Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1634 documents in progress, 3417 done, 40 left)
Lögfesta Björns Gíslasonar, í umboði föður síns Gísla Magnússonar, fyrir Syðra-Krossanesi í Kræklíngahlíð.
Kaupmálabréf milli Sveins Símonarsonar, fyrir hönd Magnúsar Gissurarsonar, og Þóru Bjarnadóttur fyrir hönd Þórkötlu Snæbjarnardóttur, dóttur sinnar.
Kvittun Björns Sveinssonar fyrir 12 hundruðum í Hafnarhólma frá Magnúsi Sæmundssyni.
Eggert Björnsson gefur Birni Gíslasyni umboð til að selja Þorgrími Árnasyni Tinda í Saurbæ.
Bjarni Oddsson kaupir Víghólsstaði á Skarðsströnd af hjónunum Ara Ormssyni og Sigríði Þorsteinsdóttur fyrir lausafé.
Tylftardómur, útnefndur á Öxarárþingi af Hrafni lögmanni Brandssyni, um vígsmál Gísla Filippussonar, er hafði slegið í hel Björn Vilhjálmsson.
Kvittunarbréf Ara Ormssonar og konu hans Sigríðar Þorsteinsdóttur til Bjarna Oddssonar um andvirði jarðarinnar Víghólsstaða.
Sigurður Hákonarson gefur bróður sinn Guðmund kvittan um verð jarðanna Götu og Eymu í Selvogi, og tilgreinir þá peninga sem Jón Egilsson í umboði Guðmundar færir honum.
Álitsgerð sex manna um þrætulandsspotta sem Hvamms- og Kúastaðamenn hafa eignað sér í Hólsjörðu í Svartárdal.
Magnús Gíslason selur undan sér og sínum dótturbörnum, börnum Jórunnar Magnúsdóttur og Odds heitins Sveinssonar átta hundruð í jörðinni Skálmholtshrauni á Skeiðum fyrir lausafé.
Vinstri helmingur dómsbréfs klerka um barsmíð Jóns Sigmundssonar á tilgreindum klerki. Dómr klerka útnefndr á prestastefnu af Gottskalki biskupi á Hólum um barsmíð Jóns Sigmundssonar á Ólafi presti Guðmundssyni (Beggu-Láfa), og dæma þeir Jón í bann og kunnan og sannan að mörgum falsbréfum.
Skinnrolla með tveimur bréfum: Efst: Ákærur Þorbjarnar Flóventssonar til Björns Árnasonar. (DI VII, nr. 224) Neðar: Skrá um peningaskipti Björns Guðnasonar og Guðna föður hans. (DI VII, nr. 223)
Vitnisburður um landamerki Hóls í Svartárdal. Meðkenning Jóns Finnbogasonar að hann hafi í leyfi séra Gísla Brynjólfssonar haft brúkun vestur yfir Svartá í Hólsjörð og goldið fyrir 20 álna leigu á ári.
Ari Guðmundsson selur Magnúsi Björnssyni hálfan Djúpadal og Selland fyrir Stóru- og Litlu-Brekku á Höfðaströnd.
Vitnisburður Þórarins Ásmundssonar um landamerki Hofsstaða við Mývatn.
Gjörningsbréf Þorleifs Björnssonar og Ingveldar Helgadóttur, og lykr hann henni Svefneyjar og Miðjanes fyrir 90 hundraða í reikningsskap og ábata af hennar peningum, meðan hann hélt þá, og eigi var eiginorð bundið þeirra á milli, og í það silfr og þau þing, er hún fékk honum þegar hann fór af landinu í fyrra sinni og nú; þar með reiknar hann hvern mála hún hafi átt og eigi í sinn garð
Vitnisburður fjögurra manna að Jón Ólafsson og Hallfríður Þórðardóttir kona hans meðkenndust að þau hefðu fengið Gísla Filippussyni Botn í Patreksfirði fyrir ævinlegt framfæri og próventu hjá honum og Ingibjörgu Eyjólfsdóttur konu hans, og ef sú jörð gengi af þá jörðina Hvalsker í Patreksfirði og part í Dufansdal.
Björn Gíslason selur Eggert Björnssyni Skutulsey og 18 hundruð í Laxárholti fyrir 450 ríkisdali.
Vitnisburður Jóns Jónssonar og Skúla Jónssonar að Jón Björnsson hefði boðið sig undir lög að svara þeim lögum sem upp á vildu klaga um arf hans og Magnúsar bróður hans eftir Þórunni sálugu föðursystur þeirra.
Þorkell prestur Olafsson og sex menn aðrir votta, að Ari Guðmundsson hafi á Reykhólum 9. August 1416 handlagt Árna biskupi Ólafssyni til fullrar eignar þau tuttugu hundruð, seldi Magnús Hallsson skuldaði Ara upp í verð jarðarinnar Hjarðar dals í Önundarfirði, en Árni biskup handlagði þau aptur Magnusi kvittar Ari þá Magnús fyrir jarðar verðinu og handleggur honum tveggja ára leigur og leiguleigur af skuldin
Úrskurður Eyjólfs lögmanns Einarssonar með ráði sex lögréttumanna um Esjubergsdóm, er gekk í eignamálum þeirra Sophíu Loptsdóttur og Gunnlaugs Teitssonar um jarðirnar Horn og Papafjörð, og úrskurðar hann Gunnlaugi jarðirnar til halds og meðferðar.
Bréf Guðrúnar Þorláksdóttur, að hún þverneitar að samþykkja að Jón Ólafsson eldri, maður sinn, gjaldi 18 vættir tvennar til Gísla Jónssonar í notum arfsmunar milli þeirra systra Guðrúnar og Helgu.
Björn Magnússon kaupir hálfa Möðruvelli í Eyjafirði af bróðursyni sínum Birni Gíslasyni. Í staðinn fær Björn Gíslason Ystu-Vík, Mið-Vík, Leyning og fleiri jarðir á Norðurlandi.
Bréf Hannesar Björnssonar, að hann hafi fengið Erlendi presti Þórðarsyni til eignar jörðina Víðidalsá í Steingrímsfirði með 6 kúgildum og þar til málnytu 10 aura, og kvittar fyrir andvirðið.
Símon Oddsson og Guðrún Þórðardóttir selja Bjarna Sigurðssyni hálfan Hlíðarenda, er Guðrúnu féll til erfða eftir dóttur sína Álfheiði Gísladottur, fyrir lausafé. Ítökin eru tilgreind. Oddur, Steinunn og Þórdís, börn Símonar og Guðrúnar, samþykktu.
Vitnisburður Helga Magnússonar um landamerki Vatnshorns og Þóreyjarnúps, gefinn Magnúsi Árnasyni.
Vitnisburður Sigurðar prests Jónssonar um að Grund í Eyjafirði eigi allan reka fyrir Hallbjarnarstöðum, nema álnar kefli, og hálfan Sandhólareka á móti við Munkaþverárklaustur.
Vitnisburður Jóns Ormssonar um landamerki Héðinshöfða á Tjörnesi.
Vitnisburður Kolla Vigfússonar og Ara Eiríkssonar að jörðin Dálksstaðir á Svalbarðsströnd hafi aldrei verið ákærð af Jóni þistli, Björgu konu hans né Þórnýju dóttur þeirra, og hafi jörðin eigi verið ákærð fyrr en Ólafur Halldórsson ákærði.
Afrit fimm bréfa um reka sem Grund í Eyjafirði á á Tjörnesi. Bréfin sem afrituð eru eru eftirfarandi: α. Afrit af máldaga Grundar í Eyjafirði, 24. apríl 1584. β. Vitnisburður um að húsfrú Þórunn Jónsdóttir seldi Magnúsi Jónssyni bróðursyni sínum allan þann reka sem Grund í Eyjafirði hafði í langan tíma átt fyrir Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi, ritað 16. maí 1579. γ. Vitnisburður séra Sigurðar Jónssonar um Grundarreka fyrir Hallbjarnarstöðum, 28. október 1579. (Varðveitt frumbréf í LVII, 35.) δ. Vitnisburður séra Kolbeins Auðunarsonar um sama efni, 27. október 1579. (Varðveitt frumbréf í LVII, 34.) ε. Vitnisburður Odds Ásmundssonar lögréttumanns um sama efni, 27. október 1579. (Varðveitt frumbréf í LVII, 33.) Transskriftarbréfið er vottað af Árna Magnússyni og Jóni Jónssyni 11. júní 1589.
Vitnisburður Þorleifs Klemenssonar um að faðir hans, séra Klemens Jónsson sem hélt Tungustað í vart 40 ár, hafi átölulaust brúkað þá hólma og sker og Hrólfsey er liggja fyrir Grafarlandi, sem er kirkjunnar kot.
parchment
Tylftardómur, útnefndr á Öxarárþingi af Þorleifi lögmanni Pálssyni, um kærur lögmanns upp á jarðirnar Bakka, Breiðaból og Hraun í Skálavík, sem Ólafur bóndi Eiríksson hefir haldið um langa tíma.
Þórarinn Filipusson kvittar Pál Jónsson um verð fyrir þriðjungspart í jörðinni Björnólfsstöðum í Langadal.
Hannes Björnsson kvittar Eggert Hannesson um fjárgæslu fyrir sig og systur sínar á arfi foreldra sinna og um útgreiðslu peninga Steinunnar Jónsdóttur.
Óvottað afrit af kaupmála Bjarna Snorrasonar og Ólafar Guðmundsdóttur, ritaður 1656, og arfaskiptabréfi Guðmunds Þorleifssonar og Þorgerðar Ólafsdóttur, foreldra Ólafar, ritað „nokkrum árum síðar“ en kaupmálinn.
Kaupsamningur Brands Haukssonar og Guðrúnar Vermundardóttur um jörðina Skáney í Reykholtsdal.
Kaupmálabréf Ólafs Geirmundssonar og Sigríðar Þorsteinsdóttur.
Úrskurðarbréf Finnboga lögmanns Jónssonar um landamerki milli Staðarfells og Arastaða (Harastaða) á Fellsströnd (DI VII:651).
Magnús Björnsson selur Jóni bróður sínum hálfa Arnarstaði í Eyjafirði fyrir Syðri-Brekku á Höfðaströnd og fimm hundruð í annarri jörð.
Þórður Pétursson vitnar um það að hafa heyrt samtal Sæmundar Árnasonar og Nikulásar Oddssonar þar sem Sæmdundur sagðist hafa fyrir löngu selt eiginkonu sinni, Elínu Magnúsdóttur, jörðina Hól og myndi hann því engum gefa hana.
Jarðaskiptabréf og er Látrum í Aöalvik skipt viðSteig og Karlsstöðum í Veiðileysu. Tvö bréf á sama skinnblaði og sama AM nr.
Guðmundur Illugason, að skipan Björns Benediktsson, tekur eiða af Guðrúnu Árnadóttur og dóttur hennar, Kristínu Jónsdóttur. Guðrún sver að hún hafi ekki haft líkamlegt samræði við annan en sinn ektamann Jón Björnsson og Kristín sver að hún hafi ekki haft líkamlegt samræði við annan en Björn Magnússon, son Magnúsar Björnssonar.
Aflátsbréf Raymundar Peraudi legáta páfaus handa Þorbirni Jónssyni og konu hans fyrir milda meðhjálp til styrktar heilagri trú og endrbætingar Kanctovenskirkju (þ. e. Ratisbonukirkju, Regensborgarkirkju), „sem önnur er í öllum heimi stærst".
Kaupmálabréf gert af Magnúsi Björnssyni lögmanni fyrir hönd Gísla sonar síns og Þorleifi Magnússyni fyrir hönd Þrúðar dóttur sinnar, og staðfesting festingarvotta á kaupmálanum.
Vitnisburður um landareign Grundar í Eyjafirði, sbr. LXII, 3.
Sr. Hallur Þórarinsson sendir Birni Guðnasyni bréf um Ásgrím frænda sinn.
Tveir menn votta, að þeir hafi séð kvittunarbréf það, er Ormur Jónsson þá (1497) kongs umboðsmaður milli Hítarár og Skraumu gaf Páli Aronssyni fyrir atvist að vígi Páls heitins Jónssonar (1496), og eins kvittunarbréf Guðna Jónssonar fyrir bótum eptir Pál.
Kieghe van Aneffelde hirðstjóri meðkennir að hann hafi tekið til láns af Stefáni biskupi þrjár lestir skreiðar af þeim peningum sem príor Atzerus Iguari hefur safnað vegna heilagrar Rómakirkju í Skálholtsbiskupsdæmi til forþénanar hins rómverska aflátsins, og lofar að greiða þær skilvíslega umboðsmanni heilagrar Rómakirkju.
Vitnisburður um landamerki milli Holts í Saurbæ og Brunnár. Vitnisburður Hermundar prests Oddssonar um lýsing Jóns kolls Oddssonar um landamerki Holts í Saurbæ og Brunnár.
Jón Snorrason prestur selur Magnúsi Áskelssyni tíu hundruð í Raufarfelli ytra undir Eyjafjöllum (í Miðbæliskirkjusókn) fyrir þau tíu hundruð sem hann hafði gefið Guðríði dóttur sinni þá er hann gifti hana Magnúsi, en Magnús gaf séra Jóni hálfa jörðina Vesturholt undir Útfjöllunum (í Holtskirkjusókn). Árni Snæbjarnarson, prestur og officialis Skálholtskirkju í millum Hvítár í Borgarfirði og Helkunduheiðar (Hallgilsstaðaheiði), Snorri Helgason prestur, Þorleifur Sigurðsson og Gunnar Hrollaugsson votta. Gjörningurinn átti sér stað í Hafnarfirði 15. júlí 1489 en bréfið er ritað á sama stað 17. júlí sama ár.