Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1628 documents in progress, 3411 done, 40 left)
Falsbréf ritað á uppskafning. Texti þess snýst um landamerki á milli Núps (Gnúps) og Alviðru og Gerðhamra í Dýrafirði.
Skrá um reka Þingeyraklausturs. (Vantar aftan á).
Transskriptarbréf Gunnsteins ábóta á Þinggeyrum og fimm annara af bréfi Jóns biskups skalla um veiði í Laxá frá 3. Júní 1359 (Dipl. Isl. III. Nr. 98).
Loftur Tjörvason og Þóra Nikulásdóttir kona hans selja Birni Einarssyni jörðina Fót í Seyðisfirði og handleggja aleigu sína í hans vernd og umboð.
Kaupmálabréf Andrésar Guðmundssonar og Þorbjargar Ólafsdóttur.
Ingibjörg Snæbjarnardóttir gefur Finnboga Jónssyni nýtt umboð og kvittar fyrir um liðið.
Klemens, Jón og Sveinn Þorsteinssynir lýsa því, að þeir hafi selt Birni Guðnasyni jörðina Hvallátr í Mjóafirði í Vatnsfjarðarþingum, og kvitta hann um andvirðið.
Afrit af jarðakaupabréfi dags. 10. nóvember 1631 þar sem Nikulás Einarsson selur Magnúsi bónda Björnssyni jörðina Reykjahlíð við Mývatn en fær í staðinn Héðinshöfða á Tjörnesi og Finnsstaði í Eiðakirkjusókn. Afritið er dagsett 7. mars 1708.
Vitnisburður, að Einar Einarsson hafi slegið Einar Oddsson föður sinn liggjandi í sænginni og hrækt i andlit honum, og aldrei hafi þeir um það sæzt, og aldrei sagðist Einar Oddsson gefa Einari syni sínum jörðina Arnbjargarlæk, nema hann færi að sínum ráðum.
Höfundur bréftextans nefnir sig ekki en mun vera séra Jón Loftsson. Í bréfinu fullyrðir hann að börn sín og Sigríðar heitinnar Grímsdóttur séu skilgetin og að Þernuvík í Ögurþingum sé þeirra eiginlegur móðurarfur. Í lokin er uppkast að lögfestu (með „N.“ og „N.N.“ í stað jarðar- og mannanafna).
Jón Einarsson gefur Þorsteini presti Jónssyni í próventu með sér þrjátíu hundruð er Þorsteinn skuldaði fyrir hálfa jörðina í Sólheimum.
Lofunarbréf Björns Guðnasonar við Stephán biskup um öll málaferli þeirra og misgreiningar. Síðustu línur bréfsins eru með annarri hendi þar sem taldir eru upp vottar að gjörningnum en þeir eru: Narfi ábóti, bróðir Ögmundur í Viðey, Vigfús Erlendsson lögmaður, síra Einar Snorrason, og séra Helgi Jónsson. Nokkrar afskriftir eru til af þessu bréfi, sjá DI VIII:632.
Kæi van Aneffelde hirðstjóri gefur Birni Þorleifssyni frið og félegan dag til næsta Öxarárþings, utan lands og innan, um atvist að vígi Páls Jónssonar (1496), þar til hann eða umboðsmenn hans komast á konungs fund (DI VII:701).
Vitnisburður um illskiptafund þeirra Hrafns lögmanns Brandssonar og Magnúsar Þorkelssonar.
Ormur Sturluson lögmaður úrskurðar hálft Svignaskarð og hálft Sigmundarnes rétta eign Henriks Gerkens. Stórahóli, 25. ágúst 1568.
Vitnisburður Jóns Magnússonar um landareign Grundar í Eyjafirði.
Vitnisburðarbréf um viðtal þeirra Björns Þorleifssonar og Jóns dans Björnssonar um Reykhóla, og um yfirgang Jóns á Reykhólum (DI VII:653).
Einar Markússon og kona hans Gró selja Jóni Erlingssyni og konu hans Ingibjörgu sex hundruð í jörðunni Arnardal hinum neðra í Skutilsfirði fyrir tólf hundruð í ganganda fé og lausafé, og lýsir Einar landamerkjum.
Þórður prestur Þórðarson selur Birni bónda Brynjólfssyni jarðirnar Illugastaði og Hrafnagil fyrir jörðina Sneis í Laxárdal. Afrit af bréfi frá 6. mars 1390.
Dómur, útnefndur af Einari Snorrasyni officialis heilagrar Skálholtskirkju milli Botnsár og Gilsfjarðar, um ákærur síra Einars til Magnúsar Björnssonar fyrir það að hann vildi ekki greiða „halft porcio“ Jöfrakirkju í Haukadal þann tíma, sem honum bar fyrir að svara, né gjalda Þorleifi Gamalíelssyni ásauðarkúgildi og hross er Bjarni Árnason heitinn sagðist hafa goldið greindum Magnúsi syni sínum með hálfri hálfkirkjunni á Jöfra, svo og hefði Magnús ekki viljað á landamerki ganga né til þeirra segja. Bréfið er transskript og fyrir neðan það er skrifaður vitnisburður og meðkenning síra Ólafs Brandssonar, Björns Guðmundssonar og Björns Ólafssonar.
Samningur séra Guðbjarts Eyjólfssonar ráðsmanns á Þingeyrum og Bjarna bónda Kolbeinssonar um rekaskipti með Brekknajörðum á Skaga.
Festingarbréf Péturs Vigfússonar og Þóru Jónsdóttur.
Dómur sex manna útnefndur af Þorsteini Finnbogasyni konungs umboðsmanni í Þingeyjarþingi, er dæmir fullmektugt í allan máta konungsbréf, er kvitta Bessa Þorláksson af vígi Halls Magnússonar, svo og dagsbréf Finnboga lögmanns, og Bessa lögráðanda fjár síns (DI VIII:528).
Finnbogi Jónsson lögmaður samþykkir og staðfestir áfestan dóm um Torfa Finnbogason (þ.e. AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVI, 11).
Skipta- og testamentisbréf séra Björns Jónssonar milli barna sinna.
Gamli bóndi Marteinsson selur Helga bónda Bjarnasyni jörðina Ljósavatn í Ljósavatnsskarði með tilgreindum ummerkjum, rekum og ítökum kirkjunnar á Ljósavatni.
Gunnlaugur Teitsson og Sigurður Þorbjarnarson lýsa því, að þegar Hrafn Guðmundsson reið fyrst til Reykhóla eptir pláguna, þá hafi Ari bróðir hans handlagt honum þá peninga, er honum höfðu faliið í erfð eptir móður sína og Snjólf bróður sinn, og Hrafn hafði að sér tekið, en Hrafn bazt undir að lúka allar skuldir Snjólfs.
Þorkell prestur Ólafsson og Ími prestur Magnússon lýsa því að þeir hafi lofað að gefa Eyjólfi mókoll Magnússyni hvor um sig tuttugu hundruð til kvonarmundar ef hann kvæntist í þann stað að hann fengi fulla peninga í mót sínum.
Testamentisbréf Guðna Oddssonar, þar sem hann gefur ýmsar gjafir fyrir sál Þorbjargar Guðmundardóttur konu sinnar.