Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1634 documents in progress, 3417 done, 40 left)
Landvistarbréf Gísla Filippussonar, útgefið af Kristjáni konungi hinum fyrsta, fyrir víg Björns Vilhjálmssonar, er Gísli varð ófyrirsynju að skaða.
Vitnisburður, að Einar Einarsson hafi slegið Einar Oddsson föður sinn liggjandi í sænginni og hrækt i andlit honum, og aldrei hafi þeir um það sæzt, og aldrei sagðist Einar Oddsson gefa Einari syni sínum jörðina Arnbjargarlæk, nema hann færi að sínum ráðum.
Bréfið hefst á vitnisburði sem gerður er á Héðinshöfða 1547 um lestur bréfsins sem síðan fylgir í transskripti en frumrit þess er ekki til. Þar segir að Eirekur Ívarsson, Hallur Ketilsson, Hans Runk og Jón Antoníusson votti að Halla Kolbeinsdóttir selji Finnboga Jónssyni lögmanni sex hundruð í jörðinni Garði við Mývatn fyrir fjögur hundruð í lausafé, með öðrum greinum.
Kaup- og landamerkjabréf um Hallgilsstaði í Fnjóskadal, samhljóða næsta bréfi á undan, nema að dagsetningu. Lýsing á því er: Helgi Sigurðsson selr Brynjólfi Magnússyni jörðina Hallgilsstaði í Fnjóskadal fyrir 37 hundruð í lausafé, og tilgreinir landamerki.
Séra Björn Gíslason, skipaður af Guðbrandi Þorlákssyni Hólabiskupi, fær sex menn til að leggja mat á og virða peninga þá sem Magnús Björnsson hafði goldið Grundarkirkju í Eyjafirði í umboði Þórunnar Jónsdóttur.
Afhending lögmála í jörðina Látur í Mjóafirði.
Dómur útnefndur af Einari Oddssyni, konungs umboðsmanni í Húnavatnsþingi, um það hvort Einar skyldi með lögum halda þeim umboðum, sem Gottskálk Þorvaldsson og Illugi Þorsteinsson vegna Þóru Þorvaldsdóttur höfðu fengið honum á arfi Guðrúnar Jónsdóttur eftir foreldra sína.
Vitnisburður Magnúsar Halldórssonar að Torfi heitinn Sigfússon hafi fengið Guðmundi Helgasyni Suðureyri til eignar með þeim skilmála að Guðmundur fæddi upp tvö börn Torfa, Valgerði og Jón.
Vottað afrit tveggja manna af bréfi þar sem Sveinbjörn og Vigfús Oddssynir fá Hákoni Jónssyni til fullrar eignar gegn lausafé jörðina Kirkjuból í Skutulsfirði, sem þeir höfðu erft eftir föður sinn.
Benedikt bóndi Brynjólfsson gefur Þórði presti Þrðarsyni jarðirnar Gaukstaði og Foss á Skaga, og skyldi Þórður ráða sjálfur hversu mikið fé hann legði fyrir.
Helgi Jónsson afhendir Þormóði Torfasyni hálfan Bjarteyjarsand á Hvalfjarðarströnd svo að sín festarmey Ása Torfadóttir, systir Þormóðs og séra Sigurðar Torfasonar, megi halda öllu því góssi er hún hafði meðtekið í sinn föðurarf.
Vitnisburður Jóns Jónssonar um laxveiðirétt Laugarnesskirkju í Elliðaám.
Solveig Þorleifsdóttir selur Sveini Guðmundssyni jörðina Hamra í Tungusveit og kvittar hann um andvirðið.
Ólafur Diðreksson hirðstjóri staðfestir þau skilríki og úrskurði er Björn Guðnason hafi fyrir jörðinni Eyri í Seyðisfirði og Breiðdal í Önundarfirði og fleiri jörðum er Stephán biskup hafði skipað af Birni og bannar öllum, sérstaklega Jóni Jónssyni, að hindra Björn hér um og skyldar alla honum til styrks, kvittar Björn um sýslugjöld og bannar verzlun við enska duggara.
Helmingarfélagskaupmáli Jóns Alexíussonar og Bergljótar Jónsdóttur.
Vitnisburður Stígs Einarssonar um kaup þeirra Einars ábóta á Munkaþverá og Magnúsar Jónssonar um jarðirnar Krukstaði og Arnarstaði í Núpasveit.
Tveir menn votta, að Þorkell prestur Guðbjartsson hafi fyrir einu ári selt Ásgrími Jónssyni jörðiua Lundarbrekku í Bárðardal fyrir jarðirnar Höskuldstaði og Hól í Helgastaðaþingum og Haga í Grenjaðarstaðaþingum.