Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1621 documents in progress, 3394 done, 40 left)
Vitnisburður um landamerki á milli Skálavíkur og Jökulkeldu í Mjóafirði. Á Skálavík, 24. desember 1605.
Bréf að síra Hallvarðr Bjarnason hafi geflð Marteini Þorvarðssyni og Sigríði konu hans hálfa jörðina Villinganes í
Goðdalakirkjusókn.
Eiríkur Árnason selur séra Bjarna Jónssyni fjögur hundruð í Fremri-Kleif í Eydalastaðarkirkjusókn. Á Stöðvarstað í Stöðvarfirði, 21. janúar 1645. Útdráttur.
Sunnefa Björnsdóttir lofar Tómasi Pálssyni að Sæmundur Árnason skuli fyrstur kaupa Steinólfstaði og Mærðareyri þá hún vildi þær selja. Gert á Steinólfsstöðum 4. júlí 1596; bréfið skrifað á Stað í Grunnavík 13. mars 1597.
Helga Aradóttir meðkennist að hafa fengið fulla peninga af Birni Benediktssyni fyrir jörðina Fljótsbakka. Í skólabaðstofunni á Munkaþverá, 6. desember 1611; bréfið skrifað á Munkaþverá 27. desember sama ár.
Magnús Björnsson gefur lagaumboð Jóni Björnssyni bróður sínum vegna klögunarmáls Árna Geirmundssonar um Veturliðastaði í Fnjóskadal. Skrifað nær Hofi á Höfðaströnd 18. júní 1597.
Guðbrandur Oddson selur herra Oddi Einarssyni sex hundruð í Böðvarsdal í Refsstaðakirkjusókn. Á Refsstöðum, 1. ágúst 1607.
Skiptabréf eptir Jón Einarsson á Geitaskarði.
Dómur sex manna útnefndur af Jóni Hallssyni konungs umboðsmanni í Rangárþingi um ákærur
síra Jóns Einarssonar til Eiríks Torfasonar og bræðra hans í umboði Þórunnar Einarsdóttur
systur sinnar um þá peninga, er átt hafði Jón Torfason heitinn og honum voru til erfða
fallnir eftir barn sitt skilgetið.
Kaupmáli Páls Jónssonar og Guðrúnar Þorleifsdóttur gerður undir Múla á Skálmanesi 8. ágúst 1596; bréfið skrifað ári síðar.
Ættleiðingarbréf Helgu og Þórunnar (ríku) Jónsdætra gert á Skútustöðum við Mývatn 6. júní 1596.
Kaupmáli Daða Árnasonar og Kristínar Jónsdóttur, gerður á Þingeyrum í Vatnsdal 19. desember 1596.
Vitnisburður granna Sæmundar Árnasonar að hann hafi lýst fyrir þeim lögmálum er hann hefur lagt í fimm jarðir á Vestfjörðum: Hvilftar í Önundarfirði, Hrauns í Dýrafirði, Steinólfstaða og Mærðareyri í Veiðileysufirði og Bjarnarstaða í Ísafirði. Gert og skrifað á Hóli í Bolungarvík 17. júní 1597.
Eggert Hannesson og kona hans Halldóra Hákonardóttir selja Ólafi Jónssyni jörðina Seljanes í Trékyllisvík. Að Snóksdal í Miðdölum, 19. desember 1611. Útdráttur.
Hjálmur Jónsson og Sigríður Jónsdóttir kona hans gefa Elínu Pétursdóttur fimm hundruð í góðum peningum í löggjöf. Á Torfufelli í Eyjafirði, 11. maí 1611; bréfið skrifað á Hólum í Eyjafirði sama dag.
Kaupamálabréf séra Guðmundar Skúlasonar og Dísar Bjarnadóttur. Í Selárdal, 22. september 1611.
Ólafur Jónsson selur Gísla Jónssyni bróður sínum jörðina alla Seljanes í Trékyllisvík. Að Snóksdal í Miðdölum, 19. desember 1611. Útdráttur.
Jörðin Skerðingsstaðir dæmd eign Bjarna Björnssonar á Berufjarðarþingi 27. ágúst 1591.
Jón ábóti á Þingeyrum selur Egli Grímssyni til fullrar eignar fjóra tigi hundraða í Hofi í Vatnsdal með tilgreindum
ítökum fyrir eignarhlutann í Spákonufelli og Árbakka.
Kaupbréf um Ás i Vatnsdal.
Jón Arason biskup selur Páli Grímssyni bóndajarðirnar Glaumbæ í Reykjadal og Halldórsstaði í Laxárdal og hálfa jörðina Hallbjarnarstaði í Reykjadal og hálfa jörðina Björg í Kinn og þar til eina tuttugu hundraða jörð sem þeim semdi en í mót
fékk biskup jörðina Hof á Höfðaströnd með Ytri-Brekku, Syðri-Brekku og Hraun. Galt Páll kirkjunni á Hofi jarðirnar Þrastastaði og Svínavelli á Höfðaströnd.
Árni Oddsson gefur syni sínum Daða Árnasyni jarðirnar Hól og Geitastekka í Hörðudal, Einholt í Krossholtskirkjusókn og hálfan Keiksbakka á Skógarströnd.
Vitnisburður Guðmundar Oddssonar um landamerki á milli Eyrar og Arnarnúps í Dýrafirði. Ritað á Hrauni í Dýrafirði 20. september 1596.
Jón Jónsson lofar að selja Sæmundi Árnasyni fyrstum átta hundruð í Vatnadal. Á Suðureyri við Súgandafjörð, 17. maí 1604; bréfið skrifað á Hóli í Bolungarvík 26. febrúar 1605.
Þorgautur Ólafsson og hans kona Marsibil Jónsdóttir selja Sæmundi Árnasyni jörðina Hraun á Ingjaldssandi og sex hundruð í Stærri-Hattardal í Álftafirði. Þorgautur og Marsibil gefa síðan Sæmundi allt andvirðið sér til ævinlegs framfæris. Í kirkjunni á Sæbóli á Ingjaldssandi, 6. júní 1618. Í lok bréfsins hefur Ari Magnússon ritað með eigin hendi að Sæmundur Árnason hafi lesið bréfið upp á Eyrarþingi 1619.
Page 6 of 149















































