Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Brynjólfur biskup Sveinsson ánafnar séra Jósef Loftssyni jörðina Gröf í Lundarreykjadal, hálfa Hafþórsstaði í Norðurárdal og Tunguengi í Norðurárdal og fær í staðinn jörðina Skáney í Reykholtsreykjadal. Í Skálholti, 18. janúar 1644.
Vitnisburður Þorsteins Helgasonar um að Árni Þorsteinsson hafi selt jörðina Þverá sér og sínum til hjálpræðis.
Húsaskiptabréf á milli séra Teits Halldórssonar og Bjarna Björnssonar um kirkjujörðina Hlíð.
Magnús Björnsson gefur lagaumboð Jóni Björnssyni bróður sínum vegna klögunarmáls Árna Geirmundssonar um Veturliðastaði í Fnjóskadal. Skrifað nær Hofi á Höfðaströnd 18. júní 1597.
Gunnlaugur prestur Arngrímsson selur síra Birni Jónssyni tíu hundruð í jörðunni Forsæludal í Vatnsdal fyrir tiu hundruð i lausafé.
Kaupmálabréf Bjarna Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Skrifað í Hjarðardal í Dýrafirði 15. ágúst 1582.
Gunnlaugr Ásgrimsson selur síra Birni Jónssyni tuttugu hundruð íjörðunni Torfustöðum í Miðfirði fyrir hálfa Barka staði í Svartárdal, en kaup þessi höfðu þeir fyrir sex árum.
Solveig Torfadóttir selur Erlendi Magnússyni þann part af Stóru-Völlum á Landi er hún hafði erft eftir föður sinn.
Kaupmáli Ísleifs Þorbergssonar og Ingibjargar Gunnarsdóttur.
Jón biskup á Hólum selur síra Birni Jónssyni „frænda“ (syni) sínum jarðirnar Stóruborg og Litluborg í Víðidal fyrir jarðirnar Fremranúp í Núpsdal, Æsistaði i Langadal og Kollsá í Svarfaðardal; jarðamun lofar biskup að jafna seinna og setur Hóladómkirkju svo mikið jarðagóz til panta, sem hann hafði gefið dómkirkjunnar eign við Stóruborg.
Árni Magnússon selur séra Einari Sigurðssyni þriðjung í Berufirði og Hólaland í Borgarfirði.
Þórður Gíslason selur Ingibjörgu Vigfúsdóttur jörðina Búastaði í Hofstaðakirkjusókn.
Eyjólfur Árnason selur séra Einari Sigurðssyni jörðina alla Hjartarstaði í Eiðamannaþinghá og fær í staðinn Raufarberg í Hornafirði.
Kaupmálabréf Torfa Sigfússonar og Vigdísar Halldórsdóttur.
Skoðun og virðing á húsum og bæ í Tungu í Skutulsfirði.
Haraldur Ketilsson selur séra Einari Sigurðssyni átta hundraða part í Raufarbergi í Hornafirði.
Þorsteinn Nikulásson selur Benedikt Halldórssyni hálfa Eyvindarstaði í Sölvadal. Útdráttur.
Pétr bóndi Loptsson selr Birni bónda Þorleifssyni jörðina Heydal og hálfa Skálavík í Mjóafirði fyrir hálfar Akreyjar í Skarðs kirkjusókn, með fleira fororði , er bréfið hermir.
Skrá Holtastaðakirkju um Spákonuarf.
Bjarni Einarsson, með samþykki konu sinnar Guðrúnar Þorláksdóttur, selur Bjarna Jónssyni jörðina Veðrará ytri í Önundarfirði og fær í staðinn Bassastaði og Bólstað á Selströnd. Útdráttur.
Dómur um ágreining og ákæru á milli þeirra frænda séra Pantaleons Ólafssonar og Ólafs og Illuga Péturssona.