Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Sveinbjörn og Vigfús Oddssynir fá Hákoni Jónssyni til fullrar eignar gegn lausafé jörðina Kirkjuból í Skutulsfirði, sem þeir höfðu erft eftir föður sinn.
Vitnisburður um peningaskipti Magnúsar Þormóðssonar millum barna sinna og Katerínar konu sinnar.
Gyða Jónsdóttir fær Þorsteini presti Gruðmundssyni jörðina
Þverá í Vestrárdal til fullrar eignar, eptir því sem hún varð
eigandi í féskiptum eptir Gunnlaug bónda sinn, og gerir
hún það með samþykki og upplagi barna sinna, en skilr sér
framfæri hjá Þorsteini presti.
Alþingisdómur tólf manna, útnefndur af Baltasar hirðstjóra, um mál Þorláks Vigfússonar og Jóns Ófeigssonar, fyrir hönd konu sinnar Guðrúnar Sæmundardóttur, um jörðina í Skarði í Landmannahreppi. Var jörðin dæmd Guðrúnu.
Afrit af dómi Finnboga Jónssonar lögmanns og tólf manna, útnefndur á alþingi, þar sem Björn Þorleifsson og systkin hans eru, samkvæmt páfabréfi, konungsbréfum, erkibiskupsbréfi og biskupa úrskurðum, dæmd lögkomin til alls arfs eftir Þorleif Björnsson og Ingveldi Helgadóttur, foreldra sína.
Guðbjörg Erlendsdóttir, með samþykki bónda síns Jóns Marteinssonar, selur Hákoni Björnssyni jörðina Götu í Selvogi fyrir lausafé.
Þorgils Finnbogason fær Finnboga Jónssyni fjórðung í jörðinni Dritvík í Sauðaneskirkjusókn og alla þá hvalrekaparta sem Þorgils á um allt Langanes millum Fossár og Steins í Lambanesi.
Vitnisburður séra Páls Brandssonar að séra Jón heitinn Brandsson, bróðir hans, hefði sagt sér að hann vildi ekki meðkennast að hafa selt Jóni lögmanni jörðina Garð í Ólafsfirði, né að hann hefði gefið Jóni lögmanni lagaumboð upp á Hall Magnússon eða Gunnlaug Ormsson, skyldmenni sín.
Úrskurður Jóns lögmanns Sigmundssonar eftir konungs boði milli Björns Guðnasonar og Björns Þorleifssonar
um það hver skyldi eiga góss og garða, lausafé og fasteignir, er fallin voru eftir Þorleif Björnsson, Einar Björnsson og Solveigu Björnsdóttur.
DI VII, nr. 321 er transskiptabréfið, DI VI, nr. 250 er transskíberaða bréfið. Efni þess er:
GunnarJónsson fær Ingveldi Helgadóttur jörðina Auðunarstaði í Víðidal til meðferðar, og skyldi hún standa fyrir peningum þeim, er Kristín Þorsteinsdóttir átti undir Lopti Ormssyni, og hafði feingið Ingveldi til fullrar eignar, en Bólstaðarhlíð fær hann Ingveldi til fullrar eignar, svo framt sú jörð yrði eign Stepháns Loptssonar, dóttursonar Gunnars.
Vitnisburðarbréf að Halldór Sumarliðason hefði gefið Sumarliða syni sínum jörðina
Syðragarð í Dýrafirði en Bríet dóttur sinni fimmtán hundruð og tuttugu.
Vitnisburður Þrúðu Jónsdóttur um landaágreining á milli Hóls í Svartárdal annars vegar og Hvamms og Kúastaða hins vegar.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 24.
Dómur sex manna (Jón Einarsson vc) útnefndra af Jóni lögmanni Sigurðssyni um þrætu milli sr. Brynjólfs Árnasonar og Bjarna Ólagssonar útaf reit nokkrum fyrir vestan Svartá, sem sr. Brynjólfur hélt undir Hól í Svartárdal en Bjarni undir Hvamm. Dæma þeir Bjarna skyldugan að leiða tvo logleg eignarvitni, eða að öðrum kosti tvo lögleg hefðarvitni fyrir lögmann innan Mikaelsmessu en gera hann það ekki skuli Hóll halda reitnum. Dómurinn fór fram á Bólstaðahlíð í Langadal “venjulegu héraðsþingi”, þann XIII dag júlí, en bréfið gjört á Stað í Reyninesi þrem dögum síðar, ár 1609.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LVI, 16.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LVIII, 12.
Vitnisburður Kristínar Sumarliðadóttur um skipti þeirra Jóns Björnssonar bónda síns
og Magnúsar Eyjólfssonar á jörðunum Tungu í Hörðadal og Þorsteinsstöðum í Dölum, með öðru fleira, er bréfið hermir.
Tveir menn votta, að Þorkell prestur Guðbjartsson hafi fyrir
einu ári selt Ásgrími Jónssyni jörðiua Lundarbrekku í Bárðardal
fyrir jarðirnar Höskuldstaði og Hól í Helgastaðaþingum og
Haga í Grenjaðarstaðaþingum.
Prófentugjörningur Árna bónda Bárðarsonar og Arngríms ábóta Brandssonar á Þingeyrum.
Þórður Jónsson selur systursyni sínum Þórði Árnasyni sextán hundruð í jörðinni Reyðarfelli í Borgarfirði og tekur undir sjálfum sér fimm hundruð er hann hafði haldið í þrettán ár af móðurarfi Þórðar Árnasonar og þrjú hundruð í ábata en setur engin söl á hinum helmingi jarðarverðsins af því að Ásta systir hans hafði orðið fyrir fjárskakka í fornum arfaskiptum við sig og bræður sína.
Ormur biskup Ásláksson úrtekur alla kennimanns skylld á Giljá, eignarjörð Þingeyraklausturs.
Höskuldur Runólfsson selur Arnfinni bónda Þorsteinssyni jörðina Tungufell í Svarfaðardal en Arnfinnur gefur á mót jarðirnar Lund og Nefstaði í Fljótum og þar með tíu kúgildi.
Afrit af bréfi fjögurra manna sem votta að Oddur Ásmundsson fékk Torfa Arasyni hirðstjóra part úr Þorleiksstöðum í Skagafirði fyrir það að hann útvegaði Oddi lögmannsbréf frá konguni. Guðlaug Finnbogadóttir eiginkona Odds samþykkir gjörninginn.
Vitnisburður Jóns Jónssonar um landamerki jarðarinnar Hamars í Laxárdal.
Kaupmálabréf Ellends Þorvarðssonar og hustrú Guðrúnar Jónsdóttur.
Jón Einarsson gefur Þorsteini presti Jónssyni í próventu með sér þrjátíu hundruð er Þorsteinn skuldaði fyrir hálfa jörðina í Sólheimum.
Kaupmálabréf Erlends lögmanns Þorvarðssonar og Guðrúnar Jónsdóttur.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LXII, 10: Arfaskiptabréf Jóns Magnússonar eldra.
Sendibréf Kristínar Guðnadóttur til Jóns Asgeirssonar bónda síns.
Vitnisburður Konráðs Sigurðssonar um viðurvist þá er það samtal fór fram sem rætt er um í LX, 19.
Óheilt stefnubréf skorið í strimla. Jón prestur Jónsson stefnir manni til Miðdals þriðjudaginn næsta fyrir Pétursmessu og Páls (sem er 29. júní) til að svara til saka fyrir Stefáni biskupi í Skálholti.
Vitnisburður Steins Sigurðssonar um landamerki milli Hóls og Hamars í Laxárdal.
Sjá apógr. 5006.
Dómur sex manna útnefndur af Einari bónda Dálkssyni um erfðamál milli séra Einars Þorvarðssonar og Guðrúnar nokkurrar.
Page 60 of 149