Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Þorkell Einarsson selur bróður sínum Örnólfi jörðina hálfa Hvilft í Önundarfirði fyrir jörðina hálfa Höfða í Dýrafirði og nokkurt lausafé.
Bróðir Magnús biskup í Skálholti kvittar Þorleif Björnsson af öllum sökum við guð og heilaga kirkju, svo og eigi síður af biskupstíundagreiðslu um næstu tíu ár.
Einar Ketilsson fær Jóni biskupi Vilhjálmssyni jörðina Stafshól í Hofsþingum er hann og Auðun bróðir hans erfðu eptir Helgu Þorfinnsdóttur frændkonu sína.
Kaupmálabréf Magnúsar Magnússonar og Sigríðar Jónsdóttur, Ásgeirssonar.
Jón Pálsson prestur afhendir Jón Finnbogasyni jarðirnar Böggustaði og Brimnes í Svarfaðardal til ævinlegrar eignar fyrir sextíu hundruð en Jón Finnbogason lætur í móti jörðina Reyki í Ólafsfirði fyrir þrjátíu hundruð og þrjátíu hundruð í lausafé, er Jón prestur varð honum skyldugur í sárabætur fyrir Svein Þorkelsson og syni hans Þorkel og Björn og mág hans Gísla Pétursson.
Minnisblöð Stefáns biskups (reikningar). Prentað í þremur nr. í DI VII: 1. (329) Reikningur um nokkrar fjárheimtur Skálholtsstaðar vestra. 2. (330) Skrá um þær kirkjur er Páll bóndi Jónsson á Skarði og Jón bóndi danr Björnsson áttu að svara fyrir gagnvart Stepháni biskupi, svo og nokkur annar reikningskapur. 3. (594) Vaðmálareikningur Skálholtsstaðar.
Vitnisburður Þorláks Vigfússonar að Ólöf Aradóttir á Kvennabrekku á Breiðafjarðardölum hafi gefið bóndanum Birni heitnum Þorleifssyni fullkomið umboð að krefja og útheimta af Guðmundi Arasyni bróður sínum alla þá peninga sem henni voru til erfða fallnir eftir föður sinn og móður, Ara Guðmundsson og Þorgerði Ólafsdóttur, alls níu hundruð hundraða, er stæðu í óleyfi hjá Guðmundi og hann vildi ekkert til svara.
Vitnisburður Sveins prests Oddssonar um lýsing til hjónabands með Ólafi Guðmundssyni og Þorbjörgu Guðmundsdóttur.
Kaupmálabréf Indriða Hákonarsonar og Guðrúnar Gísladóttur.
Jón Þórðarson selur Birni bónda Þorleifssyni jörðina Norðtungu í Borgarfirði fyrir sextíu hundruð og geldur Björn í mót jörðina Skuggabjörg í Deildardal fyrir tuttugu hundruð og fjörutíu hundruð í vel virðu góssi.
Uppskrift fimm vitnisburða um landareignina Krossavík í Vopnafirði; landamerkjum, eignum og ítökum lýst.
Óheilt afrit af dómi Finnboga Jónssonar lögmanns og tólf manna, útnefndur á alþingi, þar sem Björn Þorleifsson og systkin hans eru, samkvæmt páfabréfi, konungsbréfum, erkibiskupsbréfi og biskupa úrskurðum, dæmd lögkomin til alls arfs eftir Þorleif Björnsson og Ingveldi Helgadóttur, foreldra sína.
Sigfús Pétrsson gefr Ólafi syni sínurn tíu hundruð í jörðunni Skjaldandafossi á Barðaströnd.
Þetta er skráning fyrir XXII, 14a Jarðakaupabréf þeirra Jóns Þorkelssonar og Finnboga Jónssonar um Þverá í Laxárdal, Jörfa í Haukadal, Hofstaði við Mývatn, Hamra og Hornstaði í Laxárdal, og eru til greind landamerki og ítök jarðanna. Transskript af bréfinu er í 14b, sjá DI VI, nr. 420.
Sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LVIII, 5.