Archive Arnamagnæana dev

Þjóðskjalasafn Íslands, Reykjavík: 721 documents
(9 documents in progress, 0 done, 712 left)
Gottskálk Keneksson Hólabiskup leyfir að Einar ábóti á Munkaþverá selji Sigurði príor og klaustrinu á Möðruvöllum jörðina Gásir í Glæsibæjarþingum og þar til tíu kúgildi fyrir jarðirnar Gil og Vaglir í Hrafnagilsþingum.
1) Björn Brynjólfsson selur Gissuri Þorbjarnarsyni jarðirnar Helluland og Ásgrímsstaði í Hegranesi fyrir jörðina Skíðastaði í Laxárdal, 13. mars 1388. 2) Tveir menn og tveir prestar transrkíbera bréf um Helluland, Ásgrímsstaði og Skíðastaði frá 13. mars 1388, 5. febrúar 1451,
Ríkisráð Norðmanna samþykkir og staðfestir Alþingisdóm frá 30. júní 1533, 8DI IX, nr. 550), er Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup bar fram.
Vitnisburður að séra Loðvík Hallsson sór fyrir Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi, að Skúli Loftsson hélt og reiknaði sína eign jörðina Syðra-Vallholt í Skagafirði.
Gunnlaugur Þorkelsson fær Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi og heilagi Hólakirkju til ævinlegrar eignar jörðina Brimnes í Svarfaðardal ítöluslausa og með reka, en Ólafur biskup leggur á mót partinn í Tungu í Vatnsdal í Grímstungnaþingum.
Sigurður Björnsson lýkur Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi jörðina Tungu á Svalbarðsströnd fyrir 20 hundruð og þar til 20 hundruð í fríðvirðum peningum að næstum fardögum fyrir porcio Svalbarðskirkju um sína daga, og lofar að svara á prestastefnu fyrir porciu um daga föður síns.
Vitnisburður séra Illuga Guðmundssonar um að hafa eitt sinn verið samferða Jóni Ólafssyni til Hóla á prestastefnu vorið 1551. Þá voru á Hólum uppreiknaðar allar jarðir Hóladómkirkju og var Tjörn í Aðaldal þ.á m. og hafi séra Jón ekki átalið það. Nokkrum árum seinna þegar séra Jón lá banaleguna hafi þeir séra Kolbeinn Auðunarson riðið til Ness í Aðaldal til að taka af honum reikningsskap. Þá hafi hann sagt skilmerkilega frá því hvað hann skuldaði og hverjir skulduðu honum og minntist þá ekki á Tjörn.
Ólafur Rögnvaldsson Hólabiskup setur Jón Snorrason af kjól og kalli fyrir manndrápsáburð, áverka við prest, rán og gripdeildir, óhlýðni, ill orð og verk, og hótar að bannfæra hann.
parchment and paper
-
Vitnisburður séra Kolbeins Auðunarsonar um að hann og séra Illugi Guðmundsson hafi farið að Nesi í Aðaldal þegar séra Jón Ólafsson heitinn lá banaleguna en erindið var að taka reikningsskap af honum (presttíund og kirkjupeninga). Þá var séra Jón með fullri skynsemi og greindi frá skuldum sínum og hvað aðrir skulduðu honum og skrifaði séra Kolbeinn það allt niður. Hann minntist hins vegar aldrei á jörðina Tjörn í Aðaldal. Vorið 1551 riðu þeir séra Kolbeinn, séra Illugi og séra Jón til Hóla á prestastefnu en þá var búið að reikna saman jarðir dómkirkjunnar en þann reikningsskap átti að senda konungi. Þar kom Tjörn í Aðaldal fyrir en séra Kolbeinn heyrði aldrei séra Jón átelja þá jörð og vildu þó margir á þeim tíma klaga uppá Jón Arason biskup.
Vitnisburður séra Þorsteins Gunnasonar, 81 ára að aldri, um að hafa heyrt fyrir meira en 60 árum og jafnan síðan að þeir Brandur Helgason, sem átti Tungu í Fljótum, og Þorlákur Helgason, faðir Eiríks Þorlákssonar, hafi verið haldnir bræður samfeðra. Hann hafði heyrt frá kunnugum mönnum að þegar faðir þeirra hafi dáið þá hafi Þorlákur verið á framfæri Brands.
Dómur tólf presta, útnefndur af Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi, að Bjarni Ólason sé rétt fangaður af kirkjunnar valdi.
Testamentisbréf ónafngreinds manns, er gefur ýmsar gjafir einkum klaustrinu á Reynistað og systrunum þar, en bóla gengur um land.
Ásgautur Ögmundsson selur Narfa Jónssyni príor í Skriðu 20 hundruð í jörðunni Borgarhöfn í Hornafirði og 18 hundruð í fjöru, er liggur í Öræfum milli Kvíár og Hamraenda, hálfa við Sandfellinga, og að auk hundrað í fríðu og ófríðu, fyrir Sumarliðabæ í Holtum með sex málnytukúgildum, og þar til lofaði Narfi príor að taka að sér pilt, er Ásgauti heyrði til, og kenna honum les, söng, skrif og rím, svo að hann mætti vígjast prestur, með öðru skilorði, er bréfið greinir.
Sjö prestar og tveir leikmenn votta, að Hrafn Brandsson lýsti því, að hann lofaði ekki að halda Viðvíkurdóm um hálfkirknareikninga, heldur bannaði öðrum að gera Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi reikninga af þeirra hálfkirkjum, og bannaði prestum að ganga dóma, er biskup tilnefndi þá um kirkjunnar mál.
Tylftardómur klerka útnefndur af Gottskálki Nikulássyni Hólabiskupi um kærur biskups til Páls Þórálfssonar um kúgildahald fyrir Hólakirkju "um tólf ár síðan sóttina" (1494).
Halldór Steinþórsson selur Jóni Gamlasyni presti, ráðsmanni og umboðsmanni heilagrar Hólakirkju, og staðnum á Hólum jörðina Nýlendi á Höfðaströnd fyrir lausafé.
Tylftardómur klerka útnefndur á prestastefnu af Jóni Arasyni Hólabiskupi, um séra Gísla Finnbogason fyrir það mannslag, er hann ófyrirsynju í hel sló Þórarinn Stenþórsson heitinn.
Mikael Jónsson prestur lýsir því að Jón Henriksson (Tófason) Hólabiskup, góðrar minningar, hafi kallað sig frá Noregi til að gerast prestur á hans umdæmi, og hafi biskup veitt sér Breiðabólsstað (í Vesturhópi), og hafi hann meðal annars gerst fjárráðamaður biskupsstólsins, og á deyjanda degi hafi Jón biskup, er hann sá af forvitru sinni og lækniskunnustu, að sjúkleikur sá, er hann hafði tekið, mundi draga hann til bana, skipaði sig til officialis og hafi það verið samþykkt af mörgum lærðum og leikum, en því embætti hafi hann lítt náð, og kennir það ofríki séra Þorkels Guðbjartssonar og séra Ara Þorbjarnarsonar, er prestafundur á Möðruvöllum kaus til officialis, og stefnir hann þeim því báðum á ársfresti fyrir erkibiskupinn í Niðarósi.
Guðmundur Hjaltason bóndi fær Solveigu Guðmundsdóttur dóttur sinni hálfa jörðina Fell í Kinn upp í skuld.
Vitnisburðarbréf, að Kristín Jörundsdóttir gaf Jóni Jónssyni, er kallaður var príorsbróðir, fjórðungsgjöf úr öllum sínum peningum, og að hann tók að sér og eignaðist með vilja og samþykki Kristínar jörðina Skeggjastaði á Ströndum.
Dómur tuttugu presta útnefndur af Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi um ákæru hans til Þorláks Semingssonar um það, að hann hefði höggvið skóg í jörðum Hólastaðar (Barnafell og Garður), og um 80 hundraða gjöf séra Semings Magnússonar föður Þorláks.
Guðríður Finnbogadóttir selur Finnboga Einarssyni jörðina Fjósatungu í Fnjóskadal með skógi í Þórðarstaðajörðu með ummerkjum fyrir jörðina Grindur á Höfðaströnd með skógi og selför, með fleira skilyrði, er bréfið greinir.
Vitnisburður, að Þorvaldur Sigurðsson hafi gefið jörðina hálfa Skriðu í Breiðdal klaustrinu á Skriðu í Fljótsdal til ævinlegrar eignar.
Jón Sæmundsson selur, í umboði Teits Þorleifssonar bónda, Þorvarði Helgasyni príor á Skriðu 20 hundruð í jörðunni Borgarhöfn í Fellshverfi klaustrinu til fullrar eignar fyrir 40 hundruð í lausafjám, með öðrum greinum, er bréfið hermir.
Kaupbréf þeirra Hauks Gunnarssonar og Órækju Sturlusonar, að Órækja kaupir af Hauki land að Ingjaldshvoli undir Jökli með öllum gögnum og gæðum, en geldur Hauki hálfa jörðina Kálfárvöllu á Snæfellsnesi með öllum gögnum og gæðum.
Sigurður Jónsson príor á Möðruvöllum lýsir því, að hann hafi tekið bókareið af Þorkeli Blængssyni um landamerki Stóra-Hamars í Eyjafirði, svo sem bréifð vottar.
1) Fjórir menn votta, að Þorleifur Björnsson hafi 2. janúar 1477 selt Sveini Guðmundssyni alla jörðina á Kryddhóli í Skagafirði fyrir Ásgrímsstaði í Hegranesi og þar til lausafé. 9. janúar 1477. 2) Transskriftarbréf tveggja manna. 7. maí 1490.
Bréf Einars Ísleifssonar ábóta á Munkaþverá um gjafir hans til Stígs Einarssonar frænda síns.
Kvittunarbréf Sigurðar Ívarssonar til handa Jóni Þorvaldssyni presti um lúkning á andvirði tíu hundraða í jörðinni Mánaskál.
Bréf Þorleifs Björnssonar um veðsetningu hans á Galtarnesi í Víðdal til Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups um þrjú ár.
Stefán Ögmundsson selur heilagri Hólakirkju fjórðunginn úr jörðunni Skálá í Sléttahlíð.
Vitnisburður, að Vigdís Jónsdóttir sór að því bókareið, að Ólafur Filippusson bóndi sinn hefði að sínu viti ekki verið í neinum þeim sökum að sifjum eða mægðum né nokkurri útlegð, að það mætti hindra þeirra hjónskap.
Bréf um útlúkning Ásgeirsáa og Lækjamóts og fjögurra jarða (Krossnes, Melar, Norðfjörður og Seljanes) á Ströndum til Finnboga Jónssonar lögmanns og Teits Þorleifssonar.
Kaupmálabréf Björns Sæmundssonar og Snjófríðar Björnsdóttur.
Geir Vigfússon prestur vottar, að hann hafi lesið bréf Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups (DI VI, nr. 245) á Hnappstöðum í Eystrum-Fljótum eftir boði biskups, og síðan lögfest jörðina undir heilaga kirkju.
Dómur Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups og tólf presta um séra Jón Pétursson fyrir það, að hann hafði þjónustað Finnboga Jónsson og hans fólk og messað yfir þeim í biskupsins forboði.
Guðríður Ólafsdóttir vottar að Rannveig Eiríksdóttir hafi 13. ágúst 1407 gefið Oddi Oddssyni í fjórðungsgjöf hálfa jörðina Skóga í Axarfirði og þar til tíu hundruð; samþykkti Oddur Eiríksson bóndi hennar gjöfina og lagði mála konu sinnar upp í jörðina Ærlæk.
Vitnisburður Magnúsar Gunnsteinssonar, nærri 70 ára, um að í sínu ungdæmi hafi hann þekkt Þorlák Helgason heitinn, sem síðast þegar hann vissi bjó í Ljótshólum í Svínavatnshreppi, og hafi hann aldrei heyrt tvímæli á því leika að hann væri samfeðra bróðir Brands Helgasonar heitins.
Arnfinnur Þorsteinsson kaupir fimm hundruð í jörðinni Hálsi í Svarfaðardal af Kristínu Oddsdóttur, er hún hafði erft eftir Odd föður sinn.
Kvittun Torfa Þorsteinssonar til Ólafs Hjaltasonar Hólabiskups fyrir skilum föðurarfs.
Þrír klerkmenn votta, að Einar ábóti á Munkaþverá seldi með samþykki konventubræðra Gottskálki Hólabiskupi og Hólastað þann part, er klaustrið átti í Laxármýraósi, til móts við Grenjaðarstað, en biskup lét klaustrið fá í staðinn alla þá laxveiði, er Hólastaður átti í Deildará norður á Sléttu.
Vitnisburðarbréf, að Árni Þorleifsson handleggur Þorgerði Hallsdóttur, konu Símonar Pálssonar, jörðina Merkigil í Eystrumdölum til fullrar eignar eftir gjöf Þorleifs Árnasonar föður síns.
1) Dómur Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups og tólf presta um hald Þórunnar Finnbogadóttur á jörðunni á Valþjófsstöðum í Núpasveit, er biskupinn reiknaði eign Hólakirkju í Hjaltadal. 13. júlí 1464. 2) Transkriftarbréf þriggja manna. 25. september 1466.
Agnes priorissa á Stað í Reyninesi og allar konventusystur á Stað lofa Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi hlýðni og fullum trúskap sem þeirra formanni, og lýsa því, að Þorleifur Árnason hafi hvorki fengið umboð á þeirra né klaustursins peningum, 19. apríl 1461.
Vitnisburður Tómasar Þorsteinssonar, 57 ára, að mestu uppalinn í Húnaþingi og var á Skagaströnd í 20 ár (2 ár á Spákonufelli og 18 á Vindhæli í Vindhælishreppi) um að hafa heyrt haft og haldið af eldri mönnum að Spákonufell ætti höfðann sem kallaður hefur verið Spákonufellshöfði fyrir framan merkigarð þann sem gengur úr Einbúa. Hann hafði aldrei heyrt höfðann eignaðan nokkurri annarri jörðu en Spákonufelli og engin tvímæli á þessu leika fyrr enn í sumar þegar hval rak þar. Þá viti hann til þess að Spákonufellsmenn hafi tekið lóðarfisk af þeim skipum sem hafi gengið í höfðann að Hólum [Höfðahólum] undanskildum sem eigi þar skipgöngu.
Ólafur Þorgeirsson prestur lýsir, því að hann hafi eftir skipun Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups ætlað að lesa á Grenjaðarstöðum dóminn frá 13. júlí 1464 (DI V, nr. 372) um Valþjófsstaði yfir Þórunni Finnbogadóttur, en séra Jón Pálsson hafi ruskað sér og blótað, og ætlað að ná í bréfið og Þorgils Gunnlaugsson hafi gripið í það og rifið, og haft með sér mestan part þess.
Vitnisburður Jóns Nikulássonar um veiði í Nikuláskeri í Norðurá og annar vitnisburður þeirra Jóns Björnssonar og séra Jóns Salómonssonar um að hafa heyrt á vitnisburð Jóns Nikulássonar.
Þorleifur Árnason lofar Agnesi priorissu og öllum systrunum á Stað í Reyninesi að taka hvorki klaustrið né þess peninga og veita þar engan styrk og engin ráð til að það sé gert.
1) Tveggja tylfta dómur, útnefndur af Ólafi Rögnvaldssyni Hólabiskupi á prestastefnu, um kæru biskups til Halldórs Brandssonar, að hann hefði eigi haldið Víkurdóm um kirkjugóssin á Barði í Fljótum frá 10. febrúar 1481. (DI VI, nr. 317; Barðsdómur hinn síðari). 9. júní 1488 2) Transskrift fjögurra manna. 16. júní 1488
Steindór Andrésson selur Steini Eyjólfssyni hálfa jörðina Brúarland í Deildardal fyrir 50 hundruð í lausafé.