Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3428 done, 40 left)
Testamentisbréf Benedikts Kolbeinssonar.
Samningur Lýtings bónda Húnljótssonar, eiganda Akra, og Gunnsteins abóta á Þingeyrum um að Þingeyrar eigi alla fiskveiði í Húnavatni frá vaði til Brandaness, en Lýtingr frá vaði út á mitt vatn fyrir sínu landi.
Jón Ólafsson lýsir því að hann hafi verið viðstaddur á Espihóli í Eyjafirði á hvítasunnu 1553 þegar Jón Oddsson festi Hallóttu Magnúsdóttur sér til eiginkonu með samþykki Einars heitins Brynjólfssonar, sem þá var hennar giftingarmaður (lögráðamaður).
Vitnisburður um nokkur líkindi til samræðis milli Bjarna Óttarssonar og Valgerðar Guðmundardóttir.
Sölvi Árnason, með samþykki konu sinnar Þórunnar Björnsdóttur, selur Einari Magnússyni tíu hundruð í Stóru-Reykjum í Flókadal fyrir lausafé.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur Sigurði Árnasyni Neðra-Skarð í Leirársveit og Ás í Melasveit fyrir Hvalnes í Lóni og hálfa Þórisstaði í Ölfusi.
Vigfús hirðstjóri Erlendsson veitir Þorsteini Finnbogasyni sýslu á milli Vargjár og Úlfdalafjalla.
Þorsteinn lögmaðr Ólafsson staðfestir alþingisdóm frá 29. Júní 1423 (Nr. 368) um Skarð á Landi, að það skuli vera erfðaeign Guðrúnar Sæmundardóttur.