Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Sex menn í dóm nefndir af Jóni Björnssyni, kóngs umboðsmanni í Húnavatnsþingi, dæma Árna Einarssyni og Guðmundi Gíslasyni til eignar svo mikið í jörðunum Finnstungu og Brekku í Blöndudal og Gautsdal á Laxárdal sem svaraði því sem þeir höfðu misst þegar jörðin Marðarnúpur í Vatnsdal var dæmd af þeim en í hendur Helgu Jónsdóttur og hennar meðarfa á Bólstaðarhlíðarþingi haustið áður, en móðurfaðir þeirra Árna og Guðmundar, Brandur Ólafsson, hafði keypt Marðarnúp af Teiti Þorleifssyni fyrir áðurgreinda jarðarparta.
Helgi Gíslason selur Jóni Erlingssyni jörðina Deildará á Skálmarnesi fyrir tuttugu hundruð í lausafé.
Afrit af vitnisburðarbréfum um landamerki á milli Hamars og Hóla í Laxárdal og eiður þar að lútandi.
1. Vitnisburður Steins Sigurðssonar, 30. maí 1644. (Frumrit í AM dipl. isl. fasc. LXII, 17.)
2. Vitnisburður Jóns Bjarnarsonar, 31. mars 1646. (Frumrit í AM dipl. isl. fasc. LXII, 23.)
3. Eiður Steins Sigurðssonar og Jóns Bjarnarsonar, gerður á Haganesþingi 15. apríl 1646.
Einar Ketilsson fær Jóni biskupi Vilhjálmssyni jörðina Stafshól
í Hofsþingum er hann og Auðun bróðir hans erfðu eptir Helgu
Þorfinnsdóttur frændkonu sína.
Sölvi Árnason, með samþykki konu sinnar Þórunnar Björnsdóttur, selur Einari Magnússyni tíu hundruð í Stóru-Reykjum í Flókadal fyrir lausafé.
Tylftardómur út nefndur og samþykktur af Jóni Sigmundssyni lögmanni um kærur Björns Guðnasonar til Jóns Jónssonar Þorlákssonar og Solveigar Björnsdóttur, út af framfærslutöku Jóns við Jón heitinn Þórðarson er misfórst, um skatthald, um heimferð Jóns til Eyrar í Seyðisfirði og burtrekstur á málnytupeningi þaðan og aðrar óspektir. Jón Jónsson er dæmdur réttfangaður og réttgripinn hvar sem hann náist utan griðastaða.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. XXIV, 20, sem er tylftardómur, útnefndur á Öxarárþingi af Hrafni lögmanni Brandssyni, um vígsmál Gísla Filippussonar, er hafði slegið í hel Björn Vilhjálmsson.
Sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LVIII, 5.
Kaupmálabréf Magnúsar Magnússonar og Sigríðar Jónsdóttur, Ásgeirssonar.
Bréf fjögra manna um viðtal þeirra Finnboga Jónssonar og
Guðmundar Húnrauðssonar um eignarheimild þeirra fyrir
Jörðunni Eystri-Görðum í Kelduhverfi, og að Finnbogi lýsti
Jörðina sína eign og óheimilaði Guðmundi hana.
Ólafur prestur Tumason lofar Jóni Sveinssyni fyrstum kaupi á
Eyri í Bitru, ef Björn bóndi þorleifsson lofi og samþykki það.
Dómsbréf um eignarrétt á jörðinni Nesi í Eyjafirði. Hallur Magnússon áklagar séra Björn Gíslason um jörðina Nes í Eyjafirði. Dómsmenn komast að því að bréf sem séra Björn nýtir til að sýna fram á eignarhald sitt séu ómerk enda kannist meintir vottar þeirra ekki við að hafa staðfest gjörninginn.
Peningaskiptabréf þeirra Björns Guðnasonar og Kristínar Sumarliðadóttur
eftir Jón (dan) Björnsson, eiginmann hennar, andaðan. Lögðu þau
alla peninga fasta og lausa, kvika og dauða, fríða og ófríða til helminga. Tristram Búason og Björn Ólafsson votta einnig
handaband Kristínar og Björns um samninginn (DI VIII:217).
Vitnisburður um nokkur líkindi til samræðis milli Bjarna Óttarssonar og Valgerðar Guðmundardóttir.
Þórunn Jónsdóttir selur Magnúsi Björnssyni bróðursyni sínum Veturliðastaði í Fnjóskadal fyrir 30 hundruð; vildi hún að Jón sonur Magnúsar yrði eigandi að jörðinni. Einnig kvittar Þórunn Magnús um þau þrjú hundruð sem hann átti henni að gjalda fyrir Hallbjarnarstaðareka á Tjörnesi og færir hún honum umboð fyrir öllum Grundarrekum á Tjörnesi.
Kaupmalabref Þorvarðs lögmanns Erlendssonar og Kristinar Gottskalkssdóttur.
Sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LVIII, 5.
Transkript tveggja bréfa. Hið fyrra er hið sama og AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVIX, 23.
Seinna bréfið er ekki til í frumriti og er vitnisburður Guðmundar prests Ólafssonar um Kirkjubólsskóg í Skutilsfirði. Guðmundur
seldi Tómasi Jónssyni jörðina Tungu að fráskildum skógarparti Kirkjubóls (DI VIII, nr 166).
Konráð Sigurðarson og Grímur Ólafsson votta að þeir hafa „séð og yfirlesið svo látandi tvö bréf
með hangandi innsiglum orð fyrir orð sem hér fyrir ofan skrifað stendur“. Þeir festa sín innsigli við bréfið árið 1597.
Jón Ólafsson lýsir því að hann hafi verið viðstaddur á Espihóli í Eyjafirði á hvítasunnu 1553 þegar Jón Oddsson festi Hallóttu Magnúsdóttur sér til eiginkonu með samþykki Einars heitins Brynjólfssonar, sem þá var hennar giftingarmaður (lögráðamaður).
Skúli bóndi Loptsson selr Tómasi Dorsteinssyni jörðina Vakrstaði í Halladal fyrir hálft átjánda hundrað og fimtán alnir í Hóii í Svartárdal, silfrkross, er vo mörk, átta stikur klæðis og þar til kúgildi.
Jón ábóti á Þingeyrum selur, með samþykki fjögurra conventubræðra Þórði Þórðarsyni jörðina í Króki undir Brekku a tráskildum reka, fyrir jörðina Langamýri í Svínavatnsþingum.
Einar Jónsson selur Indriða Úlfssyni tíu hundruð í Hóli í Sæmundarhlíð fyrir lausafé.
Þorsteinn Þorleifsson selur, með samþykki Halldóru Hallsdóttur konu sinnar, Einari bróður sínum
jörðina Tannanes í Önundarfirði fyrir lausafé.
Vitnisburður séra Kolbeins Auðunarsonar um að Grund í Eyjafirði eigi allan reka fyrir Hallbjarnarstöðum nema álnar kefli og hálfan Sandhólareka á móti við Munkaþverárklaustur.
Ormur lögmaður Sturluson úrskurðar Meyjarhól eign séra Sigurðar Jónssonar.
Helmingalagsbréf Magnúsar Þorkelssonar og Kristínar Eyjólfsdóttur.
Loftur Tjörvason og Þóra Nikulásdóttir kona hans selja Birni Einarssyni jörðina Fót í Seyðisfirði og handleggja aleigu sína í hans vernd og umboð.
Vottuð afrit tveggja bréfa:
1. Magnús Kortsson afsalar Brynjólfi Sveinssyni biskupi til skuldalausnar erfingjum Magnúsar heitins Þorsteinssonar föður konu sinnar eftir dómi sýslumannsins Gísla Magnússonar Efra-Lækjardal í Refasveit í Húnavatnssýslu (2. júlí 1662)
2. Kvittun fyrir greiðslu vegna téðs gjörnings (11. júlí 1662).
Jóhann Kruko selur Ögmundi biskupi í Skálholti þær jarðir og þá peninga sem
Björn Þorleifsson seldi og fékk Hans Kruko, bróður Jóhanns, til fullrar eignar,
sóknar og sekta fyrir 600 mörk í öllum flytjanda eyri, með þeim sölum er bréfið greinir.
Fimm menn afrita jarðakaupabréf Odds bónda Kolbeinssonar og Stefáns Snorrasonar. Oddur kaupir jörðina Syðri-Vík og Stefán lætur í staðinn jörðina Hrærekslæk og lausafé. Fjórir menn hafa vottað frumbréfið.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 24.
Stefán biskup í Skálholti afleysir Björn Þorleifsson og Ingibjörgu Pálsdóttur um allt það sem þau hafa brotleg
orðið hér við guð og menn og dispensar með þeim um hjónaband þeirra og fastnar Björn Ingibjörgu á nýjaleik.
Guðmundur Jónsson selur bróður sínum Sveini hálft fjórða hundrað og fimm aura betur í jörðinni Kirkjubóli í Skutulsfirði í Eyrarkirkjusókn fyrir lausafé, og gefur hvor annan kvittan um öll skipti.
Sveinn Þorgilsson gefr Steinuni Jónsdóttur, konu sinni, kvitt
það tilkall, sem kann og hans börn höfðu til Suðreyrar í
Súgandafirði, en Steinunn gefr Haldóri Hákonarsyni jörðina,
og lýsir Haldór eigu sinni á henni og eignarumboði á öllum peningum,
er á Suðreyri standa, að fráteknum skuldum annara manna
Vitnisburður Grímólfs Arngrímssonar um ágreining milli jarðanna Hóls í Svartárdal og jarðanna Hvamms og Kúastaða fyrir austan ána sem verið hafi í manna minnum.
Page 62 of 149