Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1634 documents in progress, 3417 done, 40 left)
Jón Loftsson selur Jóni bónda Björnssyni Þyrisvelli (Þyrilsvelli) í Steingrímsfirði fyrir Laugar í Hvammssveit.
Vitnisburður séra Halldórs Jónssonar um eignarrétt á jörðinni Hóli, sem Sæmundur Árnason kvaðst hafa selt konu sinni, Elenu Magnúsdóttur.
Afhendingarbréf Þorgerðar Magnúsdóttur um hálfan Héðinshöfða á Tjörnesi með tilgreindum húsum og vallarmörkum til Finnboga Jónssonar.
Vitnisburður um samning þeirra Ara Magnússonar og Guðmundar Hákonarsonar. Fékk Ari Guðmundi 10 hundruð í Bjarnargili í Fljótum fyrir það sem eftir hafði staðið ógreitt af arfahluta Halldóru dóttur hans, konu Guðmundar, hjá Guðbrandi biskupi, og Kristín Guðbrandsdóttir átti. Samþykkti Ari einnig að Halldóra Guðbrandsdóttir mætti selja Halldóru Aradóttur Silfrastaði í Blönduhlíð.
Jón Egilsson selur Magnúsi Björnssyni lögmanni jarðir konu sinnar Sigríðar Jónsdóttur, Grænavatn og Kálfarströnd við Mývatn. Í staðinn fær Jón Strjúg og Syðsta-Gil í Langadal.
Skrá um eignir Vatnsfjarðarkirkju þegar Björn Guðnason tók við 1499 og þegar hann afhenti 1503. Einnig um þá muni sem hann hafði burt og um eignir Kirkjubólskirkju í Langadal.
Brot af dómi um umboð á jörðum þeim og kúgildum er Pétri Loftssyni höfðu til erfða fallið eftir Stefán bróður sinn. Þórólfi Ögmundssyni er gert að afhenda Guðina Jónssyni, sem hafði löglegt umboð Péturs, erfðahlutinn eftir Stefán.
Minnisblöð Stefáns biskups um skiptagjörð hans milli Bæjarkirkju á Rauðasandi og Seyðisdalskirkju, og fjárskipti hans um sálugjöf Solveigar Björnsdóttur. Uppteiknan Stepháns biskups Jónssonar til minnis um, hverjir hafi setið skiptagjörð hans milli Bæjarkirkju á Rauðasandi og Seyðisdalskirkju og fjárskipti biskups um sálugjöf Solveigar Björnsdóttur til barna þeirra, er hún átti með Jóni Þorlákssyni.
Brot úr sendibréfi. Skv. AM 479 4to: "frá föður Ingibjargar... nefnir fjórðungsgjöf."
Uppkast að dómstefnunnu í LXIV, 10. Sjá skráningarfærslu um hana.
Stefna Björns Guðnasonar til síra Jóns Eiríkssonar í Vatnsfirði að mæta á næsta Öxárárþingi fyrir Jóni lögmanni Sigmundssyni.
Sendibréf Jóns dans Björnssonar til Páls mágs síns Jónssonar á Skarði á Skarðsströnd.
Jörðin Meyjarhóll dæmd síra Sigurði Jónssyni til eignar í deilu hans við Jón Filipusson.
Dómur útnefndur af Guðna Jónssyni konungs umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness um umboð Björns Þorleifssonar af Ólöfu Aradóttur og um arf eftir Solveigu Björnsdóttur. Dómurinn er til í mörgum pappírsafskriftum (DI VII:594-597).
Tólf prestar í dóm nefndir af herra Guðbrandi Þorlákssyni á Flugumýri í Skagafirði dæma séra Jón Magnússon réttilega afsettan vera af sínu embætti fyrir falsbréfagjörð með Grími Þórðarsyni upp á fimm menn í Fljótum, fyrir hverju þeir fóru fyrir Ísleif Þorbergsson umboðsmann sýslumanns og klöguðu sig fyrir biskupinum og sýslumanninum Sigurði bónda Jónssyni.
Sendibréf Guðna Jónssonar á Kirkjubóli til Jóns Sigmundssonar um viðgerð á söðli.
Loptur Magnússon handleggur Jóni Steinssyni sinn hluta í jörðinni Nesi í Grunnavík til umboðs í þrjú ár og lofar honum fyrstum kaupi á, með fleira skilorði, er bréfið hermir (DI VIII:276).
Þrjú bréf á sama skinnblaði. 1. (nr. 528) Bréf frá Birni Guðnasyni til Stepháns biskups í Skálholti um þá frændr sína Björn Þorleifsson og Þorstein bróður hans, og áhlaup það, er þeir hafi gert í Vatnsfirði „þetta árið“, að þeir hafi „bíryktað“ sig við biskup, um fylgi biskups við þá og fleira. 2. (nr. 529) Bréf frá Birni Guðnasyni til Stepháns biskups í Skálholti, þar sem hann biðr biskup að gera sér og kirkjunni í Hvammi (í Hvammssveit) rétt af Andrési Guðmundssyni og Guðmundi syni hans, er haldið hafl Hvalsárreka fyrir Hvammskirkju í þrjátigi vetur eða meir. 3. (nr. 530) Bréf Jóns (dans) Björnssonar, Guðna Jónssonar og átta manna annara á Vestfjörðum, þar á meðal Björns Guðnasonar, til Finnboga lögmanns Jónssonar, þar sem þeir mótmæla harðlega alþingisdómi þeim, er feldr var á þessu ári, og dæmir Björn Þorleifsson skilgetinn og lögkominn til arfs eptir Þorleif Björnsson föður sinn.
Skrá og reikningsskapur eftir Guðna Jónsson andaðan.
Tólf menn votta, að Einar prestur Þorvarðsson hafi ættleitt börn sín Magnús, Arngrím og Guðrúnu til alls fjár eptir sig, fengins og ófengins, og skyldu öll taka jafnmikið.
Vitnisburður um að Guðbjörg Ljótsdóttir hefði samþykkt að Gunnsteinn Arnfinnsson bóndi hennar seldi Halldóri presti Tyrfingssyni hálfa jörðina Hvammsdal í Saurbæ og að fullir peningar hefði fyrir hana komið.
Örnólfr bóndi Jónsson selr með samþykki Herdísar konu sinnar Guttormi syni sínum hálfa jörðina Staðarfell á Meðalfellsströnd með öllum gögnum og gæðum.
Tylftardómur útnefndur af Jóni Ásgrímssyni, konungs umboðsmanni í Vaðlaþingi, um kaup Sturlu Magnússonar af Katli Þorsteinssyni á jörðinni Syðragarði í Dýrafirði.
Gottskálk biskup á Hólum selur þorkeli presti Guðbjartssyni jarðirnar hvortveggja Neslönd við Mývatn og Brettingsstaði i Laxárdal fyrir jörðina á Sandi í Aðaldal og þar með rekapart fyrir austan fljótsós, er fylgt hefir Bjarga landi, og ennfremur jörð á Brekkum í Reykjahverfi.
Bréf Kristjáns konungs hins annars þar sem hann staðfestir og samþykkir, að allar réttarbætur þær, er Hákon konungur hinn heilagi (Hákon háleggur) gaf út, skuli ganga sem lög um allt Noregsveldi og í löndum sem undir Noregsveldi liggja, jafnt Ísland, Hjaltland og Færeyjar (DI VIII:171-172). Íslenskar þýðingar Þorvarðs Erlendssonar lögmanns og Árna Oddssonar lögmanns eru til í nokkrum transkriptum (DI VIII:173-175).
Dómur Stepháns biskups og Vigfúsar Erlendssonar lögmanns um það að Björn Þorleifsson hafi löglega greitt skuld sína við Hans Kruko og hústrú Sunnifu í hönd Pétri Pálssyni presti, sendiboða Gottskálks biskups, og sé hann við hana skilinn, en Björn Guðnason hefur haldið þessum peningum ranglega, og dæmdist hann til að standa skil á fjánum og þola sektir, sem bréfið hermir.
parchment and paper
Nikulási og Jóni, sonum séra Odds Þorsteinssonar, er dæmdur allur arfur eftir föðurföður þeirra, Þorstein heitinn Guðmundsson.
Transskript þriggja bréfa og vitnisburður um yfirlestur þeirra. Fyrsta bréf er afrit bréfs um skóginn Botnsdal í Tungulandi í Skutilsfirði, sbr. AM Dipl. Isl. Fasc. XXXIX,23 (DI VIII: nr. 164). Annað bréfið er afrit vitnisburðar Guðmundar prests Ólafssonar um Kirkjubólsskóg í Skutilsfirði, sbr. AM Dipl. Isl. Fasc. XXXIX,24 (DI VIII: nr. 166). Þriðja bréfið er ekki til í frumriti. Það er vitnisburður Guðmundar Auðunarsonar frá árinu 1506 um að Tunguskógur í Botnsdal fram frá Eyrarskógi hafi verið hafður og haldinn eign kirkjunnar á Kirkjubóli í Skutilsfirði (DI VII:nr. 727). Í lokin fylgir vitnisburður séra Sigmundar Egilssonar, Jóns Þorsteinssonar og Páls Halldórssonar um að þeir hafi séð bréfin og lesið yfir og lýsa einnig frumritunum.
Sex menn votta um jarðakaup þeirra Þorleifs Árnasonar Kristínar Björnsdóttur konu hans af einni hálfu og Ásgeirs Árnasonar og Guðfinnu Þrgeirsdóttur konu hans af annari
Jón prestur Jónsson tekur, í umboði Ólafs Gilssonar prófasts á Ströndum, bókareið af Jóni Dagstyggssyni um það að hann hafi aldrei hnykkt eða jarðvarpað, slegið eða dregið Einar heitinn Bjarnason, og að engri sinni tilverkan hefði Einar þurft að flýja samvistir við Þórkötlu konu sína og aldrei hafi hann veitt Jóni bróður sínum högg né slög síðan þeir voru í úr barnæsku.
Björn Þorleifsson selur Hans Kruckugh og Sunnifu hústrú konu hans jarðirnar Stað í Aðalvik, Skáladal, Reykjarfjörð, Hesteyri og tvær eyðijarðir á Ströndum hjá Draungum fyrir sex hundruð berena gyllini, með öðrum greinum, er bréfið hermir.
Vitnisburður lögréttumannanna Guðmundar Hallssonar og Daða Jónssonar um löglýsingu Skúla Jónssonar í umboði Jóns Magnússonar eldra. Lýsti Skúli þeim lögmála sem Jón Magnússon hafði lagt á alla fastaeign Guðmundar Bjarnasonar og á jarðirnar Haukaberg og Litlu-Hlíð.
Vitnisburður Guðmundar Illugasonar að hann hafi verið viðstaddur árið 1595 er bræðurnir Jón og Magnús Björnssynir sættust og Magnús seldi Jóni hálfa Grund í Eyjafirði.
Transskrift af skrá um dýrleika nokkurra jarða Guðmundar Arasonar. Bréfið er á þremur stöðum í DI VI. 623: Fimm menn transskríbera tvö bréf um peninga Guðmundar ríka Arasonar. 139: Þorleifur Björnsson og Diðrik Píning, hirðstjórar yfir alt Ísland, Einar Björnsson og Ólöf Loptsdóttir útnefna tólf menn til að virða peninga Guðmundar Arasonar, er Björn Þorleifsson og Einar bróðir hans höfðu að sér tekið. 140: Skrá um dýrleika á þeim jörðum Guðmundar Arasonar ríka á Reykhólum, sem voru ranglega haldnar og leggja skyldi aptr.
Ásmundur Þorsteinsson, með samþykki konu sinnar Þuríðar Þorbergsdóttur, selur Bjarna Björnssyni alla jörðina Skerðingsstaði, sem var málajörð Þuríðar, fyrir Rauðalæk í Hörgárdal, og eru landmerki beggja jarða tilgreind. Ásmundur lýsir því jafnframt að hann hafi aldrei lofað, pantað né veðsett að selja Páli Jónssyni Skerðingsstaði.
Sáttarbréf þeirra Vigfúsar og Þorvarðs Erlendssona og Einars Eyjólfssonar, vegna Hólmfríðar Erlendsdóttur, við Grím Pálsson og sonu hans um Möðruvallaeignir.
Vitnisburður tveggja manna að Hrafn lögmaður Brandsson hafi á Leiðarhólmi úrskurðað löglega ættleiðing Stepháns Loptssonar, en ónýt skjöl Jóns Sigmundssonar.
Jón Eiríksson selur Þorleifi Alexíussyni jörðina Hraunkot í Grímsnesi fyrir lausafé. Landamerkjum lýst.
DI VII, nr. 321 er transskiptabréfið, DI VI, nr. 250 er transskíberaða bréfið. Efni þess er: GunnarJónsson fær Ingveldi Helgadóttur jörðina Auðunarstaði í Víðidal til meðferðar, og skyldi hún standa fyrir peningum þeim, er Kristín Þorsteinsdóttir átti undir Lopti Ormssyni, og hafði feingið Ingveldi til fullrar eignar, en Bólstaðarhlíð fær hann Ingveldi til fullrar eignar, svo framt sú jörð yrði eign Stepháns Loptssonar, dóttursonar Gunnars.
Vitnisburður um landamerki Móskóga í Fljótum.
Skúli Loftsson gefur Guðna Jónssyni fullkomið umboð yfir öllum sínum peningum á Vestfjörðum.
Dómur sex klerka og sex lögréttumanna, útnefndur af Stepháni biskupi í Skálholti og Vigfúsi Erlendssyni lögmanni, um kærur Jóns Eiríkssonar prests til Jóns Einarssonar murta fyrir uppbrot, misþyrming og margt fleira. Jón murti er fundinn sekur af dómnum í öllum greinum.
Sigrún Erlingsdóttir handfestir Þorgeiri Sigurðssyni þann vitnisburð að móðir hennar, Sigurdrífa, hafi lýst því fyrir sér að Erlingur Nikulásson hefði ekki gengist við faðerni Valgerðar, dóttur Ástríðar Oddsdóttur, og að Ástríður hafi þegar verið þunguð þegar hann var með henni.
Árni Jónsson, Skúli Jónsson og Sölvi Þorvaldsson votta handaband Gunnars Bjarnarsonar og Ásgríms ábóta á Þingeyrum um rekamál. Vísað til orða Jóns ábóta og Egils prests Jónssonar.
Brot af kaupbréfi fyrir tíu hundruðum í Hafgrímsstöðum í Tungusveit og átta hundruðum og 40 álnum í Þorkelsgerði í Selvogi.
Björn Magnússon selur Guðmundi Illugasyni jörðina alla Haga í Aðalreykjadal og eru þeir Guðmundur og Björn og bræður hans kvittir.
Afrit af bréfi þar sem Pétur ábóti á Munkaþverá og Magnús prestur Jónsson selja í umboði Jóns biskups á Hólum, Ögmundi biskupi í Skálholti jarðirnar Æðey, Unaðsdal, Sandeyri og fimm jarðir i Veiðileysi fyrir jarðirnar Márstaði og Skútir, en fyrir Akra, hálfa Sjávarborg og Kimbastaði, er Ögmundr biskup fær Jóni biskupi, skal Jón biskup fá bonum aðrar jarðir, er þeim um semur, með fleira því, sem bréfið greinir.
Sjöttardómur, kvaddur af Oddi lögmanni Gottskálkssyni, dæmir þeim bræðrum, Ásgrími og Hálfdani Einarssonum, 60 hundruð í Stóruborg í Vesturhópi, með því að faðir þeirra, Einar Ólafsson hafði áður fengið jörðina í skiptum fyrir Þorkelshól. Þorkelshóll var aftur dæmdur Daða bónda Guðmundssyni til eignar.
Tylftardómur útnefndur af Jóni Sigmundssyni lögmanni norðan og vestan á Íslandi um erfðatilkall Björns Guðnasonar til garðsins Auðkúlu í Húnavatnsþingi og þeirra eigna, sem þar með fylgdu, en þær eignir hafði Ólafur Philipusson tekið upp og er sá gjörningur dæmdur ónýtur og ólöglegur.
Torfi og Eyjólfur Jónssynir selja Ara Magnússyni þrjú hundruð hvor í jörðinni Dal í Snæfjallakirkjusókn gegn sex hundruðum til hvors í fríðu, þegar Ara hentaði vel að greiða.