Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Sex menn lýsa því hvert ástand kirkjunnar á Holti undir Eyjafjöllum var þegar séra Árni Gíslason meðtók staðinn árið 1572. Skrifað á Holti 21. apríl 1598.
Dómur um ákæru á milli Guðmundar Illugasonar, í umboði séra Jóns og Jóns yngra Þórðarsona, og bræðranna Árna, Péturs, Bjarna og Þorsteins Magnússona sem snerist um kaup og próventugjörninga sem Þórður heitinn Pétursson, faðir séra Jóns og Jóns yngra, og hans kona Gunnvör Jónsdóttir höfðu gert við séra Sigurð Jónsson. Á Múla í Aðalreykjadal, 18 maí 1594.
Kolbeinn Oddsson lofar að selja herra Oddi Einarssyni fyrstum jörðina hálfa Böðvarsdal í Vopnafirði. Á Bustarfelli í Vopnafirði, 28. júlí 1595.
Árni Ólafsson biskup í Skálholti fær Halli Jporgrímssyni jörðina
Hof i Vatnsdal og Eyfre-Tungu í Vatnsdal til fullrar eignar og
kvittar hann fyrir andvirði jarðanna, en jarðirnar hafði Árni
biskup feingið hjá þeim hjónum Styr Snorrasyni og Þuríði
Jónsdóttur.
Séra Oddur Jónsson vitnar um að samskipti hans við Vigfús Þorsteinsson í Ási hafi ætíð verið góð. Gert á Presthólum í Núpasveit 20. ágúst 1594.
Kaupbréf fyrir sex hundruðum í jörðinni Hesteyri í Aðalvíkurkirkjusókn.
Kaupmálabréf og hjónavígsla Þorbergs Jónssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur á Stóra-Hamri í Eyjafirði, 23. september og 30. október [1607]; bréfið skrifað á sama stað 4. febrúar 1608.
Áreiðarbréf um landamerki á milli Gegnishóla og Seljatungu og á millum Gegnishólanna.
Vitnisburðir manna á manntalsþingi á Fáskrúðarbakka 20. maí 1611 um ætterni og skilgetning þeirra bræðra Jóns og Guðmundar Jónssona vegna arfs eftir Orm Þorleifsson.
Eiríkur Magnússon selur séra Ólafi Einarssyni, vegna herra Odds Einarssonar, jörðina Skála í Berufjarðarkirkjusókn. Á Kirkjubæ í Tungu, 26. desember 1618. Útdráttur.
Dómur sex manna útnefndur af Birni Guðnasyni, kongs umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness, um framfæri Guðrúnar Arnadóttur.
Pétur Þorsteinsson gefur dóttur sína Sigríði kvitta og sátta við sig upp á það misferli sem henni hafði á orðið og gerir hana aftur arftæka eftir sig til jafns við önnur börn sín, sem samþykkja gjörninginn. Á Skálá í Sléttuhlíð, 21. febrúar 1601.
Helga Aradóttir lýsir sig lögarfa eftir föðursystur sína Þórunni heitna Jónsdóttur og gefur dóttur sinni Elínu Pálsdóttur fjórðung þar af með meiru. Á Munkaþverá 20. ágúst 1598.
SÍRA Þorleifr Björnsson lýsir því, að liann viti ekki, að
jörðin Dynjandi í Jökulfjörðum liafi nokkurn tíma
komið í eign föður síns.
Vitnisburður um prófentu þá, er Þorbjörn Gunnarsson hafði gefið Ivari Brandssyni.
Daði Gíslason selur séra Þorláki Bjarnasyni jörðina Hrafnabjörg í Hörðudal og fær í staðinn Haga og Þorgeirshól í Staðarsveit, Ánastaði í Hraunhrepp og Kolviðarnes í Eyjahrepp. Á Helgafelli, 25. október 1648.
Ari Guðmundsson selur, með samþykki föður síns, Jóni Magnússyni eldra jörðina Gautastaði í Hörðudalshrepp. Í Snóksdal, 19. maí 1605. Útdráttur.
Eyjólfur Magnússon yngri gerir kunnugt að hann hafi selt Eggert Hannessyni 25 hundruð í jörðinni Hreggstöðum (sem Eyjólfur hafði áður fengið í skiptum við Eggert fyrir jörðina Haga) og fengið í staðinn jörðina Hrísdal í Arnarfirði.
Page 62 of 149












































