Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1339 documents in progress, 2036 done, 40 left)
Bréf um Harastaði.
Þorgautur Ólafsson selur Sæmundi Árnasyni 33 hundruð í jörðinni Álftadal í Sæbólskirkjusókn og fær í staðinn Tungu í Valþjófsdal, aðra jörð sem Sæmundur útvegar síðar og lausafé. Marsibil Jónsdóttir, kona Þorgauts, samþykkti þennan kaupskap. Á Sæbóli á Ingjaldssandi, 27. apríl 1601; bréfið skrifað 12. maí sama ár.
Björn Benediktsson selur Þorsteini Bjarnasyni aftur það veð er Björn átti á jörðinni Steindyrum í Höfðahverfi. Á Munkaþverá, 29. febrúar 1604; bréfið skrifað á Stóra-Hamri í Eyjafirði, 17. apríl 1604.
Einar Ólafsson ber vitnisburð um að Þorgerður Torfadóttur hafi verið heimilisfastur ómagi hjá Nikulási Þorsteinssyni á Munkaþverá. Skrifað á Stóra-Hamri í Eyjafirði, 30. janúar 1601.
Transkriptabréf. Andrés biskup í Ósló, Mattís Hvörv prófastur við Maríukirkjuna í Ósló, Hans Mule höfuðsmaður á Akrhúsi, Eirikur Eiriksson lögmaður í Ósló og Bent Heringsson lögmaður undir Agðasíðu lýsa þvi, að Ögmundur ábóti í Viðey og biskupsefni í Skálholti hafi lagt fyrir þá bæði páfabréf og konungsbréf um, að löglegt skyldi hjónaband Þorleifs Björnssonar og Ingvildar Helgadóttur, þótt þau væri fjórmenningar að frændsemi, og börn þeirra skilgetin og arfgeng, og staðfesta þeir og samþykkja öll þessi bréf.
Bréf Þórðar Auðunarsonar og tveggja annara manna, um lögmannskaup það, er Björn Þorleifsson hirðstjóri galt Brandi lögmanni Jónssyni.
Erfðaskrá Halldórs Jakobssonar þar sem hann ánafnar bróðurdóttur sinni, Margréti Jónsdóttur Stephensen, og sonum hennar, Ólafi og Jóni, höfuðbólið Kolbeinsstaði.
Afrit tveggja bréfa um tíundamál.
Torfufellsmál.
Transskript á dómsbréfi um kærur Hannesar Eggertssonar til Ögmundar biskups í Skálholti að biskup héldi fyrir sér og Guðrúnu Björnsdóttur konu sinni fjórum jörðum, Vatnsfirði, Aðalvík, Hvammi og Ásgarði og dæma þeir meðal annars Vatnsfjörð fullkomna eign Skálholtskirkju. Frumbréfið er Bisk. Skalh. Fasc. XIV, 4 en transskr í Skalh. fasc XIV, 5 og 8 auk AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII, 27. Fullnaðarfærslur á nöfnum sem tengjast bréfinu, önnur en transskiptavotta, er að finna í færslunni við AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII, 27.
Vitnisburðr, að Björn Guðnason hafi svarið þann eið á Alþingi 30. Júní fyrir Finnboga lögmanni, að Björn hafi þá eigi vitað annað sannara, er hann lýsti sig lögarfa eptir Solveigu Björnsdóttur, en að hann væri hennar lögarfi.
Pétr bóndi Loptsson selr Birni bónda Þorleifssyni jörðina Heydal og hálfa Skálavík í Mjóafirði fyrir hálfar Akreyjar í Skarðs kirkjusókn, með fleira fororði , er bréfið hermir.
Þorgautur Ólafsson lofar að Sæmundur Árnason skyldi fyrstur eiga kost á að kaupa þær tvær jarðir sem Sæmundur hafði lofað Þorgauti fyrir 24 hundruð í Álfadal. Á Sæbóli á Ingjaldssandi, 27. maí 1601; skrifað á Eyri í Skutulsfirði 12. maí sama ár.
Samningur á milli Ara Magnússonar og Þorvalds Torfasonar um að Sæmundur Árnason megi taka próventu Halldórs Torfasonar, bróður Þorvalds, með þeim hluta sem Halldór á til móts við sín systkin í garðinum Hrauni. Á Hóli í Bolungarvík, 22. apríl 1601; bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 12. maí sama ár.
Pétur Þorsteinsson gefur dóttur sína Sigríði kvitta og sátta við sig upp á það misferli sem henni hafði á orðið og gerir hana aftur arftæka eftir sig til jafns við önnur börn sín, sem samþykkja gjörninginn. Á Skálá í Sléttuhlíð, 21. febrúar 1601.
Jón Þorsteinsson, sonur Þorsteins Sveinssonar og Bergljótar Halldórsdóttur, vitnar að Halla systir hans og Grímur Aronsson, eiginmaður hennar, leggja aftur jörðina Grafargil í Valþjófsdal, því að þau urðu uppvís að því að liggja saman löngu áður en þau gengu í hjónaband. Sjá einnig AM Dipl. Isl. Fasc. XLV,9
Jón Jónsson selur séra Gunnlaugi Bjarnasyni frænda sínum jörðina hálfa Gníp (Níp) í Búðardalskirkjusókn. Útdráttur.
Dómr sex klerka, út nefndr af Pétri ábóta (á Munkaþverá) í umboði Jóns biskups á Hólum, um kærur Þorsteins Jónssonar til síra Högna Pétrssonar.
Bjarni Kálfsson og kona hans Halldóra Tyrfingsdóttir selja Ara Magnússyni hálfa jörðina Brunná í Hvolskirkjusókn en fá í staðinn Keldu í Vatnsfjarðarþingum. Í Þernuvík, 20. apríl 1603.
Afrit úr Gíslamáldögum af máldögum kirknanna Mýra, Núps og Sæbóls.
Guðrún Einarsdóttir selur Ara Magnússyni Silfrastaði, en hann henni aftur Ósland í Miklabæjarsókn, 80 hundruð að dýrleika, með samþykki Kristínar Guðbrandsdóttur konu sinnar; skyldi Ósland falla til Ara í löggjafir Guðrúnar ef hún andaðist án lífserfingja.
Dómur í Viðvík í Viðvíkursveit um ákæru Guðmundar Einarssonar skólameistara, í umboði herra Guðbrands Þorlákssonar, til séra Jón Gottskálkssonar vegna Brúnastaða í Mælifellskirkjusókn. Kveðinn 14. janúar 1601; bréfið skrifað 10. febrúar sama ár.
Vitnisburður Þórðar Ögmundssonar og Jóns Pálssonar um að Efri-Hvítidalur ætti engjar innan tiltekinna landamerkja og að Guðmundur heitinn Jónsson hefði aldrei gert tilkall til þeirra. Líklega falsbréf.
Reikningur Djúpadalskirkju i Eyjafirði.
Skiptabréf eftir Gissur Þorláksson.
Transskiptabréf um ættleiðingu Stefáns Loptssonar. Einstakir hlutar þess eru prentaðir á nokkrum stöðum í DI.
Björn Þorleifsson fær Páli Aronssyni til fullrar eignar jörðina Látr á Ströndum í Aðalvíkrkirkjusókn.
Péte Loptsson fær Árna Pétrssyni, syni sínum, til eignar jörðina Akreyjar á Breiðafirði fyrir fjörutíu hundruð, en Árni skal í móti svara kirkjunni í Dal í Eyjafirði fjörutíu hundruðum i reikningskap, og Pétr hafa Akreyjar svo leingi er hann lifir.
Árni Guðmundsson selur séra Sigurði Einarssyni sex hundruð í jörðinni Hemlu í Vestur-Landeyjum. Einnig lofar Árni að selja séra Sigurði og engum öðrum Minni-Hildisey í Austur-Landeyjum. Útdráttur.
Séra Gamli (Gamalíel) Hallgrímsson gefur vitnisburð og útskýringu vegna hórdómsbrots er sonur hans Þorkell var getinn utan hjónabands, en með vitnisburði sínum vill Gamli þagga niður vondar tungur sem leggja hneykingu til Þorkels vegna framferðis foreldra hans. Á Grenjaðarstöðum 20. febrúar 1601.
Kaupmáli á brúðkaupsdegi Sveins Jónssonar og Halldóru Einarsdóttur. Innsigli fyrir setja Helgi ábóti á Þingeyrum, Þormóður Arason, Skúli Guðmundsson, Hallur Styrkárson og Jón Guðmundsson.
Dómb sex klerka, út nefndr af Gizuri biskupi á prestastefnu, um ákærur biskups til Bjarna Narfasonar um tollagjald af Skaga í Dýrafirði og kirkjureikningskap á Mýrum.
Seðill með minnispunktum Árna Magnússonar þar sem hann segir frá transskriftarbréfi sem hann hafi átt sem innihélt sjö skjöl um Arndísarstaði í Bárðardal frá árunum 1571–1578. Transskriftarbréfið var ritað 1595.
Jón Jónsson lögmaður greiðir Jón Jónssyni skuld fyrir málajarðir konu sinnar, Helgu heitinnar Gísladóttur, sem hún hafði selt Jóni Jónssyni, en það eru þrjár jarðir í Norðurárdal. Á Þingeyrum, 17. apríl 1601.
Hannes Björnsson selur Jóni Magnússyni eldra jörðina Tungu í Bitru. Að Snóksdal í Miðdölum, 3. mars 1603.
Sæmundur Árnason og Vigdís Hallsdóttir endurnýja kaupgjörning sín á milli og gefa hvort annað kvitt og ákærulaust. Á Hrauni í Keldudal, 13. febrúar 1599; bréfið skrifað á Hóli í Bolungarvík 6. mars sama ár.
Arfleiðslubréf Jóns Björnssonar í Flatey.
Samtök og áskorun Vestflrðinga til Finnboga lögmanns Jónssonar, að hann haldi gömul lög og íslenzkan rétt, einkum í erfðamálinu eptir Þorleif Björnsson.