Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3428 done, 40 left)
Veitingabréf handa sira Halldóri Benediktssyni fyrir Munkaþverárklaustri.
Kaupbréf fyrir Æsustöðum í Eyjafirði (sbr. bréf 26. nóvbr. 1568).
Vitnisburður tveggja manna um að Þorleifur bóndi Bjarnarson hafi sýnt og lesið fyrir þeim Guðmundi Árnasyni og Jón Snorrasyni bréf um kaup Þorleifs á átta hundruðum í jörðinni Hallsstöðum af Torfa Ólafssyni, og annað bréf um próventu sem Torfi hafði gefið Þorleifi.
Ólafur Jónsson selur Gísla Jónssyni bróður sínum jörðina alla Seljanes í Trékyllisvík. Að Snóksdal í Miðdölum, 19. desember 1611. Útdráttur.
Séra Gunnlaugur Bjarnason selur Þorleifi Bjarnasyni jörðina Gníp í Saurbæjarhrepp og fær í staðinn Þyrilsvelli í Steingrímsfirði. Á Búðardal á Skarðsströnd, 16. desember 1611; bréfið skrifað á Skarði á Skarðsströnd 7. apríl 1612. Útdráttur.
Gunnlaugur Ormsson lofar Daða Árnasyni að selja honum jörðina Ytra-Villingadal svo fremi sem Pétur Gunnarsson leysi ekki kotið til sín fyrir sama verð næstkomandi vor. Með fylgir vitnisburður sex granna Daða um að Daði hafi lýst fyrir þeim kaupgjörningi þeirra Gunnlaugs, sem átt hafi sér stað 6. mars 1600, og lesið upp bréf Gunnlaugs fyrir þá að Æsustöðum í Eyjafirði, 25. maí 1600.
Séra Snæbjörn Torfason selur Sæmundi Árnasyni jörðina Dvergastein í Álftafirði en fær í staðinn hálft Laugaból í Ísafirði, 17. júní 1601. Bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 10. júlí sama ár.
Þóra Jónsdóttir selur föður sínum, Jóni Björnssyni, jörðina Hrafnagil í Laxárdal. Á Felli í Kollafirði, 23. júlí 1601; bréfið skrifað degi síðar.
Vitnisburður Jóns Arngrímssonar um land Sæbóls á Ingjaldssandi. Á Álfadal á Ingjaldssandi, 22. febrúar 1666.
Kaupbréf þeirra síra Bjarnar Jónssonar og Haldórs Brandssonar um jarðirnar Lund í Þverárhlíð og Uppsali í Miðfirði.
Guðmundur Árnason selur Gísla Þórðarsyni lögmanni jörðina alla Litlu-Þúfu í Miklholtshrepp. Að Setbergi í Eyrarsveit, 7. febrúar 1612; bréfið skrifað á Ingjaldshvoli tveimur dögum síðar. Útdráttur.
Ormur bóndi Guðmundsson selur sira Birni Jónssyni jarðirnar
Kamb Reykjarfjörð, Kjós, Naustvíkur, Kjesvog og Ávík, allar á Ströndum, fyrir lausafé.
Þorsteinn Bjarnason selur Birni Benediktssyni hálfa jörðina Svínárnes í Höfðahverfi en fær í staðinn jörðina Steindyr í Höfðahverfi. Á Munkþverá, 7. maí 1601; bréfið skrifað á Stóra-Hamri degi síðar.
Vitnisburður fimm karla um að Þuríður Þorleifsdóttir hefði afhent Magnúsi Vigfússyni tengdasyni sínum jarðirnar Ás og Ekkjufell í Fljótsdalshéraði.
Séra Jón Styrkárson selur Sæmundi Árnasyni jörðina Haukadal í Dýrafirði og fær í staðinn Skóga í Arnarfirði.
Page 65 of 149
















































