Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1175 documents in progress, 1452 done, 40 left)
Vitnsiburður að Magnús Þorkelsson handfesti Jóni Jónssyni að sverja þá frændsemi sem
hann taldi í millum Guðfinnu Indriðadóttur og Guðrúnar Þorgautsdóttur og meðkenndi að hann
hefði aldrei heyrt þeim lýst, Jóni og Guðrúnu.
Jón Magnússon eldri lýsir lögmála á jörðunum Haukabergi og Litlu-Hlíð á Barðaströnd.
Virðing á peningum sem séra Þorsteinn Ólafsson galt sínum bróður Skúla Ólafssyni. Einnig lofar Skúli að selja Þorsteini fyrstum jörðina Tinda í Ásum. Gert í Vesturhópshólum 24. maí 1599; skrifað á sama stað þremur dögum síðar.
Vitnisburður um jarðabruðlan Narfa Ingimundarsonar.
Finnbogi Einarsson prestur fær Gísla syni sínum til fullrar eignar jörðina Fjósatungu
í Fnjóskadal og áskilur sér fyrstum kaup á henni vilji Gísli selja hana.
Ormr lögmaðr Sturluson lofar að halda trúfastan vinskap
við síra Björn Jónsson, og að síra. Björn megi af honum
fá lög og rétt yfir mönnum, „einkanlega, að hann megi
koma réttum lögum yfir Daða bónda Guðmundsson".
Guðrún Einarsdóttir selur Ara Magnússyni Silfrastaði, en hann henni aftur Ósland í Miklabæjarsókn, 80 hundruð að dýrleika, með samþykki Kristínar Guðbrandsdóttur konu sinnar; skyldi Ósland falla til Ara í löggjafir Guðrúnar ef hún andaðist án lífserfingja.
Kaupbréf fyrir Másstöðum í Skíðadal.
Páll Bjarnarson selur Ara Magnússyni jörðina alla Arnardal hinn neðra.
Torfi Jónsson selr Eiríki Böðvarssyni jörðina Hillur á Galmaströnd fyrir lausafé og kvittar um andvirðið, en Agnes
Jónsdóttir kona Torfa samþykkir söluna.
Ögmundur biskup gerir jarðaskipti við Hólmfríði Erlendsdóttur þannig að hún fær til fullrar eignar
jörðina Eyvindarmúla í Fljótshlíð en í móti fær hann jörðina alla Sandgerði er liggur á Rosthvalanesi [svo].
Vottar að bréfinu voru séra Snorri Hjálmsson og Freysteinn Grímsson.
Dómur sex manna útnefndur af Jóni Hallssyni konungs umboðsmanni í Rangárþingi um ákærur
síra Jóns Einarssonar til Eiríks Torfasonar og bræðra hans í umboði Þórunnar Einarsdóttur
systur sinnar um þá peninga, er átt hafði Jón Torfason heitinn og honum voru til erfða
fallnir eftir barn sitt skilgetið.
Kaupmálabréf Þorsteins Guðmundssonar og Þórunnar Jónsdóttur á Grund.
Fyrri hluti skjalsins er efni kaupmálans.
Seinni hluti þess er vitnisburður um hann.
Afrit af skikkunarbréfi Ólafs biskups Rögnvaldssonar um sálumessur á Hólum í Hjaltadal. Uppskrift af bréfi Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups, dagsettu 30. júlí 1479, um sálumessur á Hólum í Hjaltadal.
Alþingisdómur vegna jarðarinnar Helluvaðs við Mývatn.
Skoðun á lögmæti próventugjafar Þórðar Jónssonar til Sigurðar Jónssonar bróður síns. Í Eskjuholti 13. maí 1595.
Vitnisburður Sigurðar Sölmundssonar um lestingu á skipi í landtöku og kostnað sem af því leiddi.
Vitnisburður ellefu búenda í Fljótsdal um skikkan og athæfi Jakobs Hildibrandssonar. Gert á Skriðuklaustri 18. ágúst 1599.
Eftirrit af tveimur bréfum um Skarðshlíð með formála eftir Gísla Árnason, að Ási í Kelduhverfi 23. febrúar 1703. Segist Árni afskrifa þessi tvö bréf – þriðja bréfið hafði hann ekki við höndina – handa commissariis Árna Magnússyni og Páli Jónssyni Vídalín.
Jón Arason biskup selur Páli Grímssyni bóndajarðirnar Glaumbæ í Reykjadal og Halldórsstaði í Laxárdal og hálfa jörðina Hallbjarnarstaði í Reykjadal og hálfa jörðina Björg í Kinn og þar til eina tuttugu hundraða jörð sem þeim semdi en í mót
fékk biskup jörðina Hof á Höfðaströnd með Ytri-Brekku, Syðri-Brekku og Hraun. Galt Páll kirkjunni á Hofi jarðirnar Þrastastaði og Svínavelli á Höfðaströnd.
Festíngar og kaupmálabréf Guðmundar Skúlasonar og Guðnýjar Brandsdóttur.
Þorsteinn Torfason selr Eiríki bróður sínum til sóknar alla
peninga, sem hann fékk í sinn part eptir Ingibjörgu systur sína,
hver sem þá heldr eða hefir haldið án hans leyfis.
Alþingisdómur um ágreining um landamerki jarðanna Oddgeirshóla og Brúnastaða, 1. júlí 1602.
Tylittaedómr, út nefndr af Jóni Olafssyni í umboði föður
síns, Ólafs Guðmundssonar sýslumanns í Isafjarðarsýslu, um
framfæri barna Ólafs Jónssonar.
Þorvaldur (búland) Jónsson kaupir Strúg í Langadal af Jóni Bergssyni fyrir þrjátigi hundraða.
Þorsteinn Ormsson selur Ragnheiði Eggertsdóttur hálfa jörðina Miðhlíð á Barðaströnd og fær í staðinn Botn í Tálknafirði, með þeim skilmála að Ragnheiður fái fyrst að kaupa Botn skuli Þorsteinn vilja eða þurfa að selja jörðina. Í Bæ á Rauðasandi, 21. febrúar 1599.
Dómur um ágreining á landamerkjum á milli Eyrar og Arnarnúps. Gerður í Meðaldal 3. febrúar 1599; skrifaður í Holti í Önundarfirði 31. janúar 1600.
Jón biskup á Hólum setr með ráði Helga álióta á Þingeyrum bróður Jóni Sæmundssyni skriptir fyrir barneign með
Eingilráð Sigurðardóttur.
Dómur um ákæru vegna jarðarinnar Bjarnarstaða í Selvogi. Á Öxarárþingi, 30. júní 1602.
Nikulás Jónsson selr síra Sigurði Jónssyni jörðina Haga í
Reykjadal fyrir lausafé og fæðslu konu hans og barna til næstu
fardaga, og skal Nikulás þjóna hjá síra Sigurði næsta ár
Bréf (Björns Þorleifssonar) til Jóns (dans) Björnssonar, þá er Jón vildi ríða í Vatnsfjörð með Birni Guðnasyni.
Vitnisburður átta manna um skyldur formanna í „compagnisins“ skipum, í sjö liðum.
Dómur sex manna útnefndur af Jóni Sigmundssyni, er þá hafði kongsins sýslu á milli Hrauns á Skaga og Hrútafjarðarár, um arf eptir Guðnýju Þorvaldsdóttur.
Gísli Björnsson selur Gísla Árnasyni tíu hundraða part með fjórum kúgildum er hann átti að gjalda séra Árna Gíslasyni. Á sama tíma fær séra Árni Gísla Árnasyni tíu hundruð í Hallgerðsey með fjórum kúgildum. Gísli Björnsson gefur séra Árna kvittan um alla peninga sem Árni hafði lofað að gjalda fyrir Gunnarsholt. Á Holti undir Eyjafjöllum, 8. desember 1602.
Ónýting á kaupskap á milli bræðranna Örnólfs og Jóns Ólafssona á jörðinni Hvilft í Önundarfirði. Á Hvilft 10. maí 1598; bréfið skrifað í Holti í Önundarfirði 31. maí sama ár.
Byggingarbréf Hans Chr. Raufns handa Oddi Svarthöfðasyni fyrir hálfum Gjábakka í Vestmannaeyjum. „Ex Chorenhaul
Schanze“ 8. febrúar 1696.
Bónarbréf 14 Vestmannaeyinga þar sem undirritaðir biðja Árna Magnússon að rannsaka mælikúta til að sjá hvort allt sé með felldu.
Vitnisburður tveggja manna um það, að oft hafi
þeir heyrt lesið upp konungsbréf um skírgetning barna
Þorleifs Grímssonar og Solveigar Hallsdóttur.
Erfðaskrá Sigurðar Jónssonar, gerð á Stað í Reyninesi 12. ágúst 1602. Transskriftarbréf frá 20. maí 1648, sem aftur var afrit af annarri transskrift, ódagsettri.
Árni Guðmundsson selur séra Sigurði Einarssyni sex hundruð í jörðinni Hemlu í Vestur-Landeyjum. Einnig lofar Árni að selja séra Sigurði og engum öðrum Minni-Hildisey í Austur-Landeyjum. Útdráttur.
Vitnisburður síra Gilbrigts Jónssonar um jarðaskipti Jónsbyskups Arasonar við Einar Ólafsson, Þorkelshóli fyrir Slóru-Borg.
Bréf borgmeistara og ráðsmanna í Hamborg um sætt og sama þeirra Týls Péturssonar
og Hannesar Eggertssonar á Alþingi á Íslandi 29. júní 1520 um misgreiningar ýmsar þeirra á milli, svo og um gripdeildir,
Ara Andréssonar. En sætt þessi varð fyrir milligöngu tveggja skipherra Hinriks Hornemanns og Hinriks Vagets, er unnu nú að því bókareið, að sættin hefði farið á þá leið er bréfið hermir.
Úrskurður Finnboga lögmanns Jónssonar um arf eptir Pál Brandsson, þar sem hann samkvæmt dómum, er áður hafa
þar um gengið, úrskurðar þeim Þorleifl og Benedikt Grímssonum, sonarsonum Páls, allan arflnn.
Dómb sex klerka, út nefndr af Gizuri biskupi á prestastefnu,
um ákærur biskups til Bjarna Narfasonar um tollagjald af
Skaga í Dýrafirði og kirkjureikningskap á Mýrum.
Transkript skiptabréfs á eignum Þorleifs Grímssonar og Gríms sonar hans.
Vitnisburðarbréf um lofan Björns Þorleifssonar við þá mága sína Eyjólf Gíslason, Grím Jónsson og Guðmund Andrésson, er heimtu að honum föðurarf kvenna sinna, svo og við Kristínu systur sína, er og heimti föðurarf sinn.
Vitnisburður um að Helgi Steinmóðsson gefi Steinmóði Jörundssyni, syni Jörundar Steinmóðssonar, hálfa
jörðina Steinanes í Arnarfirði.
Vitnisburður að Sigmundur Brandsson heitinn hefði lýst því yfir í sinni dauðstíð, að synir Jóns Sigmundssonar heitins, Sturli og Grímur, væri sínir löglegir erfingjar og eignarmenn eftir sinn dag að jörðinni Bæ í Súgandafirði, með öðru fleira, er bréfið hermir.
Ögmundb biskup í Skálholti selur Eiríki bónda Torfasyni til fullrar eignar jörðina Gröf í Averjahrepp, fimtán hundruð að dýrleika, með fimm kúgildum, fyrir jörðina Grafarbákka í Hrunamannahrepp, en Grafarbakka, sem metinn var þrjátigi hundruð að dýrleika af sex skynsömum mönnum, geldr biskup síra Jóni Héðinssyni í ráðsmannskaup um þrjú ár fyrir dómkirkjuna í Skálholti.
Page 6 of 149