Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1339 documents in progress, 2036 done, 40 left)
Vitnisburður Jóns Björnssonar um peninga Helgu konu Ólafs heitins Þorsteinssonar. Skrifað á Grund í Eyjafirði 14. júlí 1598.
Björn prestr Jónsson og Steinunn Jónsdóttir arfleiða og
ættleiða börn sín Jón, Magnús og Ragneiði, með samþykki
afa barnanna, Jóns biskups Arasonar og Jóns bónda Magnússonar.
Ákæra Einars Nikulássonar til Sigurðar Jónssonar og Katrínar Nikulásdóttur vegna sölu á jörðunum Hóli og Garðshorni í Kinn tekin fyrir dóm á Helgastöðum í Reykjadal 30. maí 1599. Málinu er vísað aftur til dóms á Ljósavatni þann 7. júní næstkomandi.
Vitnisburður ellefu búenda í Fljótsdal um skikkan og athæfi Jakobs Hildibrandssonar. Gert á Skriðuklaustri 18. ágúst 1599.
Festíngar og kaupmálabréf Guðmundar Skúlasonar og Guðnýjar Brandsdóttur.
Ormr lögmaðr Sturluson lofar að halda trúfastan vinskap
við síra Björn Jónsson, og að síra. Björn megi af honum
fá lög og rétt yfir mönnum, „einkanlega, að hann megi
koma réttum lögum yfir Daða bónda Guðmundsson".
Torfufellsmál.
Samningur á milli Ara Magnússonar og Þorvalds Torfasonar um að Sæmundur Árnason megi taka próventu Halldórs Torfasonar, bróður Þorvalds, með þeim hluta sem Halldór á til móts við sín systkin í garðinum Hrauni. Á Hóli í Bolungarvík, 22. apríl 1601; bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 12. maí sama ár.
Tylittaedómr, út nefndr af Jóni Olafssyni í umboði föður
síns, Ólafs Guðmundssonar sýslumanns í Isafjarðarsýslu, um
framfæri barna Ólafs Jónssonar.
Þorvaldur (búland) Jónsson kaupir Strúg í Langadal af Jóni Bergssyni fyrir þrjátigi hundraða.
Þorsteinn Ormsson selur Ragnheiði Eggertsdóttur hálfa jörðina Miðhlíð á Barðaströnd og fær í staðinn Botn í Tálknafirði, með þeim skilmála að Ragnheiður fái fyrst að kaupa Botn skuli Þorsteinn vilja eða þurfa að selja jörðina. Í Bæ á Rauðasandi, 21. febrúar 1599.
Dómur um ágreining á landamerkjum á milli Eyrar og Arnarnúps. Gerður í Meðaldal 3. febrúar 1599; skrifaður í Holti í Önundarfirði 31. janúar 1600.
Jón biskup á Hólum setr með ráði Helga álióta á Þingeyrum bróður Jóni Sæmundssyni skriptir fyrir barneign með
Eingilráð Sigurðardóttur.
Jón Arason biskup selur Páli Grímssyni bóndajarðirnar Glaumbæ í Reykjadal og Halldórsstaði í Laxárdal og hálfa jörðina Hallbjarnarstaði í Reykjadal og hálfa jörðina Björg í Kinn og þar til eina tuttugu hundraða jörð sem þeim semdi en í mót
fékk biskup jörðina Hof á Höfðaströnd með Ytri-Brekku, Syðri-Brekku og Hraun. Galt Páll kirkjunni á Hofi jarðirnar Þrastastaði og Svínavelli á Höfðaströnd.
Einar Ólafsson ber vitnisburð um að Þorgerður Torfadóttur hafi verið heimilisfastur ómagi hjá Nikulási Þorsteinssyni á Munkaþverá. Skrifað á Stóra-Hamri í Eyjafirði, 30. janúar 1601.
Auglýsing hreppstjóra og innbyggjenda í Víðidalshrepp að Jón Þorláksson eigi svo litla skuldlausa fjármuni að hann sé ekki löglega skyldur til að taka ómagana Björn Magnússon og Stíg Arason, sem upp á hann eigi að setjast. Bréfið er sennilega uppkast.
Dómur sex manna útnefndur af Jóni Sigmundssyni, er þá hafði kongsins sýslu á milli Hrauns á Skaga og Hrútafjarðarár, um arf eptir Guðnýju Þorvaldsdóttur.
Bréf um Harastaði.
Afrit af skikkunarbréfi Ólafs biskups Rögnvaldssonar um sálumessur á Hólum í Hjaltadal. Uppskrift af bréfi Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups, dagsettu 30. júlí 1479, um sálumessur á Hólum í Hjaltadal.
Þorgautur Ólafsson selur Sæmundi Árnasyni 33 hundruð í jörðinni Álftadal í Sæbólskirkjusókn og fær í staðinn Tungu í Valþjófsdal, aðra jörð sem Sæmundur útvegar síðar og lausafé. Marsibil Jónsdóttir, kona Þorgauts, samþykkti þennan kaupskap. Á Sæbóli á Ingjaldssandi, 27. apríl 1601; bréfið skrifað 12. maí sama ár.
Afrit úr Gíslamáldögum af máldögum kirknanna Mýra, Núps og Sæbóls.
Lýsing Árna Geirssonar um landamerki milli Guðlaugsstaða
og Langamýrar.
Þorsteinn Bjarnason selur Birni Benediktssyni hálfa jörðina Svínárnes í Höfðahverfi en fær í staðinn jörðina Steindyr í Höfðahverfi. Á Munkþverá, 7. maí 1601; bréfið skrifað á Stóra-Hamri degi síðar.
Séra Snæbjörn Torfason selur Sæmundi Árnasyni jörðina Dvergastein í Álftafirði en fær í staðinn hálft Laugaból í Ísafirði, 17. júní 1601. Bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 10. júlí sama ár.
Alþíngisdómur sex manna (Jón Fúsason vc. ), útnefndur af lögmönnum báðum, Þórði Guðmundssyni og Jóni Jónssyni, til að dæma um hver eigandi skyldi vera að Harastöðum í Vesturhópi. Dæma þeir Jóni Einarssyni heimilt að halda jörðina þartil hún verði með lögum af honum sótt, en þier Skúlasynir, Þorbjörn og Jón höfðu ekki komið til alþíngis með skilríki sín, eptir Engihlíðar-dómi. Dómurinn fór fram á almennilegu Auxarárþíngi miðvikudaginn næstan eptir
Pétursmessu og Páls, en dómsbréfið skrifað á Melum í Melasveit XV Julii ár MDLXXIII.
Úrskurður Finnboga lögmanns Jónssonar um arf eptir Pál Brandsson, þar sem hann samkvæmt dómum, er áður hafa
þar um gengið, úrskurðar þeim Þorleifl og Benedikt Grímssonum, sonarsonum Páls, allan arflnn.
Þóra Jónsdóttir selur föður sínum, Jóni Björnssyni, jörðina Hrafnagil í Laxárdal. Á Felli í Kollafirði, 23. júlí 1601; bréfið skrifað degi síðar.
Afrit af fjórum vitnisburðum um Iðunnarstaðalandamerki og um Tunguskóg og sölu á Iðunnarstöðum.
Skiptabréf eftir Þorleif Grímsson.
Dómur sex manna (Sigurður Þormóðsson vc.), útnefndra af Heinrek Gerkens Hannessyni, sýslum. í Húnavatns þíngi, um þrætu útúr Harastöðum eptir Þorbjörn Gunnarsson, milli Jóns Einarssonar og Þorbjarnar Skúlasonar; dæma þeir Jón Einarsson skilgetinn sonarson Þorbjarnar Gunnarssonar og Harastaði hans eign, meðan hún er ekki með lögum af honum sókt, en skjóta málinu til Öxarár þíngs og skyldu Þorbjörn og Jón bróðir hans, Skúlasyni, að koma þángað með skilríki sín. Dómurinn stóð í Eingihlíð í Lángadal, á þíngstað réttum, fimmtudaginn næsta fyrir Ceciliu messu ár MDLXX og II en bréfið skrifað á
Þíngeyrum viku síðar.
Ónýting á kaupskap á milli bræðranna Örnólfs og Jóns Ólafssona á jörðinni Hvilft í Önundarfirði. Á Hvilft 10. maí 1598; bréfið skrifað í Holti í Önundarfirði 31. maí sama ár.
Guðmundur Bjarnason gefur og greiðir Ara Magnússyni selhúsastöðu í Tungudal í Króksfirði.
Einar Nikulásson selur Birni Benediktssyni jörðina Brekku í Núpasveit. Andvirðið skal Björn greiða Solveigu Þorsteinsdóttur í próventuskuld sem Einar og bróðir hans Þorsteinn voru skyldugir vegna bróður þeirra Hallgríms heitins. Á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði 6. ágúst 1601; bréfið skrifað á Munkaþverá 20. desember sama ár.
Dómr sex presta, útnefndr at Jóni biskupi á Hólum, um ákæru síra Ólafs GuSmundssonar til síra Björns Jónssonar, að
síra Björn héldi fyrir sér jörðunni hálfum Reykjum í Miðfirði.
Vigfús bóndi Þorsteinsson selur Margréti Þorvarðsdóttur jörðina Mýnes í Eiðaþingum fyrir jörðina Hjartastaði.
Oddur Marteinsson selur Magnúsi Guðmundarsyni hálft land á Harastöðum í Vesturhópi með tilgreindum landamerkjum.
Jón Magnússon eldri lýsir lögmála á jörðunum Haukabergi og Litlu-Hlíð á Barðaströnd.
Haldóra Gunnarsdóttir samþykkir prófentu Ingimundar Gunnarssonar bróður síns þá, er hann hafði geflð Vigfúsi
Erlendssyni jörðina Flagbjarnarholt á Landi í prófentu sína.
Þorleifur lögmaðr Pálsson staðfestir dóm Orms Guðmundssonar um löggjafir Ara Andréssonar og Þórdísar Gísladóttur
til Orms.
Page 6 of 149