Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Arfaskiptabréf Sesselju Ásmundsdóttur.
Narfi prestur Böðvarsson lýsir því að Magnús Ólafsson og Guðrún Egilsdóttir sóru fyrir sér að undir Meiri-Hlíð í Bolungarvík ætti að vera tolllaust skip. Narfi segir sekt af Ólafi Magnússyni.
Jón Arngrímsson selur Þorláki Arasyni Hrafnadal í Hrútafirði fyrir aðra jörð að sama virði í Dalasýslu. Þorlákur lofar jafnframt að greiða Jóni árlega landskyld þar til Jón fær nefnda jörð.
Steinmóður Þorsteinsson officialis heilagrar Hólakirkju úrskurðar löglega þá fimtarstefu af kirkjunnar hálfu, er Björn
Einarsson stefndi Magnúsi Hafliðasyni og eins réttarprófin í
máli þeirra um Dalsskóg, þó að þetta hafi fram farið á langaföstu.
Jón Þórðarson gefur Þorleifi Magnússyni umboð til að semja við Einar og Sigurð Jónssyni viðvíkjandi jörðinni Auðnum vegna barna konu sinnar, Þórunnar Ólafsdóttur.
Dómsbréf úr héraði um kirkjugóss á Grund í Eyjafirði.
Dómur presta dæmir gild öll kaup og skipti er Jón biskup Arason hafði haft, hvort heldur vegna Hólakirkju eða sín.
Helmingur annars eintaks þessa bréfs sem er AM dipl isl fasc VI, 1: Dómur tólf manna um Dalsskóg í Eyjafirði milli Bjarnar Einarssonar og Magnúsar Hafliðasonar.
Þórður prestur Þórðarson selur Birni bónda Brynjólfssyni jarðirnar Illugastaði og Hrafnagil fyrir jörðina Sneis í Laxárdal. Afrit af bréfi frá 6. mars 1390.
Kaupmálabréf Þorkels Einarssonar og Ólofar Narfadóttur.
Vitnisburður Jóns Ljótssonar um landareign Hóls og Hvamms og Kúastaða í Svartárdal.
Jón Ásgrímsson selur Helga Ásgrímssyni jarðirnar Sirisstaði, Bitru og Haus (Háhús) í Kræklingahlíð fyrir hálfar jarðirnar
Voga við Mývatn, Breiðamýri í Reykjadal og Bjarnastaði í Bárðardal.
Kaupbréf fyrir Hvallátrum.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LVIII, 12.
Skólastika Magnúsdóttir og Einar Grímsson gefa Magnús
Þorkelsson kvittan um allar þær sakir, er þau máttu til
hans tala og hans manna, en Magnús kvittar þau í mót af
öllum sökum, að luktum þeim tveim hundruðum, er Einar
varð honum skyldugur.
Böðvar Eyjólfsson selr Kolbeini Jónssyni jörðina Sandvík í
Bárðardal fyrir átta hundruð í lausafé.
Bréfið hefst á vitnisburði sem gerður er á Héðinshöfða 1547 um lestur bréfsins sem síðan fylgir í transskripti en frumrit
þess er ekki til. Þar segir að Eirekur Ívarsson, Hallur Ketilsson, Hans Runk og Jón Antoníusson votti að Halla Kolbeinsdóttir
selji Finnboga Jónssyni lögmanni sex hundruð í jörðinni Garði við Mývatn fyrir fjögur hundruð í lausafé, með öðrum greinum.
Kaup- og landamerkjabréf um Hallgilsstaði í Fnjóskadal,
samhljóða næsta bréfi á undan, nema að dagsetningu.
Lýsing á því er:
Helgi Sigurðsson selr Brynjólfi Magnússyni jörðina Hallgilsstaði í Fnjóskadal
fyrir 37 hundruð í lausafé, og tilgreinir landamerki.
Rekaskrá Höskuldsstaðakirkju. Afskrift frá 16. öld af skjali frá 1395.
Texti að miklu leyti samhljóða AM Dipl. Isl. Fasc. V.12 frá 1395 og væntanlega ritaður eftir því.
Dómur um galdramenn.
Stephán biskup í Skálholti úrskurðar og staðfestir öll börn
Þorleifs Björnssonar og Ingveldar Helgadóttur getin fyrir
og eptir festing skilgetin og lögleg til arfs.
Þorleifur Björnsson hirðstjóri og höfuðsmann yfir allt Ísland meðkennir sig að hafa fengið bætur af Gísla Filippussyni kóngsins vegna fyrir víg Bjarnar Vilhjálmssonar og gerir hann kvittan um greint þegngildi.
Ólafur biskup Hjaltason gerir um ágreining Nikulásar Þorsteinssonar og síra Halldórs Benediktssonar um reikningsskap Munkaþverárklausturs og kirkju.
Vitnisburður um hálfkirkjuna í Alviðru í Dýrafirði (Falsbréf)
Staðfest afrit þriggja bréfa um arfleiðslu Lofts Ormssonar til sonar síns Stefáns Loftssonar.
Page 92 of 149















































