Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3425 done, 40 left)
Uppkast að stefnubréfi þar sem Gvendur (Guðmundur) Erlingsson á í umboði Guðbrands biskups að stefna Steinþóri Gíslasyni lagastefnu til Akra í Blönduhlíð fyrir Jón Sigurðsson lögmann og kóngs umboðsmann í Hegranesþingi.
Framburður síra Jóns Gottskálkssonar að Jón Sigurðsson frá Reynistað hafi komið til sín í Glaumbæ og náð bréfi (ͻ: morðbréfi) úr kistu séra Gottskálks föður síns, sem hann viti ekki hvað inni hafi haft að halda.
Viðurkenning Christophers Jensens að hann hafi látið Gísla Ólafsson fá torfhús í Stakkagerði til fullrar eignar móti því að hann þóknist dálitlu eftirmönnum Jensens þegar hann hafi látið gera við húsið. Kornhólsskansi, 10. maí 1703. Hákon Hannesson og Þórður Þórðarson votta að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, Hlíðarenda, 15. júní 1704.
Landvistarbréf, útgefið af Hans konungi, handa Guðmundi Andréssyni, er varð Einari Hallssyni óforsynju að skaða.
Kaupbréf fvrir 4 hundr. í Látrum i Aðalvík.
Gísli byskup Jónssson kvittar síra Þorleif Björnsson um misferli sitt og veitir honum aftr prestskap
Arfleiðslubréf Jóns Björnssonar i Flatey (samhljóða nr. 80 sð framan, nema að ártali).
Skiptabréf.
Stephán biskup í Skálholti gefr Sturlu Þórðarson frjálsan og liðugan að gera hjúskaparband við Guðlaugu Finnbogadóttur.
Veitingabréf síra Jóns Loptssonar fyrir Skinnastöðum í Öxarfirði.
Afrit fjögurra bréfa um kirkjureikninga Hagakirkju og eignarhald á Haga á Barðaströnd, með athugasemdum skrifarans.
Kaupmálabréf Andrésar Björnssonar og Guðlaugar Jónsdóttur.
Bréf sr. Ólafs Péturssonar til Sigurðar Björnssonar lögmanns um að Þórður Magnússon í Vestmannaeyjum skuli skikkaður til að snúa aftur til sinnar ektakvinnu, Guðrúnar Ingjaldsdóttur í Útskálakirkjusókn, sem hefur ekki séð hann í á sjöunda ár, dags. 20. september 1699. Í framhaldi af bréfi sr. Ólafs kemur bréf Sigurðar til Ólafs Árnasonar, sýslumanns í Vestmannaeyjum, um þessa skikkun, dagsett sama dag. Á 2v er utanáskriftin „Bréf hr. lögmannsins uppá Þórð Magnússon“.
Meðkenning Níels Regelsens kaupmanns að hann hafi látið Helga Jónsson frá Búðarhóli í Austur-Landeyjum fá hjalla til eignar gegn því að hann árlega þóknist dálítið veturlegumanni sínum.
Afrit af bréfi þar sem sagt er frá deilum um þyngd fisks sem gerðu það að verkum að allar vigtir í Vestmannaeyjum voru bornar saman við kóngsins vigt. Þeim sem skiluðu réttri þyngd var skilað en hinar brotnar. Bréfið er dagsett 6. desember 1702 og undirritað af sex mönnum. Á eftir fylgir uppskrift af bréfi Sigurðar Björnssonar lögmanns þar sem hann lýsir þakklæti fyrir áðurskrifað bréf, dags. 20. júlí 1703. Diðrik Jürgen Brandt og Þórður Þórðarson votta að rétt sé eftir frumbréfum skrifað, dags. 6. júní 1704.
Afrit af bréfi um þá skikkun að þeir sem eiga leyfislausa hesta skuli gjalda 24 fiska, helmingur fari til umboðsmannsins Christoffers Jensens og helmingur til fátækra. Skikkunin fór fram 2. nóvember 1703. Þórður Þórðarson og Sigurður Sölmundsson votta að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, dags. 7. júní 1704.
Afrit af dómsbréfi um að Jón Sigurðsson á Vesturhúsum og Sigmundur Magnússon á Steinsstöðum hafi óleyfilega raskað jörð, dags. 20. nóvember 1703. Sigurður Sölmundsson og Jón Guðmundsson votta að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, dags. 30. maí 1704.
parchment
Jón biskup á Hólum kvittar síra Jón Brandsson um milligjöf milli jarðanna Grillis í Fljótum og Illugastaða í Flókadal.
Jón Vigfússon selur Eyjólfi Eiríkssyni 70 hundruð í Lögmannshlíð og Kollugerði í Kræklingahlíð en Eiríkur lætur á móti Næfurholt í Árverjahreppi sem samþykki konu sinnar, Þórdísar Eyjólfsdóttur. Báðir lofa að svara portio kirknanna á jörðunum sem þeir kaupa.
Framburður og umkvörtun Einars Guðbrandssonar í Brattahúsi yfir Pétri Vibe og Hans Chr. Ravn út af hrakníngum af einni jörð á aðra. Fjórir menn votta að hafa heyrt vitnisburð Einars Guðbrandssonar, sem borinn var fram fyrir Árna Magnússyni. Þrír menn votta enn fremur að Einar segi satt frá.
Klögun Odds Svarthöfðasonar til Árna Magnússonar vegna framferðis umboðsmannsins Hans Christiansson Rafn, sem meðal annars rak hann af jörðinni Dölum þar sem hann hafði búið síðan 1685.
Tylftakdómr út nefndr af Jóni biskupi á Hólum, Claus van der Mervize og lögmönnum báðum, Erlendi Þorvarðssyni og Ara Jónssyni, eptir konungs skipan um kæru Ögmundar biskups í Skálholti til Sigurðar Ólafssonar, að hann hefði legið með Solveigu Ólafsdóttur systur sinni.
Kvörtun Brynjólfs Magnússonar til Árna Magnússonar um að umboðsmaðurinn Niels Riegelsen meini honum að nýta jörðina Kirkjubæ andstætt samkomulagi við fyrrverandi umboðsmann, Hans Christiansson Rafn. Magnús Erlendsson, Sigurður Sölmundsson og Klemus Jónsson votta enn fremur að Brynjólfur hafi forsvaranlega hirt um jörðina.
Kaupbréf um þrjú hundruð og fjörutíu álnir í jörðunni Hellisholtum í Hrunamannahreppi fyrir lausafé.
Vottorð þar sem Árna Magnússon og Ólafur Árnason sýslumaður tjá niðurstöður sínar af rannsókn á mælikeröldum sem gerð var 4. júní 1704 í Vestmanneyjum að umboðsmanninum Christoffer Jenssyni viðstöddum. Þrjú samhljóða eintök, öll undirrituð af Árna og Ólafi og með innsiglum þeirra.
Afrit af sátt um landamerki mili Voðmúlastaða og Úlfsstaða.
Fúsi Helgason kvittar Andrés Arason um það sakferli, er Andrés átti að gjalda móður Fúsa, og samþykkir Oddr bróðir Fúsa það.
Þrír vitnisburðir um fjöruna Kóngsvík í Skaftafellssýslu.
Afhendingarbréf tveggja erfingja Henriks Bielckes á fimm jörðum í Rangárvallasýslu, eða svonefndu Bakkaumboði, til Jóns Péturssonar til fullrar eignar, og viðurkenning fyrir að hafa fengið fulla borgun. Skrifað í Kaupmannahöfn 25. apríl 1690. Á eftir bréfinu fer vitnisburður á dönsku um að rétt sé skrifað eftir frumbréfi 18. júní 1703 undirritaður af Rasmus Hansen og Gísla Jónssyni. Aftan á stendur að Bakkaumboð tilheyri nú (1703) tveimur bræðrum, sr. Jóni Erlingssyni og sr. Hannesi Erlingssyni.
Ingvildr Jónsdóttir fær Haldóru Jónsdóttur til fullrar eignar þá peninga, er henni höfðu til erfða fallið eptir Jón Jónsson bróður sinn, og hafði hún fyrir laungu uppetið þessar álnir hjá Haldóru.
Skrá um peninga þá og fjármuni, er Andrés Guðmundsson tók á Reykhólum fyrir Þorleifi Björnssyni og sveinum hans, svo og fyrir Einari Bjömssyni.
Afrit (tvö) af Ingveldarstaðaeignarskjali og Daðastaða, frá 1688. Viðvíkjandi Hendrik Bjelke. Afrit af jarðakaupabréfi dags. 15. mars 1688, þar sem erfingjar Henriks Bielke selja Christoffer Heidemann ýmsar jarðir. Á eftir bréfinu fer vitnisburður á íslensku um að það hafi verið lesið upp í Lögréttu 3. júlí 1688. Undir hann hafa upprunalega skrifað: Sigurður Björnsson, Magnús Jónsson og Árni Geirsson. Þar á eftir er ódagsettur vitnisburður á dönsku sem Runólfur Þórðarson og Gísli Illugason hafa undirritað. Sama bréf er afritað á bl. 3r-7r. Íslenski vitnisburðurinn fylgir á 7v. Á 7v-8r er vitnisburður á dönsku, dagsettur 5. júlí 1694, undirritaður af L. C. Gottrup.
Björn bóndi Þorleifsson selr Örnólfi Einarssyni jarðirnar Álfadal á Ingjaldssandi og Hraun, og að auk tvö málnytu kúgildi, fyrir Hvalsá, Tannstaðabakka og Útibliksstaði, og eru þær jarðir í Hrútafirði og Miðfirði.
Transskriftarbréf um kaup og greiðslu jarðarinnar Mjóaness, sem séra Jón Daðason seldi Brynjólfi Sveinssyni biskupi, með samþykki Þorsteins Þorsteinssonar.
Bréfsform Hallvarðs príors förumunka í Björgvin um það, að taka þá inn í lifnað þeirra bræðra, er að reglu þeirra vilji hallast og þeirra lifnað halda.
Jón Jónsson prófastur á millum Geirhólms og Hrútafjarðarár kvittar Þorbjörn Jónsson af öllum brotum við heilaga kirkju, þeim er hann má, og leyfir, að hann láti þann prest leysa sig, er hann vill, ef hann verður brotlegur í nokkru.
Afrit af umboðsbréfi þar sem Christofer Heidemann felur Jóni Sigurðssyni, sýslumanni í Borgarfjarðarsýslu, að rannsaka kæru Eyjólfs Jónssonar. Við Öxará 9. júlí 1685.
Jón biskup á Hólum, er þá var kongs umboðsmaðr bæði í Vöðluþingi og Þingeyjarþingi, selr Bessa Þorlákssyni jarðirnar Sigurðarstaði, Sandvík, Haldórustaði, Jarlslaði, Minni Völlu og Kálfborgará í Bárðardal, Skarð í Fnjóskadal og Björk í Eyjafirði, fyrir hálfa Anastaði, hálft Skarð og fimm hundruð í Kárastöðum á Vatnsnesi og hálfa jörðina Samtýni í Kræklingahlíð, með fleirum greinum, er bréfið hermir.
Afrit af pósti úr vísitasíu Brynjólfs Sveinssonar um máldaga og reikning kirkjunnar að Mýrum í Dýrafirði, frá 1650.
Vitnisburbr fimm manna um það, að þeir hafi séð og yfir lesið kvittunarbréf þau, er þeir biskuparnir Magnús Eyjólfsson, Stephán Jónsson og Ögmundr Pálsson hafi út gefið til handa þeim frændum Þorleifi Björnssyni, Einari Björnssyni og Birni Þorleifssyni um sektir og fjárgreiðslur, og er tilfært efni bréfanna.
Haldór prestr Tyrfingsson vottar, að hann viti ekki til, að Sigurðr bóndi Narfason og Ívar heitinn bróðir hans hafi gert neinn gjörning um landamerki Tungu og ytra Fagradals (á Skarðsströnd) leingr en þeir lifði báðir.
Kaupmálabréf síra Björns Jónssonar og Steinunar Jónsdóttur.
Vitnisburður, að Björn Guðnason hafi um langa tíma átt jörðina Ásgarð í Hvammssveit og hafi keypt hana af Þórólfi Ögmundssyni, með fleirum greinum, er bréfið hermir.
Dómar og skilríki um arf þann sem Einari Ólafssyni hafði fallið eftir Solveigu Björnsdóttur móðurmóður sína, afrituð „úr kópíubók frá Hólum í Hjaltadal“. D 1–9. Afrit af transskriftarbréfi frá Hólum í Hjaltadal, 6. maí 1517.
Sveinn Þorleifsson selr síra Ólafi Hjaltasyni sjálfdæmi og gefr sig og alt það, sem hann á, í hans vald, fyrir „það svik", er Sveinn hafði gert síra Ólafi í sambúð við Hallfríði Ólafsdóttur, með þeim fleirum greinum, er bréfið hermir.
Helga Guðnadóttir og Eiríkr Torfason, sonr hennar, gefa hvort annað kvitt um öll þeirra skipti.
Gjafabréf Jóns Oddssonar til handa Þorgilsi presti syni sinum um tíu hundruð upp í jörðina ytra Hvarf í Svarfaðardal.
Lýsing Þorsteins Finnbogasonar, að hann hafi gefið síra Birni Gíslasyni brennistein í Fremri-Námum í sína lífsdaga.
Tylftardómr klerka norðan og sunnan, útnefndr af Jóni biskupi á Hólum, er þá var administrator Skálholtsbiskupsdæmis, um ákærur biskups til Daða Guðmundssonar.
Guðlaug Finnsdóttir selur Helgu Magnúsdóttur og dóttur hennar Sigríði Hákonardóttur jörðina Tungufell og fær í staðinn jörðina Fossá í Kjós (drög). Á eftir eru drög að skuldauppgjöri þar sem Guðlaug meðkennir sig hafa fengið greiðslu frá Helgu.