Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Þorsteinn Brandsson selur Guðmundi Magnússyni jörðina Skarð í Fnjóskadal, með tilgreindum skógi, fyrir jarðirnar Hamar og Hól í Laxárdal, Tungu í Bárðardal og Þernusker í Höfðahverfi.
Skúli bóndi Einarsson meðkennist að hafa selt séra Brynjólfi Árnasyni átta hundruð og 40 álnir með í jörðinni Hóli í Svartárdal fyrir lausafé og kvittar hann fyrir andvirðinu.
Elín Jónsdóttir sver fyrir alla menn, utan bónda sinn, Magnús Jónsson.
Ari Jónsson selur sira Birni bróður sínum fyrir „mögulegt verð“ jarðirnar Kjallaksstaði og Ormsstaði, er Ormr Sturluson hafði selt honum.
Vitnisburður Jóns Jónssonar um landamerki jarðarinnar Hamars í Laxárdal.
Vitnisburður Stígs Einarssonar um kaup þeirra Einars ábóta
á Munkaþverá og Magnúsar Jónssonar um jarðirnar Krukstaði og Arnarstaði í Núpasveit.
Þorvaldr vasi Ögmundarson selr Haldóri presti Loptssyni alla hálfa
jörðina í Kritsnesi í Eyjafirði með tilgreindum ítökum og hálfkirkju skyld.
Jón Gissurarson selur Vigfúsi Jónssyni 13 hundruð og 40 álnir betur í jörðinni Vindási í Kjós er liggur í Reynivallakirkjusókn fyrir 14 hundruð í öllum þarflegum peningum.
Kári prestur Bergþórsson selur Bjarna Þorsteinssyni jörðina Hnútstaði í Aðaldal fyrir lausafé.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LV, 21 (Vitnisburður um dýrleika Hofs í Dýrafirði).
Vitnisburðarbréf um viðtal þeirra bræðra Þorleifs og Einars Björnssonar um „þann gamla reikningsskap, sem greindr
Einar var skyldugr síns föður vegna vorum náðuga herra
konunginn í Noregi“.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LXII, 10: Arfaskiptabréf Jóns Magnússonar eldra.
Falsbréf ritað á uppskafning. Jón prestur Broddason kvittar Kolla bónda Magnússyni fyrir að hafa goldið hálfa Skálá með tilgreindum hlunnindum í próventu Ingibjargar Þorláksdóttur húsfreyju sinnar.
Ari Guðmundsson gefur Oddfríði dóttur sinni til kaups við Halldór Jónsson hálfan Valþjófsdal fyrir sextigi hundraða, en seldi honum hálfan og tekur fyrir jörðina Álfadal og á Vífilsmýrum; gerir hann þetta með samþykki Guðmundar sonar síns, og kvittar Halldór fyrir andvirðinu.
Vottað afrit tveggja manna af bréfi þar sem Sveinbjörn og Vigfús Oddssynir fá Hákoni Jónssyni til fullrar eignar gegn lausafé jörðina Kirkjuból í Skutulsfirði, sem þeir höfðu erft eftir föður sinn.
Afrit af dómi Finnboga Jónssonar lögmanns og tólf manna, útnefndur á alþingi, þar sem Björn Þorleifsson og systkin hans eru, samkvæmt páfabréfi, konungsbréfum, erkibiskupsbréfi og biskupa úrskurðum, dæmd lögkomin til alls arfs eftir Þorleif Björnsson og Ingveldi Helgadóttur, foreldra sína.
Árni Einarsson fær Höskuldi Runólfssyni til fullrar eignar jörðina Grísará í Eyjafirði og kvittar fyrir andvirðið.
Vitnisburður Einars Ólafssonar um landamerki Hofsstaða við Mývatn.
Ingveldur Helgadóttur ættleiðir dætur sínar Kristínu, Helgu og Guðnýju Þorleifsdætur með samþykki móður sinnar Kristínar Þorsteinsdóttur á Syðri-Ökrum í Blönduhlíð. Vottar eru Árni Einarsson, Einar Árnason, Símon Pálsson, Jón Þorgeirsson, Snorri Þorgeirsson, Magnús Ásgrímsson, Nikulás Jussason, Sigurður Jónsson og Jón Magnússon.
Brandur Ormsson selur, með samþykki konu sinnar Hallóttu Þorleifsdóttur, Gunnari Gíslasyni hálfa Silfrastaði í Skagafirði og Borgargerði. Í staðinn skal Gunnar taka son Brands og Hallóttu, Tómas, og ala upp og manna og gjalda honum síðan andvirði jarðanna ávaxtarlaust þegar hann er af ómagaaldri.
Ingibjörg Salómonsdóttir ber þann vitnisburð að Valgerður Gunnlaugsdóttir hafi sagt henni að Solveig Björnsdóttir hafi látist á eftir syni sínum, Jóni Pálssyni, og bróðurdætrum, Ólöfu og Þorbjörgu, í sóttinni miklu.
Page 87 of 149
















































