Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1171 documents in progress, 1430 done, 40 left)
Guðlaug Árnadóttir gefur dóttursyni sínum, Jóni Björnssyni, jörðina Teigargerði í Reyðarfirði. Að Eyvindará, 16. júlí 1600.
Gísli Björnsson og kona hans Þórunn Hannesdóttir leggja Hannesi Björnssyni aftur garðinn Snóksdal sem Hannes hafði gefið Þórunni dóttur sinni til réttra arfaskipta; einnig fengu þau honum Hamraenda og Skörð í Sauðafellskirkjusókn. Á móti fékk Hannes þeim Hrafnabjörg, Hamar, Fremri-Vífilsdal og Gunnarsstaði í Snóksdalskirkjusókn, auk Krossness á Ströndum.
Einar Ólafsson ber vitnisburð um að Þorgerður Torfadóttur hafi verið heimilisfastur ómagi hjá Nikulási Þorsteinssyni á Munkaþverá. Skrifað á Stóra-Hamri í Eyjafirði, 30. janúar 1601.
Bréf borgmeistara og ráðsmanna í Hamborg um sætt og sama þeirra Týls Péturssonar og Hannesar Eggertssonar á Alþingi á Íslandi 29. júní 1520 um misgreiningar ýmsar þeirra á milli, svo og um gripdeildir, Ara Andréssonar. En sætt þessi varð fyrir milligöngu tveggja skipherra Hinriks Hornemanns og Hinriks Vagets, er unnu nú að því bókareið, að sættin hefði farið á þá leið er bréfið hermir.
Ögmundr biskup i Skálholti fær Fúsa bónda Brunmannssyni og Ólöfu Björnsdóttur konu hans til eignar jarðirnar Kirkjuból í Dýrafirði, Dynjandi, Borg, Skjaldfönn og Rauðstaði í Arnarfirði fyrir 24 hundruð í Valþjófsdal og 20 hundruð í Hjarðardal í önundarfirði, svo og hálfa Alviðru i Dýrafirði, og það, sem jarðir þær, er biskup fær, eru ódýrari, gefr hann kvitt sökum þess, að þau hjón Fúsi og Ólöf hafi jafnan verið sér og dómkirkjunni til styrks og hjálpar, gagns og góða, og lofi svo að vera framvegis.
Bréf að síra Hallvarðr Bjarnason hafi geflð Marteini Þorvarðssyni og Sigríði konu hans hálfa jörðina Villinganes í Goðdalakirkjusókn.
Vidisse af Kalmanstugudómi sem er dómur sex klerka og sex leikmanna, útnefndur af Ögmundi biskupi í Skálholti, um spjöll á kirkjunni í Kalmanstungu, skort og fordjörfun á bókum hennar og skrúða og um reikningsskap kirkjunnar fornan og nýjan. Frumritið er í Bisk. Skalh. Fasc. VIII,16.
Bréf (Björns Þorleifssonar) til Jóns (dans) Björnssonar, þá er Jón vildi ríða í Vatnsfjörð með Birni Guðnasyni.
Torfufellsmál.
Samningur Orms Snorrasonar og Sigríðar Torfadóttur þar sem hún gefur Ormi fullt umboð til að kæra eftir móðurarfi hennar og öðrum hennar peningum, hvar sem hittast kynni og við hverja sem væri að skipta.
Þorgautur Ólafsson lofar að Sæmundur Árnason skyldi fyrstur eiga kost á að kaupa þær tvær jarðir sem Sæmundur hafði lofað Þorgauti fyrir 24 hundruð í Álfadal. Á Sæbóli á Ingjaldssandi, 27. maí 1601; skrifað á Eyri í Skutulsfirði 12. maí sama ár.
Úrskurður Finnboga lögmanns Jónssonar um arf eptir Pál Brandsson, þar sem hann samkvæmt dómum, er áður hafa þar um gengið, úrskurðar þeim Þorleifl og Benedikt Grímssonum, sonarsonum Páls, allan arflnn.
Samningur á milli Ara Magnússonar og Þorvalds Torfasonar um að Sæmundur Árnason megi taka próventu Halldórs Torfasonar, bróður Þorvalds, með þeim hluta sem Halldór á til móts við sín systkin í garðinum Hrauni. Á Hóli í Bolungarvík, 22. apríl 1601; bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 12. maí sama ár.
Björn Magnússon veitir Finni Jónssyni umboð yfir Eyjaþingi (Svefneyjaþingi).
Pétur Þorsteinsson gefur dóttur sína Sigríði kvitta og sátta við sig upp á það misferli sem henni hafði á orðið og gerir hana aftur arftæka eftir sig til jafns við önnur börn sín, sem samþykkja gjörninginn. Á Skálá í Sléttuhlíð, 21. febrúar 1601.
Jón Þorsteinsson, sonur Þorsteins Sveinssonar og Bergljótar Halldórsdóttur, vitnar að Halla systir hans og Grímur Aronsson, eiginmaður hennar, leggja aftur jörðina Grafargil í Valþjófsdal, því að þau urðu uppvís að því að liggja saman löngu áður en þau gengu í hjónaband. Sjá einnig AM Dipl. Isl. Fasc. XLV,9
Transkript skiptabréfs á eignum Þorleifs Grímssonar og Gríms sonar hans.
Kaupmálabréf Björns Þorvaldssonar og Herdísar Gísladóttur.
Vitnisburður átta manna um skyldur formanna í „compagnisins“ skipum, í sjö liðum.
Dómur í Viðvík í Viðvíkursveit um ákæru Guðmundar Einarssonar skólameistara, í umboði herra Guðbrands Þorlákssonar, til séra Jón Gottskálkssonar vegna Brúnastaða í Mælifellskirkjusókn. Kveðinn 14. janúar 1601; bréfið skrifað 10. febrúar sama ár.
Ögmundb biskup í Skálholti selur Eiríki bónda Torfasyni til fullrar eignar jörðina Gröf í Averjahrepp, fimtán hundruð að dýrleika, með fimm kúgildum, fyrir jörðina Grafarbákka í Hrunamannahrepp, en Grafarbakka, sem metinn var þrjátigi hundruð að dýrleika af sex skynsömum mönnum, geldr biskup síra Jóni Héðinssyni í ráðsmannskaup um þrjú ár fyrir dómkirkjuna í Skálholti.
Ungt, ónákvæmt afrit af bréfi Gauta Ívarssonar erkibiskups í Niðarósi til manna í Hólabiskupsdæmi, að allir þeir er vörslur hafi á hálfkirkjum séu skyldir að gera biskupi reikningsskap af þeim, en Ólafur Rögnvaldsson Hólabiskup hafði kært málið fyrir erkibiskupi.
Bréf Þórðar Auðunarsonar og tveggja annara manna, um lögmannskaup það, er Björn Þorleifsson hirðstjóri galt Brandi lögmanni Jónssyni.
Skoðun á lögmæti próventugjafar Þórðar Jónssonar til Sigurðar Jónssonar bróður síns. Í Eskjuholti 13. maí 1595.
Pétur Magnússon selur séra Sigurði Einarssyni, í umboði herra Guðbrands Þorlákssonar, jörðina Þorsteinsstaði í Skagafirði og fær í staðinn Torfufell í Eyjafirði. Á Hólum í Eyjafirði, 24. október 1605 (eða 1603). Útdráttur.
Þórkatla Árnadóttir geldur og fær Jóni Dagstyggssyni, syni sínum, í sín þjónustulaun allan þann part í jörðinni Hlíð í Kollafirði, er Árna syni hennar bar til erfða eftir Dagstygg Jónsson föður sin, en hún hafði haft fyrir Árna þar til hann lést og Jón unnið hjá henni kauplaust í níu ár, frá því að faðir hans lést.
Guðbrandur Oddsson selur herra Oddi Einarssyni hálfa jörðina Böðvarsdal í Vopnafirði. Á Eyvindarstöðum í Vopnafirði, 3. ágúst 1604.
Magnús Indriðason selur Páli Jónssyni 16 hundruð í jörðinni Kálfanesi.
Vitnisburðr, að Björn Guðnason hafi svarið þann eið á Alþingi 30. Júní fyrir Finnboga lögmanni, að Björn hafi þá eigi vitað annað sannara, er hann lýsti sig lögarfa eptir Solveigu Björnsdóttur, en að hann væri hennar lögarfi.
Séra Gamli (Gamalíel) Hallgrímsson gefur vitnisburð og útskýringu vegna hórdómsbrots er sonur hans Þorkell var getinn utan hjónabands, en með vitnisburði sínum vill Gamli þagga niður vondar tungur sem leggja hneykingu til Þorkels vegna framferðis foreldra hans. Á Grenjaðarstöðum 20. febrúar 1601.
Vitnisburður um atför Jóns Sigmundssonar og hans fylgjara í Grenivík á heimili Magnúsar Þorkelssonar, er þeir brutu þar bæjarhús og særðu Kristinu Eyjólfsdóttur, konu Magnúsar, svo að hún var blóðug.
Ögmundur biskup í Skálholti samþykkir, að Teitr bóndi Þorleifsson hefir selt Eiríki Guðmundssyni og Guðrúnu Gunnlaugsdóttur konu hans jarðirnar Asgarð og Magnússkóga, með fleira, er bréfið hermir.
Ormr Jónsson fær Guðmundi Loptssyni til æfinlegrar eignar jörðina Bólstað í Kaldaðarnesskirkjusókn, en gefr Guðmund kvittan um það tilkall, er „Jón bóndi“ átti á jörðunni Bassastöðum.
Jón Jónsson lögmaður greiðir Jón Jónssyni skuld fyrir málajarðir konu sinnar, Helgu heitinnar Gísladóttur, sem hún hafði selt Jóni Jónssyni, en það eru þrjár jarðir í Norðurárdal. Á Þingeyrum, 17. apríl 1601.
Þórður Pétrsson kvittar Sigríði Einarsdóttur um alla þa peninga, sem hann hefir átt eða mátt eiga eptir Hallgrím heit- inn Pétrsson bróður sinn, svo og þá peninga, er Pétr ábóti faðir hans hafði feingið honum. alt með því fororði, er bréfið hermir.
Nikulás Jónsson selr síra Sigurði Jónssyni jörðina Haga í Reykjadal fyrir lausafé og fæðslu konu hans og barna til næstu fardaga, og skal Nikulás þjóna hjá síra Sigurði næsta ár
Séra Snæbjörn Torfason selur Bjarna Sigurðssyni hálfar Brekkur í Gunnarsholtskirkjusókn en fær í staðinn Hrafnagil í Laxárdal. Útdráttur. Á Þingvöllum, 30. júní 1606.
Kaupbréf fyrir Hofi í Vatnsdal, Vatnsenda og Hálsum í Skorradal.
Magnús biskup í Skálholti kvittar Þorleif Björnsson og Ingveldi Helgadóttur af 8., 9., 10., 11., 12. og 13. barneign þeirra á milli.
Afrit úr Gíslamáldögum af máldögum kirknanna Mýra, Núps og Sæbóls.
Vitnisburður Þórðar Ögmundssonar og Jóns Pálssonar um að Efri-Hvítidalur ætti engjar innan tiltekinna landamerkja og að Guðmundur heitinn Jónsson hefði aldrei gert tilkall til þeirra. Líklega falsbréf.
Skiptabréf eftir Gissur Þorláksson.
Afrit af tylftardómi klerka útnefndum af Gottskálk biskupi á Hólum um hjónaband Ingilbrikts Jónssonar og Höllu Vilhjálmsdóttur, dags. 12. maí 1517.
Afrit tveggja afhendingarbréfa á dönsku.
Magnús Björnsson selur Sigríði Árnadóttur og manni hennar Benedikt Þórðarsyni jörðina Bakka í Borgarfirði og fær í staðinn Bitru í Kræklingahlíð.
Péte Loptsson fær Árna Pétrssyni, syni sínum, til eignar jörðina Akreyjar á Breiðafirði fyrir fjörutíu hundruð, en Árni skal í móti svara kirkjunni í Dal í Eyjafirði fjörutíu hundruðum i reikningskap, og Pétr hafa Akreyjar svo leingi er hann lifir.
Kaupbréf þeirra Kolbeins Oddasonar og Snorra Arnasonar um jarðirnar Syðrivík og Skjallteinsstaði i Vopnafirði og Hallgeirsstaði og Fremribrekkur á Langanesi.
Dómur um ákæru vegna jarðarinnar Bjarnarstaða í Selvogi. Á Öxarárþingi, 30. júní 1602.
Sendibréf Sigurðar Jónssonar til sonar síns Jóns. Sigurður tjáir sig um hrakandi heilsu sína og erfðaskrá og það að hann hafi óskað þess af yfirvaldinu að Jóni verði veitt umboð Reynistaðarklausturs og sýslunnar, og gefur hann Jóni leiðbeiningar um hvernig haga eigi því starfi. Á Stað, 27. ágúst 1602.
Afrit af bréfi þar sem tólf klerkar nyrðra samþykkja séra Jón Arason ráðsmann og umboðsmann heilagrar Hólakirkju í öllum efnum milli Ábæjar og Úlfsdalsfjalla.