Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Þórður Jónsson selur systursyni sínum Þórði Árnasyni sextán hundruð í jörðinni Reyðarfelli í Borgarfirði og tekur undir sjálfum sér fimm hundruð er hann hafði haldið í þrettán ár af móðurarfi Þórðar Árnasonar og þrjú hundruð í ábata en setur engin söl á hinum helmingi jarðarverðsins af því að Ásta systir hans hafði orðið fyrir fjárskakka í fornum arfaskiptum við sig og bræður sína.
Ormur biskup Ásláksson úrtekur alla kennimanns skylld á Giljá, eignarjörð Þingeyraklausturs.
Höskuldur Runólfsson selur Arnfinni bónda Þorsteinssyni jörðina Tungufell í Svarfaðardal en Arnfinnur gefur á mót jarðirnar Lund og Nefstaði í Fljótum og þar með tíu kúgildi.
Afrit af bréfi fjögurra manna sem votta að Oddur Ásmundsson fékk Torfa Arasyni hirðstjóra part úr Þorleiksstöðum í Skagafirði fyrir það að hann útvegaði Oddi lögmannsbréf frá konguni. Guðlaug Finnbogadóttir eiginkona Odds samþykkir gjörninginn.
Vitnisburður Jóns Jónssonar um landamerki jarðarinnar Hamars í Laxárdal.
Jón Einarsson gefur Þorsteini presti Jónssyni í próventu með sér þrjátíu hundruð er Þorsteinn skuldaði fyrir hálfa jörðina í Sólheimum.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 24.
Sendibréf Kristínar Guðnadóttur til Jóns Asgeirssonar bónda síns.
Vitnisburður Konráðs Sigurðssonar um viðurvist þá er það samtal fór fram sem rætt er um í LX, 19.
Óheilt stefnubréf skorið í strimla. Jón prestur Jónsson stefnir manni til Miðdals þriðjudaginn næsta fyrir Pétursmessu og Páls (sem er 29. júní) til að svara til saka fyrir Stefáni biskupi í Skálholti.
Vitnisburður Steins Sigurðssonar um landamerki milli Hóls og Hamars í Laxárdal.
Sjá apógr. 5006.
Dómur sex manna útnefndur af Einari bónda Dálkssyni um erfðamál milli séra Einars Þorvarðssonar og Guðrúnar nokkurrar.
Einar ábóti á Munkaþverá selur Árna bónda Höskuldssyni tuttugu hundruð í jörðunni Vík á Seltjarnarnesi (Reykjavík) og skilur af sér kirkjufyrnd, fyrir Tyrfingsstaði í Skagafirði.
Jón Einarsson selur Örnólfi Einarssyni jörðina Breiðadal hinn fremra í Önundarfirði fyrir 14 hundruð í lausafé og kvittar Örnólf um andvirðið.
Valgerður Gizurardóttir samþykkir sölu Árna Guttormssonar bónda síns á jörðinni í Kvígindisfelli í Tálknafirði til séra Bjarna Sigurðssonar, svo framt sem séra Bjarni héldi allan skilmála við Árna.
Tylftardómur útnefndur af Eggert Hannessyni kongs umboðsmanni í Þorskafjarðarþingi, um áverka Ólafs Gunnarssonar
við Brynjólf Sigurðsson.
Vigfús hirðstjóri Erlendsson veitir Þorsteini Finnbogasyni sýslu á milli Vargjár og Úlfdalafjalla.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur Sigurði Árnasyni Neðra-Skarð í Leirársveit og Ás í Melasveit fyrir Hvalnes í Lóni og hálfa Þórisstaði í Ölfusi.
Sex menn í dóm nefndir af Jóni Björnssyni, kóngs umboðsmanni í Húnavatnsþingi, dæma Árna Einarssyni og Guðmundi Gíslasyni til eignar svo mikið í jörðunum Finnstungu og Brekku í Blöndudal og Gautsdal á Laxárdal sem svaraði því sem þeir höfðu misst þegar jörðin Marðarnúpur í Vatnsdal var dæmd af þeim en í hendur Helgu Jónsdóttur og hennar meðarfa á Bólstaðarhlíðarþingi haustið áður, en móðurfaðir þeirra Árna og Guðmundar, Brandur Ólafsson, hafði keypt Marðarnúp af Teiti Þorleifssyni fyrir áðurgreinda jarðarparta.
Helgi Gíslason selur Jóni Erlingssyni jörðina Deildará á Skálmarnesi fyrir tuttugu hundruð í lausafé.
Afrit af vitnisburðarbréfum um landamerki á milli Hamars og Hóla í Laxárdal og eiður þar að lútandi.
1. Vitnisburður Steins Sigurðssonar, 30. maí 1644. (Frumrit í AM dipl. isl. fasc. LXII, 17.)
2. Vitnisburður Jóns Bjarnarsonar, 31. mars 1646. (Frumrit í AM dipl. isl. fasc. LXII, 23.)
3. Eiður Steins Sigurðssonar og Jóns Bjarnarsonar, gerður á Haganesþingi 15. apríl 1646.
Einar Ketilsson fær Jóni biskupi Vilhjálmssyni jörðina Stafshól
í Hofsþingum er hann og Auðun bróðir hans erfðu eptir Helgu
Þorfinnsdóttur frændkonu sína.
Sölvi Árnason, með samþykki konu sinnar Þórunnar Björnsdóttur, selur Einari Magnússyni tíu hundruð í Stóru-Reykjum í Flókadal fyrir lausafé.
Tylftardómur út nefndur og samþykktur af Jóni Sigmundssyni lögmanni um kærur Björns Guðnasonar til Jóns Jónssonar Þorlákssonar og Solveigar Björnsdóttur, út af framfærslutöku Jóns við Jón heitinn Þórðarson er misfórst, um skatthald, um heimferð Jóns til Eyrar í Seyðisfirði og burtrekstur á málnytupeningi þaðan og aðrar óspektir. Jón Jónsson er dæmdur réttfangaður og réttgripinn hvar sem hann náist utan griðastaða.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. XXIV, 20, sem er tylftardómur, útnefndur á Öxarárþingi af Hrafni lögmanni Brandssyni, um vígsmál Gísla Filippussonar, er hafði slegið í hel Björn Vilhjálmsson.
Sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LVIII, 5.
Kaupmálabréf Magnúsar Magnússonar og Sigríðar Jónsdóttur, Ásgeirssonar.
Bréf fjögra manna um viðtal þeirra Finnboga Jónssonar og
Guðmundar Húnrauðssonar um eignarheimild þeirra fyrir
Jörðunni Eystri-Görðum í Kelduhverfi, og að Finnbogi lýsti
Jörðina sína eign og óheimilaði Guðmundi hana.
Ólafur prestur Tumason lofar Jóni Sveinssyni fyrstum kaupi á
Eyri í Bitru, ef Björn bóndi þorleifsson lofi og samþykki það.
Dómsbréf um eignarrétt á jörðinni Nesi í Eyjafirði. Hallur Magnússon áklagar séra Björn Gíslason um jörðina Nes í Eyjafirði. Dómsmenn komast að því að bréf sem séra Björn nýtir til að sýna fram á eignarhald sitt séu ómerk enda kannist meintir vottar þeirra ekki við að hafa staðfest gjörninginn.
Peningaskiptabréf þeirra Björns Guðnasonar og Kristínar Sumarliðadóttur
eftir Jón (dan) Björnsson, eiginmann hennar, andaðan. Lögðu þau
alla peninga fasta og lausa, kvika og dauða, fríða og ófríða til helminga. Tristram Búason og Björn Ólafsson votta einnig
handaband Kristínar og Björns um samninginn (DI VIII:217).
Page 61 of 149