Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Vitnisburður Jóns Björnssonar um lambarekstur og lambatolla í Miðfirði.
Jón Hákonarson selur séra Halldóri Loftssyni hálfa jörðina Grund í Eyjafirði með Holti fyrir tilteknar jarðir.
Bróðir Asbjörn Vigfússon og sex menn aðrir votta, að þeir hafi verið til nefndir af bróður Jóni Hallfreðarsyni officialis heilagrar Hólakirkju að meta staðinn og kirkjuna á Mel í Miðfirði.
Þoeleifur Andrésson selr Ólafi Þorvarðssyni átján hundruð í jörðunni Bergstöðum í Miðfirði fyrir jörðina Tungu í Hrútafirði, með fleira skilorði, er bréfið greinir.
Vitnisburður Jóns ábóta á Þingeyrum og officialis heilagrar Hólakirkju, með ráði tveggja presta og tveggja leikmanna, um landamerki millum Hreiðarstaða og Bjargastaða í Austrárdal.
Þorbjökn Bjarnason selr Sveini Jónssyni tólf hundruð og tuttugu í jörðunni Sveinseyri í Tálknaíirði, jörðina Lambeyri, flmm hundruð í Fossi í Otrardalsþingum, áttatigi álnar ens sjöunda hundraðs í Skriðnafelli á Barðaströnd og partinn í Selskerjum, er liggr fyrir Hrakstaðaleiti, fyrir Bæ og Hrafnadal í Hrútafirði, Hvítahlíð í Bitru og tíu hundruð fríð.
Guðmundur Andrésson gefur og geldur Þorbirni Jónssyni frænda sinum jarðirnar Kaldbak og Kleifar í Kallaðarnesskirkjusókn, að tilgreindum rekum, og lofa þeir hvor öðrum styrk og hjástöðu að halda peningum sínum. ATH AM nr. bréfsins hefur misritast í DI. Þar stendur XXXIII, 17 í stað XXXIV, 17.
Fjórir menn votta um jarðaskipti og jarðakaup þeirra Þorgils Jónssonar og Ingunnar Brynjólfsdóttur konu hans, Benedikts Brynjólfssonar og Bjarnar Einarssonar.
Þrír menn votta, að Hrafn Sveinbjarnarson og tveir menn aðrir hafi svarið fyrir Einari Þorleifssyni fullan bókareið að vitnisburði sínum (frá 11. sept 1445) um landamerki Reykja, Bergsstaða og Torfustaða í Miðfirði.
Kaupbéf um Mýrar á Skagaströnd, er Helga Illugadóttir og Jón Guðmundsson selja Eiríki Guðmundssyni.
Vitnisburður Ljóts Helgasonar prests að Jón biskup Gerreksson hafi, þegar hann var í vísitasíu sinni á Reyhólum (1432), skipað sveinum sínum eftir beiðni Gissurar Runólfssonar að gera Filippusi Sigurðssyni einhverja ólukku, en þegar þess var getið að Filippus væri kominn í kirkju hafi biskup skipað sveinum sínum að taka hann þaðan því að hann skyldi hreinsa kirkjuna á morgun þótt hún væri saurguð í kvöld.
Virðing á húsabót í Tungu í Fljótum og þremur hjáleigum.
Kaupmálabréf Vigfúsar Ívarssonar og húsfrú Guðríðar Ingimundsdóttur.
Hallur prestr Sigfússon gefr Ólafi Sigfússyni bróður sínum fjögur hundruð í jörðunni Skjaldandafossi á Barðaströnd.
Kaupmáli síra Bjarnar Gíslasonar og Mál[m]friðar Torfadóttur.
Vitnisburður tveggja manna að þeir hafi afhent þá sömu peninga í Björgvin í Noregi, sem Vigfús bóndi Erlendsson sendi fram unga herra Kristjáni konungi sem voru 20 hálfstykki klæðis og 80 Rínargyllini.
Tylftardómur útnefndur af Landbjarti Bárðarsyni, sem þá hafði sýslu fyrir norðan Bjarggnúp í umboði Björns Guðnasonar, um ágreining um Almenning og eignareka þar í Skáladal, en hval hafði rekið þar fyrir skömmu.
Sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LIX, 23.
Snorri Hallgrímsson og Nikulás Þorstcinsson kvitta húsfrú Margréti Vigfúsdóttur og Markús Magnússon umboðsmann hennar af umboði þeirra og meðferð á peningum eptir Einar Þorsteinsson, er konum nefndra manna féllu til erfða og umboðs.
Sjá apógr. 5006.
Bréf tólf lögréttumanna um fylgi nokkurra útlendra manna við Andrés Guðmundsson, þá er hann rænti Þorleif Björnsson á Reykhólum og Einar Björnsson í Bæ á Rauðasandi.
Magnús Jónsson, fyrir hönd Eggerts Björnssonar, selur séra Birni Snæbjörnssyni Tannanes í Önundarfirði fyrir Klúku í Arnarfjarðardölum og fjögur hundruð í Kjaranstöðum.
Árni Guttormsson seiur Bjarna presti Sigurðssyni jörðina Kvígindisfell í Tálknafirði fyrir þrjátigi og tvö hundruð í lausafé.
Vitnisburðarbréf þriggja manna um það, hver bréf Þorleifr Björnsson hafði með sér til Danmerkr, og bauð „fram á kongsins náðir og ríkisins ráð i Noregi á Öxarárþingi á Íslandi“, svo og í „kanceleri".
Jón Ólafsson prestur selur Eyjólfi Gíslasyni bónda jörðina Skjallandafoss á Barðaströnd og kvittar hann um andvirði hennar (DI VIII:677). Bréf sama efnis og AM Dipl. Isl. Fasc. XLIV,5 en skrifað degi síðar. Sjá skráningarfærslu AM Dipl. Isl. Fasc. XLIV, 5.
Transskript af eiði Jóns Sigmundssonar lögmanns unninn fyrir Stepháni Skáloltsbiskupi um bót og betran og hlýðni við heilaga kirkju. Fyrir neðan afritaða eiðinn er texti transskriptsins.
Máldagi Jóns kirkju skírara í Víðidalstungu, er Pétur biskup setti Nikulásson.
Vitnisburður um landamerki Þóristaða í Ólafsfirði.