelshól. Þorkelshóll var aftur dæmdur Daða bónda Guðmundssyni til eignar.
Útdráttur úr dómsbréfi um samþykkt þriggja dóma þar sem Vigdísi Halldórsdóttur er gert að greiða Daða Bjarnarsyni 24 hundraða jörð en synir hennar, Björn og Halldór Þorvaldssynir, eiga að fá móður sinni aðra jörð jafngóða, nema þeim semji öðruvísi.
Vitnisburður Jón Bjarnarsonar um landamerki á milli Hóla og Hamars í Laxárdal.