Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1628 documents in progress, 3411 done, 40 left)
Vottorð fimm manna um kaup þeirra Jóns Þorkelssonar
og Finnboga Jónssonar á jörðunum Þverá í Laxárdal og
Jörfa í Haukadal (sbr. bréf 12. Apr. 1477, Nr. 105)
Jón prestr Bjarnarson, Loptr Guttormsson og sjö menn aðrir
votta, að Benedikt Brynjólfsson og Margrét Eiríksdóttir kona
hans handlögðu Árna biskupi Ólafssyni alt það góz, er hún
erfði eptir systursyni sína, en þeir erfðu með ættleiðingu eptir
séra Steinmóð Þorsteinsson föður sinn.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 24.
Ingibjörg Hákonardóttir og Erlingr Jónsson sonr hennar
samþykkja þá sölu, er Jón Erlingsson fékk Haldóri Hákonarsyni, bróður Ingibjargar, partinn í Arnardal hinum neðra
í Skutilsfirði, með öðru því skilorði, er bréfið greinir.
Dómur sex manna útnefndur af Rafni lögmanni Gudmundssyni um arf eptir Guðrúnu Þorgilsdóttur, og dæma þeir, samkvæmt réttarbót Hákonar konungs frá 23. Júní 1305, þorkel Bergsson og Guðrúnu löglig hjón og börn þeirra skilgetin og eiga að setjast í arfinn.
Þorsteinn lögmaðr Eyjólfsson úrskurðar löglega ættleiðing þá.
er Einar prestur Þorvarðsson hafði ættleidd börn sín Magnús,
Arngrím og Guðrúnu.
Ari Andrésson bóndi gefur Ormi Guðmundssyn (bróðursyni sínum) með samþykki, jáyrði og upplagi Þórdísar Gísladóttur konu sinnar og Guðmundar Andréssonar, jarðirnar Kamb, Kjós, Reykjafjörð, Naustvíkur, Kesvog og Ávík, allar fyrir sextigi hundraða, liggjandi á Ströndum, og þar með tuttugu málnytukúgildi, og skyldi Ormur taka að sér jarðirnar, þegar hann væri leystur úr föðurgarði.
Sölvi prestur Brandsson fær Brandi syni sínum alla jörðina Svertingsstaði með hálfum Steinstöðum í fjórðungsgjöf og aðrar löggjafir og lýsir því að hann hafi fengið Brandi jörðina Reyki í Hrútafirði upp í fjóra tugi hundraða.
Einar Guðmundsson selur í umboði Guðmuudar prests föður síns Runólfi Sturlusyni jörðina á Laugalandi í Hörgárdali með tilgreindum ískyldum.
Jón Þorbjarnarson selur Böðvari súbdjákn Ögmundarsyni jörðina
Hallfríðarstaði í Hörgárdal með tilteknum ítökum og landamerkjum fyrir
lausafé (Íslenzkt fornbréfasafn III:503).
Samþykktarbréf á Alþingi um Vigfús Erlendsson og lögmennsku hans og lögmannsdæmi (DI VIII:667).
Gunnar þorkeisson fær Þingeyrastað jörðina á Hæli og kvittar Unnstein ábóta fyrir fjögur hundruð upp í andvirði hennar,
en gefur það sem jörðin er meira verð sér til sáluhjálpar og áskilur sér leg að kirkjunni þar.
Einar Eiríksson fær Gunnsteini ábóta og klaustrinu á Þingeyrum jörðina að Akri á Kólkumýrum til fullrar eignar og kvittar fyrir andvirði hennar.
Afrit af þremur bréfum Kristján konungs þriðja til Daða bónda Guðmundssonar og Péturs bónda Einarssonar um að þeir sé Lauritz Múla hjálplegir að fanga Jón Arason, auk annars efnis.
Skeggi Oddsson handleggur Þorsteini bónda Eyjólfssyni jörðina Reppisá í Kræklingahlíð með gögnum og gæðum til æfinlegrar eignar upp í skuld til Þorsteins.
Prófentusamningur Jóns Eyjólfssonar og Helgu Loðinsdóttur hósfreyju hans við Sveinbjörn ábóta og klaustrið á Þingeyrum.
Vitnisburður fjögurra manna að Ormur Einarsson hefði sagt að Solveig Þorleifsdóttir hefði sýnt sér innsigli þau er hún hefði tekið af sr. Halli Jónssyni í kirkjunni í Flatatungu og að Ólafur Filippusson hefði meðkennt að hafa í sama sinn tekið af sr. Halli liggjandi það bréf er hann hafði og fengið Solveigu.
Dómur útnefndur af Einari Oddssyni, konungs umboðsmanni í Húnavatnsþingi, um það hvort Einar skyldi með lögum halda þeim umboðum, sem Gottskálk Þorvaldsson og Illugi Þorsteinsson vegna Þóru Þorvaldsdóttur höfðu fengið honum á arfi Guðrúnar Jónsdóttur eftir foreldra sína.
Vitnisburður Brands forgilssonar og tveggja manna annarra að Þingeyraklaustur hafi átt og haldið alla fiskveiði í «Víðudalsá»
fyrir Syðri-Borg að helmingi við Þorkelshólsmenn frá Ingimundarhóli og ofan til Melrakkadalsáróss meir en þrjátiu ár átölulaust.
Margrét Gamladóttir lýsir því að hún hafi sagt nei þar til að séra Jón Pálsson skyldi eiga nokkurt veð í jörðina Klifshaga, þá er hann seldi Þórði Magnússyni bónda hennar.
Vitnisburður Magnúsar Eyjólfssonar og Halldórs Þorkelssonar um landamerki Hóls í Kinn og Garðshorns, þá er Hrafn Guðmundsson átti þær og endranær.
Þorkell Bergsson fær Guðrúnu Andrésdóttur konu sinni þrjátíu hundruð upp í jörðina Dálkstaði á Svalbarðsströnd og þrjátíu hundruð í lausafé, og átti Guðrún svo mikið fé í hans garð.
Sr. Þorleifur Björnsson afhendir Árna Gíslasyni jörðina Borg í Króksfirði gegn því að Árni taki að sér bréf um arf Bjarnar Þorleifssonar, föður Þorleifs, og komi þeim fyrir konunginn.
Þorleifur Björnsson selur bróður Guðmundi Geirmundssyni jörðina Böðvarshóla í Vesturhópi Þingeyraklaustri til fullrar eignar, og kvittar um andvirðið.
Vitnisburður sjö heldri manna vestra að Þorleifur Björnsson hafi farið vel með völdum þeim er konungur hafi skipað honum á Íslandi.
Þorsteinn lögmaður Eyjólfsson gefur Katli Grímssyni kvittan um ólöglega meðferð á peningum þeim, sem Ketill hafði gefið í vald og vernd Þorsteins, en Ketill handleggur honum allan reka á Rúteyjarströnd milli Hvalár og Dögurðardalsár.
Transskript af Suðreyrarbréfum.
DI V, nr. 591 gerir góða grein fyrir samsetningu tveggja transskriptabréfa um sama efni:
AM. Fasc. XIX, 22—23 og XIX, 24, sem eru samhljóða transskript á skinni.
1. Upphaf transkriptabréfins frá 24. apríl 1472 (DI V, nr. 591).
2. Bréf frá 15. sept. 1471 (DI V, nr. 574).
3. Bréf frá 25. nóv. 1471 (DI V, nr. 580).
4. Niðurlag transskriptabréfsins (DI V, nr. 591).
Vitnisburður Diðriks Jakobssonar um það hvernig Sveinseyri í Tálknafirði var skipt þegar hann bjó á hálfri jörðinni á móti Lassa Jakobssyni heitnum bróður sínum.
Dómur tólf manna, útnefndr af Oddi Ásmundssyni lögmanni
sunnan og austan á íslandi, um kaup Jóns bónda Ólafssonar
og Sigríðar Árnadóttur um jörðina Stokkseyri, og dæma þeir
kaupið löglegt.
Skrá um skuldir eftir Björn Þorleifsson andaðan.
Page 81 of 149
















































