Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1621 documents in progress, 3394 done, 40 left)
Guðlaug Finnbogadóttir selur Sturlu Þórðarsyni bónda sínum jarðirnar Ingvildarstaði, Reyki og Daðastaði á Reykjaströnd við Skagafjörð fyrir hálft Staðarfell á Meðalfellsströnd með fleiri atriðum (DI VII:617).
Alþingisdómur útnefndur af Þorvarði lögmanni Erlendssyni um konungsbréf (AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVIII,10) upp á arftökuréttarbót og um Möðruvallaarf, að Grímur Pálsson afhendi hann (sjá DI VIII nr. 147).
Finnbogi Jónsson, kóngs umboðsmaður í Þingeyjarþingi, kyrrsetur alla þá peninga sem saman stóðu á Þverá í Hnjóskadal (Fnjóskadal) á búi Bjarna Ólasonar, sem sakaður er um að hafa lagst með dóttur sinni.
Kaupbréf fyrir Kálfaströnd við Mývatn. Skjalið er í þremur hlutum og vitnin eru: 1) Magnús Jónsson og Jón Tindsson 2) Teitur prestur Magnússon 3) Fúsi (Sigfús) prestur Guðmundsson
Bréf frá Alþingi til Kristjáns konungs annars um að Ögmundur ábóti í Viðey hafi verið kosinn til biskups í Skálholti eftir Stephán biskup andaðan, og biðja þeir konung að samþykkja þá kosningu.
Vitnisburður sex manna að Björn Guðnason hafi boðið sín bréf og skilríki undir dóm Finnboga lögmanns Jónssonar eða hans umboðsmanns á alþingi 30. júní 1509, og síðan undir dóm Vigfúsar hirðstjóra Erlendssonar, því að Finnbogi var þá ekki á þingi, en Vigfús hafði sagt þar nei til, en um haustið eftir hafi Jón lögmaður Sigmundsson riðið í Vestfjörðu og dæmt um þetta efni, og þann dóm hafi Björn birt á alþingi 1510.
Vitnisburður Jóns Halldórssonar um fráfall Solveigar Björnsdóttur og fólks hennar í sóttinni miklu.
Þórunn Jónsdóttir selur bróður sínum séraSigurði Jónssyni jörðina Grund í Eyjafirði. Rekum á Tjörnesi sem Grund á tilkall til er lýst. Í staðinn fær Sigurður Þórunni jarðirnar Grýtubakka, Grenivík, Hlýskóga, Hvamm og Jarlstaði í Höfðahverfi og Lauga hina stærri í Reykjadal. Þórunn setur það skilyrði að hún megi áfram búa á Grund eins lengi og hún vill. Gjörninginn samþykkja Helga Jónsdóttir og synir hennar, Sigurður og Ísleifur yngri, og Halldóra, dóttir séra Sigurðar.
Vitnisburður Halldórs Þorsteinssonar um landamerki milli Hóls og Hamars í Laxárdal, handsalaður Þórunni Jónsdóttur.
Vigfús Þorsteinsson kvittar Hákon Jónsson um andvirði Vatnsenda í Ólafsíirði.
Þórarinn Skálholtsbiskup staðfestir úrskurð séra Snorra kyngis officialis (um ærgjald úr Æðey til Vatnsfjarðarkirkju), sem og máldaga kirkjunnar.
Þrjú bréf í einu skjali. Prentuð í DI á fjórum stöðum. Transskriptabréfið sjálft: Ásgrímr prestr Guðbjartsson og tveir menn aðrir transskríbera þrjú jarðakaupabréf Möðruvallaklaustrs (Íslenzkt fornbréfasafn III:nr.328). a) Arngeir prestr Jónsson selr Auðuni ráðsmanni á Möðruvöllum fyrir hönd klaustrsins Torfuvík og jörðina á Gunnarstöðum fyrir lausafé, en með því skilyrði að hann eigi forkaupsrétt að hvorutveggja ef klaustrið láti aptr falt. (Íslenzkt fornbréfasafn III:nr.275) b) Arngeir prestr Jónsson selr klaustrinu á Möðruvöllum jörðina Áland í Þistilfirði fyrir lausafé. (Íslenzkt fornbréfasafn III:nr.278). c) Arnór prestr Jónsson selr með samþykki klaustrsins á Möðruvöllum séra Arngeiri Jónssyni jörðina Áland í þistilfirði, er hann áðr hafði selt klaustrinu, en klaustrið skilr nú rekana frá (Íslenzkt fornbréfasafn III:nr.299).
Ólafur Haldórsson lofar að selja Maguúsi Þorkelssyni jörðina Dálksstaði á Svalbarðsströnd, ef hún geingi af með lögum, en Magnús heitir honum aptr Þverá í Svarfaðardal.
Höskuldur Runólfsson selur Arnfinni bónda Þorsteinssyni jörðina Tungufell í Svarfaðardal en Arnfinnur gefur á mót jarðirnar Lund og Nefstaði í Fljótum og þar með tíu kúgildi.
Jón prestur Gamlason selur Þorkeli presti Guðbjartssyni jarðirnar Strönd við Mývatn, Bæ og Bjarnastaði í Bárðardal og kvittar hann fyrir andvirði þeirra. Svo og kvittar hann Þorkel fyrir andvirði jarðarinnar Breiðumýrar er hann hafði selt honum.
Tylftardómur klerka útnefndur af Stepháni biskupi í Skálholti, um kærur biskups til Björns Guðnasonar fyrir dómrof, misþyrming á Jörundi presti Steinmóðssyni og fleira; dæma þeir Björn óbótamann, fallinn í bann í sjálfu verkinu og fé hans öll föst og laus fallinn undir konung og biskup. Bréf sama efnis og AM Dipl. Isl. Fasc. XLII, 23. Bæði bréf eru prentuð í DI VIII, nr. 238.
Jón Ólason selr Einari ábóta og klaustrinu á Munkaþverá jörðina á Stokkahlöðum í Eyjafirði með fjórðungskirkju skyld og lambsfóðri til klaustrsins, en ábóti leggr í mót jarðirnar Snartarstaði og Brekku í Núpasveit, fráskilur allan reka, en áskilr klaustrinu skipstöðu í Snartarstaði og hússtöðu og eldivið í Brekku og segir þar til bænhússkyldar; hér til leggr ábóti tuttugu hundruð í lausafé.
Dómur og úrskurðr hins norska ríkisráðs, að Þorleifr Björnsson skuli halda eignum þeim undir lög og dóm, er Bjarni Þórarinsson og hans fylgiarar höfðu gripið, en fyrrum hafði átt Guðmundr Arason. Texti XXVI, 27 hefst eftir fyrstu greinarskil prentuðu útgáfunnar í DI VI, 360. Þar fyrir framan er inngangur sem er í öðru transskripti bréfins LXV, 12. Niðurlag transskriptsins sjálfs í XXVI, 27 er ekki prentað í DI VI, 360.
Ólafur Þorsteinsson selur Þórði Kolbeinssyni jörðina Fellsmúla á Landi en Þórður selur Ólafi aftur jarðirnar Höfðabrekku og Kerlingardal í Mýrdal.
Tveir menn afrita umboðsbréf Ólafs Nikulássonar, féhirðis í Björgvin og hirðstjóra upp á Ísland, þar sem Ólafur gefur Karli Stegenberg fullt umboð sitt til að saman taka konungsins skatt, skulda eftirstöðvar og sakeyri, og sé menn kvittir um það er þeir greiða honum, bæði fyrir Ólafi sjálfum og Bertilt Burhamer.
Þórður Jónsson selur systursyni sínum Þórði Árnasyni sextán hundruð í jörðinni Reyðarfelli í Borgarfirði og tekur undir sjálfum sér fimm hundruð er hann hafði haldið í þrettán ár af móðurarfi Þórðar Árnasonar og þrjú hundruð í ábata en setur engin söl á hinum helmingi jarðarverðsins af því að Ásta systir hans hafði orðið fyrir fjárskakka í fornum arfaskiptum við sig og bræður sína.
Einar Þorleifsson selur Eiríki Loftssyni jöðina Auðbrekku í Hörgárdal, með skógi í Skógajörðu fyrir handan Hörgá, fyrir jarðirnar Skarð í Langadal, Ytra-Gil, Harastaði og Bakka. Enn fremur selur Eiríkur Einari Ysta-Gil í Langadal fyrir Steinsstaði í Öxnadal, og samþykkir Guðný Þorleifsdóttir kona Eiríks kaupin.
Gunnlaugur Teitsson vitnar að Þórný Bergsdóttir hafi átt hálfa Dálksstaði á Svalbarðsströnd og haft þá til kaups við Stefán Gunnlaugsson bónda sinn en aldrei selt, gefið né goldið burt.
Eftir AM 479: Ólafur bóndi Vigfússon keypti að Eiríki Ísleifssyni land í Auðbrekku fyrir Öngulstaði /:ítök og tökur nefnast/: með fjóra tígi hundraða milligjöf. Kaupvottar Bergur Þorvaldsson, Eiríkur Þorvarðsson [prestar, Eyjólfur Arnfinnsson, Ásgrímur Bjarnason, Hákon Helgason, Þorsteinn Sumarliðason]. Bréf þetta er ódaterað en transskriptarbréf þess er skrifað á Möðruvöllum í Hörgárdal mánudaginn næsta eftir krossmessu um vorið [þ.e. 5. maí 1449].
Sveinn biskup í Skálholti kvittar Þórð bónda Helgason um porcio Staðarfellskirkju um þau sextán ár sem hann hafði haldið hana, og hafði Þórður bóndi lagt henni til sextán hundraða.
Sigurður Guðmundsson, með skriflegu samþykki konu sinnar Kristínar Ormsdóttur, selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi jarðirnar Fossá í Kjós og hálfan Seljadal. Í staðinn fá hjónin hálfa Þorláksstaði í Kjós og fimm hundruð í Ytra-Súlunesi í Melasveit, auk átta ríkisdala. Landmerki Fossár eru tilgreind. Bréfið inniheldur einnig orðrétt afrit af samþykktarbréfi Kristínar Ormsdóttur.
Vitnisburður Þorvalds Eiríkssonar, Arnbjörns Jónssonar og Ólafs Jónssonar að þeir voru viðstaddir í Glaumbæjarkirkju í Skagafirði þegar Gottskálk prestur Jónsson meðkenndist fyrir þeim að hann hefði selt jörðina Valadal í Víðimýrarkirkjusókn Þorláki Eyvindarsyni.
Tveir vitnisburðir, annars vegar Ingvars Jónssonar og hins vegar Gunnvarar Þorsteinsdóttur, um landamerki Hóla og Hamars í Laxárdal.
Helmingalagsbréf Björns Guðnasonar og Ragnhildar Bjarnadóttur konu hans. Ólafur Guðmundsson, Helgi Jónsson, Jón Sighvatsson, Loftur Guðmundsson og Guðmundur Sigurðsson votta transskriptið.
Eiríkur Þorsteinsson kvittar Þórarin Jónsson fyrir andvirði jarðarinnar Gils í Borgarþingum Skagafirði.
Guðmundur Árnason gefur Magnús Björnsson kvittan um verð fyrir Eyri í Tálknafirði, vegna konu sinnar Elísabetar Bjarnadóttur.
Bréf að Björn Þorleifsson hefði goldið Ingveldi Helgadóttur móður sinni jarðirnar Hvallátur og Skáleyjar á Breiðafirði í þau áttatíu hundruð, sem Ingveldi þótti eftir standa í garð Þorleifs Björnssonar, föður Björns, en Ingveldur fær jarðirnar mágum sínum Eyjólfi Gíslasyni og Grími Jónssyni í peninga dætra sinna Helgu og Guðnýjar, og kvittar Björn um greiðsluna. Sjá einnig AM Dipl. Isl. Fasc. XLI,17.
Vitnisburður að Halldór Sumarliðason hafi gefið Sumarliða syni sínum jörðina Garð hinn syðra, er liggur í Dýrafirði (DI VIII:495).
Páll Sveinsson fær bróður sínum Bjarna Sveinssyni hálft áttunda hundrað í jörðinni Kirkjubóli í Skutulsfirði og greiðir faðir þeirra, Sveinn Jónsson, Páli tíu hundruð í lausafé.
Dómur útnefndur af Birni Guðnasyni um áskilnað Guðna Jónssonar og Tómasar Jónssonar út af hval sem rak á Kirkjubóli í Skutulsfirði, þá er Tómas hafði jörðina á leigu, en Tómas hafði tekið hvalinn með sér.
Ásmundur Þorsteinsson, með samþykki konu sinnar Þuríðar Þorbergsdóttur, selur Bjarna Björnssyni alla jörðina Skerðingsstaði, sem var málajörð Þuríðar, fyrir Rauðalæk í Hörgárdal, og eru landmerki beggja jarða tilgreind. Ásmundur lýsir því jafnframt að hann hafi aldrei lofað, pantað né veðsett að selja Páli Jónssyni Skerðingsstaði.
Vitnisburður að Eiríkur Þorsteinsson hafi selt Þórarni Jónssyni jörðina Gil í Borgarþingum í Skagafirði fyrir þrjá tigi hundraða.
Sjö þjónar Hans biskups í Björgvin votta að Björn Þorleifsson hafi „þjónað í garði“ saman með sér sem „einn dándisveinn“ og má hann skírskota til þeirra um framferði sitt ef á þarf að halda (DI VIII:85).
Dómur útnefndur af Grími Pálssyni, konungs umboðsmanni í Þingeyjarþingi, um réttaryrði Kolbeins Halldórssonar við Pétur Tumason.
Skiptabréf á Djúpadalseign.
Þorvarður príor af Skriðuklaustri selur Þorvarði bónda Bjarnasyni jarðirnar Eyvindará og Mýnes á Útmannasveit með fleiri jörðum fyrir jarðirnar Meðalnes og Birnufell í Fellum og aðrar tilgreindar jarðir. Stefán biskup vottar bréfið einnig og setur sitt innsigli fyrir.
Guðmundur Björgólfsson og Ragnheiður Þorvarðsdóttir kona hans selja Birni bónda Þorleifssyni jörðina Skarð í Fagranesþingum með teigi í Veðramóts jörð fyrir tuttugu hundraða jörð og þar til tíu hundruð.
Bréf um kaupmála Þorsteins Finnbogasonar og Cecilíu Torfadóttur.
Tylftardómur útnefndur á Öxarárþingi af Jóni Sigmundssyni lögmanni norðan og vestan á Íslandi um kaupmála og helmingafélag Sveins Sumarliðasonar og Guðríðar Finnbogadóttur.
Þórólfur Eyjólfsson biður séra Jón Kráksson að auglýsa fyrir Friðriki konungi að móðurbróðir Eyjólfs, Ögmundur biskup, hafi gefið honum tvö hundruð hundraða en biskupinn verið fluttur úr landi áður en Þórólfur hafði fengið þar af 60 hundruð; óskar hann því eftir að fá þau af góssi og peningum biskups.
Kristín Þórarinsdóttir fær Sigmundi Guðmundssyni presti, syni sínum, alla þá peninga, tuttugu og fimm hundruð, er henni féllu til erfða eftir Kristínu Jónsdóttur, móður sína, er Pétur Arason hafði haldið í mörg ár í öngu hennar frelsi; svo og fær hún honum sök og sókn á öllum þeim peningum, sem hún mæti eiga eftir foreldra sína á Sólheimum í Mýrdal.
Kvittun Björns Sveinssonar fyrir 12 hundruðum í Hafnarhólma frá Magnúsi Sæmundssyni.
Afrit af þremur bréfum Kristján konungs þriðja til Daða bónda Guðmundssonar og Péturs bónda Einarssonar um að þeir sé Lauritz Múla hjálplegir að fanga Jón Arason, auk annars efnis.