Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1171 documents in progress, 1430 done, 40 left)
Stephán biskup í Skálholti kvittar Pál Jónsson um biskupstíundir.
Erfðaskrá Sigurðar Jónssonar, gerð á Stað í Reyninesi 12. ágúst 1602. Transskriftarbréf frá 20. maí 1648, sem aftur var afrit af annarri transskrift, ódagsettri.
Transkriptabréf. Andrés biskup í Ósló, Mattís Hvörv prófastur við Maríukirkjuna í Ósló, Hans Mule höfuðsmaður á Akrhúsi, Eirikur Eiriksson lögmaður í Ósló og Bent Heringsson lögmaður undir Agðasíðu lýsa þvi, að Ögmundur ábóti í Viðey og biskupsefni í Skálholti hafi lagt fyrir þá bæði páfabréf og konungsbréf um, að löglegt skyldi hjónaband Þorleifs Björnssonar og Ingvildar Helgadóttur, þótt þau væri fjórmenningar að frændsemi, og börn þeirra skilgetin og arfgeng, og staðfesta þeir og samþykkja öll þessi bréf.
Eiríkur Árnason selur séra Bjarna Jónssyni fjögur hundruð í Fremri-Kleif í Eydalastaðarkirkjusókn. Á Stöðvarstað í Stöðvarfirði, 21. janúar 1645. Útdráttur.
Arfleiðslubréf Jóns Björnssonar í Flatey.
Sex menn lýsa því hvert ástand kirkjunnar á Holti undir Eyjafjöllum var þegar séra Árni Gíslason meðtók staðinn árið 1572. Skrifað á Holti 21. apríl 1598.
Einar Sigurðsson gefur syni sínum Sigurði Einarssyni jarðarveð sem hann á í Skála á Strönd í Berufjarðarkirkjusókn. Í Eydölum, 17. ágúst 1610.
Árni Guðmundsson selur séra Sigurði Einarssyni sex hundruð í jörðinni Hemlu í Vestur-Landeyjum. Einnig lofar Árni að selja séra Sigurði og engum öðrum Minni-Hildisey í Austur-Landeyjum. Útdráttur.
Gunnlaugur Ormsson selur bróður sínum Páli Ormssyni 13 hundruð í jörðinni Innra-Fagradal í Saurbæ. Hér í mót fær Gunnlaugur tíu hundruð í Narfeyri á Skógarströnd, eign Guðrúnar Gunnsteinsdóttur konu Páls, með hennar samþykki. Á Staðarhóli í Saurbæ 15. maí 1597. Útdráttur.
Dómb sex klerka, út nefndr af Gizuri biskupi á prestastefnu,
um ákærur biskups til Bjarna Narfasonar um tollagjald af
Skaga í Dýrafirði og kirkjureikningskap á Mýrum.
Skipti þeirra brœðra, síra Þorleifs og Sæmundar Eirikssona
á jarðeignum bróður þeirra, sira Jóns í Vatnsfirði.
Afrit af bréfi þar sem tólf klerkar nyrðra samþykkja séra Jón Arason ráðsmann og umboðsmann heilagrar Hólakirkju í öllum efnum milli Ábæjar og Úlfsdalsfjalla.
Afrit af afgreiðslubréfi þar sem Vigdísi Halldórsdóttur er gert að afhenda Birni Magnússyni fyrir hönd Daða Bjarnarsonar 24 hundruð í Lambadal innri í samræmi við alþingisdóm sem Björn Magnússon las upp í umboði Daða (sjá Alþingisbækur Íslands IV: 45-46). Meðaldalur, 15. október 1607.
Blað úr reikningsbók um skip og útgerð.
Kaupmáli á brúðkaupsdegi Sveins Jónssonar og Halldóru Einarsdóttur. Innsigli fyrir setja Helgi ábóti á Þingeyrum,
Þormóður Arason, Skúli Guðmundsson, Hallur Styrkárson og Jón Guðmundsson.
Tylftakdómr út nefndr af Jóni biskupi á Hólum, Claus van
der Mervize og lögmönnum báðum, Erlendi Þorvarðssyni og
Ara Jónssyni, eptir konungs skipan um kæru Ögmundar
biskups í Skálholti til Sigurðar Ólafssonar, að hann hefði
legið með Solveigu Ólafsdóttur systur sinni.
Byggingarbréf Hans Chr. Raufns handa Oddi Svarthöfðasyni fyrir hálfum Gjábakka í Vestmannaeyjum. „Ex Chorenhaul
Schanze“ 8. febrúar 1696.
Transskript á dómsbréfi um kærur Hannesar Eggertssonar til Ögmundar biskups í Skálholti að biskup héldi fyrir sér og Guðrúnu Björnsdóttur konu sinni fjórum jörðum, Vatnsfirði, Aðalvík, Hvammi og Ásgarði og dæma þeir meðal annars Vatnsfjörð fullkomna eign Skálholtskirkju.
Frumbréfið er Bisk. Skalh. Fasc. XIV, 4 en transskr í Skalh. fasc XIV, 5 og 8 auk AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII, 28.
Vitnisburður átta manna um skyldur formanna í „compagnisins“ skipum, í sjö liðum.
Gísli Björnsson selur Gísla Árnasyni tíu hundraða part með fjórum kúgildum er hann átti að gjalda séra Árna Gíslasyni. Á sama tíma fær séra Árni Gísla Árnasyni tíu hundruð í Hallgerðsey með fjórum kúgildum. Gísli Björnsson gefur séra Árna kvittan um alla peninga sem Árni hafði lofað að gjalda fyrir Gunnarsholt. Á Holti undir Eyjafjöllum, 8. desember 1602.
Kaupbréf Jóns bónda Ólafssonar að Guðmundi Guðmundssyni og Sigríði Jónsdóttur, konu hans, fyrir því, er þau ætti
eða mætti eiga í Hjarðardölunum báðum í Dýrafirði.
Sæmundur Árnason og Vigdís Hallsdóttir endurnýja kaupgjörning sín á milli og gefa hvort annað kvitt og ákærulaust. Á Hrauni í Keldudal, 13. febrúar 1599; bréfið skrifað á Hóli í Bolungarvík 6. mars sama ár.
Guðrún Þorleiksdóttir arfleiðir með samþykki föður síns dætur sínar tvær, er hún átti með Jóni Björnssyni
Dómur um ákæru vegna jarðarinnar Bjarnarstaða í Selvogi. Á Öxarárþingi, 30. júní 1602.
Teitur Eiríksson og kona hans Katrín Pétursdóttir selja Ólafi Jónssyni jarðirnar Hornstaði í Laxárdal og Steinadal í Kollafirði.
Bréf um Ásgeirsá.
Dómur á Gaulverjabæ í Flóa um ákæru vegna Grímslækjar í Hjallakirkjusókn.
Ólöf hústrú Loptsdóttir handleggur Örnólfi Einarssyni til
eignar jarðirnar Tannstaðarbakka, Útibliksstaði og Hvalsá
hina minni, ef af honum geingi jarðirnar Álfadalur og Hraun
á Ingjaldssandi, er Björn bóndi Porleifsson hafði selt Örnólfi.
Ari Jónsson gefur Sæmund Árnason kvittan og ákærlausan um þá peninga er Sæmundur átti Ara að gjalda fyrir part í Eyri. Á Hóli í Bolungarvík, 23. maí 1599.
Þorsteinn Torfason selr Eiríki bróður sínum til sóknar alla
peninga, sem hann fékk í sinn part eptir Ingibjörgu systur sína,
hver sem þá heldr eða hefir haldið án hans leyfis.
Vitnisburður um prófentu þá, er Þorbjörn Gunnarsson gaf Ivari Brandssyni.
Eftirrit af tveimur bréfum um Skarðshlíð með formála eftir Gísla Árnason, að Ási í Kelduhverfi 23. febrúar 1703. Segist Árni afskrifa þessi tvö bréf – þriðja bréfið hafði hann ekki við höndina – handa commissariis Árna Magnússyni og Páli Jónssyni Vídalín.
Alþingisdómur um ágreining um landamerki jarðanna Oddgeirshóla og Brúnastaða, 1. júlí 1602.
Claus van der Marvisen, hiröstjóri og höfuðsmann yfir alt
Island, gefr sinum góðum vin Didrek van Minnen umboð
það, er hann hafði af konungi yfir íslandi, „bífalar“ honum
klaustrið i Viðey með öllum tekjum, svo og garðinn á
Bessastöðum, og veitir honum „kongsins sýslu Gullbringuna".
Kaupmálabréf Björns Magnússonar og Sigríðar Daðadóttur. Án upphafs.
Nikulás Jónsson selr síra Sigurði Jónssyni jörðina Haga í
Reykjadal fyrir lausafé og fæðslu konu hans og barna til næstu
fardaga, og skal Nikulás þjóna hjá síra Sigurði næsta ár
Bónarbréf 14 Vestmannaeyinga þar sem undirritaðir biðja Árna Magnússon að rannsaka mælikúta til að sjá hvort allt sé með felldu.
Arnór Loftsson selur Pétri Pálssyni jörðina Vatnshorn í Steingrímsfirði. Á Staðarhóli í Saurbæ, 10. nóvember 1602; bréfið skrifað á sama stað 16. mars 1604.
Séra Snæbjörn Torfason selur Bjarna Sigurðssyni hálfar Brekkur í Gunnarsholtskirkjusókn en fær í staðinn Hrafnagil í Laxárdal. Útdráttur. Á Þingvöllum, 30. júní 1606.
Vitnisburður og eiður Jóns Arnórssonar prests í Einholti í Hornafirði að sú vörn sem hann hefur haft kirkjunnar vegna um þá fjöru sem Viðborðsmenn hafa áklagað undan kirkjunni sé rétt og falslaus. Á Einholti, 29. júní 1606.
Einar Jónsson („Eylerdt Johansen“) selur Herluf Daa jörðina Vatnsdal („Wartess dhall“) á Barðaströnd, í Dalskirkjusókn. Bréfið er skrifað á þýsku í Hamborg einhvern tíma á árabilinu 1606–1616.
Jón Sigurðsson og kona hans Sigríður Torfadóttir selja Jóni Björnssyni, vegna Snæbjarnar Torfasonar, jarðirnar Sandeyri á Snæfjallaströnd, Veðrará í Önundarfirði og Kirkjuból í Steingrímsfirði. Í staðinn fá Jón og Sigríður Brandsstaði og Bollastaði í Blöndudal. Landamerkjum lýst og skilmálar settir. Í Kristnesi í Eyjafirði, 13. júní 1606.
Um lögmála Gísla Árnasonar fyrir Vestasta-Reyðarvatni á Rangárvöllum.
Kaupbréf fyrir Másstöðum í Skíðadal.
Kaupbréf fyrir Hofi í Vatnsdal, Vatnsenda og Hálsum í Skorradal.
Guðrún Einarsdóttir greiðir Ara Magnússyni 60 hundruð í jörðinni Óslandi í Miklabæjarkirkjusókn í sín þjónustulaun. Á Laugarbrekku, 15. september 1607; bréfið skrifað á sama stað nokkrum dögum síðar.
Alþingisdómur vegna jarðarinnar Helluvaðs við Mývatn.
Alþingisdómur vegna jarðarinnar Helluvaðs við Mývatn.
Örstutt samantekt Árna Magnússonar um brúðkaup Þorbergs Hrólfssonar og Halldóra Sigurðardóttur sem fram fór á Reynistað haustið 1603. Guðný Jónsdóttir, móðir Halldóru, og Jón bróðir hennar gifta hana, en faðir hennar, Sigurður Jónsson, var þá látinn. Með uppteiknuðu litlu ættartré brúðhjónanna.
Dómur á Vallnalaug í Skagafirði 18. september 1609 um stefnu vegna jarðarinnar Brúnastaða. Bréfið skrifað á Stað í Reyninesi 24. október sama ár.
Page 9 of 149