Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Þorsteinn Þorleifsson selur, með samþykki Halldóru Hallsdóttur konu sinnar, Einari bróður sínum jörðina Tannanes í Önundarfirði fyrir lausafé.
Vitnisburður séra Kolbeins Auðunarsonar um að Grund í Eyjafirði eigi allan reka fyrir Hallbjarnarstöðum nema álnar kefli og hálfan Sandhólareka á móti við Munkaþverárklaustur.
Ormur lögmaður Sturluson úrskurðar Meyjarhól eign séra Sigurðar Jónssonar.
Helmingalagsbréf Magnúsar Þorkelssonar og Kristínar Eyjólfsdóttur.
Loftur Tjörvason og Þóra Nikulásdóttir kona hans selja Birni Einarssyni jörðina Fót í Seyðisfirði og handleggja aleigu sína í hans vernd og umboð.
Vottuð afrit tveggja bréfa: 1. Magnús Kortsson afsalar Brynjólfi Sveinssyni biskupi til skuldalausnar erfingjum Magnúsar heitins Þorsteinssonar föður konu sinnar eftir dómi sýslumannsins Gísla Magnússonar Efra-Lækjardal í Refasveit í Húnavatnssýslu (2. júlí 1662) 2. Kvittun fyrir greiðslu vegna téðs gjörnings (11. júlí 1662).
Jóhann Kruko selur Ögmundi biskupi í Skálholti þær jarðir og þá peninga sem Björn Þorleifsson seldi og fékk Hans Kruko, bróður Jóhanns, til fullrar eignar, sóknar og sekta fyrir 600 mörk í öllum flytjanda eyri, með þeim sölum er bréfið greinir.
Fimm menn afrita jarðakaupabréf Odds bónda Kolbeinssonar og Stefáns Snorrasonar. Oddur kaupir jörðina Syðri-Vík og Stefán lætur í staðinn jörðina Hrærekslæk og lausafé. Fjórir menn hafa vottað frumbréfið.
Sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LVIII, 3.
Stefán biskup í Skálholti afleysir Björn Þorleifsson og Ingibjörgu Pálsdóttur um allt það sem þau hafa brotleg orðið hér við guð og menn og dispensar með þeim um hjónaband þeirra og fastnar Björn Ingibjörgu á nýjaleik.
Bréf Björns Þorleifssonar þar sem hann fyrirbýður tollver í Bolungarvík.
Guðmundur Jónsson selur bróður sínum Sveini hálft fjórða hundrað og fimm aura betur í jörðinni Kirkjubóli í Skutulsfirði í Eyrarkirkjusókn fyrir lausafé, og gefur hvor annan kvittan um öll skipti.
Sveinn Þorgilsson gefr Steinuni Jónsdóttur, konu sinni, kvitt það tilkall, sem kann og hans börn höfðu til Suðreyrar í Súgandafirði, en Steinunn gefr Haldóri Hákonarsyni jörðina, og lýsir Haldór eigu sinni á henni og eignarumboði á öllum peningum, er á Suðreyri standa, að fráteknum skuldum annara manna
Vitnisburður Grímólfs Arngrímssonar um ágreining milli jarðanna Hóls í Svartárdal og jarðanna Hvamms og Kúastaða fyrir austan ána sem verið hafi í manna minnum.
Dómur útnefndur af Finnboga Jónssyni að Bessi Þorláksson sé ferjandi og flytjandi fram til Noregs á kóngsins náðir, þar hann hafði fullu bætt og sátt gert við Magnús Hallsson um víg Halls Magnússonar, sonar hans, er Bessi hafði að ófyrirsynju slegið í hel slegið.
Virðing á húsabót í Tungu í Fljótum og þremur hjáleigum.
Ólafur Haldórsson lofar að selja Maguúsi Þorkelssyni jörðina Dálksstaði á Svalbarðsströnd, ef hún geingi af með lögum, en Magnús heitir honum aptr Þverá í Svarfaðardal.
Testamentisbréf Magnúsar prests Einarssonar.
parchment
Kaupmálabréf Þorvarðs Loftssonar og Margrétar Vigfúsdóttur.
Vitnisburður Erlendar Magnússonar og Jóns Andréssonar um að Bjarni Jónsson hafi fest sér Guðrúnu Ólafsdóttir til löglegrar eiginkonu. Vitnisburðarbréfið var skrifað á Grenjaðarstað 1503 en brúðkaupið var á Sauðanesi á Langanesi 1489.
Tveir vitnisburðir um jarðeignir Jóns Finnbogasonar og systra hans, skrifaðar af tveimur mismunandi höndum á eitt blað.
Einar lögmaður Gilsson úrskurðar Þingeyraklaustri alla veiði í Hófsós.
Einar Þorleifsson selur Eiríki Loftssyni jöðina Auðbrekku í Hörgárdal, með skógi í Skógajörðu fyrir handan Hörgá, fyrir jarðirnar Skarð í Langadal, Ytra-Gil, Harastaði og Bakka. Enn fremur selur Eiríkur Einari Ysta-Gil í Langadal fyrir Steinsstaði í Öxnadal, og samþykkir Guðný Þorleifsdóttir kona Eiríks kaupin.
Þórður Sigurðsson og Ingibjörg Halldórsdóttir kona hans gefa Halldóri Hákonarsyni alla þá tiltölu og eign, hvort það er meira eða minna, er þau þóttust eiga í Kirkjubóli í Valþjóðfdal, til æfinlegrar eignar.
Gottskálk biskup á Hólum skipar síra Sigmundi Guðmundssyni þing um allan Öxarfjörð um næstu 12 mánuði og það lengur sem hann gerir ekki aðra skipun á.
Dómur um klögun Þórðar Þorleifssonar er hann veitti Magnúsi Björnssyni að hann héldi fyrir sér jörðunum Torfufelli og Villingadal sem faðir sinn og bróðir hefðu sér gefið til kvonarmundar. Jarðirnar dæmdar Þórði og Magnúsi gert að greiða Þórði slíka peninga sem hann hefur haft af þessum jörðum.
Vitnisburður Þorvalds Jónssonar um að hann hafi, ásamt fleiri mönnum (ónefndum), verið við staddur þegar Magnús Jónsson gaf Elínu Magnúsdóttur, dóttur sinni, jörðina Þórustaði.
Vitnisburður Orms Erlingssonar um að þegar Sæmundur Árnason gekk að eiga Elenu Magnúsdóttur árið 1588 hafi faðir hennar, Magnús heitinn Jónsson, lýst því að Elen skyldi eignast Ballará í stað Þóroddsstaða.
Sjöttardómur, kvaddur af Páli Vigfússyni lögmanni, um vanrækslu Eiríks Árnasonar sýslumanns og nefndarmanna hans um þingreið úr sýslu sinni.
Ásbjörn Guðmundsson selur Þorláki Arasyni hálfan Svínaskóg fyrir lausafé.
Guðbrandur Þorláksson lofar Bjarna Ólafssyni að hafa son síra Brynjólfs í skóla í þrjú ár fyrir þann reit sem genginn er undan Hvammi, á sjálfs kosti. Vilji Brynjólfur það ekki skuli Bjarni fá sex hundruð í góðum og gildum peningum.
Magnús bóndi Björnsson kaupir jörðina Kross í Krosshlíð af hjónunum Nikulási Einarssyni og Þórdísi Jónsdóttur fyrir 12 hundruð en fær þeim í staðinn Fagranes við Mývatn fyrir 8 hundruð.
Jón Konráðsson gefur Konráði syni sínum jörðina Kvígindisdal í Patreksfirði með tilteknum skilmálum.
Tveir tvíblöðungar. Sá fyrri inniheldur tvö atriði sitt á hvoru blaði: α. Vitnisburður Jóns Björnssonar um landamerki milli Harastaða og Klömbur í Vesturhópi eftir lýsingu herra Ólafs Hjaltasonar, 1595. β. Bréf Jóns Björnssonar til sr. Arngríms (Jónssonar) þar sem hann segist hafa sent honum skrif um Kárastaði og vitnisburðinn í α, 2. apríl 1595. Síðari tvíblöðungurinn er nokkuð skemmdur en efni hans virðist vera: γ. Skipti á milli sjö dætra Jóns heitins Björnssonar.
Vitnisburður um að Hannes Björnsson hafi selt Erlendi presti Þórðarsyni Víðidalsá í Steingrímsfirði og kvittað fyrir andvirðið.
Oddur leppur Þórðarson handleggur að afgreiða Jóni Ásgeirssyni alla þá peninga sem Kristín sonardóttir hans hafði erft eftir Guðna föður sinni og Þorbjörgu móður sína.
Gísli Magnússon selur syni sínum Birni Gíslasyni Skutulsey fyrir Mýrum og 18 hundruð í Laxárholti með sex kúgildum fyrir 450 ríksdali er Björn skyldi gjalda Hans Nanssyni, borgara í Kaupmannahöfn, en það var skuld eftir Þorleif Gíslason bróður hans andaðan.
Magnús Björnsson kaupir Reykjahlíð við Mývatn af Nikulási Einarssyni sem fær í staðinn fyrir Héðinshöfða á Tjörnesi og Finnsstaði í Eiðakirkjusókn.
Vitnisburður Eyjólfs Jónssonar um landamerki milli Núps og Vestasta-Skála undir Eyjafjöllum.
parchment
Helgi Guðinason lögmaður úrskurðar helmingafélag þeirra hjóna Þorvarðs Loftssonar bónda og Margrétar Vigfúsdóttur löglegt og óbrigðilega haldast eiga samkvæmt réttarbót Hákonar konungs háleggs um félagsgerð hjóna frá 1306.