Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Vitnisburðarbréf um umboð Jóns Finnbogasonar á fé Ólafar Jónsdóttur haustið næsta eftir pláguna (1495) með þeim greinum, er bréfið hermir (DI VII:663).
Jón Gíslason gefur Þorleif Magnússon kvittan um þau 18 hundruð sem séra Magnús Magnússon heitinn hafði lofað að gjalda honum fyrir hálfa jörðina Meðalheim á Ásum.
Vitnisburðarbréf um bókareiðslýsingu Teits Magnússonar fyrir Haldóri Þorgeirssyni, kongs umboðsmanni milli Hítarár og Skraumu, um drukknan Ara bónda Guðmundssonar og peningamál Guðmundar Arasonar.
Máldagi Jóns kirkju skírara í Víðidalstungu, er Pétur biskup setti Nikulásson.
Skrá um aflát og syndaaflausnir í Augustinusarklaustrum ásamt útskýringum á eðli og takmörkunum syndaaflausna.
Dómur útnefndur af Finnboga lögmanni Jónssyni um ferjan og félegheit Torfa Finnbogasonar fyrir það er hann varð að skaða Þórði heitnum Björnssyni.
Þorkell prestur Guðbjartsson kvittar Magnús Þorkelsson son sinn um allan reikning og ráðsmannsstarf sinna vegna, bæði heima á sínum stað Laufási í Eyjafirði og öllum öðrum sínum peningum.
Vitnisburður um hestmál, og hafði Þorkell Skeggjason gripið hest fyrir Grírni Þorsteinssyni.
Afrit af eignaskrá Guðmundar ríka Arasonar, dómsbréfi um arf og annálsbrot.
Ólafur bóndi Jónsson selur Guðmundi presti Þorsteinssyni jörðina Bessastaði í Fljótsdal fyrir Torfastaði í Vopnafirði með tilgreindum landamerkjum.
Jón Björnsson kaupir Draflastaði í Eyjafirði af yngri alnafna sínum og frænda, Jóni Björnssyni, syni Björns Gunnarssonar, fyrir lausafé.
Sáttargerð Diðriks Pinings, hirðstjóra og höfuðsmanns yfir Ísland, milli þeirra Þorleifs Björnssonar og Magnúsar biskups í Skálholti um hjónabands- og barneignamál Þorleifs og Ingveldar Helgadóttur.
Páll Grímsson fær Bjarna, syni sínum, hálfa Holtastadi í Langadal.
Máldagi Víðidalstungu.
Skipti á Holtastöðum í Langadal.
Jarðaskiptabréf, og er hálfum Holtastöðum skipt við Ós stóra í Miðfirði, með 20 hundr. milligjöf.
Helgi Jónsson gefur Steingrím Ísleifsson kvittan fyrir verð Skútustaða við Mývatn.
Sveinn Eyjólfsson selr Kolbeini Jónssyni jörðina Sigurðarstaði í Bárðardal fyrir sextán hundruð í lausafé.
Þorkell Guðbjartsson prestur selur Birni Sæmundssyni jörðina Hrakströnd við Mývatn en Björn lætur í móti jörðina Jarlstaði í Bárðardal.
Gottskálk biskup á Hólum kvittar Þórarinn Jónsson um reikningskap kirkjunnar á Svínavatni með þeim atriðaorðum sem bréfið hermir.
Bréf Heinreks Mæðings, umboðsmanns hirðstjórans Diðriks Pinings, um lögmannskaup það, sem hann geldr og ákveðr Finnboga lögmanni Jónssyni.
Jón Sigmundsson lögmaður staðfestir skilríki og dóm um landeign Bólstaðar í Steingrímsfirði eftir vitnisburð frá Guðmundi Loftssyni.