Archive Arnamagnæana dev

Þjóðskjalasafn Íslands, Reykjavík: 721 documents
(9 documents in progress, 0 done, 712 left)
Gottskálk Nikulásson Hólabiskup fær Þórarni Jónssyni jörðina alla Búrfell með hálfu "auðna" Búrfelli á Ásum til fullrar eignar upp á þá peninga, sem biskup hafði í borgan gengið við hann með fullri lofan.
Dómur tólf klerka útnefndur af Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi um kærur biskups til séra Hallkels Guðmundssonar um afmörkun á einni á, sauðatöku og próventurof.
Björn Þorleifsson bóndi selur Agli Grímssyni jörðina á Eyvindarstöðum og hálfa Reyki í Hrútafirði, en Egill gefur í móti Sólheima á Ásum, Grilli í Fljótum og Skuggabjörg í Deildardal.
Bræður á Munkaþverá samþykkja, að Árni ábóti selji Guðmundi Sigurðarsyni bónda nokkurn hluta úr jörðunni Skriðulandi í Öxnadal.
Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup tekur hústrú Margréti Bjarnadóttur til systralags á Stað í Reyninesi, en hún gefur klaustrinu 60 hundraða í þarflegum peningum.
Dómur 22 presta útnefndur af Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi um kærur biskups til Höskulds Árnasonar, að hann hefði svarið rangan bókareið með Bjarna Ólasyni vísvitandi og viljandi, að hann hefði sett sig óheyrilega og afskaplega inn í kirkjunnar vald og að hann hafi tekið ranglega guðs þjónustu í sex ár síðan hann sór bókareiðinn.
Guðmundur Þorvaldsson fær Ögmundi Pálssyni Skálholtsbiskupi til fullrar eignar, sakar og sóknar allan arf þann, er honum var fallinn fyrir norðan land eftir Finn Þorvaldsson heitinn móðurföður sinn.
Einar Hálfdánarson fær Gottskálki Nikulássyni Hólabiskupi til fullrar eignar alla þá peninga, sem honum höfðu til erfða fallið og eftir stæði óluktir hjá Eiríki Þorsteinssyni bónda.
Dómur níu klerkmanna og tveggja leikmanna útnefndur af Jóni Snorrasyni presti og prófasti milli Glerár og Úlfsdalsfjalla um lambseldi til kirkju hins blessaða Ólafs kóngs á Völlum í Svarfaðardal.
Ólafur Rögnvaldsson Hólabiskup samþykkir próventu Helgu Finnsdóttur á klaustrið á Stað í Reyninesi.
Halldór Loftsson prestur selur Böðvari Ögmundarsyni djákna Krossanes í Kræklingahlíð fyrir Skriðuland og Hallfríðarstaði með tilgreindum landamerkjum og ítökum.
Jón Arason Hólabiskup ritar bréf til Alþingis um lögmanns kosning fyrir norðan og vestan á Íslandi.
Próventugerningur Jóns Sigfússonar og Arnþrúðar Árnadóttur við Jón ábóta og klaustrið á Munkaþverá.
Sveinn Sumarliðason fær Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi og heilagri Hólakirkju til fullrar eignar jörðina Krossanes í Kræklingahlíð og þar til átta málnytu kúgildi fyrir þær sakir og hugmóð, er hann, faðir hans og afi hefðu gert biskupi og heilagri Hólakirkju, og þar með voru þeir Sveinn og biskup sáttir.
Dómur tólf presta útnefndur af Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi um kirkjureikning á Einarsstöðum og Svalbarði, er Sigurður Björnsson átti að svara.
Dómur klerka útnefndur af Gottskálki Nikulássyni Hólabiskupi um fiskatolla, fjóðrung fiska af hverjum vermanni frá Másbúðum og til Fossár, til kirkjunnar á Hofi á Skagaströnd, og kallast tollar þeir Ólafstollar.
Jón Henriksson (Tófason) Hólabiskup lýsir því að hann hafi unnt systrunum á Stað í Reyninesi staðinn að Hofi á Skagaströnd um aldur og ævi forfallalaust præter porcionem ecclesiæ.
1) Tveir prestar og tveir leikmenn transkríbera bréf um Helluland, Ásgrímsstaði og Skíðastaði frá 13. mars 1388. 5. febrúar 1451 2) Björn Brynjólfsson selur Gissuri Þorbjarnarsyni jarðirnar Helluland og Ásgrímsstaði í Hegranesi fyrir jörðina Skíðastaði í Laxárdal. 13. mars 1388 3) Gunnar Gíslason og Magnús Jónsson transkríbera transskript frá 5. febrúar 1451 af bréfi um Helluland, Ásgrímsstaði og Skíðastaði frá 13. mars 1388. 2. mars 1558
Ólafur Rögnvaldsson Hólabiskup staðfestir dóm Jóns Snorrasonar prófasts frá 21. október 1454 um lambseldi til Vallakirkju í Svarfaðardal.
Þóra Guðmundsdóttir samþykkir sölu Jóns Eyjólfssonar bónda síns á jörðunni Guðmundarlóni til Hólakirkju í Hjaltadal.
Jón Ólason selur Kolbeini Ingimundarsyni presti, heilagrar Hólakirkju til eignar, þrjú hundruð í Núpi í Öxarfirði fyrir fimm hundruð, og kvittar um andvirðið.
Eiríkur Einarsson prestur gefur jungfrú Marie og klaustrinu á Skriðu í Fljótsdal jörðina Lækjardal í Öxarfirði með fjórum kúgildum, sér til sáluhjálpar og frændum, vinum og ættmönnum lífs og liðnum.
Jón Sæmundsson selur Þorvarði Helgasyni príor á Skriðuklaustri 20 hundruð í jörðunni Borgarhöfn í Fellshverfi fyrir jarðirnar Vík og Sævarenda í Fáskrúðfirði og "þá sæmd og drengskap í peninga framlögum, er príorinn vildi gert hafa".
Vitnisburður Björns Þórarinssonar um veiði í Nikulásarkeri í Norðurá.
Þau systkin Ormur Eiríksson og Ragnhildur Eiríksdóttir selja Jóni Bjarnasyni þann part, sem þau áttu, í jörðinni Efstafelli í Ljósavatnsþingum, alls 26 hundruð, fyrir lausafé.
Ólafur Rögnvaldsson Hólabiskup samþykkir Vallholtsdóm frá 14. janúar 1465 (DI V, nr. 384).
Tylftardómur útnefndur af Jóni Einarssyni, er þá hafði kóngsins sýslu og umboð í Húnavatnsþingi, um atvist Ólafs Filippussonar að vígi Ásgríms Sigmundssonar, er varð í Víðidalstungu (1483).
Vitnisburður Marteins Ívarssonar um landamerki Molastaða.
Vitnisburður tveggja manna, að Hallsteinn Þorsteinsosn hafi gefið Þórði Jónssyni frænda sínum hálfa jörðina Hól í Siglufirði og þar til tíu hundruð í þarflegum peningum.
Árni Ólafsson Skálholtsbiskup selur Sveini Hallvarðssyni jörðina Ríp í Hegranesi fyrir jarðirnar Borg og Írafell í Tungusveit, og geldur biskup Sveini upp í mismun tíu kúgildi.
1) Hallvarður Hallkelsson og Valgerður Brandsdóttir kona hans selja Guðbjarti Eyjólfssyni presti jörðina Sævarland í Laxárdal með tilteknum hlunnindum. 16. apríl 1379. 2) Magnús Sigurðsson prestur og tveir menn aðrir transkríbera bréf um Sævarland frá 1379, 12, nóvember 1385.
Manntalsþing á Svínavatni á Ásum. Kom til tals og yfirskoðunar það efni sem áhrærði kristfjárjörðu sem er fátækra eign, þ.e. jörðin Hamar liggjandi í Svínavatnskirkjusókn sem Guðmundur Hákonarson gaf til ellefu hreppa. Hreppstjórar Miðfjarðarhrepps kvarta yfir því að hafa ekki fengið neitt í sinn hlut.
Sigmundur Jónsson selur Jóni Péturssyni presti jörðina Illugastaði í Flókadal með fyllra skilorði en næsta bréf á undan greinir (þ.e. DI VI, nr. 165).
Eiríkur Sumarliðason prestur gefur Guðnýju Þorleifsdóttur í tíundargjöf sína hálfa jörðina Kalmanstungu í Borgarfirði.
Ólafur Rögnvaldsson Hólabiskup samþykkir skipti þeirra Barböru abbadísar á Stað og Ólafs Grímssonar bónda á jörðunum Brúarlandi í Deildardal og Syðra-Vatni í Tungusveit.
Jón Einarsson bóndi fær Ólafi Ásbjarnarsyni jörðina Stærri-Ey á Skagaströnd til fullrar eignar, og kvittar hann um andvirði jarðarinnar, því að Ólafur hafði lagt út jörð sína Njarðvík syðra, "í þann tíð, sem oftskrifaður Jón bóndi var gripinn og fangaður af Ólafi Diðrikssyni, og var svo í ómildra manna höndum" (sbr. DI VIII, nr. 431).
Einar Hallsteinsson selur Þorvarði Helgasyni príor og klaustrinu á Skriðu jörðina Brekku í Fljótsdal fyrir 80 hundraða í lausafé.
Vitnisburður, að Teitur Þorleifsson hefði oftlega lýst því fyrir Sveinsstaðafund (1522), að hann gæfi Guði, sancte Önnu og sancte Jóhannesi baptista Glaumbæ í Skagafirði til ævinlegrar eignar að sér frá föllnum.
Goðsvin Comhaer Skálholtsbiskup skipar Reynistaðarklaustri í kost með systur Margréti Þorbergsdóttur árlega hundrað frá Skálholti, annað hundrað frá Hólum og þriðja hundrað frá Kirkjubæjarklaustri.
Próventusamningur Illuga Björgólfssonar og systur Þórunnar Ormsdóttur fyrir hönd klaustursins í Reyninesi.
Dómur tólf klerka útnefndur af Jóni Arasyni Hólabiskupi um kærur biskups til séra Jóns Finnbogasonar, að hann hefði eigi gert né goldið Laufáskirkju fullan reikningsskap af porcio og mortaliis í 36 ár, er séra Jón hafði haldið staðinn.
Bréf Björns Þorleifssonar, þar sem hann fyrirbýður tollver í Bolungarvík.
Jón Arason Hólabiskup gefur ærlegri dándikvinnu Ólöfu Einarsdóttur jörðina Stafn í Reykjadal.
Dómur séra Jóns Pálssonar officialis heilagrar Hólakirkju um barneignir Margrétar Sigurðardóttur og Brynjólfs Egilssonar.
Jón Þorsteinsson fær Gottskálki Nikulássyni Hólabiskupi til fullrar eignar jörðina Þóristaði á Svalbarðsströnd og kvittar um andvirðið.
1) Guðmundur Skúlason prestur lýkur Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi jörðina Syðra-Holt í Svarfaðardal fyrir þær skuldir og reikningsskap, er hann átti að svara upp á sinn part fyrir Skúla Loftsson föður sinn, sem hann var skyldugur biskupinum í tíundir og útlausnir upp á langa tíma, svo og fyrir þær skuldir, er séra Guðmudnur átti að gjalda biskupinum fyrir sjálfan sig. 1. mars 1481. 2) Transskriftarbréf fjögurra manna. 27. amí 1491.
Séra Hannes Pálsson, Loftur Guttormsson og sex menn aðrir votta, að Adam Jakobsson hafi lesið fyrir kirkjudyrum í Saurbæ í Eyjafirði stefnubréf Mikaels Jónssonar prests til Ara Þorbjarnarsonar prests og Þorkels Guðbjartssonar prests að mæta á ársfresti fyrir erkibiskupinn í Niðarósi.
Jón Þórðarson prestur handleggur frú Oddbjörgu abbadís á Reynistað tíu hundruð í vaðmálum og öðrum flytjanda eyri og lofar að skila abbadísinni aftur sylgju þeirri er hústrú Geirdís gaf klaustrinu, en Oddbjörg abbadís gefur séra Jón kvittan um alla ráðsmennsku klaustursins.
1) Sveinn Pétursson Skálholtsbiskup afleysir og kvittar þau hjón Árna Guðmundsson og Steinunni Sigurðardóttur, að settum skriftum, fyrir það þau voru með Þorleifi Björnssyni og hans fylgjurum í heimreið til Oddgeirshóla í Flóa þegar kirkjan var saurguð með slögum og blóðsúthellingum, kvittar biskup og fyrir bæn þeirra hjóna Þorleif og fylgjara hans af fjársektum en bannar þeim kirkjugöngu fyrr en þeir hafi tekið skriftir. 12. mars 1474 2) Sveinn Pétursson biskup í Skálholti gefur séra Oddi Péturssyni, officialis heilagrar Skálholtskirkju, umboð til að afleysa Þorleif Björnsson og þá sem með honum voru í Oddgeirshólareið 3. október 1473, og setja þeim skriftir nema Eyjólf lásara Gunnarsson, sem var í Krossreið, og Eyjólf Fúsason sem bannsunginn var af Ólafi biskupi á Hólum; ennfremur umboð til að skrifta Þorleifi og Ingveldi Helgadóttur fyrir síðustu barneign þeirra. 12. apríl 1474 3) Transkriftarbréf þriggja manna. 1. maí 1474.