Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1621 documents in progress, 3394 done, 40 left)
Jóhann Kruko selur Ögmundi biskupi í Skálholti þær jarðir og þá peninga sem Björn Þorleifsson seldi og fékk Hans Kruko, bróður Jóhanns, til fullrar eignar, sóknar og sekta fyrir 600 mörk í öllum flytjanda eyri, með þeim sölum er bréfið greinir.
Þorsteinn Þorleifsson selur, með samþykki Halldóru Hallsdóttur konu sinnar, Einari bróður sínum jörðina Tannanes í Önundarfirði fyrir lausafé.
Kvittunarbréf fyrir andvirði Hvallátra. Þorleifur Árnason kvittar séra Jón Snorrason fyrir andvirði Hvallátrs vestr í Ví
Transkript tveggja bréfa. Hið fyrra er hið sama og AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVIX, 23. Seinna bréfið er ekki til í frumriti og er vitnisburður Guðmundar prests Ólafssonar um Kirkjubólsskóg í Skutilsfirði. Guðmundur seldi Tómasi Jónssyni jörðina Tungu að fráskildum skógarparti Kirkjubóls (DI VIII, nr 166). Konráð Sigurðarson og Grímur Ólafsson votta að þeir hafa „séð og yfirlesið svo látandi tvö bréf með hangandi innsiglum orð fyrir orð sem hér fyrir ofan skrifað stendur“. Þeir festa sín innsigli við bréfið árið 1597.
Þórunn Jónsdóttir selur Magnúsi Björnssyni bróðursyni sínum Veturliðastaði í Fnjóskadal fyrir 30 hundruð; vildi hún að Jón sonur Magnúsar yrði eigandi að jörðinni. Einnig kvittar Þórunn Magnús um þau þrjú hundruð sem hann átti henni að gjalda fyrir Hallbjarnarstaðareka á Tjörnesi og færir hún honum umboð fyrir öllum Grundarrekum á Tjörnesi.
Dómsbréf um eignarrétt á jörðinni Nesi í Eyjafirði. Hallur Magnússon áklagar séra Björn Gíslason um jörðina Nes í Eyjafirði. Dómsmenn komast að því að bréf sem séra Björn nýtir til að sýna fram á eignarhald sitt séu ómerk enda kannist meintir vottar þeirra ekki við að hafa staðfest gjörninginn.
Peningaskiptabréf þeirra Björns Guðnasonar og Kristínar Sumarliðadóttur eftir Jón (dan) Björnsson, eiginmann hennar, andaðan. Lögðu þau alla peninga fasta og lausa, kvika og dauða, fríða og ófríða til helminga. Tristram Búason og Björn Ólafsson votta einnig handaband Kristínar og Björns um samninginn (DI VIII:217).
Tylftardómur út nefndur og samþykktur af Jóni Sigmundssyni lögmanni um kærur Björns Guðnasonar til Jóns Jónssonar Þorlákssonar og Solveigar Björnsdóttur, út af framfærslutöku Jóns við Jón heitinn Þórðarson er misfórst, um skatthald, um heimferð Jóns til Eyrar í Seyðisfirði og burtrekstur á málnytupeningi þaðan og aðrar óspektir. Jón Jónsson er dæmdur réttfangaður og réttgripinn hvar sem hann náist utan griðastaða.
Helgi Gíslason selur Jóni Erlingssyni jörðina Deildará á Skálmarnesi fyrir tuttugu hundruð í lausafé.
Sex menn í dóm nefndir af Jóni Björnssyni, kóngs umboðsmanni í Húnavatnsþingi, dæma Árna Einarssyni og Guðmundi Gíslasyni til eignar svo mikið í jörðunum Finnstungu og Brekku í Blöndudal og Gautsdal á Laxárdal sem svaraði því sem þeir höfðu misst þegar jörðin Marðarnúpur í Vatnsdal var dæmd af þeim en í hendur Helgu Jónsdóttur og hennar meðarfa á Bólstaðarhlíðarþingi haustið áður, en móðurfaðir þeirra Árna og Guðmundar, Brandur Ólafsson, hafði keypt Marðarnúp af Teiti Þorleifssyni fyrir áðurgreinda jarðarparta.
Vitnisburður Magnúsar Snorrasonar og Þórðar Arnbjarnarsonar að bróðir Ólafur Magnússon hafi lýst hinu sama sem áður greinir um Dálksstaði.
Valgerður Gizurardóttir samþykkir sölu Árna Guttormssonar bónda síns á jörðinni í Kvígindisfelli í Tálknafirði til séra Bjarna Sigurðssonar, svo framt sem séra Bjarni héldi allan skilmála við Árna.
Vitnisburður Kristínar Sumarliðadóttur um skipti þeirra Jóns Björnssonar bónda síns og Magnúsar Eyjólfssonar á jörðunum Tungu í Hörðadal og Þorsteinsstöðum í Dölum, með öðru fleira, er bréfið hermir.
Vitnisburðarbréf að Halldór Sumarliðason hefði gefið Sumarliða syni sínum jörðina Syðragarð í Dýrafirði en Bríet dóttur sinni fimmtán hundruð og tuttugu.
Vitnisburður um peningaskipti Magnúsar Þormóðssonar millum barna sinna og Katerínar konu sinnar.
Ólafur Jónsson kvittar síra Bjarna Sigurðsson fyrir andvirði þess hluta í Krossadal í Tálknafirði er Ólafur bar til erfðar eftir Jón Halldórsson föður sinn.
Vigfús Erlendsson lögmann yfir allt Ísland, Helgi Jónsson prestur, Jón Hallsson, Narfi Erlendsson og Jón Magnússon vitna um róstur á Alþingi 1517, 1518 og 1519 (DI VIII:740).
Kosningabréf Teits bónda Þorleifssonar til lögmanns norðan og vestan á Islandi, er þingheimr biður konung að staðfesta. Lýs. úr AM 476: {1. júlí 1522} – ~Item: Hans [Hannes] Eggertsson hirðstjóri og höfuðsmaður yfir allt Ísland, Erlendur Þorvarðsson lögmaður sunnan og austan á Íslandi, Fúsi Þórðarson, Jón Þórðarson, Narfi Sigurðsson, Sigurður Narfason, Þorleifur Grímsson, Salómon Einarsson, Guðmundur Guðmundsson, Ásmundur Klemensson, Hrafn Guðmundsson, [Skúli Guðmundsson, Þormóður Arason, Brandur Ólafsson]. Mánudaginn næstan eftir Pétursmessu og Páls á almennilegu Öxarárþingi. Kjöru og samþykktu Teit bónda Þorleifsson fyrir fullkomlegan lögmann norðan og vestan á Íslandi og biðja konung Kristján að hylla og styðja þetta sitt kjörbréf. Datum ut supra degi síðar.
Vitnisburður Ingvars Jónssonar um landamerki milli Hóla og Hamars í Laxárdal, handsalaður Þórunni Jónsdóttur.
Hannes Eggertsson staðfestir og samþykkir úrskurð Jóns lögmanns Sigmundssonar frá 7. nóvember um það hver skyldi eiga góss og garða, lausafé og fasteignir, er fallin voru eftir Þorleif Björnsson, Einar Björnsson og Solveigu Björnsdóttur, sbr. AM Dipl. Isl. Fasc. XLII,11.
Þorvarður Guðmundsson gefur, með leyfi bræðra sinna, síra Þórðar og Ívars Guðmundssona, ásamt konu sinni, Guðlaugu Tómasdóttur, Sigurði Finnbogasyni og Margrétu Þorvarðsdóttur konu hans jörðina Egilsstaði í Fljótsdalshéraði í próventu sína.
Sigurður Jónsson selur Magnúsi bónda Jónssyni Kálfaströnd við Mývatn fyrir lausafé og gefur hann kvittan um andvirðið.
Dómur Stepháns biskups og Vigfúsar Erlendssonar lögmanns um það að Björn Þorleifsson hafi löglega greitt skuld sína við Hans Kruko og hústrú Sunnifu í hönd Pétri Pálssyni presti, sendiboða Gottskálks biskups, og sé hann við hana skilinn, en Björn Guðnason hefur haldið þessum peningum ranglega, og dæmdist hann til að standa skil á fjánum og þola sektir, sem bréfið hermir (DI VIII:604). Bréf sama efnis og AM Dipl. Isl. Fasc. XLIII,14.
Vitnisburður um landamerki Hafsstaða á Skagaströnd.
Jón Jónsson lögmaður afhendir Gunnlaugi Ormssyni jarðirnar Leyning, Ystu-Vík, Villingadal og hálfan Jökul í Eyjafirði á móti hálfum Silfrastöðum, Egilsá og Þorbrandsstöðum. Gunnlaugur lýsir Jón kvittan.
Transskript á AM Dipl. Isl. Fasc. XLIII,14 og AM Dipl. Isl. Fasc. XLIII,15 ásamt vitnisburði og vottun þeirra Páls Jónssonar, Hafliða Skúlasonar, Jóns Guðmundssonar, Eyvindar Guðmundssonar og Þorsteins Ketilssonar sem setja sín innsigli fyrir (DI VIII:604).
parchment and paper
Vitnisburður um loforð fyrir lögmála í jörðunni Geirseyri við Patreksfjörð.
Vitnisburður síra Jóns Halldórssonar um að jörðin Ós í Strandasýslu eigi hálfan Vatnadal.
Bréf að síra Grímur Þorsteinsson hafi unnið eið um að hann hafi verið viðstaddur þegar Halldór Sumarliðason gaf Sumarliða syni sínum jörðina Meiragarð í Dýrafirði til æfinlegrar eignar.
Samningur þeirra Péturs Loptssonar bónda og Guðmundar Andréssonar að Loptur gjaldi Guðmundi 40 hundruði hundraða fyrir þá skuld, er Sigríður Þorsteinsdóttir heitin hafði átt undir Lopti Ormssyni heitnum, en móðir Guðmundar hafði gefið honum sókn á skuldinni og Steinunn Gunnarsdóttir húsfreyja, móðir Péturs, kannaðist við, að skuldin væri sönn.
Dómur tólf manna útnefndur af Hrafni lögmanni Guðmundssyni um jörðina Grund í Eyjafirði, hvor þeirra væri réttur eigandi hennar Magnús Jónsson, er hélt jörðina, eða Þorleifur Árnason er kærði til hennar fyrir hönd Kristínar Björnsdóttur konu sinnar og Solveigar Þorsteinsdóttur tengdamóður sinnar.
parchment and paper
Illugi Jónsson selur séra Brynjólfi Árnasyni jörðina Hól í Svartárdal fyrir lausafé, með því skilorði að séra Brynjólfur heldur peningunum þar til Illugi er orðinn 20 ára gamall.
Guðbrandur Þorláksson biskup og Halldóra dóttir hans selja Ara Magnússyni Fell á Fellsströnd og Prestbakka í Hrútafirði fyrir Silfrastaði í Skagafirði með ýmsum skilyrðum á báða bóga.
Tylftardómur útnefndur af Jóni Sigmundssyni lögmanni eftir konungsboði, um aðtöku Vatnsfjarðar og annarra óðala fyrir Birni Guðnasyni, og hverju þeir séu sekir, sem ekki vilja konungsbréf halda. Frumritað transskript af AM Apogr. 3881.
Halldóra Guðbrandsdóttir selur Guðmundi Hákonarsyni og konu hans Halldóru Aradóttur Silfrastaði í Blönduhlíð fyrir Ósland í Óslandshlíð og tíu hundruð í Bjarnargili í Fljótum, með skilyrðum.
Vitnisburður sex manna að þeir hafi heyrt Ara Magnússon lýsa því að hann og börn hans ættu forkaupsrétt á Silfrastöðum af Halldóru Guðbrandsdóttur eftir hennar dag, ef hún ætti ekki erfingja eftir, fyrir 90 hundraða í fasteign í Skagafirði eða Húnavatnsþingi.
Dómur tólf manna útnefndur af Hrafni lögmanni Guðmundssyni genginn að Þorkelshóli í Víðidal um mál þeirra Jóns Jónssonar og Arnbjarnar Einarssonar; kærði Jón til Arnbjarnar dómrof, að hann hefði leyfislaust búið að eignarjörð sinni Söndum í Miðfirði í tíu ár og hefði einnig leyfislaust byggt jarðir sínar hálfar Aðalból, Bessastaði, Oddstaði og Bálkastaði.
Skipti á Skipaskaga vestan fram á milli Árna Oddssonar lögmanns og Þórarins Illugasonar. Landamerkjum lýst.
Jón ábóti í Þykkvabæ og sex menn aðrir votta um fjórðungsgjöf og löggjafir Lofts bónda Guttormssonar til Sumarliða sonar hans.
Þorleifur Magnússon gefur Magnúsi Jónssyni, bróðursyni sínum, umboð yfir jörðum og kúgildum í Tálknafirði í þrjú ár.
Eggert Björnsson gefur Birni Gíslasyni umboð til að selja Þorgrími Árnasyni Tinda í Saurbæ.
Kristján konungur annar skipar Vigfús Erlendsson lögmann sunnan og austan á Íslandi.
Vitnisburðarbréf um fé það er Jón Narfason lýsti að hann hafði í umboði Margrétar Vigfúsdóttur afhent Bjarna Marteinssyni vegna Ragnhildar Þorvarðsdóttur konu hans og dóttur Margrétar.
Kaupmáli Björns Magnússonar og Helgu Guðmundardóttur.
Vitnisburðarbréf um samtal þeirra Einars Oddssonar og Björns Guðnasonar bónda um grip á eignum Einars er hann bar á Björn, en Björn þóttist hafa heimildir Einars fyrir.
Sex manna dómur dæmir jörðina Stóra-Garð í Dýrafirði eign erfingja Þorsteins Torfasonar.
Tveir menn votta, að Oddr Þórðarson (leppur) hafi erft eptir föður sinn (Þórð Flosason) og Erlend bróður sinn jarðirnar Ós, Klungrbrekku, Langadal hinn litla, Vörðufell og Bílduhvol og alla hólma fyrir Skógarströnd íyrir innan Strauma, og hafi verið kölluð Kongslönd, og hafi Oddr haldið þessum eignum til deyjanda dags.
Umboðsbréf Sveins Þorgilssonar til Halldórs Hákonarsonar yfir peningum barna Sveins um þrjú ár.
Vitnisburður Jón Bjarnarsonar um landamerki á milli Hóla og Hamars í Laxárdal.
Dómsbréf um kirknagóss og portio Holts í Fljótum.