Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1339 documents in progress, 2036 done, 40 left)
Tveir menn votta að Þorleifur Magnússon hafi mánudaginn í fardagaviku 1418 handlagt Nikulási Broddasyni alla jörðina Mávahlíð, Holt og Tungu er Nikulási féllu í erfð eftir Svein Marteinsson móðurföður sinn og Jón Þorgilsson föðurföður sinn, og ætti þó Nikulás meira fé í hans garð.
Samningur þeirra Péturs Loptssonar bónda og Guðmundar Andréssonar að Loptur gjaldi Guðmundi 40 hundruði hundraða fyrir þá skuld, er Sigríður Þorsteinsdóttir heitin hafði átt undir Lopti Ormssyni heitnum, en móðir Guðmundar hafði gefið honum sókn á skuldinni og Steinunn Gunnarsdóttir húsfreyja, móðir Péturs, kannaðist við, að skuldin væri sönn.
Vitnisburður Brands forgilssonar og tveggja manna annarra að Þingeyraklaustur hafi átt og haldið alla fiskveiði í «Víðudalsá» fyrir Syðri-Borg að helmingi við Þorkelshólsmenn frá Ingimundarhóli og ofan til Melrakkadalsáróss meir en þrjátiu ár átölulaust.
Kaupmálabréf Vigfúsar Ívarssonar og húsfrú Guðríðar Ingimundsdóttur.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 24.
Bréf að síra Grímur Þorsteinsson hafi unnið eið um að hann hafi verið viðstaddur þegar Halldór Sumarliðason gaf Sumarliða syni sínum jörðina Meiragarð í Dýrafirði til æfinlegrar eignar.
Prófentusamningur Jóns Eyjólfssonar og Helgu Loðinsdóttur hósfreyju hans við Sveinbjörn ábóta og klaustrið á Þingeyrum.
Skúli Loptsson selur Sigmundi Einarssyni jörðina Silfrastaði í Skagafirði fyrir Álfgeirsvelli, Gegnishól og Yzta-Gil í Langadal.
Transskript af eiði Jóns Sigmundssonar lögmanns unninn fyrir Stepháni Skáloltsbiskupi um bót og betran og hlýðni við heilaga kirkju. Fyrir neðan afritaða eiðinn er texti transskriptsins.
Einar Eiríksson fær Gunnsteini ábóta og klaustrinu á Þingeyrum jörðina að Akri á Kólkumýrum til fullrar eignar og kvittar fyrir andvirði hennar.
Vitnisburður Halldórs Þorsteinssonar um landamerki milli Hóls og Hamars í Laxárdal, handsalaður Þórunni Jónsdóttur.
Sr. Þorleifur Björnsson afhendir Árna Gíslasyni jörðina Borg í Króksfirði gegn því að Árni taki að sér bréf um arf Bjarnar Þorleifssonar, föður Þorleifs, og komi þeim fyrir konunginn.
Dómur útnefndur af Finnboga lögmanni Jónssyni um ferjan og félegheit Torfa Finnbogasonar fyrir það er hann varð að skaða Þórði heitnum Björnssyni.
Vitnisburður sex manna að þeir hafi heyrt Ara Magnússon lýsa því að hann og börn hans ættu forkaupsrétt á Silfrastöðum af Halldóru Guðbrandsdóttur eftir hennar dag, ef hún ætti ekki erfingja eftir, fyrir 90 hundraða í fasteign í Skagafirði eða Húnavatnsþingi.
Gunnar þorkeisson fær Þingeyrastað jörðina á Hæli og kvittar Unnstein ábóta fyrir fjögur hundruð upp í andvirði hennar, en gefur það sem jörðin er meira verð sér til sáluhjálpar og áskilur sér leg að kirkjunni þar.
Vigfús Þorsteinsson kvittar Hákon Jónsson um andvirði Vatnsenda í Ólafsíirði.
parchment and paper
Vitnisburður Þorkels Guðmundssonar um ágreining jarðarinnar Hóls í Svartárdal við jarðirnar Hvamm og Kúastaði.
Vitnisburðarbréf um umboð Jóns Finnbogasonar á fé Ólafar Jónsdóttur haustið næsta eftir pláguna (1495) með þeim greinum, er bréfið hermir (DI VII:663).
Vitnisburður síra Jóns Halldórssonar um að jörðin Ós í Strandasýslu eigi hálfan Vatnadal.
Þórunn Jónsdóttir selur bróður sínum séraSigurði Jónssyni jörðina Grund í Eyjafirði. Rekum á Tjörnesi sem Grund á tilkall til er lýst. Í staðinn fær Sigurður Þórunni jarðirnar Grýtubakka, Grenivík, Hlýskóga, Hvamm og Jarlstaði í Höfðahverfi og Lauga hina stærri í Reykjadal. Þórunn setur það skilyrði að hún megi áfram búa á Grund eins lengi og hún vill. Gjörninginn samþykkja Helga Jónsdóttir og synir hennar, Sigurður og Ísleifur yngri, og Halldóra, dóttir séra Sigurðar.
Dómur um galdramenn.
Vitnisburður sex manna að Björn Guðnason hafi boðið sín bréf og skilríki undir dóm Finnboga lögmanns Jónssonar eða hans umboðsmanns á alþingi 30. júní 1509, og síðan undir dóm Vigfúsar hirðstjóra Erlendssonar, því að Finnbogi var þá ekki á þingi, en Vigfús hafði sagt þar nei til, en um haustið eftir hafi Jón lögmaður Sigmundsson riðið í Vestfjörðu og dæmt um þetta efni, og þann dóm hafi Björn birt á alþingi 1510.
Lögfesta Hákonar Gíslasonar um Núp undir Eyjafjöllum, lesin upp á manntalsþingi á Holti.
Testamentisbréf Benedikts Kolbeinssonar.
Transskript á AM Dipl. Isl. Fasc. XLIII,14 og AM Dipl. Isl. Fasc. XLIII,15 ásamt vitnisburði og vottun þeirra Páls Jónssonar, Hafliða Skúlasonar, Jóns Guðmundssonar, Eyvindar Guðmundssonar og Þorsteins Ketilssonar sem setja sín innsigli fyrir (DI VIII:604).
Jón Jónsson lögmaður afhendir Gunnlaugi Ormssyni jarðirnar Leyning, Ystu-Vík, Villingadal og hálfan Jökul í Eyjafirði á móti hálfum Silfrastöðum, Egilsá og Þorbrandsstöðum. Gunnlaugur lýsir Jón kvittan.
parchment and paper
Vitnisburður Jóns Björnssonar og Bjarna Sveinssonar um eignarhald Skarðs á Skarfaskeri.
Bréf frá Alþingi til Kristjáns konungs annars um að Ögmundur ábóti í Viðey hafi verið kosinn til biskups í Skálholti eftir Stephán biskup andaðan, og biðja þeir konung að samþykkja þá kosningu.
parchment
Björn Brynjólfsson gerir jafnaðarskipti milli barna sinna Ólafs, Sigríðar og Málfríðar. Fylgiseðill með bréfinu er nr. ad V3 er prentaður í IO, nr. 88.
Vitnisburður um landamerki Hafsstaða á Skagaströnd.