Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3428 done, 40 left)
Helga Aradóttir meðkennist að hafa fengið fulla peninga af Birni Benediktssyni fyrir jörðina Fljótsbakka. Í skólabaðstofunni á Munkaþverá, 6. desember 1611; bréfið skrifað á Munkaþverá 27. desember sama ár.
Árni Oddsson lögmaður og Bjarni Sigurðsson endurnýja og staðfesta kaup sem þeir höfðu gert sín á millum við Tjörfastaði í Landmannahrepp 3. september 1639 um að Bjarni keypti 13 hundruð í Rauðabergi í Hornafirði. Á Leirá í Leirársveit, 25. febrúar 1640. Útdráttur.
Skiptabréf systkinanna Jóns Vigfússonar og Þorbjargar Vigfúsdóttur. Í Klofa á Landi 20. júní 1606.
Brynjólfur Sveinsson selur séra Jóni Jónssyni 15 hundruð í Engihlíð í Langadal en fær í staðin tíu hundruð í Höskuldsstöðum í Laxárdal og annan fimm hundraða jarðarpart. Á Þingvöllum, 1. júlí 1645.
Séra Snæbjörn Torfason selur Bjarna Sigurðssyni hálfar Brekkur í Gunnarsholtskirkjusókn en fær í staðinn Hrafnagil í Laxárdal. Útdráttur. Á Þingvöllum, 30. júní 1606.
Vitnisburður um að Jón Gíslason hafi afgreitt Halldóri Þórðarsyni tíu hundruð í Meðalheimi í Hjaltabakkakirkjusókn til heimanfylgju dóttur sinnar Guðrúnar. Gjörningurinn átti sér stað í Þykkvaskógi í Miðdölum 9. september (líklega 1581) en vitnisburðurinn er dagsettur í Hjarðarholti í Laxárdal 17. desember 1581.
Álits og skoðunargerð átta manna útnefndra af síra Jóni Haldórssyni officialis milli Geirhólms og Hrútafjaiðará um áskilnað milli Staðarkirkju í Steingrímsfirði og Guðmundar Loptssonar út af Selárdal.
Björn Sæbjarnarson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi jörðina Fremri-Hlíð í Vopnafirði. Að Leiðarhöfn í Eystra-Skálanesslandi, 4. janúar 1654. Transskriftarbréfið er ritað að Hofi í Vopnafirði, 16. apríl 1657.
Alþingisdómur um jörðina Brúnastaði í Skagafirði, 1. júlí 1613.
Nokkrir punktar Árna Magnússonar, teknir upp úr jarðakaupabréfi, um þessar jarðir sem fóru sölum 1606: Sandeyri í Ísafirði, Veðrará í Önundarfirði, Kirkjuból í Steingrímsfirði og Brandsstaði og Bollastaði, báðar í Blöndudal. Árni getur sérstaklega um skilmála sem seljandinn Jón Sigurðsson leggur á kaupandann séra Snæbjörn (Torfason).
Sigríður Bárðardóttir selur Margrétu Bárðardóttur fimm hundruð upp í jörðina Finnsstaði í Eiðaþinghá fyrir sjö hundruð í fullvirðis peningum.
Vitnisburður og eiður Jóns Arnórssonar prests í Einholti í Hornafirði að sú vörn sem hann hefur haft kirkjunnar vegna um þá fjöru sem Viðborðsmenn hafa áklagað undan kirkjunni sé rétt og falslaus. Á Einholti, 29. júní 1606.
Illugi Illugason selur Páli Guðbrandssyni fimm hundruð í jörðinni Neðri-Mýrum á Skagaströnd. Á Þingeyrum, 7. janúar 1613.
Oddur Marteinsson selur Magnúsi Guðmundarsyni hálft land á Harastöðum í Vesturhópi með tilgreindum landamerkjum.
Hannes Bjarnarson selur Sæmundi Árnasyni jörðina á Múla á Langadalsströnd en fær í staðinn Marðareyri og hálfa Steinólfstaði í Veiðileysufirði. Á Hóli í Bolungarvík, 20. febrúar 1605; bréfið skrifað sex dögum síðar.