Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3428 done, 40 left)
Úrskurður og skoðunargerð Sveins biskups í Skálholti, með
ráði þriggia presta og þriggja leikmanna, um skóg Vatnsfjarðarkirkju á Tjarnarnesi, sem henni er eignaður í Vilkinsmáldaga.
Úrskurður Sveins biskups í Skálholti, að kirkjan í Vatnsfirði skuli eiga alla tolla í Bolungarvík samkvæmt bréfi, er
fyrir hann kom („Skallabréfl“ 14. Júní 1469, DI V nr. 483), þangað til önnur gögn komi fram, er framar gangi.
Kolbeinn Jónsson lofar Jóni Þorlákssyni að hann skyldi aldrei áklaga né ásókn gefa Jóni um það sem hann þóttist eiga að honum, og gefur hann Jón kvittan. Á Akureyri í Eyjafirði, 10. ágúst 1600.
Skiptabréf eftir Gissur Þorláksson.
Veitingabréf handa sira Halldóri Benediktssyni fyrir Munkaþverárklaustri.
Kaupbréf fyrir Æsustöðum í Eyjafirði (sbr. bréf 26. nóvbr. 1568).
Ólafur Ísleiksson prófastur milli Geirólfs(gnúps) og Langaness úrskurðar jörðina í Vogum Vatnsfjarðarkirkju til æfinlegrar eignar
samkvæmt testamentisbréfi Einars Eiríkssonar, er Björn bóndi Þorleifsson bar fram.
Vitnisburður tveggja manna um að Þorleifur bóndi Bjarnarson hafi sýnt og lesið fyrir þeim Guðmundi Árnasyni og Jón Snorrasyni bréf um kaup Þorleifs á átta hundruðum í jörðinni Hallsstöðum af Torfa Ólafssyni, og annað bréf um próventu sem Torfi hafði gefið Þorleifi.
Sigurður Þorbergsson afhendir Páli Jónssyni jörðina alla Hólakot á Höfðaströnd fyrir þann kostnað og ómak sem Páll hefur haft fyrir sókn fyrir Sigurð á hálfum Möðruvöllum í Eyjafirði. Á Möðruvöllum, 30. apríl 1571.
Dómur Orms lögmanns um Hof á Höfðaströnd. Við Vallnalaug í Skagafirði, 22. ágúast 1571.
Gunnlaugur Ormsson lofar Daða Árnasyni að selja honum jörðina Ytra-Villingadal svo fremi sem Pétur Gunnarsson leysi ekki kotið til sín fyrir sama verð næstkomandi vor. Með fylgir vitnisburður sex granna Daða um að Daði hafi lýst fyrir þeim kaupgjörningi þeirra Gunnlaugs, sem átt hafi sér stað 6. mars 1600, og lesið upp bréf Gunnlaugs fyrir þá að Æsustöðum í Eyjafirði, 25. maí 1600.
Viðurkenning Christophers Jensens að hann hafi látið Gísla Ólafsson fá torfhús í Stakkagerði til fullrar eignar móti því að hann þóknist dálitlu eftirmönnum Jensens þegar hann hafi látið gera við húsið. Kornhólsskansi, 10. maí 1703.
Hákon Hannesson og Þórður Þórðarson votta að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, Hlíðarenda, 15. júní 1704.
Séra Snæbjörn Torfason selur Sæmundi Árnasyni jörðina Dvergastein í Álftafirði en fær í staðinn hálft Laugaból í Ísafirði, 17. júní 1601. Bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 10. júlí sama ár.
Þóra Jónsdóttir selur föður sínum, Jóni Björnssyni, jörðina Hrafnagil í Laxárdal. Á Felli í Kollafirði, 23. júlí 1601; bréfið skrifað degi síðar.
Samantekt Árna Magnússonar á þeim tíu bréfum um Hvanneyri í Andakíl sem upp voru skrifuð í stórt transskriftarbréf sem hann hafði í láni frá séra Þórði Jónssyni á staðarstað um haustið 1709.
Dómur á Haganesi við Mývatn um Stóru-Velli í Bárðardal.
Bréf þeirra Sigurðar Þormóðssonar og Magnús Gunnsteinssonar að þeir votta að Bjarni Pálsson fékk Jóni Björnssyni iiijc uppí jörðina Ytrivelli og kvittaði fyrir andvirðið. Stóra Ósi í Miðfirði frjádaginn í fimtu viku sumars
(bréfið gjört segi síðar) ár MDLXXI.
Vitnisburður Lúðvíks Hanssonar um að Páll heitinn Vigfússon lögmaður hefði oft lýst því fyrir sér að brygði Hjalti og Anna nokkuð af því sem Páll hefði þeim fyrir sagt og tilskilið á kaupdegi og þeirra festingardegi væri allur þeirra gjörningur ónýtur með öllu. Á Hlíðarenda í Fljótshlíð, 2. júní 1571.
Samantekt Árna Magnússonar um transskriftarbréf sem séra Arngrímur Jónsson og Vigfús Þorsteinsson gerðu á Hólum í Hjaltadal 8. júní 1571. Transskrifarbréfið samanstóð af afritum níu bréfa.
Page 69 of 149











































