Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Vitnisburður um landamerki Hafsstaða á Skagaströnd.
Dómur Stepháns biskups og Vigfúsar Erlendssonar lögmanns um það að Björn Þorleifsson hafi löglega greitt skuld sína við Hans Kruko og hústrú Sunnifu í hönd Pétri Pálssyni presti, sendiboða Gottskálks biskups, og sé hann við hana skilinn, en Björn Guðnason hefur haldið þessum peningum ranglega, og dæmdist hann til að standa skil á fjánum og þola sektir, sem bréfið hermir (DI VIII:604). Bréf sama efnis og AM Dipl. Isl. Fasc. XLIII,14.
Sigurður Jónsson selur Magnúsi bónda Jónssyni Kálfaströnd við Mývatn fyrir lausafé og gefur hann kvittan um andvirðið.
Uppskrift fimm vitnisburða um landareignina Krossavík í Vopnafirði; landamerkjum, eignum og ítökum lýst.
Þorvarður Guðmundsson gefur, með leyfi bræðra sinna, síra Þórðar og Ívars Guðmundssona, ásamt konu sinni, Guðlaugu Tómasdóttur, Sigurði Finnbogasyni og Margrétu Þorvarðsdóttur konu hans jörðina Egilsstaði í Fljótsdalshéraði í próventu sína.
Vitnisburður að Halldór Sigmundsson hefði gefið Sumarliða syni sínum jörðina Meiragarð í Dýrafirði til æfinlegrar eignar.
Vitnisburðarbréf þriggja manna um það, hver bréf Þorleifr Björnsson hafði með sér til Danmerkr, og bauð „fram á kongsins náðir og ríkisins ráð i Noregi á Öxarárþingi á Íslandi“, svo og í „kanceleri".
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 24.
Hannes Eggertsson staðfestir og samþykkir úrskurð Jóns lögmanns Sigmundssonar frá 7. nóvember um það hver skyldi eiga góss og garða, lausafé og fasteignir, er fallin voru eftir Þorleif Björnsson, Einar Björnsson og Solveigu Björnsdóttur, sbr. AM Dipl. Isl. Fasc. XLII,11.
Erlingur Gíslason lýsir því að hann hafi tekið eiðfestan vitnisburð af Jóni Brandssyni um það að skipsherra Gerst Melen (Maulen) hafi fengið Eyjólfi Gíslasyni til frjáls forræðis og æfinlegrar eignar „það sama kaupskip og skipabrot öll er komið var á hans reka“.
Kaupmálabréf Indriða Hákonarsonar og Guðrúnar Gísladóttur.
Kvittunarbréf fyrir andvirði Hvallátra. Þorleifur Árnason kvittar séra Jón Snorrason fyrir andvirði Hvallátrs vestr í Ví
Tveir menn votta, að Oddr Þórðarson (leppur) hafi erft eptir föður sinn (Þórð Flosason) og Erlend bróður sinn jarðirnar Ós, Klungrbrekku, Langadal hinn litla, Vörðufell og Bílduhvol og alla hólma fyrir Skógarströnd íyrir innan Strauma, og hafi verið kölluð Kongslönd, og hafi Oddr haldið þessum eignum til deyjanda dags.
Vitnisburður Ingvars Jónssonar um landamerki milli Hóla og Hamars í Laxárdal, handsalaður Þórunni Jónsdóttur.
Gottskálk biskup á Hólum og administrator heilagrar Skálholtskirkju veitir hverjum þeim fjörutíu daga aflát, er með góðfýsi sækja til kirkju heilags Ólafs kongs í Vatnsfirði á tilgreindum helgidögum eða leggi kirkjunni lið, og svo fyrir ýmsa aðra guðrækni.
Kosningabréf Teits bónda Þorleifssonar til lögmanns norðan og vestan á Islandi, er þingheimr biður konung að staðfesta. Lýs. úr AM 476: {1. júlí 1522} – ~Item: Hans [Hannes] Eggertsson hirðstjóri og höfuðsmaður yfir allt Ísland, Erlendur Þorvarðsson lögmaður sunnan og austan á Íslandi, Fúsi Þórðarson, Jón Þórðarson, Narfi Sigurðsson, Sigurður Narfason, Þorleifur Grímsson, Salómon Einarsson, Guðmundur Guðmundsson, Ásmundur Klemensson, Hrafn Guðmundsson, [Skúli Guðmundsson, Þormóður Arason, Brandur Ólafsson]. Mánudaginn næstan eftir Pétursmessu og Páls á almennilegu Öxarárþingi. Kjöru og samþykktu Teit bónda Þorleifsson fyrir fullkomlegan lögmann norðan og vestan á Íslandi og biðja konung Kristján að hylla og styðja þetta sitt kjörbréf. Datum ut supra degi síðar.
Sáttarbréf Stepháns biskups í Skálholti og Björns Guðnasonar um garðinn Vatnsfjörð (DI VII:612).
Vigfús Erlendsson lögmann yfir allt Ísland, Helgi Jónsson prestur, Jón Hallsson, Narfi Erlendsson og Jón Magnússon vitna um róstur á Alþingi 1517, 1518 og 1519 (DI VIII:740).
Þorbjökn Bjarnason selr Sveini Jónssyni tólf hundruð og tuttugu í jörðunni Sveinseyri í Tálknaíirði, jörðina Lambeyri, flmm hundruð í Fossi í Otrardalsþingum, áttatigi álnar ens sjöunda hundraðs í Skriðnafelli á Barðaströnd og partinn í Selskerjum, er liggr fyrir Hrakstaðaleiti, fyrir Bæ og Hrafnadal í Hrútafirði, Hvítahlíð í Bitru og tíu hundruð fríð.
Lýsing á lögmála lögðum á Látra á Ströndum. (Texti á innsiglisþvengjum).
Kristín Björnsdóttir (Vatnsfjarðar-Kristín) gefur Ólafi Jónssyni jörðina alla Reykjafjörð í Arnarfirði í þjónustulaun hans um tíu ár.
Tveir klerkar transskribera eptir gömlum og góðum registris og rekaskrám Þingeyraklaustrs máldaga um reka fyrir Melalandi.
Sveinbjörn og Vigfús Oddssynir fá Hákoni Jónssyni til fullrar eignar gegn lausafé jörðina Kirkjuból í Skutulsfirði, sem þeir höfðu erft eftir föður sinn.
Vitnisburður um peningaskipti Magnúsar Þormóðssonar millum barna sinna og Katerínar konu sinnar.
Gyða Jónsdóttir fær Þorsteini presti Gruðmundssyni jörðina Þverá í Vestrárdal til fullrar eignar, eptir því sem hún varð eigandi í féskiptum eptir Gunnlaug bónda sinn, og gerir hún það með samþykki og upplagi barna sinna, en skilr sér framfæri hjá Þorsteini presti.
Alþingisdómur tólf manna, útnefndur af Baltasar hirðstjóra, um mál Þorláks Vigfússonar og Jóns Ófeigssonar, fyrir hönd konu sinnar Guðrúnar Sæmundardóttur, um jörðina í Skarði í Landmannahreppi. Var jörðin dæmd Guðrúnu.
Afrit af dómi Finnboga Jónssonar lögmanns og tólf manna, útnefndur á alþingi, þar sem Björn Þorleifsson og systkin hans eru, samkvæmt páfabréfi, konungsbréfum, erkibiskupsbréfi og biskupa úrskurðum, dæmd lögkomin til alls arfs eftir Þorleif Björnsson og Ingveldi Helgadóttur, foreldra sína.
Guðbjörg Erlendsdóttir, með samþykki bónda síns Jóns Marteinssonar, selur Hákoni Björnssyni jörðina Götu í Selvogi fyrir lausafé.
Vitnisburður Halldórs Þorsteinssonar um landamerki milli Hóls og Hamars í Laxárdal, handsalaður Þórunni Jónsdóttur.
Þorgils Finnbogason fær Finnboga Jónssyni fjórðung í jörðinni Dritvík í Sauðaneskirkjusókn og alla þá hvalrekaparta sem Þorgils á um allt Langanes millum Fossár og Steins í Lambanesi.
Vitnisburður séra Páls Brandssonar að séra Jón heitinn Brandsson, bróðir hans, hefði sagt sér að hann vildi ekki meðkennast að hafa selt Jóni lögmanni jörðina Garð í Ólafsfirði, né að hann hefði gefið Jóni lögmanni lagaumboð upp á Hall Magnússon eða Gunnlaug Ormsson, skyldmenni sín.