Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3428 done, 40 left)
Halldór Ormsson arfleiðir son sinn Eyjólf með samþykki systur sinnar Sesselju Ormsdóttur. Á Skarði á Skarðsströnd 23. september 1581, bréfið sagt skrifað degi síðar í Saurbæ á Kjalarnesi (sjá athugasemd).
Oddur Einarsson selur Þórði Guðmundssyni hálfa jörðina Hurðarbak fyrir lausafé. Sámsstöðum í Hvítársíðu, 9. september 1581.
Vitnisburður um frillulífi.
Stefán Snorrason selur Eiríki Árnasyni jörðina Hrærekslæk í Tungu í Fljótsdalshéraði. Landamerkjum lýst. Enn fremur skilur Stefán svo á að Eiríkur veiti sér og konu sinni Salgerði Magnadóttur framfærslu svo lengi sem þau lifi og einnig syni þeirra Ólafi þar til hann er af ómagaaldri.
Stefán Snorrason selur Eiríki Árnasyni jörðina Hrærekslæk í Tungu í Fljótsdalshéraði. Landamerkjum lýst. Enn fremur skilur Stefán svo á að Eiríkur veiti sér og konu sinni Salgerði Magnadóttur framfærslu svo lengi sem þau lifi og einnig syni þeirra Ólafi þar til hann er af ómagaaldri.
Páll Oddsson og kona hans Valgerður Hallsdóttir selja séra Guðmundi Gíslasyni sex hundruð og fjögur ærgildi í Brattsholti í Stokkseyrarkirkjusókn. Útdráttur.
Ingibjörg Vigfúsdóttir gefur dótturdóttur sinni Guðrúnu Jónsdóttur Geitavík í Borgarfirði og neitar því að jörðin tilheyri börnum Péturs Pálssonar og Þorbjargar Bjarnadóttur. Á Fossi í Vopnafirði, 2. október 1628.
Dómur tólf presta útnefndur af Gottskálki biskupi á Hólum
um ákœrur biskups til Jóns Sigmundssonar um kirknafé á
Urðum og í Víðidalstungu og aðrar fleiri sakir.
Dómur um hver skyld hafa svar og umboð séra Halldórs Benediktssonar að hans sjálfs beiðni. Helgastöðum í Reykjadal, 30. apríl 1582.
Jón Björnsson selur Magnúsi Jónssyni jörðina Auðshaug á Hjarðarnesi og fær í staðinn Hlíð í Þorskafirði. Bæ á Rauðsandi, 24. apríl 1582. Útdráttur.
Vitnisburður, staðfesting og kvittun um sölu Guðmundar Nikulássonar á hálfri jörðinni Víðilæk til Jóns Loftssonar. Á Bröttubrekku 22. maí 1582.
Skipti eftir Þorleif Grímsson.
Þorvaldur Ólafsson lofar konu sinni, Halldóru Jónsdóttur, að gefa engum manni sínar löggjafir nema með hennar samþykki. Auðbrekku í Hörgárdal, 9. apríl 1635.
Þrjú bréf um jörðina Jörfa í Haukadal.
Finnbogi Pétursson selur herra Guðbrandi Þorlákssyni jörðina Skálá. Í Felli í Sléttahlíð, 1. júní 1619.
Afskrift af stóru, átta bréfa, transkriptabréfi um jörðina Dynjanda í Staðarkirkjusókn í Grunnavík.
Pétur Einarsson selur Magnúsi Jónssyni tíu hundruð í jörðinni Melum í Hrútafirði. Á Ballará, 26. mars 1636.
Vitnisburður um kaupskap á milli Jóns Jónssonar lögmanns og Benedikts Halldórssonar að Jón fékk Benedikt jörðina Gillastaði í Laxárdal. Á Þingeyrum 29. desember 1583, bréfið skrifað á sama stað 2. maí 1584.
Dómur á Spjaldhaga í Eyjafirði vegna kæru vegna jarðarinnar Ness í Eyjafirði. Halli Magnússyni er dæmd jörðin.
Séra Teitur Helgason veitir vitnisburð um erfðaskrá Jóns heitins Ólafssonar. Reynivöllum í Kjós, 13. október 1582.
Vitnisburður um kaupskap á milli Jóns Jónssonar lögmanns og Benedikts Halldórssonar að Jón fékk Benedikt jörðina Gillastaði í Laxárdal. Á Þingeyrum 29. desember 1583, bréfið skrifað á sama stað 2. maí 1584.
Alþingisdómur um peninga Odds Ólafssonar. (Óheilt.)
Vitnisburður um að Snorri heitinn Jónsson hafi lýst því að hafi fengið fulla borgun fyrir jarðarpart í Hallsstöðum frá bróður sínum Sigurði Jónssyni.
Grannalýsingarbréf þar sem því er lýst að Jón Loftsson hafi lesið upp bréf fyrir sex grönnum sínum um loforð séra Jóns Loftssonar um sölu á jörðinni Sælingsdalstungu í Hvammsveit til Jóns Loftssonar.
Marteinn Erasmusson kaupir af Þorleifi Bjarnarsyni og Elínu Brandsdóttur konu hans jörðina Laxárholt í Hraunhrepp fyrir lausafé. Útdráttur.
Nikulás Þorsteinsson selur Guðbrandi Þorlákssyni jörðina Gröf á Höfðaströnd. Útdráttur.
Egill Ólafsson, með samþykki eiginkonu sinnar Höllu Torfadóttur, selur Þormóði Ásmundssyni tíu hundruð í jörðinni Skarfanesi á Landi en fær í staðinn hálft fjórða hundrað í jörðinni Sumarliðabæ í Holtum, lausafé og ítök í skógi
Árni Teitsson selur Magnúsi Björnssyni jörðina Garðsvík á Eyjafjarðarströnd, 60 hundruð að dýrleika, og fær í staðinn þrjátíu hundruð í Harastöðum á Skagaströnd og jörðina Tungu í Svínavatnskirkjusókn, 20 hundraða virði, auk þess sem Magnús lofar að borga tíu hundraða skuld Árna til Björns Magnússonar. Að Skarði í Langadal, 6. október 1637. Útdráttur.
Ásmundur Sturluson handsalar Magnúsi Jónssyni hálfa jörðina Skóga í Reykjahverfi til fullrar eignar og gefur hann kvittan. Á Ærlæk í Öxarfirði, 13. ágúst 1628. Útdráttur.
Skiptagjörningur þeirra bræðra Halls og Finns Ásgrímssona á landi, öllu búi og hýbýlum að Héðinshöfða á Tjörnesi.
Page 68 of 149






























