Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Eiríkur Erlendsson selur Bjarna Sigurðssyni fimm hundruð í jörðu sem Bjarni átti að gjalda Eiríki vegna lögmannsins Árna Oddssonar, fyrir fimm hundruð í Húsagarði, skv. kaupbréfi þeirra Bjarna og Árna. Á Hlíðarenda í Fljótshlíð, 23. október 1643. Útdráttur.
Björn Pálsson og kona hans Elín Pálsdóttir selja Bjarna Sigurðssyni 25 hundruð í jörðinni Skarfanesi á Landi. Á Skarði á Landi, 15. september 1643. Útdráttur.
Daði Daðason selur Birni Pálssyni jörðina Æsustaði í Eyjafirði og fær í staðinn jörðina Gröf á Höfðaströnd. Að Grund í Eyjafirði, 14. mars 1643.
Herra Guðbrandur Þorláksson selur Magnúsi Jónssyni Gautsstaðí á Eyjafjarðarströnd og fær í staðinn Gauksstaði í Skagafirði.
Erfðaskrá Valgerðar Hákonardóttur.
Vitnisburður Gunnfríðar Jónsdóttur að hún hafi heyrt Magnús heitinn Jónsson lýsa því að hann gæfi Elínu dóttur sinni jörðina Þóroddsstaði.
Brandur Oddsson seldur séra Bjarna Högnasyni jörðina alla Svínabakka í Refstaðarkirkjusókn, 28. maí 1583.
Guðrún Ólafsdóttir gefur manni sínum Helga Brynjólfssyni umboð til að selja Háafell í Hvítársíðu. Á Býjaskerjum, 7. júní 1611.
Jón prestur Ólafsson selr Jóni biskupi á Hólum jörðina Meðaldal í Dýrafirði fyrir Tjörn í Aðaldal með 10 kúgildum og
tíu hundruð í parflegum peningum, og er hálfkirkju skyld á Tjörn og bænhúss skyld í Meðaldal.
Guðrún Kaparaciusdóttir veitir Ólafi Jónssyni umboð sitt til að sækja sinn föðurarf með lögum.
Vigdís Halldórsdóttir selur Sæmundi Árnasyni jörðina Hjarðarholt og Hreimsstaði í Borgarfirði og hlut í Norðurá, fær í staðinn Kirkjuból og Haukadal í Dýrafirði. Fyrri kaupskapur þeirra um Tungupart í Valþjófsdal endurnýjaður.
Erfðaskrá Halldórs Jakobssonar þar sem hann ánafnar bróðurdóttur sinni, Margréti Jónsdóttur Stephensen, og sonum hennar, Ólafi og Jóni, höfuðbólið Kolbeinsstaði.
Skiptabréf eptir Jón Einarsson á Geitaskarði.
Indriði Jónsson og kona hans Ólöf Jónsdóttir selja Ólafi Jónssyni tvö hundruð í jörðinni Eyri í Önundarfirði. Skrifað í Hjarðardal 6. mars 1597.
Margrét Jónsdóttir selur Þormóði Ásmundssyni jörðina Grafarbakka í Ytrahrepp í Hrunakirkjusókn.
Dómur í Skriðu í Hörgárdal vegna jarðarinnar Garðs í Ólafsfirði.
Kaupmáli Jóns Jónssonar og Solveigar Pétursdóttur.
Stuttur útdráttur skrifaður af Árna Magnússyni þar sem segir að Ólafur Tómasson prestur og þrír aðrir hafi þann 1. janúar 1595 á Draflastöðum í Fnjóskadal útgefið „marklausan vitnisburð um það sem þar skeði“. Skrifað á Hálsi í Fnjóskadal 9. maí 1595.
Þorleifur Björnsson lýsir Þormóð Ásmundsson kvittan vegna kaupa þess síðarnefnda á jörðinni Kjóastöðum.
Dómur á Mosvöllum í Önundarfirði vegna klögunarmáls vegna jarðarinnar Kirkjubóls í Önundarfirði; jörðin dæmd fullkomin eign Magnúsar Jónssonar.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Gunnlaugi Sölvasyni jörðina alla Ytri-Hlíð í Vesturárdal í Vopnafirði. Á Möðrudal á Fjalli, 29. júlí 1645.
Vitnisburður tveggja manna um það, að Finnbogi Jónsson lýsti því, að Björn Snæbjarnarson hefði handsalað sér fyrstum kaup á hálfri jörðunni Héðinshöfða fyrir það andvirði er hann mætti kjósa og bréfið greinir.
Dómur á Sandatorfu í Borgarfirði um klögun og ákæru Vigfúsar Jónssonar vegna nautareksturs á jörðunum Vatnshorni og Kalastöðum.
Page 57 of 149











































