Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1172 documents in progress, 1439 done, 40 left)
Jón Jónsson selur séra Gunnlaugi Bjarnasyni frænda sínum jörðina hálfa Gníp (Níp) í Búðardalskirkjusókn. Útdráttur.
Transskript af dómi sex manna útnefndum af vel bornum manni jungkæra Erlendi Þorvarðssyni lögmanni sunnan og austan á Íslandi um ákæru Péturs Loptssonar til Eyjólfs Einarssonar vegna Sigríðar Þorsteinsdóltur konu sinnar um þann arf, er fallið
hafði eptir Ragnlieiði heitna Eiríksdóttur.
Dómr sex manna, utnefndr af .Tóni Jónssyni, kongs umboðsmanni milli Geirhólms og Hrútaf]arSarár, um gjafir Ara
heitins Andréssonar og Þórdísar heitinnar Gisladóttur til Orms Guðmundssonar.
Jón biskup á Hólum setr með ráði Helga álióta á Þingeyrum bróður Jóni Sæmundssyni skriptir fyrir barneign með
Eingilráð Sigurðardóttur.
Skipti eftir Þorleif Grímsson.
Ari Magnússon fær hjónunum Guðrúnu Jónsdóttur og Bjarna Jónssyni jörðina Efstaból í Holtskirkjusókn en fær í staðinn hálfa jörðina Kamb í Króksfirði. Að Ögri í Ísafirði, 2. desember 1600.
Örnólfur Ólafsson og kona hans Margrét Torfadóttir selja Ara Magnússyni sex hundraða part í jörðinni Kirkjubóli í Dýrafirði.
Gunnlaugur Ormsson lofar Daða Árnasyni að selja honum jörðina Ytra-Villingadal svo fremi sem Pétur Gunnarsson leysi ekki kotið til sín fyrir sama verð næstkomandi vor. Með fylgir vitnisburður sex granna Daða um að Daði hafi lýst fyrir þeim kaupgjörningi þeirra Gunnlaugs, sem átt hafi sér stað 6. mars 1600, og lesið upp bréf Gunnlaugs fyrir þá að Æsustöðum í Eyjafirði, 25. maí 1600.
Tylittaedómr, út nefndr af Jóni Olafssyni í umboði föður
síns, Ólafs Guðmundssonar sýslumanns í Isafjarðarsýslu, um
framfæri barna Ólafs Jónssonar.
Þorsteinn Ormsson selur Ragnheiði Eggertsdóttur hálfa jörðina Miðhlíð á Barðaströnd og fær í staðinn Botn í Tálknafirði, með þeim skilmála að Ragnheiður fái fyrst að kaupa Botn skuli Þorsteinn vilja eða þurfa að selja jörðina. Í Bæ á Rauðasandi, 21. febrúar 1599.
Festíngar og kaupmálabréf Guðmundar Skúlasonar og Guðnýjar Brandsdóttur.
Jón Arason biskup selur Páli Grímssyni bóndajarðirnar Glaumbæ í Reykjadal og Halldórsstaði í Laxárdal og hálfa jörðina Hallbjarnarstaði í Reykjadal og hálfa jörðina Björg í Kinn og þar til eina tuttugu hundraða jörð sem þeim semdi en í mót
fékk biskup jörðina Hof á Höfðaströnd með Ytri-Brekku, Syðri-Brekku og Hraun. Galt Páll kirkjunni á Hofi jarðirnar Þrastastaði og Svínavelli á Höfðaströnd.
Vitnisburður Styrkárs prests Hallsonar, að hann hafi skipt viðum á Gnýstöðum milli Þingeyrarklausturs og Ásgeirsárkirkju
og hafi klaustrinu þá ekki verið eignaður nema hálfur viðteki á Gnýstöðum. Tungu í Víðudal laugardaginn fyrir hvítasunnu ár MDLXXXIII.
Ólafur Jónsson vitnar um að Grímur Aronsson hafði legið Höllu Þorsteinsdóttur löngu áður en þeirra eiginorð
skyldi fullgjörast. Því gerðu foreldrar hennar, Þorsteinn Sveinsson heitinn og Bergljót Halldórssdóttir, ónýtan
þann skilmála um fégjafir til hennar, sér í lagi um jörðina Grafargil í Valþjófsdal sem Þorsteinn hafði selt Halldóri Hákonarsyni.
Sjá einnig AM Dipl. Isl. Fasc. XLV,10
Vitnisburður ellefu búenda í Fljótsdal um skikkan og athæfi Jakobs Hildibrandssonar. Gert á Skriðuklaustri 18. ágúst 1599.
Bréf þeirra Sigurðar Þormóðssonar og Magnús Gunnsteinssonar að þeir votta að Bjarni Pálsson fékk Jóni Björnssyni iiijc uppí jörðina Ytrivelli og kvittaði fyrir andvirðið. Stóra Ósi í Miðfirði frjádaginn í fimtu viku sumars
(bréfið gjört segi síðar) ár MDLXXI.
Lýsing Árna Geirssonar um landamerki milli Guðlaugsstaða
og Langamýrar.
Kaupmálabréf Þorsteins Guðmundssonar og Þórunnar Jónsdóttur á Grund.
Fyrri hluti skjalsins er efni kaupmálans.
Seinni hluti þess er vitnisburður um hann.
Jón Magnússon eldri lýsir lögmála á jörðunum Haukabergi og Litlu-Hlíð á Barðaströnd.
Þorleifur lögmaðr Pálsson staðfestir dóm Orms Guðmundssonar um löggjafir Ara Andréssonar og Þórdísar Gísladóttur
til Orms.
Dómur sex manna útnefndur af Jóni Hallssyni konungs umboðsmanni í Rangárþingi um ákærur
síra Jóns Einarssonar til Eiríks Torfasonar og bræðra hans í umboði Þórunnar Einarsdóttur
systur sinnar um þá peninga, er átt hafði Jón Torfason heitinn og honum voru til erfða
fallnir eftir barn sitt skilgetið.
Torfi Jónsson selr Eiríki Böðvarssyni jörðina Hillur á Galmaströnd fyrir lausafé og kvittar um andvirðið, en Agnes
Jónsdóttir kona Torfa samþykkir söluna.
Oddur Marteinsson selur Magnúsi Guðmundarsyni hálft land á Harastöðum í Vesturhópi með tilgreindum landamerkjum.
Eggert Hannesson gefur Ragnheiði dóttur sinni og manni hennar, Magnúsi Jónssyni, allar jarðir og lausafé sem hann átti 1578 á Íslandi og upp eru taldar, og tiltekur að sonur hans Jón skyldi ekkert af því hafa þar eð hann fengi allar eignir hans utantands. Auk þess gefur Eggert sérstaklega Birni Magnússyni, dóttursyni sínum, Bæ á Rauðasandi fyrir Sæból á Ingjaldssandi, sem hann hafði gefið honum áður. Gjafabréfið er gert á Bæ á Rauðasandi 30. júlí 1578 en vitnisburðurinn skrifaður í Vigur á Ísafirði mánuði síðar.
Dómr sex presta, útnefndr at Jóni biskupi á Hólum, um ákæru síra Ólafs GuSmundssonar til síra Björns Jónssonar, að
síra Björn héldi fyrir sér jörðunni hálfum Reykjum í Miðfirði.
Dómur um það mál sem sira Björn Thómasson beiddist dóms á, hvort hann mætti halda níu kúgildum, sem Þorsteinn bóndi
Guðmundsson hefði goldið sér í þá peninga sem hann gaf Ólöfu dóttur sinni til giftingar, en þeir Björnsynir, Jón og Magnús töldu kúgildin fé Þórunnar Jónsdóttur en ekki Þorsteins og eru dómsmenn því samþykkir og dæma þeim kúgildin.
Ormr lögmaðr Sturluson lofar að halda trúfastan vinskap
við síra Björn Jónsson, og að síra. Björn megi af honum
fá lög og rétt yfir mönnum, „einkanlega, að hann megi
koma réttum lögum yfir Daða bónda Guðmundsson".
Ísleifur Þorbergsson yngri selur Jóni Björnssyni Mýrarkot á Tjörnesi í Húsavíkursókn lausafé.
Finnbogi Einarsson prestur fær Gísla syni sínum til fullrar eignar jörðina Fjósatungu
í Fnjóskadal og áskilur sér fyrstum kaup á henni vilji Gísli selja hana.
Skiptabréf eftir Þorleif Grímsson.
Dómur sex manna (Sigurður Þormóðsson vc.), útnefndra af Heinrek Gerkens Hannessyni, sýslum. í Húnavatns þíngi, um þrætu útúr Harastöðum eptir Þorbjörn Gunnarsson, milli Jóns Einarssonar og Þorbjarnar Skúlasonar; dæma þeir Jón Einarsson skilgetinn sonarson Þorbjarnar Gunnarssonar og Harastaði hans eign, meðan hún er ekki með lögum af honum sókt, en skjóta málinu til Öxarár þíngs og skyldu Þorbjörn og Jón bróðir hans, Skúlasyni, að koma þángað með skilríki sín. Dómurinn stóð í Eingihlíð í Lángadal, á þíngstað réttum, fimmtudaginn næsta fyrir Ceciliu messu ár MDLXX og II en bréfið skrifað á
Þíngeyrum viku síðar.
Afhendingarbréf fyrir Eyrarlandi.
Ormr Jónsson fær Guðmundi Loptssyni til æfinlegrar eignar
jörðina Bólstað í Kaldaðarnesskirkjusókn, en gefr Guðmund
kvittan um það tilkall, er „Jón bóndi“ átti á jörðunni Bassastöðum.
Bréf Ögmundar biskups í Skálholti til allrar alþýðu manna
í Skálholtsbiskupsdæmi móti þeim hinum nýja sið, og hótar
hann þeim, er honum fram halda, forboði undir banns áfelli,
en býðr hinum aflausn, er snúast vilja til betrunar.
Þóra Jónsdóttir selur föður sínum, Jóni Björnssyni, jörðina Hrafnagil í Laxárdal. Á Felli í Kollafirði, 23. júlí 1601; bréfið skrifað degi síðar.
Séra Snæbjörn Torfason selur Sæmundi Árnasyni jörðina Dvergastein í Álftafirði en fær í staðinn hálft Laugaból í Ísafirði, 17. júní 1601. Bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 10. júlí sama ár.
Þorsteinn Bjarnason selur Birni Benediktssyni hálfa jörðina Svínárnes í Höfðahverfi en fær í staðinn jörðina Steindyr í Höfðahverfi. Á Munkþverá, 7. maí 1601; bréfið skrifað á Stóra-Hamri degi síðar.
Meðkenning Brynjólfs Jónssonar um skuld sína við sira
Halldór Benediktsson.
Alþíngisdómur sex manna (Jón Fúsason vc. ), útnefndur af lögmönnum báðum, Þórði Guðmundssyni og Jóni Jónssyni, til að dæma um hver eigandi skyldi vera að Harastöðum í Vesturhópi. Dæma þeir Jóni Einarssyni heimilt að halda jörðina þartil hún verði með lögum af honum sótt, en þier Skúlasynir, Þorbjörn og Jón höfðu ekki komið til alþíngis með skilríki sín, eptir Engihlíðar-dómi. Dómurinn fór fram á almennilegu Auxarárþíngi miðvikudaginn næstan eptir
Pétursmessu og Páls, en dómsbréfið skrifað á Melum í Melasveit XV Julii ár MDLXXIII.
Afrit af fjórum vitnisburðum um Iðunnarstaðalandamerki og um Tunguskóg og sölu á Iðunnarstöðum.
Guðmundur Bjarnason gefur og greiðir Ara Magnússyni selhúsastöðu í Tungudal í Króksfirði.
Tylftardómur útnefndur af Ögmundi biksupi í Skálholti og Erlendi Þorvarðssyni
lögmanni sunnan og austan á Íslandi um ágreining milli Hannesar Eggertssonar
og Týls Péturssonar um hirðstjórn yfir landinu og dæma þeir hirðstjórabréf það,
er Hannes hafði af konungi haft, myndugt.
Kaupmálabréf Odds Tumassonar og Ceceliu Ormsdóttur.
Einar Nikulásson selur Birni Benediktssyni jörðina Brekku í Núpasveit. Andvirðið skal Björn greiða Solveigu Þorsteinsdóttur í próventuskuld sem Einar og bróðir hans Þorsteinn voru skyldugir vegna bróður þeirra Hallgríms heitins. Á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði 6. ágúst 1601; bréfið skrifað á Munkaþverá 20. desember sama ár.
Úrskurður konungs og ríkisráðs, að arfur eftir Þorleif
Grímsson skiptist í tvennt, og falli annar helmingr til
barna hans með fyrri konu, en hinn til barna með síð-
ari konu.
Dómur sex manna, út nefndr af Ólafi bónda Guðmundssyni
kongs umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness, um kæru
Guðrúnar Björnsdóttur til Fúsa Brúmannssonar um hvaltöku og uppskurð fyrir Selvogum.
Bréf um Harastaði.
Blað úr reikningsbók um skip og útgerð.
Afhendingarbréf Jakobs Benediktssonar sýslumanns á mála Guðrúnar Ormsdóttur, ekkju Ásbjarnar Guðmundssonar, sem var 100 hundruð í föstu og lausu.
Page 7 of 149