Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1634 documents in progress, 3417 done, 40 left)
Vitnisburður: Um heimsókn og fjártöku Jóns Jónssonar á Eyri við Seyðisfjörð.
Vitnisburðr um heimreið og fjárupptöku Jóns Jónssonar, — er kendr er Solveigarson, — á Eyri í Seyðisfirði, þá er Þorleifr Örnólfsson bjó þar, eptir því skilyrði, er Björn Guðnason hafði honum unt, svo og um höstug orð og heitingar Jóns
við Arndísi Egilsdóttur konu Þorleifs.
Vitnisburður Magnúsar Filipussonar um að Þorleifur heitinn Pálsson á Skarði hafi léð séra Ólafi heitnum Magnússyni, presti á Stað á Reykjanesi, afnot af Skarfaskeri; Staðarkirkja eigi ekkert tilkall til þessa skers.
Sendibréf Björns ríka Þorleifssonar til Brands lögmann Jónssonar um gripdeildir Lopts (Ormssonar), þjónustulaun
Brands hjá Birni og fleira.
Vitnisburður um að Stígur Einarsson, þá látinn, hafi tekið sér til eignar Illugastaði í Fnjóskadal
með öllu því sem jörðinni fylgir síðan Marteinn Gamlason hafði hana gefið í próventu með sér og
Rannveigu, konu sinni.
Jón Jónsson selur Jóni Sigmundssyni hálfa jörðina Lundarbrekku í Bárðardal fyrir hálfa jörðina Reistará á syðri Galmarsströnd og þar til sextán kúgildi og hest.
Ragna Auðunardóttir selr Birni bónda jporleifssyni fjóra tigi
hundraða í jörðuuni Alptanesi á Mýrum fyrir þrjátigi hundraða jörð eða tuttugu og fjögurra huiidraða jörð og sex kúgildi; skyldi kaupið óbrigðilegt, ef »minn herra kong Kristiern
vill láta það kaup haldast, er Vermundr Kolbeinsson kallaðist hafa keypt við hann.
Björn Þorleifsson selur "Eyjólfi Arnfinnssyni jarðirnar Voga
á Rosmhvalanesi og Gunnólfsá í Ólafsfirði fyrir jarðirnar
Þernuvik, Efstadal, Ós, Hanhól og Gil á Vestrlandi.
Skúli Loftsson selur Birni bónda Þorleifssyni jörðina Hlíð í Bolungarvík fyrir Meira-Vatn í Skagafirði.
Afrit þriggja vitnisburða um Geitaberg:
a) Vitnisburður Jóns prests Þorleifssonar um handsalaðan gjörning milli Erlends Þorvarðssonar og Jóns Sigurðssonar vegna þrætu um landareign á milli Geitabergs og Dragháls, 1. júlí 1570.
b) Vitnisburður Guðmundar Ormssonar um sama gjörning, 1. júlí 1570.
c) Vitnisburður Magnúsar Jónssonar um að hann hafi aldrei heyrt tvímæli leika á að Geitaberg ætti það land sem Erlendur Þorvarðsson og Jón Sigurðsson þrættu um, 10. ágúst 1570.
Vígslu- og aflátsbréf kirkjunnar á Álptamýri í Arnarfirði útgefið af Stepháni biskupi.
Steinmóður ábóti í Viðey og Jón Narfason votta að Ólöf Loftsdóttir fékk Gerrek gullsmið í Hafnarfirði gull og silfur er skyldi koma upp í jarðir Guðmundar Arasonar er Björn Þorleifsson hafði keypt, og lofaði Gerrek að fá konungi þessa peninga fyrir hönd Björns og Ólafar.
Vitnisburður um að Þórkatla Árnadóttir hafi goldið syni sínum Jóni „ábóta að kenndur er“ allan sinn hlut í jörðinni Hlíð í Kollafirði, er Árna syni hennar bar til erfða eftir föður sinn Dagstygg heitinn Jónsson, í þjónustulaun.
Landvistarbréf Kristjáns konungs þriðja handa Jörundi Steinmóðarsyni af legorði með tveim systrum.
Thómas Ólafsson prestur og prófastur kvittar Jón Narfason af öllum sakfelldum við heilaga kirkju og hann, sérstaklega
af þeim fjórmennings mægðum sem hann varð opinber að með Dýrunni Þórðardóttur.
Ari Bessason selur Örnólfi Einarssyni jörðina Tannstaðabakka í Hrútafirði fyrir lausafé.
Þorvarður bóndi Loftsson selur Birni bónda Þorleifssyni jörðina Reykjarhól í Fljótum fyrir jarðirnar Egilsá og Þorbrandsstaði í Norðurárdal í Silfrastaðaþingum.
Bréf borgarstjóra og ráðsmanna í Hamborg til Vigfúsar hirðstjóra Erlendssonar um borgun fyrir 12 lestir íslenskrar
skreiðar sem ganga áttu til Kristjáns konungs en kaupsamningurinn hafði gerst mili Vigfúsar og Dankquard Smíjd, Clawes
Schomaker, Hermen Moysan og Jacob Prütze og átti að afhenda þeim hana á Íslandi. Lofa Hamborgarar að greiða andvirði skreiðarinnar
þegar þeir fái fulla vissu frá Vigfúsi um hvað mikil skreið verði í té látin (DI VIII:203-204).
Ketill Narfason prestur ættleiðir börn sína, Jóna tvo, Guðrúnu, Oddnýju og Herdísi, til alls arfs eftir sig, en lofar að gjalda Erlendi bróður sínum þrjátíu hundruð fyrir arflausn og á helmingur þess að ganga til þess að kenna Halli Grímssyni til prests.
Stefán Gunnlaugsson og Þórný Bergsdóttir selja Árna Einarssyni hálfa jörð á Dálksstöðum á Svalbarðsströnd, og á Árni upp í jórðina að lúka út ómagaeyri dætrum þeirra Geirríði og Heilgu, þar þau eigi ekkert lausafé til.
Helga Jónsdóttir lýsir því að hún hafi gefið Björgu Kráksdóttur, dóttur sinni, hálfa jörðina Torfalæk.
Transskrift af vitnisburði um viðskipti og slagsmál sr. Narfa Böðvarssonar og Halldórs Hákonarsonar í kirkjugarði.
1. DI V. nr. 672: Transskript.
2. DI V. nr. 328: Vitnisburðr sjö manna um viðskipti séra Narfa Böðvarssonar og bræðra hans og þeirra manna við Haldór Hákonarson og Ólaf Jónsson og þeirra menn í kirkjugarðinum í Holti í Önundarfirði, að ekki hefði þeir Haldór slegið fyrri en grjóti var til þeirra varpað úr kirkjugarðinum.
Kristján konungur annar staðfestir dóma Jóns lögmanns Sigmundssonar þar sem Birni Guðnasyni og samörfum hans eru dæmd til æfinlegrar eignar öll fé föst og laus, sem fallið hafa eftir Þorleif Björnsson, Einar Björnsson og Solveigu Björnsdóttur, sbr. AM Dipl. Isl. Fasc. XLII,11.
Bréf, að Björn Guðnason bygði Jóni Eirikssyni jörðina Hvamm í Hvammssveit, og fleiri jarðir, til ábýlis um þrenna
næstu tólf mánuði, með því skilorði, er í bréfinu greinir.
Helgi prestur Magnússon gefur Stulla Magnússyni bróður sínum
til fullrar eignar jörðina Eyrarland í Eyjafirði.
Jón Ásgrímsson selur Helga Ásgrímssyni jarðirnar Sirisstaði, Bitru og Haus (Háhús) í Kræklingahlíð fyrir hálfar jarðirnar
Voga við Mývatn, Breiðamýri í Reykjadal og Bjarnastaði í Bárðardal.
Vitnisburður um að Þórður Andrésson seldi Helga Jónssyni Sléttárdal fyrir þrjú hundruð, er hann
var skyldugur í landskyld af Vatnshorni upp í þrjú ár.
Þrír menn votta að Skúli Loftsson hafi uppboðið, reiknað og sýnt það fé, að upphæð sextíu hundruð, er hann lét meta í fardögum og bauð erfingjum Gunnlaugs Guðmundssonar fyrir Uppsali í Skagafirði og kallaði þá jörðina sína eign.
Bréf Halls Ásgrímssonar prests um að þau Ólafur Sigfússon og Guðrún Vigfúsdóttir kona hans hafi gefið síra Jóni Ólafssyni syni sínum umboð með öllum sínum fjám að selja, býta, skikka og skipta, einkum að selja Eyjólfi Gíslasyni bónda fyrstum manna fyrir svo gott verð, sem aðrir bjóða best, en tilskilið styrk Eyjólfs til þess að heimta arf eftir þá bræður Ólafs, síra Hall og Pétur Sigfússonu.
Þorleifur Magnússon lögfestir í umboði Jóns Þórðarsonar hálft annað hundrað í jörðinni Auðnum á Barðaströnd, sem var tilgjafareign Þórunnar Ólafsdóttur, konu Jóns, eftir fyrri mann hennar, Ívar Jónsson heitinn.
Steinunn Jónsdóttir gefr með samþykki Sveins Þorgilssonar
bónda síns Haldóri Hákonarsyni jörðina Suðreyri í Súgandafirði í prófentu sína.
Bannsetningarbréf Jóns officialis Broddasonar yfir Solveigu
Þorleifsdóttur.
Bréfið er í fjórum greinum.
Dómur tólf manna um Dalsskóg í Eyjafirði milli Bjarnar Einarssonar og Magnúsar Hafliðasonar.
Magnús Hallsson gefur Bessa Þorláksson kvittan um allar vígbætur eftir Hall Magnússon.
Transskriftarbréf af kvittunarbréfi konungs til Björns Þorleifssonar vegna kaupa á eigum Guðmundar Arasonar.
Sjá DI V, nr. 416: Kristján Danakonungr hinn fyrsti lýsir því, að Björn Þorleifsson, „vor elskulegur þénari“, hafi goldið sér fjögur hundruð nóbila fyrir eignir Guðmundar Arasonar, er Björn hafð ikeypt, og kvittar konungr Björn með öllu fyrir endrgjaldi
þessara eigna.
Hans Dana og Norðmanna konungr gefur Birni Þorleifssyni landsvistar og griðabréf um atvist hans með Eiriki Halldórssyni að vígi Páls Jónssonar (1496).
Kaupmálabréf Eindriða Jónssonar og Ingibjargar Pálsdóttur.
Sveinn biskup í Skálholti afleysir Þorleif Björnsson og Ingveldi Helgadóttur af sjö barneignum í fjórmenningsmeinum, setur þeim viðurkvæmilegar skriftir og kvittar þau fyrir luktu sektagjaldi til heilagrar kirkju.
Bjarni Sigurðsson prestur afhendir Árna Guttormssyni tíu kúgilda virði upp í jörðina Kvígandisfell í Tálknafirði, og votta það fimm menn.
Þorgerður Magnúsdóttir selr Finnboga Jónssyni hálfan Héðinshöfða á Tjörnesi með hálfri Lundey og eins manns aungulveiði á Botnsvatn.
Vitnisburður Jóns Alexíussonar um að hann hafði lesið bréf kirkjunnar í Vatnsfirði um að skipið undan Hlíð ætti tolllaust að vera.
Sigurður Jónsson selur Páli Jónssyni þriðjungshlut í Björnólfsstöðum og kvittar hann um verðið.
Ketill Þorsteinsson selur Sturlu bónda Magnússyni jörðina Syðragarð í Dýrafirði fyrir tólf hundruð í lausafé.
Ingibjörg Loftsdóttir handleggur Magnúsi Jónssyni og Ingunni konu hans hálfa Grund í Eyjafirði, Dvergstaði, Eyrarland, Kotá, Hrafnstaði í Kræklingahlíð, Snartastaði í Gnúpasveit og Leirhöfn á Grjótnesi upp í þá peninga er Ingibjörg hafði tekið að sér og Ingunni höfðu fallið til erfða.
Sveinn biskup í Skálholti kvittar Þórð bónda Helgason um porcio Staðarfellskirkju um þau sextán ár sem hann hafði haldið hana, og hafði Þórður bóndi lagt henni til sextán hundraða.
Finnbogi Jónsson selr Einari Bergþórssyni jarðirnar Sökku og Skáldalæk í Svarfaðardal með kvöðum og hlunnindum, en Einar selr Finnboga í mót jarðirnar Klifshaga, Hafrafellstungu og Þverá í Öxarfirði með gögnum og gæðum.
Transkriberað i VII, 4b. Viðbótartextinn er í DI XIV, nr. 128.
Helmingaskipti á Geitabergi á milli Gísla Þórðarsonar og Guðmundar Jónssonar. Gert af Þórði Guðmundssyni lögmanni og fimm mönnum öðrum.
Jóni Sigmundssyni handfest jörðin á Vindheimum. Vitnisburðr tveggja manna um landamerki Vindheima á
Þelamörk.
Vitnisburður sex manna um að Björn Guðnason hafi staðið síra Grími Þorsteinssyni officialis Skálholtskirkju í
Vestfjörðum, reikningsskap Vatnsfjarðarkirkju upp á 120 vetur en eftir reikninginn staðinn hafi Stephán biskup
í Skálholti tekið af honum stað þenna löglaust og með ofríki, sett Björn og fólk hans í bann og út af heilögu
sakramenti svo að Björn varð að lofa að ganga frá garðinum.
Afsalsbréf bræðranna Einars, Sigurðar og Magnúsar Jónssona, að þeir láta eftir Ívari bróður sínum, fyrir bón Jóns Ívarssonar, föður þeirra, að leysa til sín þeirra hluta í jörðinni Auðnum, sex hundruðum að dýrleika, í Brjánslækjarsókn.
Bréf frá Hendrik Bjelke til embættismanna á Íslandi að þeir skuli hjálpa á alla lund þeim kóngsins mönnum sem færu um landið í leit að „metaller, mineralier och adskillig andet“.
Page 74 of 149









































